Kvennaskólinn í Reykjavík

Fréttir eftir mánuði

23.12.2006

Gleðileg jól!

Kvennaskólinn í Reykjavík óskar öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Nemendum, starfsfólki, aðstandendum og öðrum velunnurum skólans eru færðar bestu þakkir fyrir árið sem er að líða. Kennsla hefst samkvæmt nýrri stundaskrá föstudaginn 5. janúar 2007 Nánar


18.12.2006

Próflok og einkunnaafhending

Í dag lauk jólaprófum í Kvennaskólanum. Afhending einkunna fer fram miðvikudaginn 20. desember kl. 9.00 í Uppsölum. Strax að lokinni einkunnaafhendingu verður prófsýning, einnig í Uppsölum. Nánar


12.12.2006

Aðventutónleikar kórs Kvennaskólans

Kór Kvennaskólans í Reykjavík heldur aðventutónleika í Fríkirkjunni laugardaginn 16. desember kl. 15.00. Sungin verða nokkur verk af trúarlegum toga en megináherslan lögð á íslensk og erlend jólalög af ýmsu tagi. Nánar
Síðast breytt: 04.03.2013 12:54


AukavalLeit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli