Kvennaskólinn í Reykjavík

Fréttir eftir mánuði

18.02.2010

Háskóladagurinn 2010

Laugardaginn 20. febrúar kl. 11.00-16.00 verður hinn árlegi Háskóladagur. Þetta er kjörið tækifæri til að kynna sér hvað skólar á háskólastigi á Íslandi og Norðurlöndunum hafa upp á að bjóða.

Kynningarnar verða sem hér segir:

Háskólatorg:
Háskóli Íslands

Ráðhús Reykjavíkur:
Háskólinn á Akureyri – Háskólinn á Bifröst – Háskólinn á Hólum - Háskólinn í Reykjavík – Landbúnaðarháskóli Íslands – Listaháskóli Íslands
 
Norræna húsið:
Norrænir háskólar

Nánari upplýsingar um háskóladaginn er að finna á www.haskoladagurinn.is.

Nánar


17.02.2010

Kvennaskólanum boðið á tónleika

Sinfóníuhljómsveit Íslands býður nemendum og kennurum Kvennaskólans í Reykjavík á tónleika föstudaginn 19. febrúar kl. 10:30, í Háskólabíói.
Á tónleikunum mun einn efnilegasti ungi hljóðfæraleikari landsins, Sæunn Þorsteinsdóttir, leika hinn víðfræga sellókonsert eftir Antonín Dvorák.
Sæunn Þorsteinsdóttir er fædd í Reykjavík en stundaði sellónám í Bandaríkjunum og lauk nýverið meistaragráðu frá Juilliard-tónlistarháskólanum í New York. Nánar


17.02.2010

Rymja - Söngvakeppni Kvennaskólans í Reykjavík

Söngvakeppni Kvennaskólans var haldin í Íslensku Óperunni föstudaginn 12. febrúar.  Keppnin var með eindæmum glæsileg og voru keppendur hver öðrum betri. Umgjörð keppninnar var til fyrirmyndar og má þar nefna sem dæmi kynnana Óla og Ernu sem fóru á kostum, einnig voru myndbönd af keppendum sýnd fyrir hvert atriði. Nánar


11.02.2010

Örnámskeið í skipulagningu og góðum vinnubrögðum

Áttu það til að fresta hlutunum óhóflega?
Þarftu að  hressa upp á minnið?
Gleymirðu því sem þú lest?
Eru námsgögnin stundum í óreiðu?

Við erum tilbúnar að aðstoða  þig við að koma lagi á hlutina og bjóðum upp á stutt námskeið í skipulagningu tíma, náms og vinnubrögðum sem skila árangri.

Hvert námskeið er 4 skipti.

Mánudagar 22. febrúar, 1., 8. og 15 mars

Tími: 11:30 – 12:00 á mánudögum
 
Staður: Viðtalsherbergi Ingveldar á 2. hæð til hægri í Uppsölum
 
Skráning fer fram á aðalskrifstofu Kvennaskólans, Fríkirkjuvegi 9 eða hjá Ingveldi i Uppsölum.
 
Hildigunnur og  Ingveldur
námsráðgjafar
 

Nánar


10.02.2010

Rymja á föstudag

Rymja, hin árlega söngkeppni Keðjunnar, fer fram í Íslensku Óperunni föstudaginn 12. febrúar. Húsið opnar klukkan 19:30 og keppnin hefst stundvíslega klukkan 20:00.
Um 15 nemendur taka þátt að þessu sinni og um undirleik sér hljómsveit hússins, Svitabandið.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Keðjunnar.

Nánar
Síðast breytt: 04.03.2013 12:54


AukavalLeit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli