Kvennaskólinn í Reykjavík

Fréttir eftir ári

21.12.2012

Útskrift stúdenta

Föstudaginn 21. desember voru 36 stúdentar útskrifaðir frá Kvennaskólanum við hátíðlega athöfn í Hallgrímskirkju. Kór Kvennaskólans söng og þrír nýstúdentar, Ágústa Björg Kristjánsdóttir, Anna Lilja Björnsdóttir og Birgir Þór Björnsson, fluttu ávörp og þrjár stúdínur, Alda Dís Arnardóttir, Hrönn Guðmundsdóttir og Ingibjörg Hrönn Jónsdóttir glöddu gesti með söng. Nánar


20.12.2012

Gleðileg jól !

Kvennaskólinn í Reykjavík óskar nemendum sínum, starfsfólki og öllum velunnurum skólans gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári! Kennsla á vorönn hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 7. Janúar kl. 10:30. Nánar


20.12.2012

Útskrift stúdenta

Útskrift stúdenta frá Kvennaskólanum í Reykjavík verða í Hallgrímskirkju föstudaginn 21. desember kl. 13:00. Útskrifaðir verða 36 stúdentar. Nánar


18.12.2012

Nú geta nemendur séð einkunnir sínar í Innu.

Lokaeinkunnir í áföngum sem lýkur á haustönninni má sjá með því að velja Námsferill vinstra megin á síðunni. Einkunnir (stöðumat) í áföngum sem voru á haustönn en lýkur ekki fyrr en í vor (danska í 1. bekk, efnafræði í 1 N bekkjunum og félagsvísindi í 1BB) má sjá með því að velja Einkunnir vinstra megin á síðunni og velja svo Sundurliðun. Einkunnaafhending og prófsýning verða á morgun (miðvikudag 19.12) klukkan 9:00 Nánar


17.12.2012

Í þessari viku birtist brot úr jólakvæði eftir Jón (Jónsson) úr Vör (1917-2000).

Hann fæddist á Patreksfirði 21. Janúar 1917 og ólst þar upp við kröpp kjör. Hann stundaði nám við Héraðsskólann á Núpi, Námsflokka Reykjavíkur og lýðháskóla í Svíþjóð og Sviss. Jón starfaði sem ritstjóri, fornbókasali og var frumkvöðull að stofnun bókasafns Kópavogs og var fyrsti forstöðumaður þess Nánar


14.12.2012

Einkunnaafhending og prófsýning verður miðvikudaginn 19. desember klukkan 9:00.

Nemendur fá einkunnir afhentar á miðvikudaginn 19. desember kl. 9:00. Í framhaldi af einkunnaafhendingunni er prófsýning. Hér fyrir neðan eru upplýsingar um stofur og staðsetningu. Nánar


10.12.2012

Senn líður að jólum og nú birtist jólakvæði eftir Jóhannes úr Kötlum ( 1899-1972)

Jóhannes (Bjarni Jónasson) var fæddur að Goddastöðum í Dölum en fluttist hálfs árs gamall með fjölskyldu sinni að Ljárskógarseli í sömu sveit. Skáldaheitið Katla tók hann eftir svonefndu svæði við ána Fáskrúð skammt frá Ljárskógarseli Nánar


05.12.2012

Njáluferð

Kvenskælingar fóru glaðir í bragði á Njáluslóðir síðasta dag nóvembermánaðar. Lagt var af stað frá Aðalbyggingunni í hægu og mildu veðri. Á leiðinni austur var fallegt að horfa á dagrenninguna og var orðið vel ratljóst þegar fyrsta áfangastað var náð. Kappklæddir nemendur hlupu að Gunnarssteini þar sem Gunnar á Hlíðarenda og bræður hans börðust við þrjátíu menn. Nánar


04.12.2012

4. bekkingar og starfsmenn Kvennaskólans áttu notalega kveðjustund saman.

Meirihluti 4. bekkjar mun nú útskrifast 21. desember. Athöfnin verður í Hallgrímskirkju kl. 13:00. Af því tilefni hittust 4. bekkingar og starfsmenn Kvennaskólans í matsalnum eftir skóla föstudaginn 30. nóvember Nánar


03.12.2012

Ljóð vikunnar er eftir Ágústínu Jónsdóttir.

Ágústína Jónsdóttir fæddist 4. maí 1949 í Reykjavík. Hún útskrifaðist sem snyrtifræðingur 1968 og leikskólakennari frá Fósturskóla Íslands 1976. Árið 1991 lauk hún B.Ed. prófi frá Kennaraháskóla Íslands. Nánar


03.12.2012

Leikskólabörn í heimsókn hjá nemendum í barnabókmenntum

Nemendur í barnabókmenntum hafa í lok annar verið að skapa eigin myndasögur eða hugmyndir að barnabókum auk þess sem einn nemandi samdi jólalag. Við verkefnagerðina hafa nemendur í huga allt það sem fjallað hefur verið um í áfanganum í tengslum við barnabækur og barnaefni. Nánar


28.11.2012

Jólatónleikar Kórs Kvennaskólans í Reykjavík verða haldnir laugardaginn 1. desember í Fríkirkjunni í Reykjavík

Árlegir jólatónleikar Kórs Kvennaskólans í Reykjavík verða haldnir laugardaginn 1. desember kl 14:00 í Fríkirkjunni í Reykjavík. Á tónleikunum verða sungin bæði klassísk og óhefðbundin jólalög. Aðgangur inn á tónleikana er ókeypis en jólaleg veitingasala verður eftir tónleikana og er hún jafnframt aðal fjáröflun kórsins. Nánar


28.11.2012

Ferð á Njáluslóðir 30. nóvember

Njáluferð 2.bekkjar verður föstudaginn 30, nóvermber. Þeir bekkir sem fara eru 2NA, 2NF,2NÞ, 2FA, 2FÞ og 2H. Nemendur eiga að mæta klukkan 8:00 fyrir utan Aðalbyggingu Kvennaskólans. Það er mætingarskylda. Þeir sem komast ekki, af óviðráðanlegum ástæðum, verða að tilkynna það á skrifstofu skólans og sækja formlega um leyfi. Áætluð heimkoma er milli kl. 15:00 og 16:00 Nánar


26.11.2012

Í tilefni af degi íslenskrar tungu 16. nóvember er ljóð vikunnar Móðir mín eftir Einar Bendiktsson.

Einar Benediktsson (1864-1940) var fæddur að Elliðavatni, en ólst upp að Héðinshöfða á Tjörnesi frá 9 ára aldri. Hann var sonur Benedikts Sveinssonar sýslumanns og alþingismanns. Varð stúdent frá Lærða skólanum 1884 og lögfræðingur frá Hafnarháskóla 1892. Nánar


22.11.2012

Gleðilegan epladag!

Í dag 22. nóvember er epladagurinn í Kvennaskólanum haldinn hátíðlegur. Epladagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur í Kvennaskólanum í Reykjavík síðan 1921. Ýmsislegt hefur verið sér til gamans gert í skólanum í vikunni og skemmtidagskrá í Uppsölum á epladaginn sjálfan. Nánar


22.11.2012

Efnafræðitilraun.

Þetta var 3 NÞ að títra veika sýru. Þau gera það á tvo máta, annarsvegar þar sem blandan tekur litabreytingum en hins vegar fylgjast þau með breytingum á sýrustigi með sýrustigsmæli og teikna upp títrunarferil. Nánar


21.11.2012

Nemendur í eðlisfræðivali fóru í heimsókn í H.R.

Eðlisfræðivalið EÐL3L05 fór ásamt kennara sínum í heimsókn í H.R. þriðjudaginn 20. nóv. Þar tók Haraldur Auðunsson á móti hópnum og sýndi þeim sitt af hverju tagi sem tengist raungreinum. T.d. ýmsa eðlisfræðilega smíðisgripi eftir nemendur skólans, tilraunastofu þar sem seprafiskar voru notaðir til rannsókna á svefnlyfjum og fleiri lyfjum og röntgenmyndatæki. Nánar


20.11.2012

Eplavika í Kvennaskólanum

Mikil vinna hefur verið lögð í að skipuleggja eplavikuna. Búið er skreyta allar byggingar Kvennaskólans. Dagskrá vikunnar er fjölbreytt og skemmtileg, en einn af hápunktum vikunnar er eplaútvarpið sem er útvarpað frá Leginu. Nánar


20.11.2012

Viðtal við Friðrik Dag á heimasíðu Comeníusar-áætlunar

Markmið Menntaáætlunar ESB er að stuðla að þróun öflugs þekkingarsamfélags í Evrópu. Hluti af áætluninni er Comenius sem styrkir fjölþjóðleg samstarfsverkefni við skóla víðs vegar í. Kvennaskólinn fékk í fyrra slíkan styrk vegna samstarfs við framhaldsskóla á Sikiley. Tveir kennarar skólans, þau Þórhildur Lárusdóttir og Friðrik Dagur Arnarson hafa stýrt samstarfsverkefninu af hálfu Kvennaskólans. Nánar


19.11.2012

Nemendur heimsóttu Héraðsdóm Reykjavíkur og Hæstarétt Íslands.

Nemendur í áfanganum AFB3L05 (Afbrotafræði) heimsótttu Héraðsdóm Reykjavíkur og Hæstarétt Íslands í vikunni. Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur fjalli á gagnrýninn hátt um álitamál er tengjast fráviks og afbrotahegðun og viðbrögðum samfélagsins við þeim. Nánar


16.11.2012

Dagur íslenskrar tungu

Að tillögu menntamálaráðherra ákvað ríkisstjórn Íslands, haustið 1995, að 16. nóvember ár hvert, sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, yrði dagur íslenskrar tungu. Í framhaldi af því hefur menntamála- og menningarmálaráðuneytið árlega beitt sér fyrir sérstöku átaki í þágu íslensks máls og helgað þennan dag rækt við það. Nánar


16.11.2012

Ljóð vikunnar er eftir Jónas Hallgrímsson. Hann fæddist þann 16.nóvember 1807 sem er dagur íslenskrar tungu.

Jónas var fæddur að Hrauni í Öxnadal en ólst upp á Steinsstöðum í sömu sveit og Hvassafelli í Eyjafirði. Hann varð stúdent frá Bessastaðaskóla 1829 og las síðan lögfræði og síðar náttúrufræði við Hafnarháskóla. Hann var einn af stofnendum ársritsins Fjölnis. Nánar


16.11.2012

1 FF hélt dag íslenskrar tungu hátíðlegan þann 16. nóvember

Nemendur bekkjarins komu með kræsingar og áttu notalega stund saman í morgunsárið. Eftir að hafa nært sig hlýddu nemendur á fyrirlestur um sagnliði en þeir eru að undirbúa sig fyrir setningafræðipróf sem þeir ætla að rúlla upp næsta þriðjudag. Nánar


12.11.2012

Sérstofa í jólaprófum.

Nemendur með greinda sértæka námserfiðleika eða kvíða þurfa að staðfesta lengri próftíma við námsráðgjafa í síðasta lagi fimmtudaginn 15. nóvember. Nánar


12.11.2012

Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson (f. 1955) er ljóðskáld vikunnar.

Aðalsteinn Ásberg er fæddur á Húsavík, S - Þingeyjarssýslu en ólst upp á Öndólfsstöðum í Reyjadal, S - Þing. Hann lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands 1976 og nam í íslensku við Háskóla Íslands 1976 - 77. Nánar


09.11.2012

Grænfáninn afhentur Kvennaskólanum í Reykjavík.

Í dag föstudaginn 9. nóvember hlaut Kvennaskólinn í Reykjavík alþjóðaviðurkenningu í umhverfismálum þegar Grænfáninn var afhentur við hátíðlega viðhöfn. Nánar


09.11.2012

Verðlaunaafhending umhverfisnefndar

Fyrsti umhverfisdagur Kvennaskólans var fimmtudaginn 8. nóvember. Dagurinn er liður í Grænfánaverkefni skólans. Aðalviðfangsefni umhverfisdagsins var tyggigúmmí. Nemendur fengu það verkefni að safna tyggjóklessum í umhverfisvæna poka og kepptu bekkirnir um hver safnaði mestu. Nánar


08.11.2012

Baráttudagur gegn einelti

Í dag fimmtudaginn 8. nóvember er í annað sinn, að frumkvæði verkefnastjórnar um aðgerðir gegn einelti, haldinn sérstakur baráttudagur gegn einelti hér á landi. Þá er þjóðin hvött til að standa saman gegn einelti í samfélaginu, ekki síst í skólum og á vinnustöðum. Nánar


06.11.2012

Kvennaskólaneminn Heiðar Bendiktsson fékk gull, silfur og þrenn bronsverðlaun í karatemóti.

Um helgina fór fram karatemót í Svíþjóð, Gautaborg Open, þar sem hluti af íslenska landsliðinu í karate keppti. Um 650 keppendur frá átta löndum tóku þátt. Landsliðsmaðurinn og Kvennaskólaneminn Heiðar Benediktsson átti frábæran dag og vann til 5 verðlauna; gull, silfur og þrenn bronsverðlaun. Hann keppti bæði í unglinga og fullorðinsflokki. Nánar


06.11.2012

Kvennaskólinn í Reykjavík keppir í Morfís

Kvennaskólinn í Reykjavík keppir í Morfís, mælsku og rökræðukeppni framhaldsskóla Íslands á miðvikudaginn 7. nóvember kl 20:00. Keppnin verður haldin í Uppsölum, Þingholtstræti 37. Kvennaskólinn keppir við Borgarholtsskóla. Umræðuefnið verður „Neyslusamfélagið“ og Kvennaskólinn mælir með því en Borgarholtsskóli er á móti. Nánar


05.11.2012

Ljóð vikunnar er eftir Jónas Guðlaugsson (1887-1916).

Jónas var prestssonur fæddur á Snæfellsnesi 27.ágúst 1887. Hann hóf nám í Lærða skólanum í Reykjavík fjórtán ára gamall en hætti eftir fjóra vetur og stundaði eftir það blaðamennsku og önnur ritstörf. Síðar flutti Jónas til Noregs og síðan Danmerkur þar sem hann stundaði fyrst blaðamennsku en seinna eingöngu ljóða- og sagnagerð. Nánar


31.10.2012

Forvarnadagurinn 2012

Forvarnadagurinn er haldinn í dag í áttunda sinn. Nú taka allir framhaldsskólar landsins í fyrsta skipti þátt með það markmið að leiðarljósi að fá fram hugmyndir nemenda og tillögur um hvernig best sé hægt að tryggja velferð þeirra. Nánar


31.10.2012

Nemendur úr 2FF heimsækja Ríkisútvarpið í Efstaleiti.

Nemendur í 2FF eru nú á haustönn að læra fjölmiðlafræði hjá Sigríði Maríu Tómasdóttur. Þar eru þeir að skoða áhrif fjölmiðla og fræðast um þá ólíku fjölmiðla sem notaðir eru í dag. Liður í náminu er að kynna sér stofnanir og fyrirtæki sem fást við fjölmiðlun á Íslandi. Á dögunum heimsóttu nemendur Ríkisútvarpið í Efstaleiti og fengu leiðsögn um húsið frá Boga Ágústssyni, fréttamanni. Nánar


29.10.2012

Þorsteinn frá Hamri (f. 1938) er ljóðskáld vikunnar.

Þorsteinn (Jónsson) er fæddur að Hamri í Þverárhlíð, Borgarfirði. Hann lauk gagnfræðaprófi og landsprófi frá Reykholtsskóla 1954 og stundaði nám í Kennaraskóla Íslands 1955-57. Nánar


26.10.2012

Kvennaskólinn var í 2. sæti í Lífshlaupi framhaldsskólanna.

Keppt var í Lífshlaupi framhaldsskólanna um að ná sem flestum dögum í hreyfingu og var skólunum skipt upp í þrjá flokka miðað við heildarfjölda nemenda og starfsfólks. Fjölbrautarskóli Suðurnesja, Flensborgarskóli og Menntaskólinn á Laugarvatni voru í fyrsta sæti í sínum flokkum. Í öðru sæti voru Verslunarskóli Íslands, Kvennaskólinn í Reykjavík og Framhaldsskólinn á Húsavík. Í þriðja sæti voru Menntaskólinn á Egilsstöðum, Fjölbrautarskóli Vesturlands og Fjölbrautarskólinn við Ármúla. Nánar


24.10.2012

Nemendur í Kvennaskólanum í liði verðlaunahafa á Evrópumótinu í hópfimleikum.

Við erum stolt af Ingunni Jónasdóttur Hlíðberg og Herdísi Athenu Þorsteinsdóttur fyrir glæsilegan árangur í hópfimleikum á Evrópumótinu sem haldið var í Árósum í Danmörku. Nánar


24.10.2012

Örnámskeið í stjórnun prófkvíða.

Kæri nemandi. Ef þú átt það til að vera kvíðin(n) fyrir próf, eða í prófi þá er tími til kominn að vinna í málinu. Við erum tilbúnar að aðstoða og ætlum að halda stutt námskeið í stjórnun prófkvíða. Nánar


23.10.2012

Grímuball Kvennaskólans er á miðvikudaginn 24. október.

Grímuball Keðjunnar verður haldið miðvikudaginn 24. október á skemmtistaðnum Spot í Kópavogi. Ballið er frá 22:00-01:00. Húsinu er lokað kl 23.30. Þetta er áfengis og vímuefnalaus samkoma. Nánar


23.10.2012

Fimmtudaginn 11. Október fór 3H ásamt kennara í heimsókn í Hellisheiðarvirkjun.

Heimsóknin var liður í námi í umhverfisfræði, tengd umfjöllun um loftslagsbreytingar vegna aukningar á magni koltvísýrings í andrúmslofti og um orkugjafa mannkyns. Nánar


23.10.2012

Nú birtast vísur eftir Vatnenda-Rósu eða Skáld-Rósu (1795-1855).

Rósa Guðmundsdóttir var íslensk skáldkona og ljósmóðir á 19.öld. Margar lausavísur hennar urðu þjóðkunnar og eru það enn. Rósa er einnig þekkt fyrir ástamál sín og viðburðaríkt líf sitt. Nánar


16.10.2012

Haustleyfi

Kvennaskólinn verður lokaður frá og með miðvikudeginum 17. október til 22. október vegna haustleyfis. Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 23. október samkvæmt stundaskrá. Nánar


15.10.2012

Miðannarmat

Nú hafa kennarar 1. og 2. bekkjar skráð miðannarmat í Innu. Nemendur geta skoðað matið með því að fara í Innu og velja Námið vinstra megin á síðunni og svo þar undir Miðannarmat. Forráðamenn nemenda sem ekki hafa náð 18 ára aldri geta á sama hátt skoðað matið. Nánar


15.10.2012

Ljóð vikurnnar er eftir Ástgeir Kristinn Ólafsson, betur þekktur sem Ási í Bæ

Í þessari viku birtist texti Ása í Bæ, Ég veit þú kemur, við lag Oddgeirs Kristjánssonar. Ástgeir Kristinn Ólafsson betur þekktur sem Ási í Bæ (1914-1985) var fæddur í Vestmannaeyjum. Ási starfaði lengst af við sjómennsku sem háseti, matsveinn og átti sjálfur vélbát um tíma. Nánar


12.10.2012

Bleiki dagurinn var haldin hátíðlegur í Kvennaskólanum í Reykjavík

Starfsfólk og nenmendur Kvennaskólans í Reykjavík héldu bleika daginn hátíðlegan og klæddust margir fagurbleikum flíkum. Það var glatt á hjalla og greinilegt að bleiki liturinn var í fyrirrúmi en með því sýnum við samstöðu í baráttunni við krabbamein. Nánar


12.10.2012

Fróðlegt og einlægt viðtal við Ásdísi Ingólfsdóttur í Fréttatímanum.

Ásdís Ingólfsdóttir hefur tvisvar greinst með brjóstakrabbamein. Hún greindist fyrst fyrir 10 árum. Í greininni segir hún frá veikindum sínum og bata. Hún gefur konum góð ráð og hvetur allar konur til að fara í eftirlit. Nánar


12.10.2012

"Hjálparstarf á heimsvísu" í heimsókn til UNICEF

Nemendur úr valáfanganum „Hjálparstarf á heimsvísu“heimsóttu UNICEF á fimmtudaginn 11. október. Sigríður María Tómasdóttir kennir áfangann og eru viðfangsefnin meðal annars ólíkar tegundir hjálparstarfs, þróunarsamvinna, neyðaraðstoð og flóttamannaaðstoð. Nánar


10.10.2012

Bleikur dagur á morgun

Bleiki dagurinn sem er hluti af árlegu árvekniátaki Krabbameinsfélags Íslands, verður haldinn á morgun.Starfsfólk og nemendur Kvennaskólans í Reykjavík ætla ekki að láta sitt eftir liggja til að vekja athygli á átakinu. Allir eru hvattir til að taka þátt. Nánar


07.10.2012

Grímur Thomsen (1820-1896) orti ljóð vikunnar.

Grímur var fæddur og uppalinn á Bessastöðum á Álftanesi. Eftir stúdentspróf 17 ára gamall sigldi hann til Kaupmannahafnar og lauk meistaraprófi í samtímabókmenntum frá Hafnarháskóla 1845. Nánar


04.10.2012

Veislumatur í frönskutíma.

Í seinni hluta september var fimmti áfangi í frönsku helgaður franskri matargerðarlist. Nemendur, sem að þessu sinni eru allir úr 3H, voru fyrst fræddir almennt um efnið áður en þeir kynntu sér héruð í Frakklandi og það sem einkennir þau í sambandi við ræktun og matargerð. Nánar


04.10.2012

Lífshlaup framhaldsskólanna er að hefjast.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við embætti landlæknis og í tengslum við verkefnið Heilsueflandi framhaldsskóli stendur fyrir Lífshlaupi fyrir framhaldsskóla sem fram fer dagana 3.-16. október. Nánar


02.10.2012

Ljóð vikunnar er eftir Magneu J. Matthíasdóttur f. 13. Janúar 1953.

Magnea lauk stúdentsprófi frá MR og stundaði síðan sálfræðinám í Kaupmannahöfn. Hún hefur starfað við eitt og annað, mest við þýðingar, prófarkalestur og ritstörf. Hún hefur skrifað smásögur, skáldsögur og leikrit og samið ljóð. Nánar


01.10.2012

Heilsueflandi framhaldsskóli

Í dag, á 138. afmælisdegi Kvennaskólans í Reykjavík, var setningarathöfn verkefnisins Heilsueflandi framhaldsskóli hjá okkur. Við völdum afmælisdag skólans til að hefja formlega merkilegt og metnaðarfullt, langtímaverkefni. Nánar


28.09.2012

Peysufatadagurinn var haldinn hátíðlegur hjá nemendum í dag 28. september.

Peysufatadagur 2. bekkjar Kvennaskólans í Reykjavík fór vel fram í blíðviðri og dásamlegri haustlitadýrð. Nemendur glöddu marga með dansi og söng. Meðal annars dönsuðu þau fyrir framan ráðuneyti mennta- og menningarmála, Grund og Hrafnistu. Nánar


27.09.2012

Peysufatadagur 2. bekkinga Kvennaskólans verður haldinn föstudaginn 28. september

Peysufatadagurinn er gömul hefð skólans og hefur verið haldinn hátíðlegur síðan 1921. Í þá daga voru aðeins stúlkur nemendur við Kvennaskólann og þær ákváðu til hátíðabrigða að koma á peysufötum í skólann og gera sér ofurlítinn dagamun á eftir. Nánar


26.09.2012

Dagana 17. - 21. september fóru fyrstubekkingar Kvennaskólans í Reykjavík í Þórsmörk.

Gist var í skálanum í Básum og fóru tveir til þrír bekkir saman. Nemendastjórn Keðjunnar ásamt tveimur kennurum fóru í hverja ferð. Nemendastjórnin sá um að halda uppi skemmtun og var spilaður fótbolti, gengið upp á Réttarfell, grillaðar pylsur og haldin kvöldvaka. Nánar


24.09.2012

Dvöl góðra gesta frá Sikiley er lokið.

Þá er heimsókn nemenda og kennara frá Sikiley lokið en þeir fóru af landi brott í morgun. Á þeim 10 dögum sem þeir dvöldu hér á landi komu þeir víða við, fóru meðal annars um Þingvelli, Gullfoss og Geysi í fallegu veðri og þá var einnig gist í Þórsmörk og ummerki Eyjafjallajökulsgossins skoðuð. Þessir dagar hafa verið ánægjulegir og reynsluríkir, jafnt fyrir erlendu gestina og gestgjafana og kostir erlends samstarfs enn og aftur sannað sig. Nánar


24.09.2012

Í þessari viku birtast tvær ferskeytlur eftir Þuru í Garði.

Hún fæddist í Garði í Mývatnssveit 1891 og ólst þar upp. Hún var 10 vikur í unglingaskóla en naut engrar frekari menntunar. Á síðari hluta ævinnar dvaldist Þura og starfaði á Akureyri. Þar vann hún á gróðrarstöð og við heimavist Menntaskólans á Akureyri. Þura orti aðallega ferskeytlur, flestar í glettnum tón. Ljóðabók hennar „Vísur Þuru í Garði“ kom fyrst út 1939. Nánar


21.09.2012

MORGUNVERÐUR Í ÞÝSKUTÍMA

Á dögunum var morgunverður í þýsku 2B05 en sú skemmtilega venja hefur skapast í áfanganum að hópurinn ásamt kennara hefur borðað saman morgunverð á fyrri hluta annarinnar. Er þá reynt að líkja sem mest eftir þýskum venjum. Nánar


20.09.2012

Nemendur frá Sikiley og Íslandi kynna landið sitt.

Nemendurnir frá Sikiley og okkar nemendur kynntu verkefnið "Líf í skugga eldfjalls" í morgun í fyrirlestrasal skólans. Þau kynntu eldvirkni og eldsumbrot í hvoru landinu fyrir sig og báru síðan saman aðstæður á Íslandi og Sikiley. Nánar


19.09.2012

Máltökuverkefni í 3H

Undanfarið hafa nemendur í 3H verið að skoða ýmislegt í tengslum við máltöku barna í áfanganum ÍSL3C05. Í kjölfarið fengu þeir sjö vaska og skemmtilega 5 ára stráka í heimsókn af leikskólanum Laufásborg. Nánar


19.09.2012

Jöfnunarstyrkur

Sækir þú nám fjarri lögheimili og fjölskyldu? Kynntu þér reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á www.lin.is Hægt er að skrá umsókn á Innu eða netbankanum! Umsóknarfrestur vegna skólaársins 2012-2013 er til 15. október næstkomandi Nánar


18.09.2012

Kennarar og nemendur frá Sikiley í heimsókn.

Þessa dagna erum við í Kvennaskólanum með góða gesti. Það er hópur nemenda og kennara frá menntaskólanum Liceo Scientifico „Galeileo Galilei“ í Palermó á Sikiley. Þau eru að vinna með nemendum á náttúrufræðibraut að verkefninu „Líf í skugga eldfjalls“ sem styrkt er af Comeniusi, menntaáætlun Evrópusambandsins. Nánar


17.09.2012

Hjólað í framhaldskólann

Í tengslum við Evrópska samgönguviku 16. til 22. september, eru nemendur og starfsmenn allra framhaldsskóla hvattir til að hjóla í skóla eða vinnu þriðjudaginn 18. september Nánar


17.09.2012

Ljóð vikunnar orti Davíð Stefánsson frá Fagraskógi (1895-1964).

Davíð var fæddur í Fagraskógi við Eyjafjörð. Stúdent frá M.R. árið 1919. Dvaldist í útlöndum m.a. í Danmörku, Ítalíu og Noregi. Amtsbókavörður á Akureyri 1925 -1951. Hann lagði stund á ritstörf þ.á.m. ljóð, skáldsögur, leikrit og greinaskrif. Nánar


10.09.2012

Þórsmerkurferð 1. bekkinga

Nú styttist í hina árlegu Þórsmerkurferð 1. bekkinga í Kvennaskólanum í Reykjavík. Farið er í Bása og gist í eina nótt í skálum Úrtivistar. Tilgangur ferðarinnar er tvíþættur. Annars vegar að gefa nýnemum tækifæri á að eiga góða stund saman utan veggja skólans og stunda skemmtilega og heilbrigða útiveru. Einnig gefur þetta þeim sem eru í forsvari fyrir félagslíf skólans tækifæri til að kynnast hópnum. Hins vegar á ferðin að leyfa nemendum að njóta fagurrar náttúru Nánar


10.09.2012

Heimsókn frá Hollandi

Föstudaginn 7. september komu tveir hollenskir kennarar ásamt nokkrum nemendum í heimsókn í Kvennaskólann. Hollensku nemendurnir lögðu spurningar fyrir þá íslensku um ýmislegt sem tengist Íslandi, fylgdust með kennslustund í ensku og skoðuðu skólann. Nánar


10.09.2012

Í þessari viku birtast vísur eftir Guðberg Bergsson.

Hann er fæddur í Grindavík 16. október 1932. Guðbergur stundaði nám við Kennaraskóla Íslands og háskóla á Barcelona á Spáni. Auk ritstarfa hefur Guðbergur unnið ýmis störf bæði heima og erlendis og hefur búið til skiptis á Spáni og Íslandi mikinn hluta ævi sinnar. Nánar


05.09.2012

Góð mæting var á kynningarfund.

Rúmlega 260 forráðamenn nýnema mættu á kynningarfund Kvennaskólans, sem haldinn var þriðjudagskvöldið 4. september. Stiklað var á stóru um skólastarfið framundan, námsráðgjarar kynntu þjónustu sína og umsjónarkennarar funduðu með foreldrum umsjónarnemenda sinna. Nánar


04.09.2012

Kynningarfundur fyrir forráðamenn nýnema Kvennaskólans í Reykjavík haustið 2012 verður haldinn þriðjudaginn 4. september

Fundurinn hefst kl. 20.00 og verður sal mötuneytisins í Uppsölum, Þingholtsstræti 37. Nánar


03.09.2012

Ljóð vikunnar orti Nína Björk Árnadóttir (1941-2000).

Nína Björk var fædd á Þóreyjarnúpi í Línakradal, Vestur-Húnavatnssýslu. Hún stundaði gagnfræðanám á Núpi í Dýrafirði og síðan leiklistarnám í leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur. Fyrsta ljóðabók hennar Ung ljóð , útg. 1965, vakti mikla athygli. Nánar


31.08.2012

STÖÐUPRÓF

Stöðupróf á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins verða haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð 13. september kl. 16:00 í eftirfarandi tungumálum: Albönsku, bosnísku, eistnesku, filippísku (tagalog og cebuano), finnsku, grísku, hollensku, japönsku, kínversku, króatísku, litháísku, portúgölsku, pólsku, rússnesku, serbnesku, slóvensku, taílensku, tékknesku, tyrknesku, Twi, ungversku, úkraínsku og víetnömsku. Nánar


27.08.2012

Ljóð vikunnar er eftir Steinunni Sigurðardóttur.

Hún er fædd í Reykjavík 26. ágúst 1950. Hún tók stúdentspróf frá MR og síðar próf í sálfræði og heimspeki í Dublin á Írlandi. Steinunn bjó einnig um hríð í Svíþjóð. Hún hefur starfað sem blaðamaður og fréttamaður á útvarpi lausamaður við tímarit og sjónvarp. Nánar


22.08.2012

Nýnemakvöld verður haldið föstudaginn 24. ágúst kl. 20:00 í Uppsölum Þingholtsstræti 37.

Nýnemakvöld verður haldið á vegum nemendafélagsins Keðjunar klukkan 8 í Uppsölum, Þingholtsstræti 37, föstudaginn 24. ágúst. Það verður mikið um dýrðir og eru allir nýnemar hvattir til að mæta. Nánar


20.08.2012

Skólasetning og nýnemaratleikur 2012

Nýnemar Kvennaskólans í Reykjavík mættu til skólasetningar í Uppsölum kl níu í morgun. Að því loknu hittu nýnemar umsjónakennara sína og voru því næst sendir í ratleik um skólabyggingarnar þrjár. Eldri nemendur mættu til kennslu eftir hádegið skv. stundaskrá. Nánar


15.08.2012

Bókalisti

Nú getur hver nemandi séð sinn sérútbúna bókalista í Innunni. Nemandinn fer inn í Innu, fær stundatöfluna sína á skjáinn með því að velja Vika efst á skjánum og þegar taflan er komin upp má velja hlekkinn Bókalisti ofan við stundatöfluna hægra megin. Þá kemur upp bókalisti með bókum þeim sem nemandinn á að nota á haustönninni. Nánar


14.08.2012

Skólinn byrjar mánudaginn 20. ágúst

Skólinn verður settur mánudaginn 20. ágúst kl. 9:00 í matsalnum í Uppsölum, Þingholtsstræti 37. Ætlast er til að allir nýnemar, 1. bekkingar, mæti þangað. Eftir skólasetninguna (um kl. 9:30) eiga nýnemar að hitta umsjónarkennara sína í Miðbæjarskólanum skv. nánara skipulagi sem verður tilkynnt við skólasetninguna. Gert er ráð fyrir dagskrá með nýnemum til kl. 12 þennan dag. Nánar


14.08.2012

Aðgangur nýnema að Innu

Vegna bilunar virkaði ekki aðgerðin sem sendir nýnemum aðgangsorð að Innu. Þetta hefur nú verið lagað og nýnemar geta sótt sér Innuaðgang. Þá fara þeir á heimasíðu skólans velja hlekkinn Inna Nemendur hægra megin á síðunni og svo hlekkinn Sækja lykilorð. Nánar


13.08.2012

Aðgangur að Innu

Nemendur sem hafa gleymt lykilorðinu í Innu og nýir nemendur sem ekki hafa fengið lykilorð geta farið á heimasíðu skólans og valið þar hlekkinn Inna Nemendur hægra megin á síðunni og svo á hlekkinn Sækja lykilorð. Nánar


13.08.2012

Bókalistar og stundatöflur

Nemendur geta nú séð bókalista á heimasíðu skólans. Annars vegar er listi fyrir nemendur í 1. bekk og hins vegar heildarlisti þar sem áfangarnir eru í stafrófsröð og nemendur geta skoðað hvaða bækur þarf að kaupa í hverjum áfanga. Til að sjá í hvaða áföngum nemendur eru á haustönn má skoða stundatöflu í Innu. Nánar


07.08.2012

Stundatafla og bókalistar.

Innan verður aðgengileg í næstu viku. Þá geta nemendur séð stundatöflu og bókalista. Nánar


22.06.2012

Lokað vegna sumarleyfa 27. júní - 6. ágúst.

Skrifstofa Kvennskólans í Reykjavík verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með miðvikudegi 27. júní. Opnað verður aftur þriðjudaginn 7. ágúst. Nánar


20.06.2012

Styrkveiting

Ólafur Heiðar Helgason nýstúdent frá Kvennaskólanum í Reykjavík er einn þeirra afburðanemenda sem fær styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta við Háskóla Íslands. 77 nýstúdentar sóttu um styrkinn og 26 hlutu hann. Hver styrkur nemur 300.000 krónum auk niðurfellingar skráningargjalds í HÍ sem er 60.000 krónur. Ólafur Heiðar ætlar í nám í hagfræði. Við óskum honum innilega til hamingju með styrkinn. Nánar


20.06.2012

Innritun nýnema

Nú er innritun nýnema lokið og verða bréf til þeirra sem unnt var að veita skólavist póstlögð í dag, 20. júní. Aðsókn að skólanum hefur aldrei verið meiri. Nánar


13.06.2012

Skýrsla um erlent samstarf

Gengið hefur verið frá skýrslu um erlent samstarf á skólaárinu 2011-2012. Mjög mikið hefur verið um ferðir nemenda bæði í valáföngum tungumála og nemendaskiptaverkefnum. Samtals hafa 150 nemendur skólans farið í ferðir og margir fleiri hafa komið að móttöku erlendra gesta. Nánar


06.06.2012

Borgarkynning í þýskutíma

Nemendur hugvísindabrautar á 2. ári unnu skemmtileg einstaklingsverkefni um nokkrar borgir í þýskumælandi löndum undir lok vorannar. Borgirnar sem nemendur fjölluðu um voru t.d. Bad Tölz, Köln, Siegen, Salzburg og Zürich. Afraksturinn kynntu nemdur í seinasta tíma annarinnar á lifandi hátt í máli, myndum og tónlist. Það setti skemmtilegan blæ á kynningarnar að sumir höfðu komið til viðkomandi borgar eða þekktu til þeirra. Nánar


01.06.2012

Lokaverkefni nemenda

Nemendur í Kvennaskólanum sem hafa stundað nám samkvæmt nýju námskránni vinna allir lokaverkefni á lokaári sínu við skólann. Nemendur tileinka sér ýmis fræðileg vinnubrögð við úrvinnslu verkefnisins, sem getur verið heimildaritgerð eða rannsóknarverkefni, og velja sér faggreinakennara sem leiðbeinir þeim. Nánar


29.05.2012

Útskrift stúdenta og skólaslit Kvennaskólans í Reykjavík

Laugardaginn 26. maí voru 226 stúdentar útskrifaðir frá Kvennaskólanum við hátíðlega athöfn í Hörpu. Þau tímamót urðu í sögu skólans að síðasti hópurinn sem stundaði nám skv. eldri námskrá frá 1999 var útskrifaður eftir fjögurra ára nám en einnig fyrsti hópurinn sem stundaði nám sitt alfarið skv. nýrri námskrá sem byggir á lögum um framhaldsskóla frá 2008. Þeir nemendur útskrifuðust eftir þriggja ára nám. Nánar


25.05.2012

Hópurinn sem fór til Sikileyjar er komin heim aftur eftir mjög vel heppnaða ferð.

Þar bjuggu nemendur inni á ítölskum heimilum, borðuðu ítalskan mat og sömdu sig að siðum og venjum heimamanna. Þau tóku m.a. þátt í fjölskylduviðburður, s.s. fermingarveislum og stórfjölskyldumatarboðum og það er samdóma álit allra að móttökurnar hafi verið sérlega hlýlegar. Krakkarnir tóku þátt skólastarfi og fóru í lengri og skemmri vettvangsferðir til að kynnast náttúru og menningu eyjarinnar. Nánar


24.05.2012

Opið hús verður í Kvennaskólanum í Reykjavík, fimmtudaginn 31. maí , kl 15:00-17:00.

10. bekkingar og forráðamenn þeirra eru sérstaklega velkomnir. Formleg kynning á námsframboði, skipulagi brauta og uppbyggingu náms verður í stofu M-19 í Miðbæjarskólanum á hálftíma fresti frá kl 15:00 – 17:00 (seinasta kynningin byrjar kl 16:30). Stjórnendur, námsráðgjafi og fulltrúar nemenda verða til viðtals. Nánar


23.05.2012

Útskrift stúdenta og skólaslit.

Útskrift stúdenta og skólaslit Kvennaskólans í Reykjavík verða í Hörpu laugardaginn 26. maí kl. 13:00. Nánar


23.05.2012

Vegna útskriftar stúdenta þann 26. maí næstkomandi er vel við hæfi að birta "Gaudeamus igitur" sem er söngtexti á latínu og lag sem oft er sungið í tengslum við brautskráningu stúdenta

Söngurinn er þekktur frá árinu 1287 og er þekkt drykkjuvísa við marga forna háskóla og sem skólasöngur margra háskóla og stúdentafélaga. Textinn fjallar um lífsgleði og hve lífið sé stutt. Nánar


21.05.2012

Veðurfræðivalið heimsótti Færeyjar

Strax að loknum prófum lagði tólf manna hópur Kvennskælinga land undir fót og heimsótti frændur okkar í Færeyjum. Nánar


16.05.2012

Á mánudaginn 21. maí er afhending einkunna og prófsýning

Mánudaginn 21. maí verða einkunnir afhentar og próf sýnd. Þeir nemendur sem ekki eru að útskrifast eiga að koma í Uppsali kl. 13:00 til að hlusta á kveðjuræðu skólameistara. Síðan mæta allir nemendur, einnig stúdentsefnin í Miðbæjarskólann og Aðalbyggingu kl. 13:30 og taka þar við einkunnablaði hjá umsjónarkennara sínum. Prófsýning verður svo í framhaldinu kl. 13:45-14:45. Nánar


11.05.2012

Laugardagsmorguninn 12. maí leggur hópur nemenda og kennara úr skólanum af stað í 11 daga ferð til Sikileyjar.

Þetta er valnámskeið á náttúrufræðibraut á 2. ári þar sem áherslan er á jarðfræði og ensku. Það er unnið í samvinnu við skóla í Palermo og skólinn fékk Comeniusarstyrk til að gera þetta mögulegt. Viðfangsefnið er „Líf í skugga eldfjalls“ og eru nemendur búnir að undirbúa sig í vetur, m.a. læra svolítið í ítölsku. Þau munu síðan vinna með ítölskum nemendum þegar út er komið. Nánar


07.05.2012

Ljóð vikunnar er eftir Gyrði Elíasson.

Hér birtist ljóðið Ánauð úr nýjustu ljóðabók hans Hér vex enginn sítrónuviður 2012. Gyrðir er austfirðingur að uppruna en ólst upp á Sauðárkróki og lauk þaðan stúdentsprófi frá Fjölbrautarskólanum. Síðan stundaði hann nám í Kennaraháskóla Íslands. Hann hefur nánast öll sín fullorðinsár starfað sem rithöfundur og sent frá sér fjölda verka s.s. ljóðabækur, skáldsögur, sagnasöfn. Nánar


02.05.2012

Myndataka af kennurum og börnum þeirra sem stunda nám í Kvennaskólanum.

Það eru margir kennarar hér í skólanum sem eiga börn sem stunda nám við Kvennaskólann. Það var ákveðið á síðasta kennsludegi vorannar að taka mynd af föngulegum hópnum. Nánar


30.04.2012

Ljóðskáld þessarar viku er Hallgrímur Helgason.

Hér birtist síðasta erindið úr kvæði hans „Vandamál“. Hallgrímur fæddist þann 18. febrúar 1959 í Reykjavík. Hann nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands veturinn 1979-80 og Listaakademíuna í München 1981-82. Frá árinu 1982 hefur hann starfað sjálfstætt sem myndlistarmaður og rithöfundur. Hann hefur skrifað ljóðabók og skáldsögur, og hefur ein þeirra „101 Reykjavík“ verið tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Nánar


27.04.2012

Dimission hjá 3. og 4. bekk í Kvennaskólanum.

Mikil gleði var meðal útskriftarnema í dag er þau kvöddu skólann sinn og dimmiteruðu. Það voru ýmsar furðuverur og fígúrur sem héldu skemmtun í porti Miðbæjarskólans með söng og dansi. Þar kvöddu þau kennara sína, nemendur og starfsfólk skólans með miklum glæsibrag og knúsum. Nánar


27.04.2012

EÐL3M05- valhópurinn fór í heimsókn í Öskju

Þórður eðlisfræðikennari fór með EÐL3M05-valhóp í heimsókn í Öskju fimmtudaginn 26.apríl. Karl Grönvold jarðfræðingur skýrði verkun og sýndi hópnum bæði massagreini og rafeindasmásjá sem m.a. eru notuð til að efnagreina berg. Nánar


26.04.2012

Ný stjón Keðjunnar

Nú eru kosningar fyrir stjórn Keðjunnar afstaðnar og nýir nemendur teknir við stjórn og miðstjórn Nánar


26.04.2012

Nemendur gera hljóðleiðsögn á spænsku

Nemendur í spænku hafa búið til hljóðleiðsögn á spænsku um staði í Reykjavík sem hægt er að sjá hér: http://woices.com/walk/2541 Nánar


24.04.2012

Dimission verður föstudaginn 27. apríl .

Þá munu útskriftarefnin kveðja kennara sína,starfsfólk skólans og yngri nemendur. Athöfnin hefst kl. 10:30-12:30 og verður í portinu hjá Miðbæjarskóla. Þar verða bekkirnir með skemmtiatriði og kveðja kennara sína. Nánar


23.04.2012

Vortónleikar Kórs Kvennaskólans í Reykjavík verða haldnir fimmtudaginn 26. apríl kl 20:00 í Fríkirkjunni í Reykjavík.

Flutt verða bæði klassísk íslensk lög og poppuð lög sem margir ættu að kannast við. Aðgangur inn á tónleikana er ókeypis en veitingasala verður eftir tónleikana í Uppsölum Þinholtstræti 37. Þar er aðgangseyrir 1000 kr og nóg af kökum og ýmsu góðgæti í boði. Veitingasalan er aðal fjáröflun kórsins og hvetjum við alla til að koma. Nánar


23.04.2012

Ljóðskáld vikunnar er Hannes Hafstein (1861-1922)

Hannes Þórður Hafstein fæddist á Möðruvöllum í Hörgárdal. Hann lauk stúdentsprófi 1880 og lögfræðiprófi frá Hafnarháskóla 1886. Var settur sýslumaður í Dalasýslu 1886 og landshöfðingjaritari 1889. Varð sýslumaður og bæjarfógeti á Ísafirði 1896 - 1904 en varð þá skipaður fyrsti ráðherra Íslands. Nánar


20.04.2012

Síðastliðinn miðvikudag fóru 2FF og 2FÞ í dagsferð á Njáluslóðir

Ferðin var hin ánægjulegasta í alla staði og veðurguðirnir léku við hópinn. Úlpur og treflar, sem voru með í för reyndust óþarfi, en sólvörn hefði verið vel þegin. Bústaðir helstu persóna voru heimsóttir, bardagar sviðsettir, efnt til veislu á sögusetrinu og hvað eina. Nemendur rifjuðu upp helstu atburði, nutu veðurblíðunnar, náttúrufegurðarinnar og samverunnar og allir komu heilir heim, glaðir í bragði. Svona á sko að kveðja veturinn! Nánar


18.04.2012

Kvennaskólinn í Reykjavík keppir til úrslita í Söngkeppni framhaldsskólanna.

Söngkeppni framhaldsskólanna verður haldin í Vodafone höllinni laugardaginn 21. apríl. Húsið opnar klukkan 19.00 og verður söngkeppnin í beinni útsendingu á RÚV frá kl. 20.30. Salurinn lokar kl 20:05 fyrir útsendinguna sjálfa. The Blue Beebers verða fulltrúar Kvennaskólans í Reykjavík í söngkeppninni en það eru þau Björk Úlfarsdóttir, Laufey María Jóhannsdóttir, Rögnvaldur Konráð Helgason, Sigurður Bjarki Hlynsson, Agnes Eyja Gunnarsdóttir og Brynja Kristinsdóttir. Nánar


18.04.2012

Heimsókn frá Kalmar

Vikuna 16. – 24 . apríl er staddur hér hjá okkur bekkur frá CIS-skólanum í Kalmar. Þau dvelja hjá nemendum í 2NÞ sem heimsótti Kalmar á haustönninni. Gestirnir fara í hefðbundnar skoðunarferðir á Þingvelli, Gullfoss og Geysi, auk þess fara bekkirnir saman í heimsókn í Hellisheiðarvirkjun og fleira. Þetta samstarf hófst árið 2004 og er styrkt af Nordplus-Junior. Nánar


16.04.2012

Nú er kosningavika Nemendafélags Kvennaskólans í Reykjavík að hefjast .

Fjölmargir nemendur eru að bjóða sig fram í ýmsar ábyrgðarstöður og nefndir. Kosningavikan verður haldin frá mánudegi til miðvikudags. Kosningar fara fram á miðvikudag og verða úrslitin ljós um kvöldið. Í tilefni af kosningunum hafa framboðshópar komið sér vel fyrir í mötuneyti skólans þar sem þeir kynna stefnumál sín. Nánar


16.04.2012

Ljóð vikunnar er eftir Einar Má Guðmundsson rithöfund

Hann tók fyrir stuttu við Norrænu bókmenntaverðlaunum Sænsku akademíunnar. Verðlaunin, sem eru stundum kölluð Litli Nóbelinn, hafa verið veitt árlega frá 1986. Einar Már er fæddur í Reykjavík 1 september 1954, ólst þar upp og hefur átt þar heima lengst af en bjó sex ár í Kaupmannahöfn. Einar Már lauk prófi í bókmenntum og sagnfræði fá Háskóla Íslands og stundaði framhaldsnám í bókmenntum við Kaupmannahafnarháskóla. Nánar


12.04.2012

Lifandi bókasafn verður haldið föstudaginn 13. apríl.

Lifandi bókasafn starfar nákvæmlega eins og venjulegt bókasafn. Lesendur koma og fá ,,lánaða" bók í takmarkaðan tíma. Það er aðeins einn munur á, bækurnar í lifandi bókasafni eru fólk og bækurnar og lesendurnir eiga persónuleg samskipti. Lifandi bókasafn verður haldið föstudaginn 13. apríl frá kl 10.40 – 13.10 á efri hæðinni í Uppsölum. Nánar


11.04.2012

Berlínarferð Kvennaskólanemenda

Mánudaginn 26. mars hélt hópur nemenda í áfanganum ÞÝS 473/ÞÝS 2L05 í ferð til Berlínar ásamt kennurum áfangans, Ástu og Björgu Helgu. Í hópnum voru 23 nemendur í 3. og 4. bekk. Nemendur höfðu fyrir ferðina kynnt sér eitt og annað um Berlín og m.a. unnið kynningar um þekktustu staðina. Nánar


10.04.2012

Stefán frá Hvítadal (1887-1933) er ljóðskáld vikunnar.

Stefán Sigurðsson kenndi sig við Hvítadal í Dalasýslu. Hann var fæddur á Hólmavík og er talinn fyrsti Íslendingurinn sem fæddist þar sem þorpið Hólmavík stendur nú. Fyrstu æviárin dvaldi hann í Kollafirði á Ströndum en flutti síðar að Hvítadal í Dalasýslu. Nánar


30.03.2012

Peysufatadagurinn var haldin hátíðlegur hjá nemendum í dag 30. mars.

Peysufatadagur 2. bekkjar Kvennaskólans í Reykjavík fór vel fram í blíðviðri og blankalogni . Nemendur glöddu marga með dansi og söng. Meðal annars dönsuðu þau fyrir framan ráðuneyti mennta- og menningarmála. Heimsóttu Droplaugastaði, Grund og Hrafnistu. Komu síðan öll marserandi í skólann sinn og þar hélt hátíðin áfram. Í lokin fengu þau vöfflur og heitt súkkulaði. Reynir Jónasson spilaði glæsilega á harmonikkuna og Margrét Helga Hjartardóttir stjórnaði söngnum af sinni alkunnu snild. Nánar


29.03.2012

Lið Kvennaskólans í Reykjavík mætir liði MR í úrslitaviðureign.

Við erum stolt af okkar liði hjá Kvennaskólanum í Reykjavík í framhaldsskólakeppninni Gettu betur. Þeim Bjarka, Bjarna og Laufeyju. Vegna dugnaðar þeirra og hyggjuvits erum við komin alla leið í úrslitin. Keppnin fer fram í Háskólabíói föstudaginn 30. mars. Bein útsending verður frá RÚV klukkan 20:10. Nánar


28.03.2012

Peysufatadagur 2. bekkinga Kvennaskólans verður haldinn föstudaginn 30. mars.

Peysufatadagurinn er gömul hefð skólans og hefur verið haldinn hátíðlegur síðan 1921. Í þá daga voru aðeins stúlkur nemendur við Kvennaskólann og þær ákváðu til hátíðabrigða að koma á peysufötum í skólann og gera sér ofurlítinn dagamun á eftir. Þetta var fyrsti peysufatadagurinn og hefur hann verið endurtekinn síðan þá. Á Peysfatadaginn klæðast nemendur að þjóðlegum sið, dansa og syngja saman í Hallargarðinum fyrir aðra nemendur, starfsfólk Kvennaskólans og foreldra. Nánar


28.03.2012

Sérstofur í vorprófum 2012

Nemendur með greiningar eða prófkvíða, sem óska eftir að vera í sérstofunni í vorprófum 2012, þurfa að staðfesta það við námsráðgjafa sem fyrst og eigi síðar en föstudaginn 30. mars. Athugið að aðeins þeir sem hafa sótt prófkvíðanámskeið geta fengið að vera í sérstofu vegna prófkvíða. Nánar


27.03.2012

Nemendur í Berlínaráfanga eru komnir til Berlínar.

Hópur 23ja nemenda á 3. og 4. ári verður í Berlín frá mánudeginum 26. mars til föstudagsins 30. mars. Kennararnir sem eru með þeim í ferðinni heita Björg Helga Sigurðardóttir og Ásta Emilsdóttir. Nánar


27.03.2012

Próftafla fyrir vorönn 2012 er komin á Innu.

Nánar


27.03.2012

Þann 31. mars verður Framhaldsskólamótið í hestaíþróttum haldið í reiðhöllinni hjá hestamannafélaginu Herði í Mosfellsbæ.

Framhaldsskólamótið er hestamót þar sem skólar senda knapa fyrir sína hönd. Að þessu sinni keppa þær Hrönn Kjartansdóttir og Andrea Jónína Jónsdóttir í 1.bekk, Alexandra Ýr Kolbeins í 2.bekk og Rúna Björg Vilhjálmsdóttir í 3.bekk en þær hafa allar mikla keppnisreynslu Nánar


26.03.2012

Landskeppnin í efnafræði

Góð þátttaka var hjá okkar nemendum í Landskeppninni í efnafræði sem var haldin 28.febrúar. Ein úr þeim hópi Rebekka Helga í 4NS komst í 15 manna úrslit og keppti aftur í fræðilegri og verklegri efnafræði um síðustu helgi. Rebekka var meðal 10 efstu keppenda. Við óskum Rebekku Helgu til hamingju með frábæran árangur. Nánar


26.03.2012

Gerður Kristný Guðjónsdóttir, oftast aðeins Gerður Kristný er höfundur ljóðs vikunnar.

Hún er fædd í Reykjavík 10. júní 1970. Gerður lauk B.A.-prófi í frönsku og bókmenntafræði frá Háskóla Íslands 1992 og stundaði einnig nám í hagnýtri fjölmiðlun 1992-1993. Hún var ritstjóri Mannlífs 1998 til 2004 en hefur síðan haft ritstörf að aðalatvinnu. Gerður Kristný hefur sent frá sér ljóðabækur, skáldsögur, smásögur, barnabækur og fleira og hafa bækur hennar hlotið ýmsar viðurkenningar. Nánar


23.03.2012

Lið Kvennaskólans í Reykjavík vann lið Menntaskólans við Hamrahlíð í Gettu betur

Lið Kvennaskólans er komið í úrslit í Gettu betur annað árið i röð!!! Liðið keppti við lið Menntaskólans við Hamrahlíð og var keppnin haldin í Háskólabíói og var sýnd í beinni útsendingu á RÚV. Keppnin var mjög spennandi en lið Kvennaskólans hafði betur með 1 stigi, vann með 24 stigum gegn 23. Nánar


22.03.2012

Opið hús 31. maí

Mikill fjöldi gesta var á Opna húsinu 13. mars og við höfum fregnað að ýmsir hafi ekki komist að til að fá svör við spurningum sínum. Þetta þykir okkur leitt og höfum ákveðið að bregðast við með því að hafa opið hús aftur fimmtudaginn 31. maí eftir hádegi. Dagskrá verður send út þegar nær dregur. Nánar


22.03.2012

Nemendur Kvennaskólans fá verðlaun frá Umferðarstofu

Forseti Íslands veitti þann 18. mars sl. verðlaun í hugmyndasamkeppni nemenda í framhaldsskólum um fræðslu- og áróðursefni varðandi umferðaöryggi. Nemendur Kvennaskólans unnu til verðlauna í keppninni, Camilla Margrét Thomsen sigraði í keppninni um besta slagorðið: ,,Mættu frekar seinna en aldrei“ og Ívar Örn Clausen lenti í öðru sæti í keppninni um bestu ljósmyndina. Nemendafélag Kvennaskólans lenti síðan í öðru sæti í keppninni um heildarstigafjölda sem endurspeglar mikinn áhuga nemenda og fjölda góðra hugmynda. Nánar


22.03.2012

Nemendur í valáföngum í eðlisfræði (EÐL3M05 og Eðl313) fóru í heimsókn í Háskólann í Reykjavík mánudaginn 19. mars.

Þar tók á móti þeim Haraldur Auðunsson og lóðsaði þá um bygginguna. Fyrst var farið að skoða vindgöng ein allmikil þar sem nemendur fengu að vera í 30 m/s vindhraða, síðan var farið að skoða aðstöðu til steypurannsókna. Þar næst var farið í stofur fyrir verklega eðlisfræðikennslu og skoðuð tæki fyrir rafsegulfræðitilraunir og snúningshreyfingu og ýmislegt prófað með þeim. Af þessu mátti hafa bæði fróðleik og góða skemmtan. Nánar


21.03.2012

Nemendur frá Sönderborg Statsskola eru í heimsókn hjá nemendum í 2.H.

Þessa dagana er 3C frá Sönderborg Statsskola ásamt kennurum í heimsókn hjá 2.H. Samstarfs Kvennaskólans og Sönderborg statsskola hefur staðið um árabil og er markmið þess að efla menningarleg tengsl milli frændþjóðanna. Dönsku gestirnir komu í gær og hófst heimsókn þeirra með morgunverði í matsal skólans þar sem þeir hittu íslensku gestgjafa sína. Nánar


21.03.2012

Bókafréttir

Bækurnar Málverkið eftir Ólaf Jóhann Ólafsson og Bónusstelpan eftir Rögnu Sigurðardóttur eru meðal nýrra bóka á safni Kvennaskólans. Nánar


20.03.2012

Kynning á námi á Heilbrigðisvísindasviði HÍ

Fimmtudaginn 22. mars kl 13:20 verður kynning í M19 á námi á Heilbrigðisvísindasviði HÍ fyrir nemendur í NSV103. Aðrir áhugasamir nemendur eru velkomnir. Nánar


19.03.2012

Kynning á námskeiði til undirbúnings fyrir inntökupróf

Föstudaginn 23. mars kemur fólk frá inntaka.is að kynna námskeiðin sín. Kynningin fer fram milli kl. 10:30 og 11:30 í fyrirlestrasal skólans (stofu M19) í Miðbæjarskólanum. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Nánar


19.03.2012

Lið Kvennaskólans í Reykjavík sigraði lið Menntaskólans á Akureyri í GETTU BETUR.

Lið Kvennaskólans í Reykjavík sigraði lið menntaskólans á Akureyri í Gettu betur með 36 stigum gegn 20 Í lok leiks í beinni útsendingu RÚV var dregið um hvaða skólar keppa í undanúrslitum spurningakeppninnar. Lið Kvennaskólans mætir liði Menntaskólans við Hamrahlíð á fimmtudagskvöldið kemur. Keppt verður í Háskólabíói og verður bein útsending þaðan á RÚV kl. 20:05. Nánar


19.03.2012

FÚRÍA leikfélag Kvennaskólans í Reykjavík sýnir ógnvænlega gamanleikinn FRANKENSTEIN.

Sagan gerist í litlum bæ í Þýskalandi. Nánar tiltekið í suður Þýskalandi. Sá bær heitir Ingolstadt. Í þessum litla fallega bæ hefur allt gengið sinn vanagang öldum saman en á einni ...niðdimmri nóttu breytist allt til frambúðar. Nánar


19.03.2012

Tómas Guðmundsson (1901-1983) er ljóðskáld vikunnar.

Hann hefur verið nefndur Reykjavíkurskáldið. Tómas fæddist á Efri-Brú í Grímsnesi. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1921 og lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1926. Hann vann nokkur ár sem lögfræðingur en sneri sér að skáldskap og ritstörfum upp úr 1930. Nánar


16.03.2012

Útskriftarnemendur í Náms- og starfsvali heimsóttu Félagsvísindasvið Háskóla Íslands fimmtudaginn 15. mars.

Um 40 útskriftarnemendur frá Kvennaskólanum í Reykjavík heimsóttu Félagsvísindasvið Háskóla Íslands fimmtudaginn 15. mars. Nemendurnir eru allir í náms- og starfsvali og er það hluti af námi þeirra að heimsækja háskóla og kynna sér það sem tekur við eftir stúdentspróf. Nánar


15.03.2012

Föstudaginn 16. mars mun lið Kvennaskólans í Reykjavík mæta liði Menntaskólans á Akureyri í Gettu Betur.

Þann 16. mars mun lið Kvennaskólans í Reykjavík mæta liði Mennaskólans á Akureyri. Keppnin verður haldin í beinni útsendingu í sjónvarpssal hjá RÚV klukkan 20:10. Í liði Kvennaskólans eru Laufey Haraldsdóttir, Bjarni Lúðvíksson og Bjarki Freyr Magnússon. Mætum og styðjum okkar frækna lið! Nánar


15.03.2012

Námsferð til Skotlands

44 nemendur á 3. og 4. ári héldu ásamt 4 kennurum í námsferð til Skotlands. Ferðin er hluti af námi í áfanga sem er samvinnuverkefni ensku-, sögu- og félagsfræðideilda. Nánar


14.03.2012

Nemendur í tómstundafræði með útikennslu

Nemendur í tómstundafræði í Kvennaskólanum ætla að spreyta sig á útikennslu í nokkrum hádegishléum á næstunni. Útikennsla er nokkurs konar námstækni þar sem nemendur læra félagsleg samskipti, oft utandyra. Nánar


14.03.2012

Kórinn fer í æfingabúðir laugardaginn 17. mars kl. 10:00

Kórinn fer í æfingabúðir að Brúarási sem er rétt við Borgarnes. Lagt verður að stað frá Kvennaskólanum í Reykjavík kl. 10:00 laugardaginn 17. mars. Það verður haldið heim frá Brúarási kl 15:00 á sunnudaginn 18. mars. Ferðin tekur um klukkutíma. Nánar


14.03.2012

Viðarstokkur verður þann 14. mars. Safnað fyrir Bugl.

Þann 14. mars kl 20:00 verða góðgerðatónleikar listanefndarinnar Kennaskólans. Viðburðurinn nefnist Viðarstokkur og í ár tók nefndin þá ákvörðun að styrkja félag á Íslandi sem tengist okkur öllum. Það var því ákveðið að framlag tónleikanna myndi renna til styrktar barna- og unglingageðdeildar Landspítalans eða BUGL. Nánar


12.03.2012

Opið hús 13. mars

Þriðjudaginn 13. mars verður opið hús í Kvennaskólanum í Reykjavík fyrir 10. bekkinga og forráðamenn þeirra frá kl. 17:00 til 19:00. Öll hús skólans, aðalbyggingin að Fríkirkjuvegi 9, Miðbæjarskólinn að Fríkrikjuvegi 1 og Uppsalir í Þingholtsstræti 37, verða opin. Námsframboð skólans, inntökuskilyrði, námsráðgjöf, mötuneyti og félagslíf verður kynnt. Verið velkomin. Nánar


12.03.2012

Páll Ólafsson (1827-1905) er höfundur ljóðs vikunnar.

Hann fæddist á Dvergasteini í Seyðisfirði 8. mars 1827 en ólst upp á Fáskrúðsfirði þar sem faðir hans var prestur. Páll fór ekki í skóla eins og hefði mátt búast við af pilti í hans stétt heldur varð vinnumaður og síðar ráðsmaður og bóndi á Hallfreðarstöðum á Fljótsdalshéraði og í Nesi í Loðmundarfirði. Hann varð atkvæðamikill bóndi og umboðsmaður konungsjarða. Páll var kosinn þingmaður Norður-Múlasýslu og sat á Alþingi en sagði af sér þingmennsku. Hann lést í Reykjavík 1905. Nánar


07.03.2012

Vel heppnaður Góðgerðadagur Kvennaskólans í Reykjavík

Góðgerðadagur Kvennaskólans var haldinn þann 28. febrúar og heppnaðist mjög vel. Allir bekkir skólans unnu að ýmis konar samfélagsverkefnum og létu gott af sér leiða. Hér fyrir neðan eru myndir frá deginum og er greinilegt að nemendur eru kraftimikill hópur sem hefur mikið fram að færa í þágu samfélagsins. Nánar


06.03.2012

Námsferð til Skotlands

Fjörtíu og fjórir nemendur úr þriðja og fjórða bekk verða í námsferð í Skotalandi 8.-11. mars. Fjórir kennarar fylgja hópnum og meðal staða sem heimsóttir verða eru markverðir staðir í Glasgow, Stirlingkastali og Edinborgarkastali. Dagskrá ferðarinnar og blogg nemenda má sjá á: http://skotland2012.naif.is/. Nánar


05.03.2012

Kynning á námskeiði til undirbúnings fyrir inntökupróf föstudaginn 9. mars kl 10:30-11:30 í M 19.

Inntökuprófum í háskóla fer fjölgandi en ein deild hefur verið með svona próf til margra ára. Til að komast í lækna-og sjúkraþjálfaranám verður að þreyta inntökupróf sumarið áður en nám hefst og hefur það reynst mörgum þrautin þyngri að komast í gegnum niðurskurðinn. Fyrirtæki sem heitir Inntökupróf hefur boðið uppá ítarleg námskeið til undirbúnings fyrir þessi próf. Nánar


05.03.2012

Ingibjörg Haraldsdóttir (1942-) er ljóðskáld vikunnar

Ingibjörg er fædd og uppalin í Reykjavík. Eftir stúdentspróf frá MR fór hún til náms í Moskvu og lauk þaðan Mag.art prófi í kvikmyndastjórn. Síðan starfaði hún sem aðstoðarleikstjóri í Havana á Kúpu um árabil. Eftir heimkomu til Íslands vann hún sem blaðamaður og kvikmyndagagnrýnandi en síðustu áratugi sem ljóðskáld og þýðandi. Fyrsta ljóðabók hennar Þangað vil ég fljúga kom út 1974. Ingibjörg hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir ritstörf og verið tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Nánar


01.03.2012

Vel heppnuð Parísarferð

Nú eru Parísarfarar Kvennaskólans árið 2012 komnir heim eftir vel heppnaða ferð sem er hluti af svokölluðum Parísaráfanga. 21 nemandi og 2 kennarar dvöldu í Parísarborg frá 23.-27. febrúar og nýttu tímann vel til að skoða ýmsa króka og kima heimsborgarinnar. Nánar


29.02.2012

Góður Tjarnardagur að baki.

Í dag 29.febrúar var Tjarnardagur hjá Kvennaskólanum í Reykjavík. Engin hefðbundin kennsla var í skólanum en boðið var upp á ýmis konar námskeið og fræðslu. Nánar


28.02.2012

Í dag 28. febrúar var valkynning og Góðgerðardagur Kvennaskólans í Reykjavík

Í dag var viðburðarríkur dagur hjá nemendum og kennurum. Fyrir hádegi kynntu kennarar valáfanga sem eru í boði næsta vetur í. Eftir hádegi byrjaði hinn árlegi Góðgerðardagur þar sem allir bekkir skólans unnu að ýmis konar samfélagsverkefnum og létu gott af sér leiða. Nánar


27.02.2012

Valkynning

Þriðjudaginn 28. febrúar munu kennarar skólans kynna þá valáfanga sem í boði eru næsta vetur. Kynningin fer fram á 2. hæð Miðbæjarskólans. 1. bekkur mætir á kynninguna kl. 9:15 en 2. og 3. bekkur mæta kl. 10:00. Brautarstjórar verða svo til viðtals í stofum M14 og M15 frá kl. 11-13. Nemendur í 1. og 2. bekk fá valblöðin í hendur fyrir valkynninguna en þeir sem eru í 3. bekk og hyggjast útskrifast næsta vetur fá valblöðin send í tölvupósti. Nánar


27.02.2012

Örnámskeið í stjórnun prófkvíða.

Kæri nemandi. Ef þú átt það til að vera kvíðin(n) fyrir próf, eða í prófi þá er tími til kominn að vinna í málinu. Við erum tilbúnar að aðstoða og ætlum að halda stutt námskeið í stjórnun prófkvíða. Tími: 11:30 – 12:00 á mánudögum Nánar


27.02.2012

Mentorverkefnið í Kvennó

Vinátta, mentorverkefnið er enn í fullum gangi hér í Kvennó. Nú hafa mentorar og börn verið að hittast reglulega síðan í október 2011. Það hefur verið einstaklega gaman að fylgja mentorpörunum eftir – sérstaklega þegar allur hópurinn kemur saman. Nánar


27.02.2012

Ljóð vikunnar orti Steinn Steinarr (1908-1958)

Steinn Steinarr er skáldanafn Aðalsteins Kristmundssonar. Hann fæddist á Laugarlandi v/Ísafjarðardjúp en ólst upp í Miklagarði, Saurbæjarhreppi í Dölum. Fluttist til Reykjavíkur um tvítugs aldur á árum kreppu og atvinnuleysis. Naut ekki langrar skólagöngu, þótti ódæll í æsku. Lifði við fátækt enda gat hann ekki unnið erfiðisvinnu sökum bæklunar. Fyrsta ljóðabók hans Rauður loginn brann kom út 1934. Með síðustu ljóðabók sinni Tíminn og vatnið 1948 braut Steinn blað í íslenskri ljóðagerð. Síðar varð hann eitt vinsælasta ljóðskáld Íslendinga. Nánar


24.02.2012

Viðburðarík vika framundan.

Það er margt spennandi framundan hjá nemendum og kennurum í næstu viku. Nánar


24.02.2012

Þjóðarsáttmáli um baráttu gegn einelti

Meðfylgjandi er afrit af undirskriftum á þjóðarsáttmála um baráttu gegn einelti frá því í nóvember s.l. Annað skjalið er undirritað af ráðherrum og eða fulltrúa ráðherra auk borgarstjóra og framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hitt skjalið er með ofangreindum aðilum auk fulltrúa fjölda samtaka, félaga og stofnanna sem öll á einn eða annan hátt láta sig þetta mikilvæga málefni varða. Verkefnastjórn um aðgerðir gegn einleti þætti vænt um ef þess skjöl færu sem víðast og yrðu sýnileg sem flestum. Nánar


22.02.2012

Blogg um Parísarferð hjá nemendum í Parísaráfanga Kvennaskólans í Reykjavík

Á morgun, fimmtudaginn 23. febrúar, heldur hópur rúmlega tuttugu nemenda til Parísar ásamt tveimur frönskukennurum, þeim Margréti Helgu og Jóhönnu Björk Nánar


20.02.2012

Lið Kvennaskólans í Reykjavík keppir við lið Menntaskólans í Hamrahlíð í Morfís miðvikudaginn 22. febrúar.

Liðin keppa á Öskudaginn 22. febrúar. Umræðuefnið verður. 'Þitt er valið' og mælir Kvennaskólinn í Reykjavík með því, en Menntaskólinn í Hamrahlíð á móti. Keppnin verður haldin í hátíðasal Menntaskólans í Hamrahlíð kl 20:00-23:00. Nánar


20.02.2012

Ragnar Ingi Aðalsteinsson orti "Jarðrím" sem er ljóð vikunnar.

Hann er fæddur 15. janúar 1944 og ólst upp á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal í Norður-Múlasýslu. Hann er kennari að mennt og býr í Reykjavík. Ragnar hefur starfað við kennslu, landbúnaðarstörf, sjómennsku, trésmíðar, blaðamennsku og ritstörf. Hann hefur skrifað bækur um bragfræði, og nokkrar ljóðabækur. Nánar


14.02.2012

Háskóladagurinn 2012

Háskóladagurinn er haldinn laugardaginn 18. febrúar kl. 12:00-16:00 Í Háskólabíó verður kynning á námi frá Háskólanum á Akureyri, Háskólanum á Hólum, Landbúnaðarháskóla Íslands, Keili og Listaháskóla Íslands. Nánar


14.02.2012

The Blue Beepers voru í 1. sæti í Rymju söngvakeppni Kvennaskólans í Reykjavík

Það var mjög vel mætt og góð stemmning í Austurbæjarbíói þegar Rymja söngvakeppni Kvennaskólans í Reykjavík var haldin. The Blue Beebers voru í 1. sæti og verða fulltrúar Kvennaskólans í Reykjavík í Söngvakeppni framhaldsskólanna í vor. Gunnhildur Erla Davíðsdóttir lenti í 2. sæti, en Ari Steinn Skarphéðinsson og Atli Valur Jóhannsson hrepptu 3. sætið. Nánar


13.02.2012

Ljóð vikunnar orti Þóra Jónsdóttir frá Laxamýri

Þóra er fædd 1925 á Bessastöðum Álftanesi en ólst upp á Laxamýri í Suður Þingeyjarsýslu frá unga aldri. Hún lauk stúdentsprófi frá MA. Seinna lauk hún prófi frá Kennaraskólanum og las bókmenntir við Hafnarháskóla um nokkurra ára skeið. Nánar


10.02.2012

Alþjóðlegt loftslagsverkefni

Nú á vorönn er verið að kenna veðurfræði í vali. Jafnframt hefðbundnu námi með fyrirlestrum, verkefnum og heimsóknum er hópurinn þátttakandi í alþjóðlegu loftslagsverkefni á vegum þýsku samtakanna Jugend Denkt Um Welt. Meðal þess sem hópurinn þarf að gera er að búa til vídeó-kynningar sem tengjast loftslagsmálum. Fyrsta vídeóið er komið á netið en þar kynnir hópurinn Ísland, Kvennaskólann og þátttakendur. Nánar


08.02.2012

Rymja söngvakeppni Keðjunnar verður haldin föstudaginn 10. febrúar kl. 20 í Austurbæ.

Alls verða þrettán atriði í keppninni og þeir sem vinna verða svo fulltrúar skólans í Söngvakeppni Framhaldsskólanna síðar í vor. Kennarar og foreldrar eru hjartanlega velkomnir, en hægt verður að kaupa miða á atburðinn á föstudaginn frá kl. 19:30 í Austurbæ. Miðaverð er 1000 krónur. Nánar


06.02.2012

Fundur um umhverfismál

Starfsmenn og nemendur Kvennaskólans vinna nú að því að marka sér umhverfisstefnu og fá grænfánann eftirsótta. Í tengslum við það stóð umhverfisnefnd skólans fyrir vinnufundi á föstudaginn var. Hátt í 30 nemendur sátu fundinn og komu fram fjölmargar góðar hugmyndir sem munu án efa nýtast vel í því starfi sem framundan er. Nánar


06.02.2012

Ljóð vikunnar

Ljóð vikunnar er eftir Sigríði Jónsdóttur (f. 1964), bónda í Arnarholti og kennara í Reykholtsskóla í Biskupstungum.Hún hefur gefið út tvær ljóðabækur sú fyrri var gefin út 2005 og sú síðari 2011. Nánar


03.02.2012

Góðgerðavika í Kvennaskólanum í Reykjavík

Fyrsta góðgerðavika Kvennaskólans í Reykjavík verður 6.-10. febrúar og endar hún á Rymju á föstudaginn. Nánar


31.01.2012

Jöfnunarstyrkur

Kynntu þér reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á www.lin.is Hægt er að skrá umsókn á Innu eða netbankanum! Umsóknarfrestur vegna vorannar 2012 er til 15. febrúar næstkomandi! Nánar


31.01.2012

Lið Kvennaskólans í Reykjavík keppir við lið Menntaskólans á Akureyri þann 16. mars í Gettu betur spurningakeppni framhaldsskólanna.

Þann 16. mars mun lið Kvennaskólans í Reykjavík mæta liði Mennaskólans á Akureyri. Keppnin verður haldin í beinni útsendingu í sjónvarpssal hjá RÚV. Nánar


30.01.2012

Ljóð vikunnar er eftir Jakobínu Sigurðardóttur, rithöfund (1918-1994).

Hún fæddist í Hælavík í Norður Ísafjarðarsýslu. Á unglingsárum flutti hún til Reykjavíkur, réðst í vist en stundaði nám í Ingimarsskóla og Kennaraskólanum á kvöldin. Seinna flutti hún að Garði í Mývatnssveit og vann við bústörf til æviloka. Jakobína vakti fyrst athygli fyrir ljóð sín en kjölfarið fylgdu ævintýri, kvæða- og smásagnasöfn. Nánar


27.01.2012

Opið hús verður hjá Kvennaskólanum í Reykjavík 13. mars 2012.

Þriðjudaginn 13. mars verður opið hús í skólanum fyrir 10. bekkinga og forráðamenn þeirra frá kl. 17:00 til 19:00. Námsframboð skólans, inntökuskilyrði og félagslíf verður kynnt. Nánar


27.01.2012

3H í leikskólaheimsókn

Nemendur í 3H hafa verið að læra ýmislegt um máltöku barna í íslensku. Miðvikudaginn síðastliðinn heimsóttu þeir síðan leikskólann Seljaborg og unnu þar verkefni með nokkrum börnum þar sem ýmis atriði tengd máltöku voru til athugunar. Heimsóknin vakti mikla lukku, bæði hjá nemendum Kvennaskólans og leikskólabörnunum á Seljaborg Nánar


24.01.2012

Lið Kvennaskólans í Reykjavík vann lið Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum í keppninni Gettur betur.

Kvennaskólinn í Reykjavík vann Framhaldskólann í Vestmannaeyjum og náði 30 stigum. Liðið er þar með komið í 3. umferð, sem fram fer í sjónvarpsal hjá RÚV. Nánari upplýsingar seinna. Nánar


23.01.2012

Gettu betur

Dregið hefur verið um það hvaða lið mætast í seinni umferð Gettu betur. Lið Kvennaskóla Reykjavíkur og Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum keppa í dag mánudaginn 23. janúar kl. 20:00 á Rás 2. Lið Kvennaskólans keppir í Reykjavík. en lið Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum keppir í Eyjum. Nánar


23.01.2012

Ljóð vikunnar er eftir Bergþóru Ingólfsdóttur

Hún er fædd 4. Mars 1962 í Reykjavík og gekk í Kvennaskólann í Reykjvavík og Menntaskólann við Hamrahlíð. Bergþóra var starfsmaður Alþýðusambands Íslands og hjá Menningar- og fræðslusambandi alþýðu. Síðar nam hún lögfræði og útskrífaðist frá Háskóla Íslands 2003. Varð síðan héraðsdómslögmaður 2004 og hæstaréttarlögmaður 2011. Birst hafa ljóð eftir Bergþóru í tímaritum, blöðum og útvarpi og einnig hefur hún fengist við ljóðaþýðingar. Nánar


18.01.2012

Lið Kvennaskólans í Reykjavík sigraði lið Menntaskólans Hraðbrautar í Gettu betur.

Lið Kvennaskólans í Reykjavík hóf keppnina af krafti með sigri á liði Menntaskólans Hraðbrautar í 1. riðli Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna. Kvennaskólinn í Reykjavík er með næst hæsta stigafjölda í fyrstu umferð á eftir Menntaskólanum í Reykjavík. Nánari tímasetning á keppninni verður auglýst síðar. Nánar


16.01.2012

Höfundur ljóðs vikunnar er Ísak Harðarson

Hann fæddist í Reykjavík 11. ágúst 1956. Hann lauk stúdentsprófi 1977 og stundaði nám við Kennaraháskóla Íslands auk íslenskunáms við Háskóla Íslands. Ísak vakti mikla athygi með fyrstu ljóðabók sinni Þriggja orða nafni (1982). Síðan hafa komið út fjöldi ljóðabóka eftir hann, smásagnasafn, skáldsaga og endurminningabók. Hann er auk þess milkilvirkur þýðandi. Nánar


13.01.2012

Kvennaskólinn í Reykjavík keppir í Gettu betur þriðjudaginn 17. janúar kl. 19:30.

Lið Kvennaskólans í Reykjavík er óbreytt frá því fyrra, þegar skólinn stóð uppi sem sigurvegari í Gettu betur eftir spennandi viðureign við Menntaskólann í Reykjavík. Það eru þau Laufey Haraldsdóttir, Bjarni Lúðvíksson og Bjarki Freyr Magnússon sem ætla að sjálfsögðu að verja titilinn. Nánar


11.01.2012

Jöfnunarstyrkur

Sækir þú nám fjarri lögheimili og fjölskyldu? Kynntu þér reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á www.lin.is Hægt er að skrá umsókn á Innu eða netbankanum! Umsóknarfrestur vegna vorannar 2012 er til 15. febrúar næstkomandi! Nánar


09.01.2012

Vilborg Dagbjartsdóttir er höfundur ljóðs vikunnar.

Vilborg Dagbjartsdóttir er höfundur ljóðs vikunnar að þessu sinni. Hún er fædd 18. Júlí 1930 á Vestdalseyri í Seyðisfirði. Fór í Kennaraskólann og starfaði í Austurbæjarskóla frá 1955 og þar til hún lét af störfum. Hún hefur bæði skrifað og þýtt barnabækur, gefið út ljóðabækur og ritstýrt barnaefni í blöðum og tímaritum. Nánar


06.01.2012

Nýársball

Nýársballið verður haldið miðvikudaginn 11. janúar á Nasa, Austurvelli. Ballið hefst kl. 22:00 og er lýkur kl.01:00 Nánar


04.01.2012

Stundatöflur

Endilega athugið hvort einhverjar stofubreytingar hafi verið gerðar á nýjustu stundatöflunni í Innu. Nánar


03.01.2012

Endurtökupróf

Endurtökupróf verða á miðvikudaginn 4 janúar kl. 9:00-10:30 í N2 í Aðalbyggingu skólans. Nánar


03.01.2012

Gleðilegt nýtt ár 2012

Kennsla hefst fimmtudaginn 5. janúar skv. nýjum stundaskrám sem nemendur geta séð í Innu frá og með 4. jan. Endurtökupróf verða nú í annarbyrjun, sjá aðra frétt hér á síðunni. Nánar
Síðast breytt: 04.03.2013 12:54


AukavalLeit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli