Kvennaskólinn í Reykjavík

Fréttir eftir mánuði

20.12.2007

Gleðileg Jól!

Kvennaskólinn í Reykjavík sendir nemendum sínum, starfsfólki og öllum velunnurum skólans bestu jóla- og nýársóskir. Nánar


20.12.2007

Skrifstofa skólans

Í jólaleyfinu verður skrifstofa skólans lokuð. Þó verður opið föstudaginn 28. desember frá 9:00-14:00 og fimmtudaginn 3. janúar frá 9:00-14:00. Opnum aftur kl. 8:00 föstudaginn 4. janúar. Nánar


17.12.2007

Einkunnaafhending og prófsýning

Fimmtudaginn 20. desember verða einkunnir haustannar afhentar og einnig gefst nemendum kostur á að skoða prófúrlausnir sínar. Nemendur mæti í Uppsali kl. 9.00. Nánar


11.12.2007

Prófstaðir í jólaprófum

Til að auðvelda nemendum að sjá hvar þeir eigi að taka prófin sín hefur staðsetningartafla prófanna verið sett á heimasíðuna. Hægt er að sjá töfluna með því að smella hér.. Nánar


05.12.2007

Jólapróf

Prófatörn jólaprófa í Kvennaskólanum er hafin. Prófað er hvern virkan dag til 14. desember en að auki verða sjúkrapróf mánudaginn 17. desember. Fimmtudaginn 20. desember verða síðan einkunnaafhending og prófsýning. Nánar


01.12.2007

Aðventutónleikar Kórs Kvennaskólans, 2. desember kl. 20.00

Kór Kvennaskólans heldur aðventutónleika í Fríkirkjunni á fyrsta sunnudegi í aðventu, sunnudagskvöldið 2. desember kl. 20.00. Sungin verða nokkur verk af ýmsu tagi en megináherslan lögð á íslensk og erlend jólalög. Nokkrir kórfélaga leika á hljóðfæri og einn kórfélagi syngur einsöng. Stjórnandi kórsins er Margrét Helga Hjartardóttir og píanóleikari Þórunn Þórsdóttir, stúdent frá Kvennaskólanum. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. Nánar
Síðast breytt: 04.03.2013 12:54


AukavalLeit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli