Kvennaskólinn í Reykjavík

Fréttir eftir mánuði

25.09.2006

Söngsalur

Í tilefni af evrópska tungmáladeginum sem er á morgun (26. september) var safnast saman í hádeginu í dag og boðið upp á söngsal í Kvennaskólanum. Sungin voru lög á ýmsum tungumálum við undirleik Harðar Áskelssonar og undir stjórn Erlu Elínar Hansdóttur og Margrétar Helgu Hjartardóttir. Nánar


14.09.2006

Vel heppnaður foreldrafundur

Vel á annað hundrað foreldra komu á kynningarfund fyrir foreldra nýnema sem haldinn var í Kvennaskólanum miðvikudagskvöldið 13/9. Þar fengu foreldrar upplýsingar um helstu þætti í skólastarfinu og hittu umsjónarkennara barna sinna. Nánar


09.09.2006

Kynningarfundur fyrir foreldra nýnema

Kynningarfundur fyrir foreldra nýnema verður miðvikudaginn 13. september klukkan 20:00 í aðalbyggingu Kvennaskólans að Fríkirkjuvegi 9. Skólameistari, aðstoðarskólameistari og námsráðgjafar munu kynna ýmsa þætti skólastarfsins Nánar


05.09.2006

Busadagur

Á morgun, miðvikudaginn 6. september, er svokallaður „Busadagur“ en þá eru nýnemar innvígðir í samfélag þeirra eldri. „Busavígslan“ fer fram upp úr hádegi og lýkur um kvöldið með dansleik á Nasa við Austurvöll. Nánar
Síðast breytt: 04.03.2013 12:54


AukavalLeit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli