Kvennaskólinn í Reykjavík

Fréttir eftir mánuði

27.03.2009

2T í vikuferð í Danmörku

Á morgun, laugardaginn 28. mars, fer 2. bekkur á málabraut (2T) í vikuheimsókn til Danmerkur, nánar tiltekið í Statsskolen í Sønderborg. Kennararnir sem fara með hópnum eru Elínborg Ragnarsdóttir og Þórhildur Lárusdóttir.
Hópurinn heldur úti blogg-síðu og hægt er að fylgjast með ferðinni með því að smella hér . Einnig er hlekkur hægri megin á heimasíðu skólans undir Í deiglunni. Nánar


27.03.2009

Peysufatadagur - Myndir

Nú eru komnar myndir af Peysufatadeginum, undir Myndir. Hægt er að sjá myndasafnið með því að smella hér. Nánar


27.03.2009

Peysufatadagur Kvennaskólans 27.mars

Í dag er árlegur Peysufatadagur nemenda í 3. bekk Kvennaskólans.

Dagskrá:

Kl. 8:00 - Morgunmatur í boði ungra jafnaðarmanna í Kosningamiðstöðinni á Skólabrú ( Pósthússtræti 17, 101 RVK)
Kl. 9:15 - Dansað við Menntamálaráðuneytið, Sölvhólsgötu.
Kl. 10:00 - Ingólfstorg
Kl. 11:00 - Kvennó, dansað fyrir nemendur og kennara.
Kl. 11:45 - Grund.
Kl. 13:00 - Hrafnista í Reykjavík.
Kl.14:00 - Myndataka fyrir framan Kvennó.
Kl.14:30 - Kakó og vöfflur í matsalnum.
Kl. 19:00 - Kvöldverður í félagsheimili Seltjarnarness.
Kl. 02:00 - Formlegum Peysufatadegi lýkur.
Nánar


26.03.2009

Vel sótt opið hús

Það var fjölmenni á opnu húsi í Kvennaskólanum í gær. Nemendur í 10. bekk og forráðamenn þeirra nýttu sér boð um að skoða skólann og kynna sér námsframboð, starfsemi og félagslíf hans. Hægt er að sjá nokkrar myndir sem voru teknar í gær með því að smella hér. Nánar


24.03.2009

Opið hús - Allir velkomnir!

Opið hús fyrir 10. bekkinga og foreldra þeirra verður í Kvennaskólanum miðvikudaginn 25. mars frá kl. 17-20.
Gestir geta skoðað skólann og forvitnast um starfsemi hans. Námsráðgjafar og fleiri bjóða upp á sérstaka kynningu á skólanum, efnafræðikennarar verða með nemendur í verklegum tilraunum í efnafræðistofunni, tæki og kennslugögn verða til sýnis, nemendur verða með kynningu á félagslífinu, bókasafnið verður opið og ýmislegt fleira verður í boði.
Nemendur í 10. bekk og forráðamenn þeirra eru hvattir til að heimsækja okkur. Verið velkomin! Nánar


23.03.2009

Góður árangur í Þýskuþraut

Tveir nemendur Kvennaskólans sem þátt tóku í Þýskuþraut 2009 voru í hópi þeirra nemenda sem fá viðurkenningu fyrir frábæran árangur. Það eru Heimir Örn Guðnason í 2. T sem lenti í 5. sæti í keppninni og Anna Lísa Benediktsdóttir í 3. NÞ sem lenti í 19.-21. sæti. Þýskuþraut er haldin í öllum framhaldsskólum landsins og keppa nemendur þar í hinum ýmsu færniþáttum þýskunnar. Við óskum Heimi og Önnu Lísu hjartanlega til hamingju með góða frammistöðu. Nánar


23.03.2009

Frábær árangur í frönsku ljóðakeppninni

Tveir nemendur úr Kvennó tóku þátt í ljóðakeppninni frönsku sem haldin var laugardaginn 21. mars. Það voru þær Heiðdís Haukdal Reynisdóttir (3NL) og Sólrún Una (3NS).
Þær stóðu sig báðar vel, fluttu eigin ljóð eins og hinir keppendurnir átta. Heiðdís hafði samið lag við ljóðið sitt sem hún söng með eigin gítarundirspili. Hún hreppti 2.-3. sæti í keppninni og fékk í verðlaun bækur og DVD diska. Nánar


23.03.2009

Kvennaskólinn úr leik í Morfís

Síðastliðið föstudagskvöld áttust lið Kvennaskólans og Verslunarskólans við í undanúrslitum Morfís. Keppt var í Uppsölum og var ræðuefnið Á að þyngja refsingar á Íslandi? og mælti Kvennaskólinn á móti. Keppnin var mjög jöfn og spennandi en viðureigninni lauk með sigri Verslunarskólans og munaði einungis 21 stigi þegar upp var staðið. Nánar


15.03.2009

Þingvellir, Geysir og Gullfoss

Farið var í dagsferð með allan hópinn í Kalmarverkefninu á laugardag, 14. mars, bæði nemendur í 3NS og CIS. Ferðin gekk vel þrátt fyrir vont veðurútlit. Auðvitað rættist úr því og við fengum bara ágætisveður á þeim stöðum sem við stoppuðum. Allir skemmtu sér vel eins og myndirnar sýna. Nánar


13.03.2009

Fúría slær í gegn - Önnur aukasýning

Vegna gríðarlegrar eftirspurnar verður önnur aukasýning á Pínku Píkuleikriti sunnudaginn 15.mars kl 20:00. Sýningin hefur fengið frábæra dóma og góða aðsókn!
Miðapantanir í síma 698-9309 eða 847-3410. Miðaverð einungis 1500 kr! Nánar


12.03.2009

Íþróttavakning í framhaldsskólum

Þann 12. nóvember var verkefninu Íþróttavakning í framhaldsskólum hrint af stað og hefur það verið í gangi síðan þá. Að íþróttavakningunni standa menntamálaráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti, Lýðheilsustöð og félög framhaldsskólanema, SÍF og HÍF. 
Á heimasíðu verkefnisins kemur fram að tilgangurinn með verkefninu sé „fyrst og fremst sá að fá sem flesta framhaldsskólanema til að hreyfa sig á hverjum degi og þar með hvetja nemendur til þess að auka vægi hreyfingar í daglegu lífi sem leiðir svo aftur til bættrar heilsu nemenda og meiri árangurs í lífi og starfi“.
Íþróttavakningunni lýkur 4. apríl næstkomandi en á vefsíðu menntamálaráðuneytisins má finna frekari upplýsingar um átakið og stöðu skólanna í keppninni. Nánar


11.03.2009

Velkomin

Í dag, 11.mars koma 19 nemendur og 3 kennarar frá CIS framhaldsskólanum í Kalmar í Svíþjóð og verða hér til 19.mars. 3NS ásamt 3 kennurum úr Kvennó fór til þeirra í nóvember á síðasta ári og nú er komið að síðari hluta þessa verkefnis. Sænsku nemendurnir gista á heimilum íslensku nemendanna. Nemendur eru að vinna að ýmsum verkefnum sem tengjast heilsu. Verkefnin verða kláruð hér í skólanum og nemendur flytja svo verkefnin. Dagskrá þessarar viku er mjög fjölbreytileg, ýmist innan eða utan bæjarmarka. Við hlökkum mikið til að fá gestina til okkar og bjóðum þau innilega velkomin. Nánar


10.03.2009

Aukasýning Fúríu fimmtudag

Vegna mikillar eftirspurnar verður aukasýning á Pínku Píkuleikriti fimmtudaginn 12.mars kl 20:00. Sýningin hefur gengið mjög vel og eru allir hæstánægðir með þessa frábæru sýningu!
Ekki láta þetta meistaraverk framhjá þér fara...!
Miðapantanir í síma 823-6527 eða 847-0080. Miðaverð einungis 1500 kr!
Kveðja,
Fúría Nánar


08.03.2009

Fúría fær góða dóma

Pínku píkuleikrit sem Fúría, leikfélag Kvennaskólans setur upp hefur fengið mjög góðar viðtökur áhorfenda og er óhætt að mæla með sýningunni. Leikritið er eftir leikstjóra og leikhóp en er byggt á Píkusögum. Leikstjóri er Ingrid Jónsdóttir.
Síðasta sýning er í kvöld sunnudaginn 8.mars kl 20.00. Miðaverð er 1500 kr og er greitt við innganginn. Miðapantanir eru í síma 8470080 og 8236527. Nánar


04.03.2009

Leiksýningar Fúríu

Fúría, leikfélag Kvennaskólans setur þetta árið upp Pínku píkuleikrit, eftir leikstjóra og leikhóp og pínulítið stolið úr Píkusögum:) Leikstjóri er Ingrid Jónsdóttir.
Sýningar eru 5. mars kl 20.00, 7.mars kl 17.00 og 20.00 og 8.mars kl 20.00. Miðaverð er 1500 kr og er greitt við innganginn. Miðapantanir eru í síma 8470080 og 8236527. Nánar


02.03.2009

Berlínarferð nemenda í ÞÝS 473

Föstudaginn 20. febrúar hélt hópur nemenda í ÞÝS 473 í ferð til Berlínar ásamt kennurum áfangans, Ástu og Guðrúnu Erlu. Í hópnum voru 21 nemandi í 3. og 4. bekk. Nemendur höfðu fyrir ferðina kynnt sér eitt og annað um Berlín og unnu m.a. kynningar um þekktustu staðina. Ferðin heppnaðist í alla staði frábærlega og margt var skoðað og gert. Nánar
Síðast breytt: 04.03.2013 12:54


AukavalLeit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli