Kvennaskólinn í Reykjavík

Fréttir eftir mánuði

28.03.2011

Berlínarferð nemenda í ÞÝS 473

Föstudaginn 4. mars, hélt hópur nemenda í ÞÝS 473 í ferð til Berlínar ásamt kennurum áfangans, Björgu Helgu Sigurðardóttur og Guðrúnu Erlu Sigurðardóttur. Í hópnum voru 22 nemendur í 3. og 4. bekk. Nemendur höfðu fyrir ferðina kynnt sér eitt og annað um Berlín og unnu m.a. kynningar um þekktustu staðina. Ferðin heppnaðist í alla staði frábærlega og margt var skoðað og gert. Nánar


24.03.2011

Góður árangur í Þýskuþraut

Í lok febrúar var hin árlega Þýskuþraut haldin í framhaldsskólum landsins og tóku fimm nemendur úr Kvennaskólanum þátt. Nánar


22.03.2011

Kvenskælingar í Skotlandi

Laugardaginn 5. mars lögðu 20 nemendur og 3 kennarar af stað í námsferð til Skotlands. Námskeiðið er samvinnuverkefni ensku-, félagsgreina- og sögukennara. Var ferðin hluti af náminu en nemendur höfðu fyrir ferðina fengið fræðslu um sögu Skotlands, stjórnskipan, tungumálið og menningu. Nánar


22.03.2011

Frönskukeppni framhaldsskólanema: Nemandi úr Kvennaskólanum hreppti annað sæti

Síðastliðinn laugardag, 19. mars, var haldin keppnin Allons en France í Borgarbókasafninu í Grófarhúsinu. Keppnin er skipulögð er af sendiráði Frakklands í Reykjavík og Félagi frönskukennara á Íslandi. Bryndís Torfadóttir úr 3FSU tók þátt í keppninni fyrir hönd Kvennaskólans og stóð sig afar vel því hún hreppti annað sætið. Nánar


21.03.2011

Kvennó í úrslit í Gettu betur

Lið Kvennaskólans í Reykjavík er komið í úrslit spurningakeppninnar Gettu betur 2011. Liðið sigraði Fjölbrautaskólann í Garðabæ með tíu stiga mun, 23-13, síðastliðið laugardagskvöld. Nánar


18.03.2011

Fúría frumsýnir Vorið vaknar

Fúría, leikfélag Kvennaskólans í Reykjavík, kynnir barna-harmleikurinn Vorið vaknar eftir Frank Wedekind. Leikritið verður frumsýnt í kvöld í húsnæði Kvennaskólans að Þingholtsstræti en alls verða sex sýningar. Nánar


17.03.2011

Örnámskeið í stjórnun prófkvíða.

Kæri nemandi. Ef þú átt það til að vera kvíðin(n) fyrir próf, eða í prófi þá er tími til kominn að vinna í málinu. Við erum tilbúnar að aðstoða og ætlum að halda stutt námskeið í stjórnun prófkvíða. Nánar


16.03.2011

Kvennó áfram í Gettu betur

Lið Kvennaskólans í Reykjavík er komið í undanúrslit spurningakeppninnar Gettu betur. Nánar


16.03.2011

Góðgerðardagur Kvennó vel heppnaður

Góðgerðardagur Kvennaskólans var haldinn í annað sinn þriðjudaginn 8. mars síðastliðinn og tókst vel til. Allir 24 bekkir skólans unnu að ýmis konar samfélagsverkefnum og létu gott af sér leiða. Nánar


10.03.2011

Opið hús

Opið hús fyrir 10. bekkinga og aðstandendur þeirra verður í Kvennaskólanum í Reykjavík miðvikudaginn 16.mars 2011 frá kl. 17:00 til 19:00.

Nánar


08.03.2011

Heimsókn í 4T

Á mánudaginn fékk 4T vaska stráka í heimsókn úr leikskólanum Seljaborg. Bekkurinn hefur undanfarið verið að læra ýmislegt um máltöku og hljóðmyndun og undirbjó verkefni því tengt til að vinna með strákunum. Verkefnavinnan gekk ljómandi vel og var leikskólahópurinn til mikillar fyrirmyndar. Strákarnir komu færandi hendi og gáfu bekknum myndir sem þeir höfðu teiknað. Nánar


07.03.2011

Parísarferð í Parísaráfanga

22 nemendur og tveir frönskukennarar lögðu af stað til Parísar fimmtudaginn, 3. mars, og koma aftur í dag 7. mars. Þau munu hafa skoðað margt og mikið í ferðinni, skemmtileg hverfi, þekktar byggingar og söfn, farið í siglingu á Signu, upplifað andrúmsloftið og borðað góðan mat...... Nánar


04.03.2011

Spennandi ræðukeppni Kvennó og Verzló

Kvennó keppti á móti Verzló í Morfís 2. mars. Ræðuefni kvöldsins var Lífið hefur tilgang. Eftir harða og spennandi baráttu ræðumanna bar lið Verzló sigur af hólmi ...... Nánar


03.03.2011

Kynning á valáföngum f. næsta vetur

Þriðjudaginn 8. mars nk. verður kynning í stofum N2-N4 á valáföngum næsta vetrar. Þá munu kennarar sitja fyrir svörum um þá áfanga sem í boði eru.
1. bekkur mætir kl. 9:15,
2. bekkur mætir kl. 10:00 
3. bekkur mætir kl. 11:00.
Góðgerðardagurinn hefst svo að vali loknu.

Nánar


02.03.2011

Heimskaffið var mjög vel heppnað.

Heimskaffið var liður í verkefni skólans um sjálfbæra þróun og menntun.  Yfirskrift þess var "Hvernig Kvennó viljum við ?", þegar kemur að umhverfi, samfélagi og efnahag.
42 nemendur tóku þátt og ræddar voru ýmsar hugmyndir er varða sjálfbæra þróun og framtíð skólans........ Nánar
Síðast breytt: 04.03.2013 12:54AukavalLeit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli