Kvennaskólinn í Reykjavík

Fréttir eftir mánuði

28.01.2010

Foreldraráð Kvennaskólans stofnað

Dræm aðsókn var að stofnfundi Foreldraráðs Kvennaskólans í Reykjavík sem haldinn var í gær. Einungis 5 foreldrar mættu. Kosin var 5 manna stjórn sem hefur það verkefni að búa til starfsreglur foreldraráðs og undirbúa fyrsta aðalfund. Stjórnina skipa: Anna Kristín Kristinsdóttir, Dóra Hafsteinsdóttir, Ragnheiður Hansen, Steinunn Björk Eggertsdóttir og Vilborg Anna Árnadóttir. Ragnheiður Hansen verður áheyrnarfulltrúi í skólanefnd. Nánar


26.01.2010

Jöfnunarstyrkur

Sækir þú nám fjarri lögheimili og fjölskyldu? Kynntu þér reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á www.lin.is Hægt er að skrá umsókn á Innu eða netbankanum! Umsóknarfrestur vegna vorannar 2010 er til 15. febrúar næstkomandi!

Lánasjóður íslenskra námsmanna Námsstyrkjanefnd
Nánar


25.01.2010

Stofnfundur foreldraráðs


Boðað er til stofnfundar foreldraráðs Kvennaskólans í Reykjavík miðvikudaginn 27. janúar kl. 18.

Fundurinn verður haldinn í Kvennaskólanum að Fríkirkjuvegi 9.

Dagskrá:
1. Skólameistari setur fundinn og fjallar um ákvæði laga um foreldraráð
2. Kosning stjórnar sem situr fram að fyrsta aðalfundi foreldraráðs og hefur það aðalverkefni að búa til starfsreglur foreldraráðs og undirbúa fyrsta aðalfund
3. Tilnefning áreyrnarfulltrúa í skólanefnd
4. Önnur mál

Til fundarins er boðað skv. 50. grein laga nr. 92/2008 um framhaldsskóla. Nánar


23.01.2010

Liðsauki í náms- og starfsráðgjöf

Malla Rós Ólafsdóttir, nemi í náms- og starfsráðgjöf við Félags- og mannvísindadeild HÍ, verður í starfsþjálfun í Kvennaskólanum á vorönn 2010. Hún mun starfa með námsráðgjöfum skólans og taka virkan þátt í þeirri þjónustu sem náms- og starfsráðgjöfin hefur upp á að bjóða. Malla Rós, sem útskrifaðist frá Kvennaskólanum vorið 2006, er boðin innilega velkomin til starfa. Nánar


Kynningarbæklingur Kvennaskólans
22.01.2010

Nýr kynningarbæklingur

Út er kominn nýr kynningarbæklingur fyrir Kvennaskólann. Hægt er að sjá bæklinginn í PDF-útgáfu með því að smella hér, eða velja Í deiglunni-Skólakynning af valrönd hægra megin á forsíðu. Nánar


21.01.2010

Kvennaskólinn kominn í 8-liða úrslit

Í gærkvöldi komst lið Kvennaskólans í þriðju umferð Gettu betur með því að vinna öruggan sigur á Verkmenntaskóla Austurlands. Lið Kvennaskólans er því komið í 8-liða úrslit í sjónvarpinu. Nánar


19.01.2010

Sigur í Gettu betur

Í gærkvöldi komst lið Kvennaskólans í aðra umferð Gettu betur með því að vinna öruggan sigur á FVA í fyrstu umferð. Í annarri umferð mætir lið Kvennaskólans liði Verkmenntaskóla Austurlands og fá Kvenskælingar lítið frí því viðureignin fer fram miðvikudaginn 20. janúar kl. 20.00.
Nánar


18.01.2010

Nemendur lögðu kennara

Í hádeginu í dag áttust við í spurningakeppni lið kennara og Gettu betur lið nemenda. Keppnin var liður í undirbúningi nemenda fyrir átökin í Gettu betur en í kvöld mætir Kvennaskólinn liði FVA í útvarpshúsinu við Efstaleiti kl. 20.00. Lið kennara var skipað Jóhönnu, Ásdísi Ingólfs og Ragnari en lið nemenda var skipað Jörgen, Bjarka og Bjarna. Eftir spennandi viðureign höfðu nemendur betur og unnu 24-18 sigur á kennurunum. Nánar


02.01.2010

Upphaf vorannar

Nú geta nemendur séð stundatöflu sína í Innu.
1. bekkingar eiga að mæta í skólann á mánudaginn, þann 4. janúar skv. stundaskrá, en kennsla nemenda í 2., 3. og 4. bekk hefst miðvikudaginn 6. janúar. Nánar
Síðast breytt: 04.03.2013 12:54


AukavalLeit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli