Kvennaskólinn í Reykjavík

Fréttir eftir mánuði

28.09.2007

Söngsalur

Í dag um klukkan ellefu söfnuðust nemendur og kennarar saman á sal og tóku lagið. Tilefnið var Evrópskur tungumáladagur sem var miðvikudaginn 26. september en þess má einnig geta að í gær, fimmtudaginn 27. september var Dagur stærðfræðinnar. Þannig að það má segja að með söngsal hafi verið settur punktur aftan við viðburðaríka viku. Söngnum stjórnuðu Erla Elín Hansdóttir og Margrét Helga Hjartardóttir en Hörður Áskelsson sá um undirleik. Nánar


28.09.2007

Myndir úr Þórsmerkurferð

Á myndasíðu heimasíðu skólans er komin myndasyrpa úr Þórsmerkurferð 1. bekkjar. Ferðin tókst mjög vel og voru ferðalangir heppnir með veður og nutu útiverunnar í fallegu umhverfi Goðalands. Nánar


23.09.2007

Þórsmerkurferð 1. bekkja

Það er komið að árlegri Þórsmerkurferð 1. bekkinga Kvennaskólans. Farið er í tveimur hópum 24. og 25. september. Hvor hópur mun dvelja í Básum í Goðalandi í sólarhring ásamt stjórn nemendafélagsins, skemmtinefnd og tveimur kennurum. Markmið ferðarinnar er að veita nemendum tækifæri til að kynnast betur í skemmtilegu og fögru umhverfi. Nánar


14.09.2007

Myndir frá kynningarfundi

Miðvikudagskvöldið 12. september var haldinn kynningarfundur fyrir foreldra nýnema í Kvennaskólanum. Fundurinn var mjög vel sóttur og tókst vel. Myndir af fundinum eru komnar á heimasíðuna og er hægt að skoða þær með því að smella hér. Nánar


11.09.2007

Fundur fyrir forráðamenn nýnema

Kynningarfundur fyrir forráðamenn nýnema Kvennaskólans í Reykjavík verður haldinn miðvikudaginn 12. september kl. 20:00 í aðalbyggingu skólans, stofum N2-N4. Á dagskrá er meðal annars: námið við skólann, skólareglur, upplýsingakerfið Inna, þjónusta námsráðgjafa og störf umsjónarkennara. Æskilegt er að forráðamenn nýnema mæti á fundinn. Skólameistari Nánar


07.09.2007

Jöfnunarstyrkur

Opnað hefur verið fyrir skráningu umsókna um jöfnunarstyrk á vef LÍN, vegna skólaársins 2007-2008. Smellið á Nánar fyrir frekari upplýsingar. Nánar


03.09.2007

Kórinn tekur til starfa

Kór Kvennaskólans er í startholunum eftir gott sumarfrí. Kórkynningar hafa farið fram í skólanum undanfarna daga og margir sýnt því áhuga að bætast í hópinn. Raddprufur fyrir nýliða fara fram frá kl. 16.30 mánudaginn 3. september í stofu N4. Æfingar verða héðan í frá í fyrrnefndri stofu kl. 16.30-18.30 á þriðjudögum og fimmtudögum. Þriðjudaginn 4. september verður því fyrsta æfing vetrarins en frí verður gefið fimmtudaginn 6. september vegna busavígslu og -balls. Allir áhugasamir söngelskir nemendur Kvennaskólans eru velkomnir í kórinn. Nánar
Síðast breytt: 04.03.2013 12:54


AukavalLeit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli