Kvennaskólinn í Reykjavík

Fréttir eftir mánuði

15.10.2008

Haustfrí

Fimmtudaginn 16. og föstudaginn 17. október er haustfrí Kvennaskólans. Nemendur og annað starfsfólk mætir aftur til starfa samkvæmt stundaskrá mánudaginn 20. október. Vonandi hafa allir það sem best í fríinu og ná að hlaða "batteríin" fyrir seinni hluta haustannarinnar. Nánar


13.10.2008

Egluferð

Sunnudaginn 12. október fóru nemendur í Íslensku 673 í Egluferð. Fyrsti áfangastaður var Borg á Mýrum þar sem nemendur skoðuðu ýmislegt markvert. Fyrst veltu þeir fyrir sér túlkun Ásmundar Sveinssonar á harmi Egils í höggmyndinni Sonatorrek en eftir það gengu þeir upp á borgina og nutu útsýnisins þaðan. Þegar niður var komið var gengið í kirkjuna og að lokum fóru nemendur í kirkjugarðinn og skoðuðu þar eftirgerð af legsteini Kjartans Ólafssonar, barnabarns Egils Skalla-Grímssonar. Nánar


13.10.2008

Morgunverður í Þýskutíma

Sú skemmtilega venja hefur skapast í áfanganum þýska 503 að hópurinn ásamt kennara hefur borðað morgunverð saman einu sinni um miðbik annarinnar. Er þá reynt að líkja sem mest eftir þýskum venjum. Borið er fram nýbakað brauð og rúnnstykki ásamt tilheyrandi áleggi, svo sem skinku, spægipylsu, ostum og sultu eða marmelaði sem að þessu sinni var heimalagað rifsberjahlaup og aðalbláberjamauk frá nemendum. Nánar


10.10.2008

Til foreldra frá Heimili og skóla - landssamtökum foreldra

Foreldrar eiga það sameiginlegt að vilja að börnum þeirra líði vel. Mikilvægt er fyrir okkur öll að staldra við og huga að því sem eykur vellíðan barna.
Menntamálaráðuneytið hefur beitt sér fyrir samráði allra aðila sem vinna að velferð barna og unglinga með það að markmiði að veita þeim viðeigandi stuðning.
Verum óhrædd við að leita ráða í þeim erfiðleikum sem við okkur blasa. Leitum til okkar nánustu og kynnum okkur þær leiðir aðrar sem samfélagið býður upp á til stuðnings við fjölskyldur. Nánar


05.10.2008

Vinátta í Kvennó

Vinátta mentorverkefni byggir á þeirri hugmyndafræði að tryggt samband milli barns og fullorðins einstaklings (háskóla- eða framhaldsskólanema), til lengri eða skemmri tíma, byggi upp sjálfsmynd barnsins og bæti við möguleika barnsins við mótun sjálfsmyndar sem komi meðal annars fram í auknum námsáhuga og árangri auk aukinnar lífsleikni. Nánar


01.10.2008

Kennaranemar í Kvennaskólanum

Undanfarin ár hefur Kvennaskólinn verið í samstarfi við HÍ um þjálfun kennaranema. Auk kennsluæfinga eru vikulegir fræðslufundir þar sem nemunum er gefin innsýn í hinar margvíslegu hliðar skólastarfsins. Kennslugreinar nemanna í ár eru félagsfræði, uppeldisfræði og enska. Leiðsagnarkennarar þeirra eru Björk Þorgeirsdóttir, Hildigunnur Gunnarsdóttir og Þórhildur Lárusdóttir. Verkefnisstjóri er Ingveldur Sveinbjörnsdóttir. Nemarnir eru boðnir velkomnir til starfa og þeim óskað góðs gengis. Nánar
Síðast breytt: 04.03.2013 12:54


AukavalLeit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli