Kvennaskólinn í Reykjavík

Fréttir eftir mánuði

27.08.2007

Viltu vera góð fyrirmynd?

Mentorverkefnið Vinátta er áfangi sem boðið er uppá hér í Kvennó. Verkefnið sem rekið er af Velferðarsjóði barna er ætlað að veita börnum á aldrinum 7-10 ára uppbyggilegan félagsskap og jákvæða fyrirmynd. Verkefnið er metið til eininga og fá mentorar greiddan útlagðan kostnað vegna dægradvalar með barninu. Nánar


27.08.2007

Námsráðgjöf Kvennaskólans

Athygli er vakin á að skólaárið 2007 - 2008 eru námsráðgjafar Kvennaskólans tveir: Hildigunnur Gunnarsdóttir og Ingveldur Sveinbjörnsdóttir. Þær hafa báðar viðtalsherbergi á 2. hæð í Uppsölum. Hægt er að panta tíma hjá námsráðgjafa hjá Önnu Maríu Einarsdóttur (Maju) í Uppsölum eða með því að hringja í skólann, sími 580-7600. Sjá nánar Námsráðgjöf á kvenno.is. Nánar


20.08.2007

134. starfsár Kvennaskólans hefst

Þá er komið að því að Kvennaskólinn í Reykjavík hefji sitt 134. starfsár. Skólasetning Kvennaskólans verður í Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 21. ágúst klukkan 14:00. Að henni lokinni hitta nemendur umsjónarkennarann og bekkjarfélaga sína í skólanum og fá stundatöflu og bókalista. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 22. ágúst. Nánar


15.08.2007

Tilkynning til nemenda 2. bekkjar:

Nemendum 2. bekkjar stendur til boða að kaupa tvær námsbækur í íslensku með 25% afslætti hjá Bókaútgáfunni Bjarti, Bræðraborgarstíg 9. Þetta eru Guðirnir okkar gömlu eftir Sölva Sveinsson og Ormurinn langi. Leiftur úr íslenskum bókmenntum 900-1900. Bragi Halldórsson, Knútur Hafsteinsson og Ólafur Oddsson tóku saman. Nemendur þurfa að fara á Bræðraborgarstíg 9 og kaupa bækurnar þar. Nánar


14.08.2007

Tilkynning til nemenda 1. bekkjar:

Námsefnið Tungutak sem kennt verður í íslensku er ekki komið í bókaverslanir en er væntanlegt í næstu viku. Nemendum er bent á að bíða með að kaupa bækurnar þar til þeir hafa hitt íslenskukennara sína. Nánar


10.08.2007

Bókalisti 2007-2008 tilbúinn

Bókalisti fyrir skólaárið 2007-2008 er kominn á heimasíðu Kvennaskólans. Hægt er að skoða listann t.d. með því að velja Bókalisti af valmyndinni hægra megin á síðunni. Nánar
Síðast breytt: 04.03.2013 12:54


AukavalLeit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli