Kvennaskólinn í Reykjavík

Fréttir eftir mánuði

29.11.2010

Bókun skólanefndar Kvennaskólans í Reykjavík

Eftirfarandi bókun var gerð á fundi Skólanefndar Kvennaskólans í Reykjavík, þann 26. nóv. s.l.:
"Skólanefnd Kvennaskólans í Reykjavík lýsir yfir sérstakri ánægju með nýundirritað samkomulag um nýtingu Miðbæjarskólans undir starfsemi skólans. Samkomulagið leggur grunn að lausn á viðvarandi húsnæðisvanda sem hamlað hefur starfsemi skólans á liðnum árum. Skólanefndin vill óska starfsfólki, nemendum og foreldrum til hamingju með áfangann og hvetur alla sem að málinu koma að vanda til verka til að flutningurinn takist sem best.
Skólanefnd Kvennaskólans í Reykjavík 26. nóvember 2010"

Nánar


29.11.2010

"English brunch" í enskutíma

Nemendur í valáfanganum ENS403 hafa verið að læra um Bretland og breska menningu í enskutímum. Í tilefni af umræðu um matarhefðir Breta kom upp sú hugmynd að hafa "English Brunch" í einum tímanum......... Nánar


22.11.2010

Nemendur í afbrotafræði í heimsókn í Hæstarétt Íslands.

Í afbrotafræðinámskeiði hér í skólanum hafa nemendur farið og heimsótt stofnanir sem tengjast réttarvörslukerfinu s.s. lögreglunnar og dómstóla. Síðasta heimsóknin á þessu misseri var í Hæstarétt Íslands. Þar fengu nemendur kynningu á sögu Hæstaréttar, byggingunni og starfsemi réttarins. Meðfylgjandi eru myndir frá heimsókninni.
Nánar


17.11.2010

Kvennó fær Miðbæjarskólann

Kvennaskólinn í Reykjavík fær Miðbæjarskólann til afnota frá og með næsta hausti.
Mennta- og menningarmálaðherra og borgarstjóri skrifuðu í dag undir yfirlýsingu um áframhaldandi samstarf ríkis og borgar í húsnæðismálum framhaldsskóla í Reykjavík til ársins 2014. Samkomulagið tryggir að leyst verður úr húsnæðisvanda þriggja skóla á tímabilinu 2011 til 2014 og verður 1.600- m.kr. varið til þess verkefnis........... Nánar


16.11.2010

Morgunverður í frönskutíma

2H í frönsku 1C05 byrjaði Epladaginn síðasta fimmtudag á girnilegum frönskum morgunverði með heitum "pains au chocolat", ilmandi "baguettes" með smjöri, sultu og fleira góðmeti. Með þessu var drukkið kakó og kaffi...... Nánar


11.11.2010

Morgunverður í þýskutíma

Á dögunum var morgunverður í þýsku 503 en sú skemmtilega venja hefur skapast í áfanganum að hópurinn ásamt kennara hefur borðað saman morgunverð um miðbik annarinnar. Er þá reynt að líkja sem mest eftir þýskum venjum. Borið er fram nýbakað brauð ...... Nánar


10.11.2010

1 F í norrænu samstarfi og loftslagsverkefni

Í tengslum við fund Norðurlandaráðs í síðustu viku voru hér á landi skandinavískir nemendur sem heimsóttu Kvennaskólann og tóku viðtöl við nemendur í 1F. Greinar þeirra hafa verið að birtast í ýmsum dagblöðum og vefritum á undanförnum dögum. Má segja að Ísland og Kvennaskólinn hafi verið í brennidepli í skandinavískum vefmiðlum........ Nánar


03.11.2010

Sérstofa í jólaprófum.

Nemendur með greinda sértæka námserfiðleika eða kvíða þurfa að staðfesta lengri próftíma við námsráðgjafa fyrir föstudaginn 12. nóvember 

Aðeins þeir nemendur sem hafa sótt prófkvíðanámskeið í vetur fá lengri próftíma vegna prófkvíða.

Námsráðgjafar

Nánar


02.11.2010

Epladagur 2010

Fimmtudaginn 11. nóvember er hinn árlegi Epladagur í Kvennaskólanum í Reykjavík. Fyrir hádegi munu fulltrúar nemendafélagsins ganga í bekki og bjóða upp á epli. Kennt er til kl. 13.00 en eftir það er leyfi vegna skemmtidagskrár Keðjunnar í Uppsölum. Samkvæmt venju fara bekkirnir saman út að borða um kvöldið og síðan er dansleikur. Leyfi er í fyrsta tíma föstudaginn 12. nóv. og kennsla hefst því kl. 9.20.
Nánar
Síðast breytt: 04.03.2013 12:54


AukavalLeit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli