Kvennaskólinn í Reykjavík

Fréttir eftir mánuði

30.04.2010

Dimission

Í dag kvöddu nemendur í 4. bekk skólann sinn og kennara. Í Uppsölum var mikil dagskrá þar sem útskriftarnemendur fluttu skemmtiatriði í litríkum búningum við góðar undirtektir.
Nokkrar myndir frá skemmtuninni má sjá með því að smella hér.

Nánar


27.04.2010

Dimission föstudag

Dimission 4. bekkinga verður föstudaginn 30. apríl í Uppsölum. Þá munu útskriftarefnin kveðja kennara sína, starfsfólk skólans og yngri nemendur. Athöfnin hefst kl. 10:30 og hringt verður aftur inn til kennslu kl. 12:15. Nánar


27.04.2010

Vortónleikar Kórs Kvennaskólans í Reykjavík

Vortónleikar Kórs Kvennaskólans í Reykjavík verða haldnir fimmtudagskvöldið 29. apríl kl. 20:00 í Fríkirkjunni í Reykjavík.
Frábær söngskrá í boði.  
Aðgangur ókeypis.  
Kaffisala í mötuneyti Kvennaskólans eftir tónleikana.

 

Nánar


23.04.2010

Íþróttaskóli ársins og Peysufatadagur - Myndir

Miðvikudaginn 21. apríl var Peysufatadagur Kvennaskólans, en það eru nemendur í þriðja bekk sem taka þátt í honum. Við það tækifæri afhenti menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, nemendum verðlaunabikar vegna þess að skólinn er Íþróttaskóli ársins 2010 á meðal framhaldsskóla. Á meðfylgjandi mynd eru Ingibjörg Guðmundsdóttir skólameistari, Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og  Ragnheiður Eyjólfsdóttir formaður íþróttanefndar Kvennaskólans sem tók á móti bikarnum fyrir hönd skólans.
 
Myndir frá Peysufatadeginum eru á heimasíðu skólans og það er hægt að skoða þær með því að smella hér.
Nánar


21.04.2010

Peysufatadagur og Íþróttaskóli ársins 2010

Peysufatadagur 3. bekkinga er miðvikudaginn 21. apríl, síðasta vetrardag.

Dagskráin er í aðalatriðum þessi:
7:50  Mæting fyrir utan Kvennaskólann til að taka rútu.
8:00  Morgunmatur í boði Sambands ungra sjálfstæðismanna.
9:15  Dansað fyrir utan menntamálaráðuneytið.
10:00  Dansað á Ingólfstorgi.
11:15  Komið að Kvennaskólanum og dansað og sungið.
Menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, kemur og afhendir nemendum verðlaunabikar vegna þess að skólinn er Íþróttaskóli ársins 2010 á meðal framhaldsskóla. Nánar


20.04.2010

Umsóknarfrestur framlengdur

Umsóknafrestur fyrir skólavist næsta vetur hefur verið framlengdur. Síðasti dagur til að sækja um í framhaldsskóla veturinn 2010 - 2011 er miðvikudagurinn 21. apríl. Nánar


17.04.2010

Kosningaúrslit

Í gær fóru fram kosningar í nefndir og helstu embætti Keðjunnar, nemendafélags Kvennaskólans.

Helstu úrslit urðu sem hér segir:
Formaður var kjörinn Sindri Már Hjartarson (ekki munaði miklu á honum og mótframbjóðandanum Þorbjörgu Ástu Leifsdóttur).
Gjaldkeri Keðjunnar: Ragnheiður Eyjólfsdóttir.
Formaður skemmtinefndar: Ari Freyr Ísfeld.
Formaður listanefndar: Birta Rós Brynjólfsdóttir.
Formaður Fúríu: Vala Björg Valsdóttir.
Formaður ritnefndar: Halla Einarsdóttir.
Formaður Loka: Óttar Hrafn Kjartansson.

Nánar


16.04.2010

Góður árangur í þýsku

Í mars var hin árlega Þýskuþraut haldin í framhaldsskólum landsins og tóku sex nemendur úr Kvennaskólanum í Reykjavík þátt. Tvö þeirra voru meðal 20 efstu, þau Heimir Örn Guðnason í 3. T og Olga Sigurðardóttir í 3. NÞ. Þau fengu bæði verðlaun frá Þýska sendiráðinu fyrir góðan árangur. Þess má geta að Heimir Örn hefur þrisvar sinnum tekið þátt og alltaf komist í eitt af 20 efstu sætunum. Nánar


14.04.2010

Innritun í Kvennaskólann í Reykjavík vorið 2010

Innritun 10. bekkinga (fæðingarár 1994 eða síðar) fer fram í gegnum www.menntagatt.is  dagana 12.-16. apríl og síðan er hægt að endurskoða innritunina dagana 7.-11. júní 2010.
Innritun þeirra sem eru fæddir 1993 eða fyrr fer fram í gegnum www.menntagatt.is dagana 20. apríl - 31. maí. Nánar


14.04.2010

Njáluferð aflýst

Vegna nýhafins eldgoss í Eyjafjallajökli og meðfylgjandi vatnavaxta hefur Njáluslóðum verið lokað. Það þýðir að Njáluferð 2. bekkjar, sem fyrirhuguð var í dag, fellur niður. Kennsla í 2. bekk er því samkvæmt stundaskrá í dag.

Nánar


08.04.2010

Vel sótt opið hús

Í dag var opið hús í Kvennaskólanum fyrir nemendur í 10. bekk og aðstandendur þeirra. Húsnæði skólans var til sýnis ásamt kennslugögnum og ýmsu öðru. Þá sátu kennarar og annað starfsfólk ásamt nemendum fyrir svörum og kynntu námið og félagslífið.
Mikil aðsókn var og er öllum þeim sem heiðruðu skólann með heimsókn sinni í dag þökkuð koman.

Nánar


05.04.2010

Opið hús í Kvennaskólanum

Opið hús fyrir 10. bekkinga og foreldra þeirra verður í Kvennaskólanum fimmtudaginn 8. apríl frá kl. 17:30-19:30.
Kynnt verður námsframboð skólans, þróunarstarfið við innleiðingu nýrra laga um framhaldsskóla og gestir geta skoðað húsnæðið. Námsráðgjafar verða til viðtals og kennarar munu sýna tæki og kennslugögn, nemendur verða með kynningu á félagslífinu, bókasafnið verður opið og ýmislegt fleira verður í boði.
Nemendur í 10. bekk og forráðamenn þeirra eru hvattir til að heimsækja okkur. Verið velkomin!
Nánar
Síðast breytt: 04.03.2013 12:54


AukavalLeit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli