Kvennaskólinn í Reykjavík

Fréttir eftir mánuði

30.03.2007

Páskaleyfi

Páskaleyfi hefst í Kvennaskólanum laugardaginn 31. mars. Kennsla hefst að nýju samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 11. apríl. Nemendur, starfsfólk og aðrir fá bestu óskir um gleðilega páska og ánægjulegt páskaleyfi. Nánar


29.03.2007

Próftafla vorprófa

Vorpróf hefjast í Kvennaskólanum föstudaginn 4. maí. Próftafla vorprófanna er núna komin á heimasíðuna. Nánar


27.03.2007

4NF og 4NS í heimsókn í Læknagarði

Á föstudaginn var fóru 4NFog 4NS í heimsókn í Læknagarð með Þórði Jóhannessyni eðlisfræðikennara. Þar tók Logi Jónsson á móti hópnum og fræddi þau um ýmislegt á sviði lífeðlisfræði, t.d. um rafboð í taugakerfinu, hjartalínurit, blóðþrýsting o.fl. Nemendurnir fengu að framkvæma ýmsar mælingar á sér með sérhæfðum tækjum og höfðu gagn og gaman af. Nánar


26.03.2007

Heimsókn frá Danmörku

Í þessari viku eru 14 danskir nemendur og 2 kennarar í heimsókn í Kvennó. Þau eru hjá 2T. Í gær fóru þau á Gullfoss og Geysi og á morgun fara þau til Nesjavalla. Að sjálfsögðu tökum við vel á móti þessum góðu gestum og vonum að dvöl þeirra verði ánægjuleg. Nánar


18.03.2007

Opið hús 2007

Opið hús var haldið miðvikudagskvöldið 14. mars frá kl. 18:00 - 22:00. Fjöldi nemenda í 10. bekk og aðstandendur þeirra komu og kynntu sér starfsemi og námsframboð Kvennaskólans og var almenn ánægja með kvöldið. Líklega hafa um 300 manns komið í hús. Nánar


16.03.2007

Söngmaraþon

Kór Kvennaskólans í Reykjavík mun þreyta 18 klukkutíma söngmaraþon í skólanum frá kl. 21.00 föstudaginn 16. mars til kl. 15.00 laugardaginn 17. mars. Sungið verður allan tímann, ýmist allur kórinn eða minni hópar. Áheitum hefur verið safnað síðustu daga og enn er hægt að leggja málefninu lið með því að hafa samband við skrifstofu skólans eða kórfélaga. Nánar


15.03.2007

21. mars ..

Eiga allir að vera búnir að telja fram.

Í lífsleikni í vetur hafa nemendur í 1. bekk lært námsefnið Fjárann sem er fjármála- og neytendafræðsla og inniheldur m.a. skattskýrslugerð. Margir nemendur hafa nýtt sér tækifærið í náminu og fært sína eigin skýrslu í fyrsta sinn. Nánar


13.03.2007

Opið hús 14. mars

Miðvikudaginn 14. mars verður opið hús í Kvennaskólanum í Reykjavík, Fríkirkjuvegi 9, frá kl. 18:00 til 22:00. Þá gefst tækifæri til að kynnast starfsemi skólans og hitta námsráðgjafa og kennara auk fulltrúa frá nemendafélagi skólans. Kynningin er einkum ætluð 10. bekkingum grunnskóla og aðstandendum þeirra en allir eru velkomnir. Nánar


12.03.2007

Hin árlega leikhúsferð Kvennaskólans

Hin árlega leikhúsferð Kvennaskólans er í kvöld og annað kvöld. Farið verður á Patrek 1,5 í Þjóðleikhúsinu og þar sem húsnæðið rúmar ekki alla nemendur skólans verður hópnum tvískipt. 1. og 4. bekkur fara í kvöld og 2. og 3. bekkur á morgun, þriðjudaginn 13. mars. Nánar


12.03.2007

Rymja

Rymja, söngkeppni Kvennaskólans, var haldin fimmtudaginn 8. mars. Í 1. sæti varð Arnór Heiðarsson í 4-FU og mun hann verða fulltrúi Kvennaskólans í Söngkeppni framhaldsskólanna. Í 2. sæti varð Fjóla Kristín Bragadóttir í 3-FU og í 3. sæti varð Melkorka Edda Sigurgrímsdóttir í 3-T. Nánar


Jane Austen
06.03.2007

Hroki og hleypidómar

Leikfélagið Fúría frumsýnir Hroka og hleypidóma eftir Jane Austen þann 7. mars í Tjarnarbíói. Sigrún Sól leikstýrir og gerir leikgerð. Nemendur skólans semja alla tónlist í sýningunni, hanna búninga og gera sviðsmynd. Þetta verk hefur aldrei verið sýnt áður á Íslandi og því er merkilegt að áhugamannaleikhópur ráðist í slíkt stórvirki. Miðapantanir eru í síma 846-4975 eða 691-8618. Nánar


Dómkirkjan í Ribe
06.03.2007

Danmerkurfarar

2 bekkur T er í vikuheimsókn í Sønderborg í Danmörku með Erlu Elínu Hansdóttur dönskukennara og Sævari Hilbertssyni enskukennara. Farið var af stað laugardaginn 3. mars og gisti hópurinn í Kaupmannahöfn fyrstu nóttina. Daginn eftir var haldið til Sønderborg og dvelja nemendur þar í góðu yfirlæti hjá dönskum fjölskyldum. Nánar


05.03.2007

"Qu'est-ce que la France pour vous?" - Frönskukeppni framhaldsskólanema

Í tengslum við frönsku menningarhátíðina "Pourquoi pas? - Franskt vor á Íslandi" stóð Sendiráð Frakklands á Íslandi í samstarfi við Vetrarhátíð í Reykjavík, Félag frönskukennara á Íslandi og Alliance française, fyrir samkeppni fyrir framhaldsskólanema sem stunda nám í frönsku. Keppnin fór fram laugardaginn 24. febrúar síðastliðinn í Iðnó. Nánar
Síðast breytt: 04.03.2013 12:54


AukavalLeit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli