Kvennaskólinn í Reykjavík

Fréttir eftir mánuði

25.05.2009

Innritun nýnema

Innritun í framhaldsskóla hófst 15. maí og stendur til 11. júní. Upplýsingar um inntökuskilyrði er hægt að sjá með því að smella hér og upplýsingar um námsleiðir í skólanum er hægt að sjá með því að smella hér. Einnig er hægt að sjá nýjan kynningarbækling um skólann með því að smella hér. Inntökuskilyrði, upplýsingar um námsleiðir og kynningarbækling er einnig hægt að velja undir Í deiglunni af hægri valmynd á heimasíðunni.
 
Nemendur þurfa að hafa tiltækan veflykil til að sækja um skólavist. Sækja skal um skólavist á www.menntagatt.is. Nemendur í 10. bekk grunnskóla fá bréf með leiðbeiningum og veflykli sem opnar þeim aðgang að innrituninni. Forráðamenn þeirra fá einnig bréf frá menntamálaráðuneytinu með upplýsingum um innritunina. Einnig er hægt að sækja um veflykil á www.menntagatt.is. Nánar


22.05.2009

Útskrift stúdenta 2009

Í dag var myndarlegur hópur stúdenta útskrifaður frá Kvennaskólanum við hátíðlega athöfn í aðalsal Borgarleikhússins þar sem umgjörðin var öll hin glæsilegasta. Kór Kvennaskólans söng og útskriftarnemendur glöddu gesti með tónlistaratriðum því Andri Björn Róbertsson 4T söng einsöng og Hrafnhildur Hafliðadóttir 4FU lék einleik á píanó. Nánar


19.05.2009

Útskrift stúdenta og skólaslit

Útskrift stúdenta og skólaslit Kvennaskólans verða í Borgarleikhúsinu kl. 13:00 föstudaginn 22. maí 2009. Að lokinni útskriftarathöfn er viðstöddum boðið til móttöku í Kvennaskólanum við Fríkirkjuveg 9. Nánar


18.05.2009

Einkunnaafhending, prófsýning og æfing útskriftarnema

Einkunnaafhending verður á morgun, þriðjudaginn 19. maí kl. 9.00 í Uppsölum. Strax að lokinni einkunnaafhendingu verður prófsýning þar sem nemendur geta skoðað prófúrlausnir sínar og rætt við kennara.
Sérstök athygli er vakin á því að útskriftarnemendur eiga að mæta á æfingu fyrir útskriftarathöfnina í Borgarleikhúsinu á morgun, þriðjudaginn 19. maí kl. 10.30. Nánar


16.05.2009

Nýr kynningarbæklingur

Út er kominn nýr kynningarbæklingur fyrir Kvennaskólann. Hægt er að sjá rafræna útgáfu hans með því að smella hér eða með því að velja Skólakynningu af hægri valmynd (undir Í deiglunni). Nánar


13.05.2009

Ný stjórn nemendafélagsins tekur við

Nemendur kusu á dögunum nýja stjórn nemendafélagsins Keðjunnar. Í fyrsta sinn voru kosningarnar rafrænar og tókst fyrirkomulagið með miklum ágætum. Nýja stjórnin verður sú fyrsta til að starfa undir nýjum lögum félagsins en þau voru samþykkt í apríl síðastliðnum. Þær breytingar verða með nýju lögunum að stjórn Keðjunnar verður skipuð formanni, gjaldkera og formönnum fimm stærstu nefndanna. Þetta er gert til að tryggja gott samstarf nefnda og stjórnar og hafa upplýsingaflæði til nemenda sem allra best. Nánar


12.05.2009

Ellefu styrkir til nýnema við HÍ

Fréttatilkynning frá Háskóla Íslands:
Ellefu styrkir verða veittir úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands 16. júní nk. Um er að ræða styrki til nemenda sem náð hafa afburðaárangri á stúdentsprófi og innritast í Háskóla Íslands. Hver styrkur nemur 300.000 krónum auk niðurfellingar skráningargjalds í Háskólann, sem er 45.000 krónur.
Þetta er í annað sinn sem styrkir eru veittir úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta við Háskóla Íslands en sjóðurinn var stofnaður í fyrra. Nánar


06.05.2009

SAFT Ungmennaráð

Skólanum barst eftirfarandi fréttatilkynning:
SAFT - Samfélag, fjölskylda og tækni, vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi, hefur hafið undirbúning að stofnun ungmennaráðs.
Ungmennaráðið samanstendur af krökkum á aldrinum 12-18 ára sem koma alls staðar að af landinu. Ráðið mun aðstoða við uppfærslu á heimasíðu SAFT, Facebook og Myspace síðum verkefnisins. Ráðið mun einnig vinna hugmyndir um það hvernig eigi að kenna ánægjulega og örugga netnotkun í skólum landsins, koma að hönnun kennsluefnis, vera ráðgefandi um hönnun og framkvæmd herferða, sinna jafningjafræðslu og halda erindi á foreldrafundum. Nánar
Síðast breytt: 04.03.2013 12:54


AukavalLeit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli