Kvennaskólinn í Reykjavík

Fréttir eftir mánuði

20.12.2010

Gleðileg jól !

Kvennaskólinn í Reykjavík óskar nemendum sínum, starfsfólki og öllum velunnurum skólans gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári!
Kennsla á vorönn hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 5. janúar.
Stundatöflur verða aðgengilegar í Innu nokkru áður. Sett verður sérstök frétt á heimasíðuna til að tilkynna það, þegar þar að kemur.
Í jólaleyfinu verður skrifstofa skólans opin frá kl. 9 til 13 dagana 28. – 30. desember og 3. janúar. Nánar


14.12.2010

Einkunnaafhending

Einkunnaafhending fer fram mánudaginn 20. des. kl. 9:00 í Uppsölum. Nánar


02.12.2010

Próftafla og stofutafla prófa haustannar 2010

Vinsamlegast athugið að finna má próftöflu haustannar 2010 ásamt stofutöflu prófanna hér til hægri á síðunni "Í deiglunni"
Þær má einnig finna hér:
Próftafla haustannar 2010
Stofutafla haustprófa 2010

Nánar


01.12.2010

Jólatónleikar Kvennókórsins

Jólatónleikar Kvennókórsins verða haldnir fimmtudaginn 2. des. kl. 20:00 í Fríkirkjunni í Reykjavík.
Á dagskránni eru stórskemmtileg jólalög, meðal annars lög eftir Baggalút og gamlir klassískir jólaslagarar. Einnig verður boðið upp á einsöng, dúetta og hljóðfæraleik. 
Ókeypis er inn á tónleikana, en á eftir verður kaffisala í Kvennaskólanum.
Allir eru velkomnir, um að gera að slaka á áður en desemberamstrið tekur við, og njóta stundarinnar og jólanna.
Hlökkum til að sjá alla. 
Kórinn og Gunnar kórstjóri Nánar
Síðast breytt: 04.03.2013 12:54


AukavalLeit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli