Kvennaskólinn í Reykjavík

Fréttir eftir mánuði

21.02.2011

Kvennó sigraði MA í Gettu Betur

Lið Kvennaskólans í Reykjavík sigraði lið Menntaskólans á Akureyri með 27 stigum gegn 24 í spurningakeppninni Gettu betur á laugardaginn var......... Nánar


21.02.2011

Allar leiðir liggja til Rómar

Nemendur sem þessa önn hafa lagt stund á latínu og sögu Rómverja í nýjum áfanga við skólann, fóru í heimsókn á dögunum í lagadeild Háskóla Íslands ásamt kennara. Þar tók formaður Orators, Friðrik Árni, á móti hópnum ........ Nánar


17.02.2011

Örnámskeið í skipulagningu og góðum vinnubrögðum.

Áttu það til að fresta hlutunum óhóflega?
Þarftu að  hressa upp á minnið?
Gleymirðu því sem þú lest?
Eru námsgögnin stundum í óreiðu?
Við erum tilbúnar að aðstoða  þig við að .......... Nánar


16.02.2011

Rymja

Rymja, söngvakeppni Kvennaskólans fór fram föstudagskvöldið 11.febrúar í Íslensku óperunni.
Sigurvegarinn, Kristrún Lárusdóttir  3.NL, söng lagið Best for last, í öðru sæti lenti Laufey María Jóhannsdóttir 1.H  með lagið Heartbeats og í þriðja sæti voru Brynhildur Þórarinsdóttir 4.FUS og Þorbjörg Ósk Eggertsdóttir með lagið En þú varst ævintýr........ Nánar


14.02.2011

Kvennó mætir MA næsta laugardag

Dregið hefur verið um það hvaða lið mætast í Gettu betur í Sjónvarpinu.
Kvennaskólinn í Reykjavík keppir við Menntaskólann á Akureyri laugardaginn 19. febrúar.
Mætum og styðjum okkar frækna lið!

Nánar


14.02.2011

Heimsókn í Læknagarð

Þórður eðlisfræðikennari fór með valhóp í Eðl313 í heimsókn í Læknagarð föstudaginn 11. feb. þar sem Logi Jónsson dósent í lífeðlisfræði tók á móti hópnum og skipulagði hvað hópnum var sýnt og komu þar að ýmsir kennarar og nemendur í H.Í. ..... Nánar


10.02.2011

Rymja, söngkeppni skólans

verður haldin í Íslensku óperunni nk. föstudag 11. febrúar .
Húsið opnað kl. 19:30 og keppnin hefst kl. 20:00. Miðaverð: 1500 kr.
Áhugasamir geta pantað miða með því að senda tölvupóst á Sindra formann sindrimahj@kvenno.is. Allt er að seljast upp!!!

Nánar


10.02.2011

Annar sigur

Lið Kvennaskólans keppti í annað sinn í Gettu betur í gær og sigraði andstæðinga sína frá Ísafirði glæsilega með 26 stigum gegn 10.
Úr  fyrstu leikjunum í 16 liða úrslitunum á RÚV voru það  lið Kvennaskólans í Reykjavík, Borgarholtsskóla og Fjölbrautaskóla Suðurlands sem komust áfram í 8 liða úrslit sem hefjast í Sjónvarpinu laugardaginn 19.febrúar.
Nánar


04.02.2011

Góð byrjun Kvennaskólans í Gettu betur.

Lið Kvennaskólans keppti í 1. umferð Gettu betur í gærkvöldi og sigraði andstæðinga sína glæsilega. Dregið verður í næstu riðla keppninnar í kvöld. Önnur umferð fer fram á RUV í næstu viku. Lið Kvennaskólans skipa þau Laufey Haraldsdóttir, Bjarki Freyr Magnússon og Bjarni Lúðvíksson. Nánar
Síðast breytt: 04.03.2013 12:54


AukavalLeit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli