Kvennaskólinn í Reykjavík

Fréttir eftir mánuði

30.03.2006

Opið hús í kvöld

Í kvöld, fimmtudaginn 30. mars verður opið hús í skólanum fyrir 10. bekkinga og forráðamenn þeirra frá kl. 18 til 22 að Fríkirkjuvegi 9. Námsframboð skólans, inntökuskilyrði og félagslíf verða kynnt. Allir velkomnir! Nánar


28.03.2006

Rymja 2006

Rymja, söngkeppni Kvennaskólans, var haldin síðastliðið föstudagskvöld í Borgarleikhúsinu. Keppnin var í alla staði hin glæsilegasta. Rakel Mjöll Leifsdóttir bar sigur úr býtum Nánar


26.03.2006

Vel heppnuð kórferð til Lundúna

Kór Kvennaskólans kom heim frá Lundúnum síðastliðið mánudagskvöld eftir vel heppnaða söngferð. Á föstudegi og laugardegi söng kórinn fyrir gesti og gangandi í Covent Garden Market Nánar


22.03.2006

Kvennaskólinn stofnaður 1874

Flestir sem spreyttu sig á könnun vikunnar svöruðu réttilega að Kvennaskólinn hefði verið stofnaður árið 1874 eða 77% þeirra sem tóku þátt. Nánar


20.03.2006

Opið hús í Kvennaskólanum 30. mars

Fimmtudaginn 30. mars verður opið hús í skólanum fyrir 10. bekkinga og forráðamenn þeirra frá kl. 18 til 22 að Fríkirkjuvegi 9. Nánar


19.03.2006

Frönsk ljóðakeppni

Laugardaginn 18. mars var haldin ljóðakeppni félags frönskukennara á Íslandi í samstarfi við franska sendiráðið og Alliançe Française. Nánar


16.03.2006

Kórinn syngur í Lundúnum

Seinni partinn í dag heldur kór Kvennaskólans til Lundúna þar sem hann mun dvelja til mánudagsins 20. mars. Hann mun m.a. syngja í Covent Garden Market, föstudaginn 17. mars Nánar


15.03.2006

Grímuball

Grímuball Keðjunnar verður haldið í kvöld á Nasa. Af því tilefni er leyfi í fyrstu kennslustund á morgun, fimmtudag. Nánar


14.03.2006

Heimasíðan fær góðar viðtökur

Hin nýja heimasíða Kvennaskólans fær góðar viðtökur. Margir hafa lýst ánægju með andlitslyftinguna, bæði nemendur, starfsfólk og foreldrar. Óformleg könnun var í gangi á heimasíðunni síðastliðna viku Nánar


14.03.2006

Sýning á Stræti fellur niður þriðjudagskvöld

Sýning Fúríu á Stræti sem vera átti í kvöld, þriðjudag, fellur niður vegna veikinda í leikarahópnum. Þess í stað verður sýning fimmtudagskvöldið 16. mars kl. 20.00. Nánar


09.03.2006

Þýskubíllinn í Kvennaskólanum

Í dag kom Þjóðverjinn Kristian Wiegand í heimsókn í Kvennaskólann og spjallaði við nær alla nemendur skólans sem læra þýsku um heimsmeistaramótið í fótbolta sem haldið verður í Þýskalandi næsta sumar. Nánar


09.03.2006

Vel heppnuð ferð á kóramót

Kór Kvennaskólans tók þátt í Kóramóti framhaldsskólakóra á Akureyri um síðustu helgi. Þar voru saman komnir tæplega 300 framhaldsskólanemar úr 10 skólakórum sem æfðu saman nokkur lög. Nánar


07.03.2006

Ný heimasíða Kvennaskólans

Eins og sjá má hefur heimasíða Kvennaskólans fengið andlitslyftingu. Vefurinn er núna unninn og vistaður í vefumsjónarkerfinu Lisa frá Innn hf en Innn hf sá einnig um hönnun og útlit. Nánar


04.03.2006

Kórinn á Akureyri

Kór Kvennaskólans lagði land undir fót í gær og hélt á kóramót framhaldsskólakóra sem haldið er á Akureyri í þetta sinn, bæði í MA og VMA. Um 17 nemendur er að ræða ásamt Margréti Helgu kórstjóra. Nánar


03.03.2006

Fúría sýnir Stræti

Fúría, leikfélag Kvennaskólans, frumsýnir mánudaginn 6. mars leikritið Stræti (Road) eftir Jim Cartwright. Leikritið fjallar um venjulegt og óvenjulegt fólk í litlum smábæ sem á það sameiginlegt að búa allt í sama strætinu. Nánar
Síðast breytt: 04.03.2013 12:54


AukavalLeit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli