Kvennaskólinn í Reykjavík

Fréttir eftir mánuði

22.10.2010

Kvennafrídagurinn 25. október 2010 - Konur gegn kynferðisofbeldi

Í tilefni af kvennafrídeginum eru konur hvattar til að ganga út af vinnustöðum sínum kl. 14:25 mánudaginn 25. október. Safnast verður saman á Hallgrímskirkjutorgi kl. 15 og gengið þaðan niður að Arnarhóli. Dagskrá kvennafrídagsins að þessu sinni verður helguð baráttu kvenna gegn kynferðisofbeldi. Starfsfólk skólans og nemendur eru hvattir til að taka þátt. Nánari upplýsingar um kvennafrídaginn má finna hér: http://kvennafri.is/kvennafridagur
Nánar


13.10.2010

Valhópurinn í Hagfræði heimsótti Seðlabankann

Hagfræðivalið hefur farið í nokkrar heimsóknir út í bæ á síðustu vikum.
Fyrst var farið á Þjóðarbókhlöðu í stutta ferð.
Hinn 28. september hlýddi hópurinn á fyrirlestur Noams Chomskys í Háskólabíói sem mikill áhugi var á í samfélaginu. Chomsky er málvísindamaður og prófessor við MIT háskólann í Bandaríkunum.
Á föstudaginn var svo farið í heimsókn í Seðlabankann. Þar tók Stefán Jóhann Stefánsson á móti hópnum og fræddi hann um starfsemi Seðlabankans fyrir og eftir hrun....... Nánar


08.10.2010

Bleikur föstudagur

Eins og sjá má af meðfylgjandi myndum þá brugðust starfsmenn Kvennaskólans vel við tilmælum frá Krabbameinsfélagi Íslands um að mæta í einhverju bleiku föstudaginn 8. október til að vekja athygli á árveknisátakinu gegn krabbameini hjá konum........ Nánar


08.10.2010

Vinátta í Kvennó

Miðvikudaginn 6. október var upphafsdagur mentorverkefnisins Vináttu.  Um 200 manns, hittust í Uppsölum. Tilefnið var að mynda vinatengsl og gefa háskóla- og framhaldsskólanemendum tækifæri til að tengjast grunnskólabarni og vera góð fyrirmynd......... Nánar


06.10.2010

Örnámskeið í stjórnun prófkvíða.

Kæri nemandi. Ef þú átt það til að vera kvíðin(n) fyrir próf, eða í prófi þá er tími til kominn að vinna í málinu. Við erum tilbúnar að aðstoða og ætlum að halda stutt námskeið í stjórnun prófkvíða....... Nánar


01.10.2010

Örnámskeið í skipulagningu og góðum vinnubrögðum.

Áttu það til að fresta hlutunum óhóflega?
Þarftu að  hressa upp á minnið?
Gleymirðu því sem þú lest?
Eru námsgögnin stundum í óreiðu?

Við erum tilbúnar að aðstoða  þig við að koma lagi á hlutina og bjóðum upp á stutt námskeið í skipulagningu tíma, náms og vinnubrögðum sem skila árangri.

 Hvert námskeið er 3 skipti.......... Nánar


01.10.2010

Óskilamunir úr Logalands ferðinni !!

Athugið að margir óskilamunir úr Logalands ferðinni (1.bekkjar ferðinni) liggja fyrir á skrifstofunni í Aðalbyggingu. 
Óskast sótt við allra fyrsta tækifæri.....

Nánar
Síðast breytt: 04.03.2013 12:54


AukavalLeit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli