Kvennaskólinn í Reykjavík

Fréttir eftir mánuði

31.05.2008

Pizzuboð hjá skólameistara

Sú skemmtilega hefð hefur skapast í Kvennaskólanum að þeim bekk, sem hefur bestu raunmætinguna á skólaárinu, hefur verið boðið í pizzuveislu heim til skólameistarans. Í ár urðu tveir bekkir hnífjafnir þannig að ákveðið var að bjóða þeim báðum ásamt Ingibjörgu A. og Sólveigu umsjónarkennurum bekkjanna. Það voru 3-NS og 1-NA sem stóðu sig best í mætingunum í vetur og mættu þeir heim til Ingibjargar skólameistara mánudagskvöldið 26. maí þar sem þeir áttu ánægjulega kvöldstund áður en þeir héldu út í sumarið. Nánar


30.05.2008

Viðgerð á póstkerfi lokið

Viðgerð á tölvupóstkerfi Kvennaskólans lauk eftir hádegi í dag og kerfið virkar nú með eðlilegum hætti. Nánar


26.05.2008

Skólaslit Kvennaskólans í Reykjavík

KVENNASKÓLANUM í Reykjavík var slitið í 134. sinn við hátíðlega athöfn í Hallgrímskirkju 23. maí að viðstöddu fjölmenni. Brautskráður var 141 stúdent að þessu sinni. Verðlaun úr Minningarsjóði frú Þóru Melsteð, stofnanda Kvennaskólans í Reykjavík, fyrir hæstu meðaleinkunn og bestan heildarárangur á stúdentsprófi 2008 fyrstu ágætiseinkunn 9,59 hlaut Sigurlaug S. Friðþjófsdóttir. Sigurlaug hlaut 10,0 í meðaleinkunn úr 4. bekk og er hún dúx skólans. Nánar


23.05.2008

Próftafla endurtökuprófa

Endurtökupróf í 1.-3. bekk fara fram fimmtudaginn 29. og föstudaginn 30. maí. Hægt er að sjá hvenær og hvar nemendur eiga að mæta í viðkomandi próf með því að smella hér. Einnig er hægt að velja Próftafla undir Í deiglunni af valröndinni hægra megin á síðunni. Nánar


16.05.2008

Lokadagar vorannar

Nokkrar mikilvægar dagsetningar síðustu daga skólaársins:
Afhending einkunna fyrir veturinn og prófsýning verður þriðjudaginn 20. maí kl. 9:00 árdegis í Uppsölum.
Útskrift stúdenta verður föstudaginn 23. maí kl. 13:00 í Hallgrímskirkju. Útskrift og myndataka tekur u.þ.b. 2 klst. og síðan er móttaka í Kvennaskólanum við Fríkirkjuveg.
Endurtökupróf fyrir 1. 2. og 3. bekk verða fimmtudaginn 29. maí og föstudaginn 30. maí kl. 8:30 í N2 – N4. Nánar auglýst síðar. Nánar


13.05.2008

Kellingablaðið - Heimasíða í Fjölmiðlafræði 303

Vert er að vekja athygli á heimasíðu sem nemendur í Fjölmiðlafræði 303 bjuggu til á önninni. Heimasíða þessi fékk nafnið Kellingablaðið og slóðin á hana er http://www.freewebs.com/kellingabladid/ Nánar


12.05.2008

Innritun í framhaldsskóla 2008

Menntamálaráðuneytið hefur birt auglýsingu á heimasíðu sinni um innritun í framhaldsskóla 2008. Innritunin fer fram á netinu og hefst miðvikudaginn 14. maí. Umsóknarfrestur um nám í dagskóla á haustönn 2008 er til miðnættis miðvikudaginn 11. júní. Rafrænt umsóknareyðublað ásamt upplýsingum um innritunina er að finna á www.menntagatt.is/innritun. Nánar


05.05.2008

Vortónleikar í Fríkirkjunni, laugardaginn 10. maí kl. 16

Kór Kvennaskólans í Reykjavík heldur vortónleika í Fríkirkjunni laugardaginn 10. maí kl. 16.00. Sungin verða lög af margvíslegum toga frá ólíkum heimshornum, ýmist með eða án undirleiks. Stjórnandi er Margrét Helga Hjartardóttir og píanóleikari á tónleikunum er Ólöf Jónsdóttir. Auk þess leikur Þórður Jóhannesson á gítar með kórnum og Andri Björn Róbertsson syngur einsöng. Gestakór tónleikanna verður Kór Iðnskólans í Reykjavík undir stjórn Kristínar Þóru Haraldsdóttur. Allir hjartanlega velkomnir - ókeypis aðgangur! Kaffisala á vegum kórsins verður í matsal skólans eftir tónleika. Nánar
Síðast breytt: 04.03.2013 12:54


AukavalLeit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli