Kvennaskólinn í Reykjavík

Fréttir eftir mánuði

Göngum til góðs
30.09.2010

Göngum til góðs!

Við hvetjum nemendur og kennara til að gerast sjálfboðaliðar Rauða krossins í einn dag með því að taka þátt í landssöfnuninni Göngum til góðs laugardaginn næstkomandi 2. október. Safnað verður fyrir verkefni Rauða krossins í Afríku, einkum stuðning við börn og ungmenni í Malaví sem eiga um sárt að binda vegna alnæmisvandans og stríðshrjáð börn í Síerra Leóne.

Rauði krossinn þarf 3.000 sjálfboðaliða svo hægt sé að ná til allra heimila í landinu.
Skrefin til góðs eru einföld:.............. Nánar


27.09.2010

Söngsalur

Söngsalur í tilefni af Evrópska tungumáladeginum 26. september var mánudaginn 27. september kl. 11:00 í N2 – N4. Góð þátttaka var í söngnum og mikil sönggleði. Sungið var á ýmsum tungumálum........ Nánar


27.09.2010

1. bekkjarferðin - Breyting

Vegna veðurs og annarra aðstæðna verður 1. bekkjarferðin að þessu sinni farin í Logaland í Reykholtsdal í Borgarfirði. Ekki er hægt að fara í Þórsmörk vegna vatnavaxta og veðurútlits. Allar tímasetningar eru þó óbreyttar, farið verður kl.8:30 frá Kvennó og mikilvægt er að allir mæti tímanlega í rúturnar.
Nauðsynlegt er að hafa með sér létta DÝNU til að sofa á........... Nánar


16.09.2010

Þórsmerkurferð nýnema

Nýnemar fara í Þórsmörk dagana 28.-30. september.
Hópnum verður skipt í tvennt eins og hér segir:
• Þriðjudaginn 28. september kl. 8.30 leggja 1NF, 1FÞ og 1NA af stað og koma til baka seinni part næsta dags.
• Miðvikudaginn 29. september kl. 8:30 leggja 1H, 1FF og 1NÞ af stað og koma til baka seinni part næsta dags.
Hvor hópur gistir eina nótt í svefnpokaplássi í skálum Útivistar í Básum í Goðalandi.

Nánar


Blindrabókasafn Íslands
15.09.2010

Blindrabókasafnið

Sett hefur verið inn slóð á Blindrabókasafn Íslands undir "Tenglar" á síðu Bókasafns Kvennó.
Síða Blindrabókasafns Íslands www.bbi.is býður upp á niðurhal beint af vefnum og geta m.a. lesblindir námsmenn nýtt sér efnið til náms.

Nánar


Busavígsla 2010
14.09.2010

Busavígsla 2010

Settar hafa verið inn myndir af busavígslunni 2010 sem fram fór fimmtudaginn 9.sept. s.l. Nánar


Myndir úr Njáluferð 2010

09.09.2010

Njálu- og Þórsmerkurferð 3ja bekkjar

Þann 2. september sl. fóru 3ju-bekkingar, ásamt fjórum kennurum, í langþráða Njálu- og Þórsmerkurferð. Nánar


09.09.2010

Fyrsta gönguferðin í útivistaráfanganum

Nú á haustmisseri býðst nemendum skólans að taka þátt í valáfanga þar sem útivist og umhverfisskoðun eru fléttuð saman.
Föstudaginn 3. september var fyrsta gangan farin. Nánar


06.09.2010

Kynningarfundur fyrir forráðamenn nýnema Kvennaskólans í Reykjavík

verður haldinn miðvikudaginn 8. september. Fundurinn hefst kl. 20.00 og verður í stofum N2-N4 að Fríkirkjuvegi 9. Nánar


02.09.2010

Norðurlandameistari í stangarstökki

Kvennaskólinn er stoltur af því að hafa í sínum röðum marga frábæra íþróttamenn eins og t.d. Huldu Þorsteinsdóttur sem mun vera Norðurlandameistari í stangarstökki.
Við viljum því með stolti  benda á viðtal við Huldu í Morgunblaðinu í  gær 1. sept. Nánar


02.09.2010

Jöfnunarstyrkur

Sækir þú nám fjarri lögheimili og fjölskyldu?

Kynntu þér reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á www.lin.is
Hægt er að skrá umsókn á Innu eða netbankanum!

Nánar
Síðast breytt: 04.03.2013 12:54


AukavalLeit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli