Kvennaskólinn í Reykjavík

Fréttir eftir mánuði

30.08.2008

Kvennaskólanemandi á Ólympíuleikunum

Kvennaskólinn á einn fulltrúa á Ólympíuleikum fatlaðra í Peking sem hefjast 6. september. Eyþór Þrastarson, nemandi í 2FF, er í íslenska hópnum sem heldur til Kína mánudaginn 1. september og keppir í sundi á leikunum. Við í Kvennaskólanum óskum Eyþóri og samferðafólki hans góðrar ferðar og ánægjulegrar dvalar og keppni. Áfram Ísland! Nánar


27.08.2008

Viðtalstímar náms- og starfsráðgjafa

Kristján Guðmundsson og Ingveldur Sveinbjörnsdóttir eru náms- og starfsráðgjafar Kvennaskólans og eru þau komin með nýja viðtalstíma. Upplýsingar um náms- og starfsráðgjöfina ásamt nýju viðtalstímunum má sjá með því að smella hér. Nánar


18.08.2008

Tilkynning frá íslenskukennurum til nemenda í 1. bekk

Nemendur Kvennaskólans fá 20% afslátt af Tungutaksbókunum ef þeir kaupa þær allar fjórar í einu hjá Forlaginu, Bræðraborgarstíg 7. Þið farið þangað og látið vita að þið séuð í Kvennó. Nánar


15.08.2008

Stundatöflur tilbúnar

Nú geta nemendur í 2., 3. og 4. bekk, sem hafa aðgangsorð að Innu séð stundatöfluna sína. Þeir sem hafa gleymt lykilorði sínu geta smellt á hlekkinn Gleymt lykilorð sem kemur upp þegar þeir fara í Innu af heimasíðu skólans og fá þá lykilorðið sent í tölvupósti.
Nýnemar, sem ekki hafa fengið aðgang að Innu, geta ef þeir vilja komið og sótt stundatöflur á skrifstofu Kvennaskólans að Fríkirkjuvegi 9 frá og með hádegi mánudaginn 18. ágúst. Annars munu þeir fá töflurnar afhentar við skólasetningu. Nánar


15.08.2008

Skólasetning á fimmtudaginn

Skólasetning Kvennaskólans verður fimmtudaginn 21. ágúst klukkan 10:00 í Fríkirkjunni í Reykjavík. Eftir setninguna hitta nemendur umsjónarkennara sína. Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu föstudaginn 22. ágúst. Nánar


10.08.2008

Breytingar á bókalista

Nokkrar breytingar hefur þurft að gera á bókalista Kvennaskólans fyrir skólaárið 2008-2009 frá þeirri útgáfu sem fór á heimasíðuna fyrr í sumar.
Breytingarnar eru í eftirfarandi áföngum: EFN 103, STÆ 263 og ÞÝS 503.
Vinsamlegast kynnið ykkur fyrrnefnda áfanga í nýjustu útgáfu bókalistans, en hana er hægt að nálgast með því að smella hér eða með því að velja Í deiglunni-Bókalisti af valmyndinni hér til hægri.

Nánar


09.08.2008

Kvennaskólanemi vann alþjóðlega ljósmyndakeppni

Eftirfarandi frétt birtist á www.visir.is þann 8. ágúst:
Sextán ára nemi í Kvennaskólanum í Reykjavík, Lára Þórðardóttir vann til verðlauna í alþjóðlegri ljósmyndakeppni á vegum Sameinuðu þjóðanna. Keppnin var haldin í tengslum við alþjóðaráðstefnu ungs fólks og var tema keppninnar: ungt fólk í breyttu loftslagi. Lára sendi inn tvær myndir og fékk önnur verðlaun, en hin lenti í hópi 48 útvalinna mynda. Nánar
Síðast breytt: 04.03.2013 12:54


AukavalLeit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli