Kvennaskólinn í Reykjavík

Fréttir eftir mánuði

26.03.2010

Páskaleyfi

Föstudagurinn 26. mars er síðasti kennsludagur fyrir páskaleyfi. Kennsla hefst aftur miðvikudaginn 7. apríl skv. stundaskrá. Skrifstofan verður opnuð aftur þriðjudaginn 6. apríl kl. 8:10

Skólinn óskar nemendum og starfsmönnum sínum ánægjulegs og endurnærandi páskaleyfis.

Nánar


23.03.2010

Myndir frá Tjarnardögunum

Á myndasíðu www.kvenno.is er komin syrpa af myndum frá Tjarnardögunum. Hægt er að fara á síðuna með því að smella hér. Nánar


22.03.2010

Góð frammistaða í Allons en France

Laugardaginn 20. mars var haldin keppni fyrir nemendur í frönsku í framhaldsskólum. Það var franska sendiráðið á Íslandi sem stóð fyrir keppninni sem nefnist Allons en France. Kvennaskólinn átti tvo glæsilega fulltrúa sem stóðu sig með mikilli prýði: Árný Björk Björnsdóttir og Grímur Gunnarsson, bæði í 4T, fluttu hvort fyrir sig, frumsamið ljóð og lag. Grímur var hársbreidd frá sigri í keppninni en varð að sætta sig við 2. sætið þegar upp var staðið. Bæði fengu þau viðurkenningu úr hendi sendiherra Frakklands á Íslandi, frú Caroline Dumas. Nánar


16.03.2010

1H og 2T í Danmörku

Síðastliðinn laugardag hélt fríður hópur nemenda Kvennaskólans ásamt kennurum í ferðalag til Danmerkur. Þar dvelur hópurinn í viku hjá dönskum gestgjöfum sínum í Sönderborg. Ferðalangarnir eru væntanlegir heim aftur í lok þessarar viku. Nánar


11.03.2010

Fúría sýnir Kvennó Eddu

Fúría, leikfélag Kvennaskólans, frumsýnir Kvennó Eddu eftir Árna Kristjánsson.

Leikstjórn er í höndum Árna Kristjánssonar og Bryndísar Óskar Þ. Ingvarsdóttur.

Kvennó  Edda er tilfinningarík og sprenghlægileg sýning sem tekst á við norræna goðafræði með söng, dansi og dauðsföllum. Inn í söguna fléttast sögur af ásum, einherjum, þursum og dvergum.

Sýnt verður í Uppsölum Kvennaskólans (Þingholtsstræti 37)

Miðapantanir eru í síma: 821-3775 og á leikfelagidfuria@gmail.com

Miðaverð eru 1500 kr. (1000 kr. fyrir nemendur Kvennaskólans og meðlimi Fífl)

Sýningar:

13.mars kl. 20.00 (laugardagur) Frumsýning

16.mars kl. 20.00 (þriðjudagur) 2 sýning

18.mars kl. 20.00 (fimmtudagur) 3. sýning

20.mars kl. 18.00 (laugardagur) 4. sýning

20.mars kl. 22.00 (Jötunsýning (power)) 5. sýning

21.mars kl. 20.00 (sunnudagur) 6.sýning

23.mars kl. 20.00 7. sýning

24.mars kl. 20.00 Lokasýning

Nánar


10.03.2010

Frábært framtak hjá Kvenskælingum!

Góðgerðardagur Kvennaskólann fór fram í gær og heppnaðist einstaklega vel. Allir 24 bekkir skólans unnu hver með ákveðnum góðgerðarsamtökum við fjáröflun, kynningar- og sjálfboðastarf. Það er alveg á hreinu að í Kvennaskólanum er kraftmikill hópur ungs fólks sem hefur mikið fram að færa. Nánar


09.03.2010

Samfélagsábyrgð á Tjarnardögum

Það er nóg um að vera hjá Kvennó þessa vikuna en í dag hefjast Tjarnardagar. Á Tjarnardögum fellur hið hefðbundna skólastarf niður og boðið er uppá ýmis konar námskeið og fræðslu.

Enn öflugri Tjarnardagar
Í ár var ákveðið að gera Tjarnardaga enn öflugri og tengja þá samfélagsverkefnum af ýmsum toga. Á síðustu vikum, eftir að hafa dregið félagasamtök úr hatti, hafa bekkir skólans (alls 24) unnið með félaga- og góðgerðasamtökum á Íslandi.

Í dag fáum við að sjá afrakstur þeirrar vinnu með fjölbreyttum uppákomum um allan bæ – og jafnvel víðar! Nánar


08.03.2010

Forval

Þriðjudaginn 9. mars eiga nemendur að vera búnir að skila útfylltum blöðum vegna forvals fyrir næsta vetur. Hægt er að kynna sér þá áfanga sem eru á valblöðunum á heimasíðu skólans sem hér segir:

1. bekkur:
Nýir áfangar eru undir Í deiglunni í Nýir áfangar 1. bekkur
Aðrir áfangar eru á Námið - Nýtt - Námsgreinar

2. og 3. bekkur:
Nýir áfangar eru undir Í deiglunni í Nýir áfangar 2.-3. bekkur
Aðrir áfangar eru á Námið - Námsgreinar

Kennarar verða með kynningu á áföngunum þriðjudaginn 9. mars kl. 9-10 í stofum N2-N4.

Nánar


06.03.2010

Úr leik í Gettu betur

Lið Kvennaskólans í Gettu betur laut í lægra haldi fyrir liði MR í 8-liða úrslitum keppninnar í kvöld. Bjarni, Jörgen Már og Bjarki Freyr stóðu sig með sóma en urðu að lokum að játa sig sigraða. Lokastaða viðureignarinnar varð 22 stig gegn 37.

Nánar


06.03.2010

Gettu betur

Í kvöld keppir Kvennaskólinn við MR í 8-liða úrslitum Gettu betur. Viðureignin hefst kl. 20.10 og er í beinni útsendingu í Sjónvarpinu.

Nánar


05.03.2010

Parísarferð

Í morgun lögðu nemendur í frönsku 473 af stað í ferðalag til Parísar ásamt tveimur kennurum. Ætlunin er að njóta franskrar menningar og þess sem París hefur upp á að bjóða. Hópurinn kemur aftur heim á mánudag.
Hægt er að fylgjast með hópnum á eftirfarandi blogg-síðu: http://fra473paris.blogspot.com/

Nánar


04.03.2010

Örnámskeið í stjórnun prófkvíða

Kæri nemandi. Ef þú átt það til að vera kvíðin(n) fyrir próf, eða í prófi þá er tími til kominn að vinna í málinu. Við erum tilbúnar að aðstoða og ætlum að halda stutt námskeið í stjórnun prófkvíða.
 
Tími: 11:30 – 12:00 á fimmtudögum
 
Alls 4 skipti: 18. og 25. mars og 8. og 15.  apríl
 
Staður: Viðtalsherbergi Ingveldar á 2. hæð til hægri í Uppsölum
 
Þeir nemendur sem hugsa sér að sækja um lengri próftíma vegna prófkvíða eru skyldugir til að taka þátt í námskeiðinu.
 
Skráning fer fram á aðalskrifstofu Kvennaskólans, Fríkirkjuvegi 9 og hjá Ingveldi í Uppsölum.
 
Hildigunnur og Ingveldur,
námsráðgjafar
Nánar


03.03.2010

Íþróttavakning

Í tilefni Íþróttavakningar í framhaldsskólum tóku Kvennaskólinn og MR sig til og gengu hring um Tjörnina kl. 11.00. Meðfylgjandi myndir voru teknar við þetta tækifæri. Nánar
Síðast breytt: 04.03.2013 12:54


AukavalLeit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli