Kvennaskólinn í Reykjavík

Fréttir eftir mánuði

28.11.2011

Efnafræðikennarar þinga á ári efnafræðinnar

Árið 2011 er ár efnafræðinnar. Af því tilefni var norrænum efnafræðikennurum boðið að taka þátt í ráðstefnu í Stokkhólmi dagana 28. og 29. október síðastliðinn. Alls voru sex íslendingar sem sóttu ráðstefnuna þar af þrír frá Kvennaskólanum. Nánar


28.11.2011

Þórarinn Eldjárn er höfundur ljóðs vikunnar að þessu sinni.

Hann er fæddur 22. Ágúst 1949. Eftir stúdentspróf lagði Þórarinn stund á bókmenntir og heimspeki við sænska háskóla. Þórarinn hefur skrifað smásögur, skáldsögur og leikrit og þýtt sögur, leikrit og barnabækur. Hann hefur gefið út fjölda ljóðabóka fyrir bæði börn og fullorðna. Nánar


25.11.2011

Smáfuglarnir fengu epli á Epladaginn.

Árný M. Eiríksdóttir líffræðikennari fór út í Hallargarð með nemendum í 2. FF á epladaginn að gefa smáfuglunum epli sem nemendur höfðu ekki haft lyst á. Nánar


24.11.2011

Í dag 24. nóvember er epladagurinn í Kvennaskólanum haldinn hátíðlegur.

Nemendur og starfsmenn fengu epli frá nemendafélaginu og margir klæddust rauðu í tilefni dagsins. Epladagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur í Kvennaskólanum í Reykjavík síðan 1921. Ýmsislegt hefur verið sér til gamans gert í skólanum í vikunni og skemmtidagskrá í Uppsölum á Epladaginn sjálfan. Nánar


24.11.2011

Baksturskeppni í Uppsölum í tilefni Eplavikunnar í Kvennaskólanum í Reykjavík.

Listanefndin í Kvennaskólanum var með sælkerakvöld síðastliðinn mánudag í tilefni eplavikunnar. Um var að ræða baksturskeppni þar sem verðlaun voru veitt fyrir frumlegustu, flottustu og bestu kökuna. Eina reglan var að kakan átti að tengjast eplum á einkvern hátt. Dómarar voru Hlöðver matreiðslumeistari og Ásdís Ingólfsdóttir eplasérfræðingur. Nánar


23.11.2011

Nemendur í 3H verða með sýningarstjóraspjall á Kjarvalsstöðum laugardaginn 26. nóvember kl. 15:00

Hópur nemenda úr Kvennaskólanum í Reykjavík fékk tækifæri til að kynnast verkum Kjarvals og starfi sýningastjóra með þátttöku í nýju verkefni á vegum safnsins. Sýningin var opnuð þann 19. nóvember og stendur til áramóta. Nánar


23.11.2011

Jólamynd handa Raissu skiptinema.

4NS ákvað að senda Raissu í Ekvador jólamynd af sér með eðlisfræðikennaranum og hér eru þau fyrir framan skólann. Raissa var skiptinemi í bekknum í fyrra og stundaði námið með þeim ásamt því að læra íslensku. Hún hélt m.a. fyrirlestur í eðlisfræði á íslensku! Nánar


22.11.2011

Kórinn er byrjaður að æfa fyrir jólatónleikana.

Árlegir jólatónleikar Kórs Kvennaskólans í Reykjavík verða haldnir þann 3. desember kl 15:00 í Fríkirkjunni í Reykjavík. Á tónleikunum verða sungin bæði klassísk og óhefðbundin jólalög. Aðgangur inn á tónleikana er ókeypis en jólaleg veitingasala verður eftir tónleikana, sem er jafnframt aðal fjáröflun kórsins. Kórinn hefur aldrei verið jafn fjölmennur en það eru rúmlega 70 krakkar í kórnum og strákarnir verða sífellt fleiri. Nánar


22.11.2011

Karen Sif Vilhjálmsdóttir 3. NA varð Íslandsmeistari í 200 m bringusundi á 2.35,50.

Karen Sif Vilhjálmsdóttir nemandi Kvennaskólans í Reykjavík var Íslandsmeistari í 100 metra og 200 metra bringusundi á Íslandsmeistaramótinu í Laugardalslaug. Með þessum góða árangri mun hún fá að keppa í 100 metra bringusundi sem verður haldið í Póllandi dagana 8-11 desember. Nánar


20.11.2011

Ljóð vikunnar orti Áslaug Perla Kristjónsdóttir

Áslaug fæddist 4. janúar 1979. Hún lést 27. maí 2000 aðeins 21 árs að aldri. Áslaug var nemandi í Kvennaskólanum í Reykjavík. Í ljóðabókinni Ljóðaperlur, útg. 2001, birtast ljóð hennar frá árunum 1993-2000. Nánar


18.11.2011

Kjarval snertir mig: ungt fólk kynnist Kjarval

Kjarval snertir mig: ungt fólk kynnist Kjarval 19. nóvember – 30. desember - Kjarvalsstaðir. Nemendur í 3H sýningarstjórar á Kjarvalsstöðum Nemendur mínir í 3.H hafa staðið sig frábærlega sem sýningarstjórar á Kjarvalsstöðum. Þau hafa sett upp mjög skemmtilega sýningu í samstarfi við safnið, sýningin verður opnuð á morgun kl. 16. Þetta er sýning sem kennarar og nemendur Kvennaskólans hefðu án efa gaman af að sjá. Hér er slóð á fréttatilkynningu á vef Listasafns Reykjavíkur. Kveðja, Anna Jóhannsdóttir Nánar


17.11.2011

Epladagur Kvennaskólans í Reykjavík verður fimmtudaginn 24. nóvember

Fimmtudaginn 24. nóvember er hinn árlegi Epladagur í Kvennaskólanum í Reykjavík. Fyrir hádegi munu fulltrúar nemendafélagsins ganga í bekki og bjóða upp á epli. Nánar


17.11.2011

Kvennaskólinn í Reykjavík keppir í Morfís í kvöld fimmtudaginn 17. nóvember.

Í kvöld er ræðukeppnin Morfís , mælsku og rökræðukeppni framhaldsskóla Íslands. Keppnin verður haldin í Uppsölum, Þingholtsstræti 37 og byrjar kl 20:00 Keppnin verður á móti Fjölbrautarskóla Snæfellinga. Umræðuefnið er ofbeldi en Kvennaskólinn mælir á móti því. Nánar


16.11.2011

1 FA hélt dag íslenskrar tungu hátíðlegan með sameiginlegum morgunverði

Nemendur komu með brauð, djús og álegg og bökuðu köku. Nemendur lásu svo upp ljóð fyrir bekkjarfélaga sína og við ræddum lítillega um Jónas Hallgrímsson. Nánar


14.11.2011

Ljóð vikunnar er eftir Jónas Hallgrímsson. Hann fæddist þann 16.nóvember 1807 sem er dagur íslenskrar tungu.

Jónas var fæddur að Hrauni í Öxnadal en ólst upp á Steinsstöðum í sömu sveit og Hvassafelli í Eyjafirði. Hann varð stúdent frá Bessastaðaskóla 1829 og las síðan lögfræði og síðar náttúrufræði við Hafnarháskóla. Hann var einn af stofnendum ársritsins Fjölnis. Hann dvaldist við náttúrurannskóknir á Íslandi 1837 og 1839-1842. Annars dvaldi Jónas í Danmörku og andaðist þar 1845, aðeins 37 ára að aldri Nánar


10.11.2011

Davíð Freyr Guðjónsson sem er nemandi í Kvennaskólanum í Reykjavík vann til fernra gullverðlauna á karatemóti í Stokkhólmi.

Karatemótið sem heitir Stocholms Open var haldið í Stokkhólmi. Náðist þarna einn besti heildarárangur Íslendinga til þessa á mótinu. Það er ekki síst að þakka frábærri frammistöðu Davíðs Freys Guðjónssonar í 1. FÞ Nánar


09.11.2011

Þjóðháttasöfnun um framhaldsskólasiði

Um þessar mundir er unnið að þjóðháttasöfnun um hefðir og siði í framhaldsskólum á vegum Þjóðminjasafn Íslands. Skólinn hvetur nemendur til að taka þátt í söfnuninni og stuðla þannig að því að varðveita mikilvæga þekkingu sem annars er hætt við að færi forgörðum. Frásagnir nemenda verða með tíð og tíma ómetanlegar heimildir um lífið í skólanum. Nánar


09.11.2011

Kvennaskólanemendur vinna til verðlauna í keppninni Vertu til.

Fjöldi alvarlegra umferðarslysa meðal ungs fólks var kveikjan að keppninni Vertu til, sem Umferðarstofa hefur efnt til meðal framhaldsskólanema. Slagorð keppninnar var Lifum af – fækkum banaslysum í umferðinni. Keppt var um besta vefsjónvarpsþáttinn, besta slagorðið, bestu ljósmyndina og bestu krækjuna á netinu og gátu bæði skólar og einstaklingar unnið. Nánar


08.11.2011

Athugið að skráningu í sérstofu í jólaprófum lýkur föstudaginn 11. nóvember

Nemendur með greinda sértæka námserfiðleika eða kvíða þurfa að staðfesta lengri próftíma við námsráðgjafa í síðasta lagi föstudaginn 11. nóvember. Nánar


08.11.2011

Aðalfundur foreldraráðs 8. nóvember kl. 20

Foreldraráð Kvennaskólans í Reykjavík boðar aðalfund þriðjudaginn 8. nóvember kl. 20:00 að Fríkirkjuvegi 9, stofu N2 Nánar


08.11.2011

Valhópurinn í EÐL3L05 og 4NS fóru í heimsókn í VR-húsin.

Eðlisfræðikennararnir Þórður og Guðrún Margrét fóru með 4NS og valhópinn í EÐL3L05 í heimsókn í VR-húsin mánudaginn 7. nóv. en þau hús tilheyra H.Í. Nánar


07.11.2011

Gegn einelti

8. nóvember er tileinkaður baráttu gegn einelti. Í tilefni dagsins verður undirritaður þjóðarsáttmáli um jákvæð samskipti Nánar


07.11.2011

Arthúr Björgvin Bollason f. 1950 er höfundur ljóðs vikunnar.

Arthúr Björgvin Bollason f. 1950 er höfundur ljóðs vikunnar að þessu sinni. Hann hefur unnið sem þáttagerðarmaður bæði fyrir útvarp og sjónvarp, ásamt því að semja bækur bæði á íslensku og þýsku. Hann býr nú í Þýskalandi. Okkar á milli er fyrsta ljóðabók Arthúrs Björgvins. Nánar


04.11.2011

Mötuneytið í Uppsölum vinsælt hjá nemendum Kvennaskólans.

Nemendur hafa tekið nýja mötuneytinu mjög vel og eru tíðir gestir í matsalnum. Matreiðslumeistarinn Hlöðver Már Ólafsson leggur mikla áherslu á hollan, næringarríkan og bragðgóðan mat. Nánar


03.11.2011

Nemendur í vistfræði rannsaka og upplifa íslenska náttúru

Nemendur í vistfræði vinna ýmis verkefni tengd náttúrunni í nánasta umhverfi okkar. Þeir fara meðal annars í vettvangsferðir í fjöruna úti á Seltjarnarnesi, í Elliðaárdal og Öskjuhlíð til að rannsaka og upplifa íslenska náttúru. Nánar


02.11.2011

Sérstofa í jólaprófum.

Nemendur með greinda sértæka námserfiðleika eða kvíða þurfa að staðfesta lengri próftíma við námsráðgjafa í síðasta lagi föstudaginn 11. nóvember. Þetta á einnig við þá nemendur sem hafa verið áður í sérstofu ! Nánar


02.11.2011

Nemendur í EÐL3L05 valhópi fóru í heimsókn í Læknagarðinn.

Þórður J. fór með EÐL3L05-valhópinn í heimsókn í Læknagarð þriðjudaginn 1.nóv. þar sem Logi Jónsson og hans fólk tók á móti honum og sýndi nemendunum ýmislegt tengt náminu í lífeðlisfræði Nánar
Síðast breytt: 04.03.2013 12:54


AukavalLeit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli