Kvennaskólinn í Reykjavík

Fréttir eftir mánuði

30.04.2009

Njáluferð

Mánudaginn 27. apríl í blíðskaparveðri héldu nemendur 2. bekkjar ásamt þremur kennurum i á söguslóðir Brennu-Njáls sögu.   Ferðin gekk mjög vel ef undan er skilið smávægilegt rútuævintýri á veginum upp að Keldum á Rangárvöllum. Þar stóðu yfir vegaframkvæmdir og festust tvær af þremur rútum í gljúpum sandi.  Eftir að hafa reynt árangurslaust að mjaka rútunum upp úr hjólförunum - með dyggum stuðningi kraftakarla úr röðum nemenda - varð að kalla til dráttartrukk til að draga rúturnar á “fast” land. Nánar


24.04.2009

Dimmisjón

Í dag kveðja útskriftarnemendur Kvennaskólann. Þeir mættu í Uppsali í morgun kl. 10.30 og kvöddu kennara og annað starfsfólk og færðu þeim gjafir. Í dag er stefnan sett á skautaferð ofl.. Í kvöld bjóða nemendur starfsfólki skólans í kvöldverð og skemmtun. Nánar


20.04.2009

Vortónleikar Kvennaskólans

Kór Kvennaskólans heldur vortónleika sína í Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 23. apríl, sumardaginn fyrsta, kl. 20.00.
Þemað er nýtt íslenskt popp og spilar hljómsveitin Múgsefjun undir.
Tekin verða lög eftir Hjaltalín, Lay Low, Mammút og marga aðra!
Eftir tónleikana verður kaffisala í matsal Kvennaskólans og kostar það 500 kr.
Allir eru hjartanlega velkomnir! Nánar


03.04.2009

Heimsókn í Læknagarð

Þórður Jóhannesson eðlisfræðikennari fór með 4NS í heimsókn í Læknagarð sl. þriðjudag. Þar tók Logi Jónsson dósent á móti þeim og hann ásamt Björgu Þorleifsdóttur aðstoðarkonu sinni sýndi þeim ýmis tæki og tól sem þau fengu að prófa á sjálfum sér. T.d. tóku þau hjartalínurit hvert af öðru og könnuðu viðbrögð tauga við utanaðkomandi rafstraumi. Ennfremur fór Logi með þeim upp í Krukkuborg þar sem þau fengu að skoða ýmsa líkamsparta manneskjunnar, vel varðveitta. Nánar


03.04.2009

Lokahátíð Íþróttavakningar framhaldsskóla

Lokahátíð Íþróttavakningar framhaldsskóla verður haldin í Fífunni og Smáranum í Kópavogi, laugardaginn 4. apríl kl. 14:30-19:00. Nánar
Síðast breytt: 04.03.2013 12:54


AukavalLeit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli