Kvennaskólinn í Reykjavík

Fréttir eftir mánuði

25.11.2007

Spennandi keppni í MORFÍS

Föstudaginn 23. nóvember kepptu Kvennaskólinn og Verslunarskólinn í MORFÍS. Keppnin fór fram í sal Verslunarskólans og umræðuefnið var Bandaríkin. Verslunarskólinn vann keppnina en engu að síður var um hörku keppni að ræða, mikið fjör og allt fór vel fram. Nánar


25.11.2007

Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur

Dags íslenskrar tungu, 16. nóvember, var minnst í Kvennaskólanum eins og víða annars staðar. Í þriðju kennslustund dagsins söng Kór Kvennaskólans á nokkrum stöðum í byggingum Kvennaskólans fyrir nemendur og starfsfólk. Sungið var íslenskuljóð Þórarins Eldjárns við lag Atla Heimis Sveinssonar ásamt þremur lögum við kvæði afmælisbarnsins, Jónasar Hallgrímssonar. Nánar


17.11.2007

Stofnun Sambands íslenskra framhaldsskóla

Nú á dögunum voru stofnuð ný hagsmunasamtök nema á framhaldsskólastigi, Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF). Um er að ræða allsherjar hagsmuna- og þjónustufélag íslenskra framhaldsskólanema. Megin stefnumál þessa nýja félags eru að gæta hagsmuna og réttinda framhaldsskólanema sem og vera upplýsinga- og þjónustuaðili fyrrnefnds hóps. Nánar


13.11.2007

Nemendur fara í leikhúsið

Það verður mikill Kvennaskólabragur í sal Þjóðleikhússins í kvöld. Nemendur skólans fjölmenna í leikhúsið til að sjá Leg og hefst sýningin kl. 20.00. Nánar


08.11.2007

Æfingabúðir Kórs Kvennaskólans í Skálholti

Kór Kvennaskólans í Reykjavík var í æfingabúðum í Sumarbúðum Skálholts um síðustu helgi, frá 2.- 4. nóvember. Kórinn telur nú um 20 félaga en af þeim komust 13 með í ferðina og æfðu af miklum móð. Liður í æfingunum var gönguferð yfir í Skálholtskirkju þar sem kórinn söng fjölmörg lög í frábærum hljómburði kirkjunnar. Einnig tóku nokkrir félagar þátt í hátíðlegri bænastund á laugardeginum og messu á sunnudagsmorgni. Nánar


07.11.2007

Epladagur 2007

Í dag er Epladagur í Kvennaskólanum í Reykjavík. Fyrir hádegi ganga fulltrúar nemendafélagsins í bekki og bjóða upp á epli. Kennslu lýkur kl. 13.00. Bekkirnir fara saman út að borða í kvöld og síðan er dansleikur. Leyfi er í fyrsta tíma í fyrramálið og kennsla hefst því kl. 9.20. Nánar
Síðast breytt: 04.03.2013 12:54


AukavalLeit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli