Kvennaskólinn í Reykjavík

Fréttir eftir mánuði

27.06.2007

Sumarleyfi og upphaf haustannar

Skrifstofa Kvennaskólans verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með föstudeginum 29. júní og opnar aftur þriðjudaginn 7. ágúst klukkan 9:00. Skólasetning verður í Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 21. ágúst klukkan 14:00. Að henni lokinni hitta nemendur umsjónarkennarann og bekkjarfélaga sína í skólanum og fá stundatöflu og bókalista. Nánar


25.06.2007

Mikil aðsókn að Kvennaskólanum

Mikil aðsókn var að Kvennaskólanum í ár eins og verið hefur undanfarin ár. Um 280 nemendur sóttu um skólann sem aðalskóla en um 650 nemendur höfðu Kvennaskólann sem varaskóla í umsókn sinni. Teknir voru 160 nemendur inn á 1. ár og um 10 nemendur í 2. – 4. bekk. Nánar


09.06.2007

Kórinn í Madrid

Kór Kvennaskólans er nú í Madrid og gengur ferðin mjög vel. Veðrið hefur verið með besta móti, sól og blíða alla vikuna. Kórinn hefur sungið víða en hápunktur ferðarinnar var miðvikudagskvöldið 6. júní þegar kórinn hélt tónleika í kirkjunni "San Jerónimo el Real" sem þekkt er fyrir góðan hljómburð. Tónleikarnir gengu mjög vel og var kórnum fagnað innilega af tónleikagestum. Nánar


08.06.2007

Kvennaskólinn í Reykjavík - Innritun

Innritun nýnema fyrir skólaárið 2007-2008 stendur til 11. júní. Innritunin er rafræn og fer fram í gegnum www.menntagatt.is. Kvennaskólinn í Reykjavík býður bóknám til stúdentsprófs á þremur brautum: - Félagsfræðabraut - Málabraut - Náttúrufræðibraut Nánar


Stúdentar Kvennaskólans 2007
06.06.2007

Skólaslit Kvennaskólans í Reykjavík

Kvennaskólanum í Reykjavík var slitið í 133 sinn við hátíðlega athöfn í Hallgrímskirkju 25. maí síðastliðinn. 144 stúdentar voru brautskráðir að þessu sinni en það er stærsti útskriftarárgangur skólans til þessa. Hæstu meðaleinkunn á stúdentsprófi hlaut Nanna Einarsdóttir 9,58 og hún hlaut einnig hæstu meðaleinkunn á bekkjarprófi sem nokkru sinni hefur náðst við skólann 10.0. Nánar


04.06.2007

1NA í pizzuveislu

Hefð er fyrir því að verðlauna þann bekk sem sýnir bestu skólasókn hvers vetrar í Kvennaskólanum með pizzuveislu heima hjá skólameistara. 1NA var með bestu mætingu allra bekkja þennan veturinn eða meðalraunmætingu 95%. Þeim var því boðið til skólameistara ásamt umsjónarkennara þeirra, Ásdísi Ingólfsdóttur. Nánar


02.06.2007

Könnun á náms- og starfsvali nemenda í 4. bekk Kvennaskólans 2006-2007

Nemendur hjá Hildigunni Gunnarsdóttur í uppeldisfræði (UPP 303) í vor gerðu athyglisverða könnun á náms- og starfsvali nemenda í 4. bekk veturinn 2006-2007. Þetta var hluti af lokaverkefni í áfanganum UPP 303 sem er rannsóknartengdur áfangi í félagsvísindum. Hægt er að skoða niðurstöðurnar með því að ... Nánar


02.06.2007

Kórinn í Madrid

Kór Kvennaskólans verður í söngferð í Madrid dagana 2.-10. júní. Í ferðinni taka þátt 27 kórfélagar, kórstjóri, Margrét Helga Hjartardóttir og fararstjóri, Elva Björt Pálsdóttir sem báðar eru kennarar við skólann. Kórinn mun dvelja í hjarta borgarinnar og vera duglegur við að syngja fyrir borgarbúa og gesti Madridar á torgum og í almenningsgörðum. Nánar
Síðast breytt: 04.03.2013 12:54


AukavalLeit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli