Kvennaskólinn í Reykjavík

Fréttir eftir mánuði

19.12.2008

Gleðileg jól!

Kvennaskólinn í Reykjavík óskar nemendum sínum, starfsfólki, öllum velunnurum skólans og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Kennsla á vorönn hefst samkvæmt nýrri stundaskrá þriðjudaginn 6. janúar 2009. Nánar


18.12.2008

Einkunnaafhending og prófsýning

Afhending einkunna fyrir haustönn 2008 í Kvennaskólanum verður í Uppsölum föstudaginn 19. desember kl. 9:00 árdegis og að lokinni einkunnaafhendingu er prófsýning þar sem nemendur geta skoðað prófúrlausnir sínar og fengið upplýsingar hjá kennurum. Kl. 11.15 er nemendum og kennurum boðið á tónleika Hólmfríðar Friðjónsdóttur í Fríkirkjunni. Hólmfríður er fyrrverandi kórstjóri og kennari við Kvennaskólann. Nánar


11.12.2008

Eyþór íþróttamaður ársins

Eyþór Þrastarson, nemandi í 2FF í Kvennaskólanum, var í gær valinn íþróttamaður ársins 2008 úr röðum fatlaðra. Eyþór er búinn að standa sig frábærlega á árinu en hann keppir í sundi. Verðlaunahófið fór fram á Radisson SAS Hótel Sögu í gær, miðvikudaginn 10. desember. Kvennaskólinn færir Eyþóri innilegar hamingjuóskir. Myndin er fengin að láni á heimasíðu Íþróttasambands fatlaðra (www.ifsport.is) en þar má lesa nánari umfjöllun um hófið og sjá myndasyrpu. Nánar


02.12.2008

Jólapróf

Í dag lauk kennslu samkvæmt stundaskrá á haustönn. Á morgun, miðvikudaginn 3. desember er vinnudagur kennara og upplestrarfrí fyrir nemendur.
Próf hefjast fimmtudaginn 4. desember og síðasti prófdagur er mánudaginn 15. desember. Sjúkrapróf verða haldin þriðjudaginn 16. desember. Nánar
Síðast breytt: 04.03.2013 12:54


AukavalLeit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli