Kvennaskólinn í Reykjavík

Fréttir eftir mánuði

30.11.2009

Sigur í Morfís

Ræðulið Kvennaskólans mætti liði Flensborgarskólans úr Hafnarfirði í 16-liða úrslitum Morfís þann 25. nóvember síðastliðinn og fór með glæstan og öruggan sigur af hólmi.  Keppnin fór fram í Uppsölum og hlaut lið Kvennaskólans 1472 stig á meðan Flensborgarskólinn fékk 931.  Lið Kvennaskólans var skipað eftirfarandi:
Liðsstjóri: Oddur Ævar Gunnarsson, 1.F
Frummælandi: Helgi Guðmundur Ásmundsson, 3.NL
Meðmælandi: Óli Björn Karlsson, 4.FS
Stuðningsmaður: Baldur Eiríksson, 4.FU

Baldur Eiríksson var valinn ræðumaður kvöldsins, en hann fékk 594 stig.

Nánar


09.11.2009

Útsýnið úr Kvennó

Á góðviðrisdögum njóta Kvenskælingar óviðjafnanlegs útsýnis frá aðalbyggingu skólans við Fríkirkjuveg 9. Meðfylgjandi myndir eru dæmi um þetta og sýna Tjörnina spegilslétta góðviðrisdag einn fyrir stuttu síðan. Nánar


03.11.2009

Epladagur

Fimmtudaginn 5. nóvember er hinn hefðbundni Epladagur í Kvennaskólanum. Kennsla fellur niður frá kl. 12.00 og um kvöldið er dansleikur á Broadway. Leyfi er fyrstu tvo tímana föstudaginn 6. nóvember og hefst því kennsla kl. 10.30 þann daginn. Nánar
Síðast breytt: 04.03.2013 12:54


AukavalLeit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli