Kvennaskólinn í Reykjavík

Fréttir eftir mánuði

25.02.2006

Leikhúsferð Kvennaskólans

Hefð er fyrir því að allir nemendur Kvennaskólans sjái eina leiksýningu á ári. Að þessu sinni hefur leikritið Woyzeck eftir Georg Büchner orðið fyrir valinu og munu nemendur skólans fara á þá sýningu þriðjudagskvöldið 28. febrúar kl. 20 í Borgarleikhúsinu. Nánar


24.02.2006

Samræmd stúdentspróf heyra sögunni til

Í frétt á www.mbl.is í dag kemur fram að ákveðið hefur verið að hætta að halda samræmd stúdentspróf í núverandi mynd. Ástæðan væri m.a. sú að hvorki nemendur né háskólar sæju mikinn tilgang með prófunum Nánar


24.02.2006

Námskynning Háskóla Íslands 2006

Námskynning Háskóla Íslands fer fram sunnudaginn 26. febrúar kl. 11 - 16. Þar kynna allar deildir Háskóla Íslands námsframboð sitt, bæði grunnnám og framhaldsnám. Nánar


23.02.2006

Stóri háskóladagurinn

Stóri háskóladagurinn er haldinn í Borgarleikhúsinu laugardaginn 25. febrúar, kl. 11-17. Þarna geta tilvonandi stúdentar kynnt sér námsframboð sjö háskóla Nánar


10.02.2006

Heimasíðusamkeppni framhaldsskóla

Samband íslenskra sveitarfélaga stendur fyrir heimasíðusamkeppni framhaldsskóla í samstarfi við Félag framhaldsskóla og Félag framhaldsskólakennara. Góð verðlaun eru í boði: Nánar


08.02.2006

Skólakynning

Nú er kominn sá tími að nemendur 10. bekkja eru farnir að huga að vali framhaldsskóla fyrir næsta vetur. Sést það meðal annars vel á því að mikill fjöldi nemenda heimsækir Kvennaskólann þessa dagana til að kynna sér það sem hann hefur upp á að bjóða. Nánar


07.02.2006

Skemmtikvöld kórs Kvennaskólans

Kór Kvennaskólans stendur fyrir skemmtikvöldi í Uppsölum þriðjudaginn 7. febrúar, kl. 20.00. Dagskrá verður fjölbreytt. Kórinn syngur nokkur lög sem verið er að æfa fyrir væntanlega Lundúnaferð í mars nk. Nánar


04.02.2006

4T í Lundúnum

Þessa helgina eru nemendur úr 4. bekk T staddir í menningarferð í Lundúnum. Hópurinn lagði af stað frá Kvennaskólanum í gær (föstudag) klukkan 13.00 og er væntanlegur heim á miðvikudag. Nánar


04.02.2006

Tjarnardagar

7. og 8. febrúar verða svokallaðir Tjarnardagar í Kvennaskólanum. Þá sækja nemendur skólans fjölbreytt námskeið víða um bæinn í stað hefðbundinnar kennslu. Fimmtudaginn 9. febrúar verður síðan árshátíð nemendafélagsins haldin á Hótel Selfossi. Nánar
Síðast breytt: 04.03.2013 12:54


AukavalLeit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli