Kvennaskólinn í Reykjavík

Fréttir eftir mánuði

29.04.2007

Vortónleikar kórs Kvennaskólans

Kór Kvennaskólans í Reykjavík heldur sína árlegu vortónleika í Fríkirkjunni þriðjudaginn 1. maí kl. 15.00. Á tónleikunum flytur kórinn hluta af þeirri efnisskrá sem hann er að æfa fyrir væntanlega Madridarferð 2.-10. júní nk. Dagskráin er fyrst og fremst helguð íslenskum lögum frá ýmsum tímum, m.a. þjóðlögum í fjölbreyttum útsetningum íslenskra tónskálda. Nánar


29.04.2007

Dimissjón 2007

Útskriftarnemar 2007 kvöddu skólann sinn og kennara í Uppsölum föstudaginn 27. apríl. Það voru víkíngar, prumpublöðrur, brúðir, Super Marioar, bananar, mörgæsir og spákonur sem skemmtu viðstöddum með ýmsu glensi og færðu kennurum gjafir. Nánar


26.04.2007

Alþjóðleg umferðaröryggisvika Sameinuðu þjóðanna

Nemendur í 1. bekk í lífsleikni í Kvennaskólanum tóku þátt í alþjóðlegri umferðaröryggisviku með heimsókn í Forvarnarhúsið. Í þessari viku er haldin alþjóðleg umferðaröryggisvika undir merkjum Sameinuðu þjóðanna. Þema vikunnar er í höndum Umferðarstofu og Umferðarráðs og þeirra félagasamtaka sem aðild eiga að því. Í samstarfi við Umferðarstofu stendur yfir forvarnarsýning í Forvarnarhúsinu. Nánar


25.04.2007

Njáluferð þriðjudaginn 24.4.2007

Síðastliðinn þriðjudag fór allur annar bekkur í Kvennaskólanum í Njáluferð. Veðrið var framar vonum miðað við árstímann og það var kátur hópur sem hélt af stað um morguninn. Haldið var á helstu sögustaði í Njálu og voru nemendur vel með á nótunum enda búnir að lesa söguna vel og vandlega. Nánar


19.04.2007

Vettvangsferð til Þingvalla

Þriðjudaginn 17. apríl fóru nemendur í valfaginu "Umhverfismál og ferðalandafræði" í vettvangsferð til Þingvalla. Þar fengu þeir kynningu á þjóðgarðinum og náttúru hans, í dæmigerðu íslensku vorveðri. Rætt var um framtíð svæðisins sem náttúruverndar- og ferðamannastaðar, forsendur þess að Þingvellir eru á heimsminjaskrá og síðan voru náttúrufar og saga skoðuð. Nánar


17.04.2007

Heimsókn frá Kalmar

Seinnipartinn í dag kemur hópur af sænskum nemendum úr CIS skólanum í Kalmar í heimsókn. Hópurinn dvelur hér í vikutíma og mun vinna að verkefnum með nemendum í 3NS sem heimsótti Kalmar sl. haust. Nánar


15.04.2007

Rigningin spillti ekki deginum

Hann var dálítið votur þetta árið, Peysufatadagur Kvennaskólans. Veður var þó milt að öðru leyti og enginn vindur og 3. bekkingar létu rigninguna ekkert á sig fá. Dagurinn fór vel fram og verður eflaust nemendum mjög eftirminnilegur. Nánar


12.04.2007

Peysufatadagur

Peysufatadagur nemenda á 3. ári verður haldinn hátíðlegur á morgun föstudaginn 13. apríl. Nemendur verða önnum kafnir og allur dagurinn fer í skemmtanir og uppákomur af ýmsu tagi. Nánar
Síðast breytt: 04.03.2013 12:54


AukavalLeit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli