Kvennaskólinn í Reykjavík

Fréttir eftir mánuði

23.08.2006

Könnun á launavinnu framhaldsskólanema

Í mars 2005 könnuðu Hannes Í. Ólafsson, Björk Þorgeirsdóttir og Garðar Gíslason launavinnu nemenda í þremur framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu. Þátttökuskólarnir voru Fjölbrautaskólinn við Ármúla, Kvennaskólinn í Reykjavík og Menntaskólinn í Kópavogi. Nánar


17.08.2006

Leiðréttingar á bókalista

Því miður reyndust upplýsingar í bókalistanum sem settur var á heimasíðuna fyrir nokkrum dögum ekki réttar í nokkrum tilvikum. Búið er að uppfæra listann sem er núna á heimasíðunni ... Nánar


16.08.2006

Skólasetning

Þriðjudaginn 22. ágúst verður Kvennaskólinn settur og hefst þar með starfsárið 2006-2007. Nemendur eiga að mæta í Uppsali við Þingholtsstræti og munu þeir hitta umsjónarkennara og fá afhentar stundatöflur. Nýnemar í 1. bekk mæti kl. 14.00 en eldri nemendur kl. 15.30. Nánar


08.08.2006

Bókalisti kominn

Bókalisti Kvennaskólans fyrir veturinn 2006-2007 er kominn á heimasíðu Kvennaskólans. Hægt er skoða listann með því að smella hér eða velja Bókalisti af hægri valmynd. Nánar


08.08.2006

Skrifstofan opnar eftir sumarleyfi

Skrifstofa Kvennaskólans hefur opnað að nýju eftir sumarleyfi. Vikuna 8. - 11. ágúst er opið frá kl. 9.00-16.00 en frá og með 14. ágúst er opið frá kl. 8.00-16.00. Nánar
Síðast breytt: 04.03.2013 12:54


AukavalLeit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli