Kvennaskólinn í Reykjavík

Fréttir eftir mánuði

Fimm leiðir
30.10.2009

Svínaflensa - Viðbragðsáætlun

Svínaflensan virðist vera að herja á nokkra hér í skólanum. Gerð hefur verið viðbragðsáætlun sem notuð verður ef um mikinn faraldur verður að ræða. Hægt er að skoða áætlunina með því að smella hér. Starfsfólk, nemendur og foreldrar eru hvattir til að lesa viðbragðsáætlunina vel og reyna að forðast smit eins og unnt er. Fimm leiðir til þess koma fram á meðfylgjandi mynd (hægt er að sjá stærri útgáfu af myndinni með því að smella hér).

Mikilvægt er að foreldrar tilkynni veikindi nemenda til skólans en ekki er krafist læknisvottorðs.

Nánar


27.10.2009

Miðannarmat 1. og 2. bekkjar

Nemendur 1. og 2. bekkjar og forráðamenn þeirra geta nú séð miðannarmatið í Innu. Miðannarmatinu er ætlað að gefa upplýsingar um stöðu nemenda í náminu á miðri önn. Þrenns konar umsagnir eru gefnar: G = gott, V = viðunandi og Ó = óviðunandi. Nánar


26.10.2009

Morgunverður í þýskutíma

Á dögunum var morgunverður í þýsku 503 en sú skemmtilega venja hefur skapast í áfanganum að hópurinn ásamt kennara hefur borðað morgunverð um miðbik annarinnar. Er þá reynt að líkja sem mest eftir þýskum venjum. Borið er fram nýbakað brauð og rúnnstykki ásamt tilheyrandi áleggi, svo sem skinku, spægipylsu, ostum og sultu eða marmelaði. Vekur þetta jafnan mikla kátínu meðal nemenda. Nánar


26.10.2009

Próftafla jólaprófa komin

Búið er að birta próftöflu jólaprófa. Hægt er að sjá hana með því að velja Próftöflu hér hægra megin á heimasíðunni (undir Í deiglunni). Nánar


22.10.2009

Örnámskeið í stjórnun prófkvíða

Kæri nemandi. Ef þú átt það til að vera kvíðin(n) fyrir próf, eða í prófi þá er tími til kominn að vinna í málinu. Við erum tilbúnar að aðstoða og ætlum að halda stutt námskeið í stjórnun prófkvíða.
 
Tími: 11:30 – 12:00 á miðvikudögum
 
Alls 3 skipti: 4., 11. og 18. nóvember
 
Staður: Viðtalsherbergi Ingveldar á 2. hæð til hægri í Uppsölum
 
Þeir nemendur sem hugsa sér að sækja um lengri próftíma vegna prófkvíða eru skyldugir til að taka þátt í námskeiðinu.
 
Skráning fer fram á aðalskrifstofu Kvennaskólans, Fríkirkjuvegi 9 og hjá Ingveldi.
 
Hildigunnur og Ingveldur
námsráðgjafar
Nánar


21.10.2009

Eyþór fær silfurverðlaun á Evrópumóti

Eyþór Þrastarson, nemandi í 3FUS, er að gera það gott á Evrópumóti fatlaðra í sundi sem fram fer þessa dagana í Reykjavík. Hann fékk silfurverðlaun í gær í 400 metra skriðsundi í flokki blindra og í morgun bætti hann 13 ára gamalt Íslandsmet í 50 metra skriðsundi. Nánar


14.10.2009

Haustfrí

Fimmtudaginn 15. október og föstudaginn 16. október er haustfrí í Kvennaskólanum. Kennsla hefst að nýju samkvæmt stundaskrá mánudaginn 19. október. Nánar


12.10.2009

Vinátta skólaárið 2009-2010 hafin!

Í mentorverkefninu Vináttu gefst háskóla- og framhaldsskólanemum þar á meðal nemendum í Kvennaskólanum í Reykjavík tækifæri til að tengjast grunnskólabarni og vera góð fyrirmynd.
Mentorverkefnið er samfélagsverkefni og er eitt meginmarkmið þess að háskóla- og framhaldsskólanemendur vinni að velferð barna og öðlist víðtæka reynslu í samskiptum við börn í gegnum persónuleg tengsl við þau. Þannig vinna mentorar að velferð barna, öðlast reynslu í samskiptum við börn, foreldra og nærumhverfi og bæta við eigin þekkingu og reynslu af samskiptum við ólíka einstaklinga. Nánar


08.10.2009

Kvennó vs MH í dag

Í dag er Kvennó vs MH dagurinn. Þessir tveir skólar gera sér glaðan dag saman og keppa á ýmsum sviðum. Sem dæmi um keppnisgreinar má nefna puttastríð, sjómann, þrautahlaup og fleira. Þá munu lið kennara skólanna keppa í spurningakeppni í MH í kvöld. Nánar


06.10.2009

Myndir úr Þórsmerkurferð

Í síðustu viku fóru nemendur í 1. bekk í tveggja daga ferð í Bása í Goðalandi (við Þórsmörk). Nokkrar myndir voru teknar í ferðinni og er hægt að skoða þær með því að smella hér eða með því að velja Myndir á heimasíðunni. Nánar


04.10.2009

Undirritun samninga um þróunarstarf

Kvennaskólinn í Reykjavík, Kennarasamband Íslands, Menntamálaráðuneytið og Fjármálaráðuneytið undirrituðu nýlega samkomulag vegna tilraunar með breytt kennslufyrirkomulag í Kvennaskólanum. Meginmarkmiðið er að innleiða kennslu samkvæmt nýjum framhaldsskólalögum nr. 92/2008 með sveigjanlegum þriggja til fjögurra ára námstíma. Í framhaldinu var gert samkomulag í samstarfsnefnd kennara og stjórnenda Kvennaskólans um álagsgreiðslur vegna þróunarvinnunnar. Nánar


01.10.2009

Hann á afmæli í dag!

Framan á byggingu Kvennaskólans í Reykjavík að Fríkirkjuvegi 9 stendur ártalið 1909. 1. október 2009 eru 100 ár liðin frá því núverandi húsnæði Kvennaskólans í Reykjavík við Fríkirkjuveg var tekið í notkun.
Ekki er nóg með að húsið við Fríkirkjuveg eigi afmæli heldur er þetta líka afmælisdagur skólans sjálfs því það var þennan dag fyrir 135 árum sem hjónin Þóra og Páll Melsteð hófu skólastarf í nýstofnuðum Kvennaskólanum og var hann til húsa við Austurvöll fyrstu árin.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og skólinn tekið miklum breytingum í áranna rás, frá því að vera virtur skóli sem menntaði stúlkur til munns og handa til þess að vera það sem hann er í dag, vinsæll og virtur menntaskóli fyrir bæði kynin.

Nánar
Síðast breytt: 04.03.2013 12:54


AukavalLeit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli