Kvennaskólinn í Reykjavík

Fréttir eftir ári

19.12.2011

Gleðileg jól !

Kvennaskólinn í Reykjavík óskar nemendum sínum, starfsfólki og öllum velunnurum skólans gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári! Kennsla á vorönn hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 5. janúar Nánar


19.12.2011

Hugurinn beinist til jólanna sem óðum nálgast. Ljóðið sem nú birtist er eftir Þorstein Valdimarsson tekið úr ljóðabókinni Yrkjur , útgefin 1975.

Þorsteinn Valdimarsson fæddist 1918 í Vopnafirði. Móðir hans var Guðfinna Þorsteinsdóttir skáld, sem birti ljóð sín undir nafninu Erla. Þorsteinn varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1939. Nánar


14.12.2011

Einkunnarafhending og prófsýning verður á þriðjudaginn 20. desember.

Nemendur fá einkunnir afhentar á þriðjudaginn 20. desember kl. 9:00-9:25. Prófsýning verður frá kl. 9:30-10:30. Hér fyrir neðan eru upplýsingar um stofur og staðsetningu Nánar


12.12.2011

Þar sem jólin nálgast er ljóð vikunnar í anda jólanna, en það heitir Jólabörn og er eftir Jón Óskar (Ásmundsson)( 1921-1998) sem fæddist og ólst upp á Akranesi

Hann lauk gagnfræðaprófi og stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík. Einnig lagði hann stund á frönskunám í Frakklandi og ítölskunám á Ítalíu. Hann fékkst við margvísleg störf, til dæmis bensínafgreiðslu, píanókennslu og leik í danshljómsveitum, en seinustu árin var hann rithöfundur að atvinnu. Hann var einn af ritstjórum Birtings, tímarits um bókmenntir og listir. Jón Óskar hefur þýtt mikið úr frönsku og skrifað smásögur, skáldsögur, frásagnir og ferðaminningar. Einnig hefur hann gefið út minningar sínar og nokkrar ljóðabækur Nánar


06.12.2011

Síðasti kennsludagur haustannararinnar er í dag þriðjudaginn 6. desember.

Prófin byrja fimmtudaginn 8 desember. Sjúkrapróf verður föstudaginn 16. desember. Einkunnarafhending og prófsýning verður þriðjudaginn 20. desember kl. 9:00. Nánar


06.12.2011

Njáluferð

Kvenskælingar brutu blað þegar þeir fóru á Njáluslóðir síðasta dag nóvembermánaðar. Lagt var af stað frá Aðalbyggingunni í svartamyrkri og fimbulkulda. Kuldinn kom ekki að sök enda langflestir klæddir eftir veðri Nánar


05.12.2011

Leikskólabörn í heimsókn

Nemendur í barnabókmenntum fengu á föstudaginn 14 börn af leikskólanum Seljaborg í heimsókn til sín. Nemendur sýndu börnunum og lásu fyrir þau myndasögur sem þeir hafa verið að búa til undanfarið. Leikskólakrakkarnir voru ánægðir með sögurnar og í lok heimsóknarinnar fengu allir kakó og piparkökur. Nánar


05.12.2011

Ljóð vikunnar er eftir Hrafn Gunnlaugsson og er tekið úr ljóðabókinni: Menntaskólaljóð, sem Listafélag menntaskólanema gaf út 1965.

Hrafn Gunnlaugsson er fæddur 1948. Eftir stúdentspróf úr MR 1968 fór hann til náms til Stockhólms í bókmenntum, leikhúsfræðum og kvikmyndagerð. Nánar


02.12.2011

Jólatónleikar Kórs kvennaskólans í Reykjavík verða haldnir laugardaginn 3. desember í Fríkirkjunni í Reykjvavík

Árlegir jólatónleikar Kórs Kvennaskólans í Reykjavík verða haldnir laugardaginn 3. desember kl 15:00 í Fríkirkjunni í Reykjavík. Á tónleikunum verða sungin bæði klassísk og óhefðbundin jólalög. Aðgangur inn á tónleikana er ókeypis en jólaleg veitingasala verður eftir tónleikana, sem er jafnframt aðal fjáröflun kórsins. Veitingasalan verður í mötuneytinu í Uppsölum Þingholtstræti 37. Það kostar 500 kr inn í matsalinn og verða léttar veitingar í boði. Við hvetjum sem flesta til að mæta og hlusta á hugljúfa jólatónlist. Nánar


01.12.2011

Í dag þann 1. desember tók Kvennaskólinn í Reykjavík við viðurkenningu frá Landvernd vegna þess að skólinn er 200. skólinn sem hefur þátttöku í grænfánaverkefni Landverndar

Umhverfisnefnd skólans veitti viðurkenningunni viðtöku í stuttri athöfn sem haldin var í nýjum og fallegum matsal skólans. Auk fulltrúa Landverndar sóttu skólann heim ráðherrar mennta- og umhverfismála. Þær Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, og Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, voru líka komnar í þeim erindagjörðum að undirrita þriggja ára samstarfssamning milli ráðuneyta þeirra um þetta brýna verkefni. Nánar


28.11.2011

Efnafræðikennarar þinga á ári efnafræðinnar

Árið 2011 er ár efnafræðinnar. Af því tilefni var norrænum efnafræðikennurum boðið að taka þátt í ráðstefnu í Stokkhólmi dagana 28. og 29. október síðastliðinn. Alls voru sex íslendingar sem sóttu ráðstefnuna þar af þrír frá Kvennaskólanum. Nánar


28.11.2011

Þórarinn Eldjárn er höfundur ljóðs vikunnar að þessu sinni.

Hann er fæddur 22. Ágúst 1949. Eftir stúdentspróf lagði Þórarinn stund á bókmenntir og heimspeki við sænska háskóla. Þórarinn hefur skrifað smásögur, skáldsögur og leikrit og þýtt sögur, leikrit og barnabækur. Hann hefur gefið út fjölda ljóðabóka fyrir bæði börn og fullorðna. Nánar


25.11.2011

Smáfuglarnir fengu epli á Epladaginn.

Árný M. Eiríksdóttir líffræðikennari fór út í Hallargarð með nemendum í 2. FF á epladaginn að gefa smáfuglunum epli sem nemendur höfðu ekki haft lyst á. Nánar


24.11.2011

Í dag 24. nóvember er epladagurinn í Kvennaskólanum haldinn hátíðlegur.

Nemendur og starfsmenn fengu epli frá nemendafélaginu og margir klæddust rauðu í tilefni dagsins. Epladagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur í Kvennaskólanum í Reykjavík síðan 1921. Ýmsislegt hefur verið sér til gamans gert í skólanum í vikunni og skemmtidagskrá í Uppsölum á Epladaginn sjálfan. Nánar


24.11.2011

Baksturskeppni í Uppsölum í tilefni Eplavikunnar í Kvennaskólanum í Reykjavík.

Listanefndin í Kvennaskólanum var með sælkerakvöld síðastliðinn mánudag í tilefni eplavikunnar. Um var að ræða baksturskeppni þar sem verðlaun voru veitt fyrir frumlegustu, flottustu og bestu kökuna. Eina reglan var að kakan átti að tengjast eplum á einkvern hátt. Dómarar voru Hlöðver matreiðslumeistari og Ásdís Ingólfsdóttir eplasérfræðingur. Nánar


23.11.2011

Nemendur í 3H verða með sýningarstjóraspjall á Kjarvalsstöðum laugardaginn 26. nóvember kl. 15:00

Hópur nemenda úr Kvennaskólanum í Reykjavík fékk tækifæri til að kynnast verkum Kjarvals og starfi sýningastjóra með þátttöku í nýju verkefni á vegum safnsins. Sýningin var opnuð þann 19. nóvember og stendur til áramóta. Nánar


23.11.2011

Jólamynd handa Raissu skiptinema.

4NS ákvað að senda Raissu í Ekvador jólamynd af sér með eðlisfræðikennaranum og hér eru þau fyrir framan skólann. Raissa var skiptinemi í bekknum í fyrra og stundaði námið með þeim ásamt því að læra íslensku. Hún hélt m.a. fyrirlestur í eðlisfræði á íslensku! Nánar


22.11.2011

Kórinn er byrjaður að æfa fyrir jólatónleikana.

Árlegir jólatónleikar Kórs Kvennaskólans í Reykjavík verða haldnir þann 3. desember kl 15:00 í Fríkirkjunni í Reykjavík. Á tónleikunum verða sungin bæði klassísk og óhefðbundin jólalög. Aðgangur inn á tónleikana er ókeypis en jólaleg veitingasala verður eftir tónleikana, sem er jafnframt aðal fjáröflun kórsins. Kórinn hefur aldrei verið jafn fjölmennur en það eru rúmlega 70 krakkar í kórnum og strákarnir verða sífellt fleiri. Nánar


22.11.2011

Karen Sif Vilhjálmsdóttir 3. NA varð Íslandsmeistari í 200 m bringusundi á 2.35,50.

Karen Sif Vilhjálmsdóttir nemandi Kvennaskólans í Reykjavík var Íslandsmeistari í 100 metra og 200 metra bringusundi á Íslandsmeistaramótinu í Laugardalslaug. Með þessum góða árangri mun hún fá að keppa í 100 metra bringusundi sem verður haldið í Póllandi dagana 8-11 desember. Nánar


20.11.2011

Ljóð vikunnar orti Áslaug Perla Kristjónsdóttir

Áslaug fæddist 4. janúar 1979. Hún lést 27. maí 2000 aðeins 21 árs að aldri. Áslaug var nemandi í Kvennaskólanum í Reykjavík. Í ljóðabókinni Ljóðaperlur, útg. 2001, birtast ljóð hennar frá árunum 1993-2000. Nánar


18.11.2011

Kjarval snertir mig: ungt fólk kynnist Kjarval

Kjarval snertir mig: ungt fólk kynnist Kjarval 19. nóvember – 30. desember - Kjarvalsstaðir. Nemendur í 3H sýningarstjórar á Kjarvalsstöðum Nemendur mínir í 3.H hafa staðið sig frábærlega sem sýningarstjórar á Kjarvalsstöðum. Þau hafa sett upp mjög skemmtilega sýningu í samstarfi við safnið, sýningin verður opnuð á morgun kl. 16. Þetta er sýning sem kennarar og nemendur Kvennaskólans hefðu án efa gaman af að sjá. Hér er slóð á fréttatilkynningu á vef Listasafns Reykjavíkur. Kveðja, Anna Jóhannsdóttir Nánar


17.11.2011

Epladagur Kvennaskólans í Reykjavík verður fimmtudaginn 24. nóvember

Fimmtudaginn 24. nóvember er hinn árlegi Epladagur í Kvennaskólanum í Reykjavík. Fyrir hádegi munu fulltrúar nemendafélagsins ganga í bekki og bjóða upp á epli. Nánar


17.11.2011

Kvennaskólinn í Reykjavík keppir í Morfís í kvöld fimmtudaginn 17. nóvember.

Í kvöld er ræðukeppnin Morfís , mælsku og rökræðukeppni framhaldsskóla Íslands. Keppnin verður haldin í Uppsölum, Þingholtsstræti 37 og byrjar kl 20:00 Keppnin verður á móti Fjölbrautarskóla Snæfellinga. Umræðuefnið er ofbeldi en Kvennaskólinn mælir á móti því. Nánar


16.11.2011

1 FA hélt dag íslenskrar tungu hátíðlegan með sameiginlegum morgunverði

Nemendur komu með brauð, djús og álegg og bökuðu köku. Nemendur lásu svo upp ljóð fyrir bekkjarfélaga sína og við ræddum lítillega um Jónas Hallgrímsson. Nánar


14.11.2011

Ljóð vikunnar er eftir Jónas Hallgrímsson. Hann fæddist þann 16.nóvember 1807 sem er dagur íslenskrar tungu.

Jónas var fæddur að Hrauni í Öxnadal en ólst upp á Steinsstöðum í sömu sveit og Hvassafelli í Eyjafirði. Hann varð stúdent frá Bessastaðaskóla 1829 og las síðan lögfræði og síðar náttúrufræði við Hafnarháskóla. Hann var einn af stofnendum ársritsins Fjölnis. Hann dvaldist við náttúrurannskóknir á Íslandi 1837 og 1839-1842. Annars dvaldi Jónas í Danmörku og andaðist þar 1845, aðeins 37 ára að aldri Nánar


10.11.2011

Davíð Freyr Guðjónsson sem er nemandi í Kvennaskólanum í Reykjavík vann til fernra gullverðlauna á karatemóti í Stokkhólmi.

Karatemótið sem heitir Stocholms Open var haldið í Stokkhólmi. Náðist þarna einn besti heildarárangur Íslendinga til þessa á mótinu. Það er ekki síst að þakka frábærri frammistöðu Davíðs Freys Guðjónssonar í 1. FÞ Nánar


09.11.2011

Þjóðháttasöfnun um framhaldsskólasiði

Um þessar mundir er unnið að þjóðháttasöfnun um hefðir og siði í framhaldsskólum á vegum Þjóðminjasafn Íslands. Skólinn hvetur nemendur til að taka þátt í söfnuninni og stuðla þannig að því að varðveita mikilvæga þekkingu sem annars er hætt við að færi forgörðum. Frásagnir nemenda verða með tíð og tíma ómetanlegar heimildir um lífið í skólanum. Nánar


09.11.2011

Kvennaskólanemendur vinna til verðlauna í keppninni Vertu til.

Fjöldi alvarlegra umferðarslysa meðal ungs fólks var kveikjan að keppninni Vertu til, sem Umferðarstofa hefur efnt til meðal framhaldsskólanema. Slagorð keppninnar var Lifum af – fækkum banaslysum í umferðinni. Keppt var um besta vefsjónvarpsþáttinn, besta slagorðið, bestu ljósmyndina og bestu krækjuna á netinu og gátu bæði skólar og einstaklingar unnið. Nánar


08.11.2011

Athugið að skráningu í sérstofu í jólaprófum lýkur föstudaginn 11. nóvember

Nemendur með greinda sértæka námserfiðleika eða kvíða þurfa að staðfesta lengri próftíma við námsráðgjafa í síðasta lagi föstudaginn 11. nóvember. Nánar


08.11.2011

Aðalfundur foreldraráðs 8. nóvember kl. 20

Foreldraráð Kvennaskólans í Reykjavík boðar aðalfund þriðjudaginn 8. nóvember kl. 20:00 að Fríkirkjuvegi 9, stofu N2 Nánar


08.11.2011

Valhópurinn í EÐL3L05 og 4NS fóru í heimsókn í VR-húsin.

Eðlisfræðikennararnir Þórður og Guðrún Margrét fóru með 4NS og valhópinn í EÐL3L05 í heimsókn í VR-húsin mánudaginn 7. nóv. en þau hús tilheyra H.Í. Nánar


07.11.2011

Gegn einelti

8. nóvember er tileinkaður baráttu gegn einelti. Í tilefni dagsins verður undirritaður þjóðarsáttmáli um jákvæð samskipti Nánar


07.11.2011

Arthúr Björgvin Bollason f. 1950 er höfundur ljóðs vikunnar.

Arthúr Björgvin Bollason f. 1950 er höfundur ljóðs vikunnar að þessu sinni. Hann hefur unnið sem þáttagerðarmaður bæði fyrir útvarp og sjónvarp, ásamt því að semja bækur bæði á íslensku og þýsku. Hann býr nú í Þýskalandi. Okkar á milli er fyrsta ljóðabók Arthúrs Björgvins. Nánar


04.11.2011

Mötuneytið í Uppsölum vinsælt hjá nemendum Kvennaskólans.

Nemendur hafa tekið nýja mötuneytinu mjög vel og eru tíðir gestir í matsalnum. Matreiðslumeistarinn Hlöðver Már Ólafsson leggur mikla áherslu á hollan, næringarríkan og bragðgóðan mat. Nánar


03.11.2011

Nemendur í vistfræði rannsaka og upplifa íslenska náttúru

Nemendur í vistfræði vinna ýmis verkefni tengd náttúrunni í nánasta umhverfi okkar. Þeir fara meðal annars í vettvangsferðir í fjöruna úti á Seltjarnarnesi, í Elliðaárdal og Öskjuhlíð til að rannsaka og upplifa íslenska náttúru. Nánar


02.11.2011

Sérstofa í jólaprófum.

Nemendur með greinda sértæka námserfiðleika eða kvíða þurfa að staðfesta lengri próftíma við námsráðgjafa í síðasta lagi föstudaginn 11. nóvember. Þetta á einnig við þá nemendur sem hafa verið áður í sérstofu ! Nánar


02.11.2011

Nemendur í EÐL3L05 valhópi fóru í heimsókn í Læknagarðinn.

Þórður J. fór með EÐL3L05-valhópinn í heimsókn í Læknagarð þriðjudaginn 1.nóv. þar sem Logi Jónsson og hans fólk tók á móti honum og sýndi nemendunum ýmislegt tengt náminu í lífeðlisfræði Nánar


31.10.2011

Aðalfundur foreldraráðs 8. nóvember kl. 20

Foreldraráð Kvennaskólans í Reykjavík boðar aðalfund þriðjudaginn 8. nóvember kl. 20:00 að Fríkirkjuvegi 9, stofu N2 Nánar


31.10.2011

Með kveðju frá bókasafninu.

Í tilefni af stækkun bókasafnsins hefur verið ákveðið að láta meira fyrir því fara á heimasíðu skólans. Framvegis mun koma á heimasíðuna einu sinni í viku, ljóð, spakmæli eða tilvitnanir úr bókum sem til eru á safninu. Vonandi verður þetta til yndisauka bæði fyrir nemendur og starfsfólk skólans. Nánar


25.10.2011

Nemendur í náms- og starfsvali heimsækja 365 miðla.

Þann 14. október heimsóttu nemendur í náms- og starfsvali fjölmiðafyrirtækið 365 í stakkahlíð. Nánar


25.10.2011

Ingveldur Sveinbjörnsdóttir hlýtur viðurkenningu fyrir störf í þágu náms- og starfsráðgjafar.

Að frumkvæði Félags náms- og starfsráðgjafa hefur 20. október verið tileinkaður náms- og starfsráðgjöf á Íslandi frá árinu 2006. Nánar


25.10.2011

4NS heimsækir Háskólann í Reykjavík.

Nánar


25.10.2011

Nemendur hittu fræðimenn í tjaldi á Austurvelli

Fræðimenn úr Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands reistu tjald á Austurvelli þar sem þeir fræddu gesti og gangandi um rannsóknir og fræðin á bak við ólíkar greinar sem kenndar eru innan deildarinnar. Nánar


20.10.2011

Morgunverður í þýskutíma.

Á dögunum var morgunverður í þýsku 503/2B05 en sú skemmtilega venja hefur skapast í áfanganum að hópurinn ásamt kennara hefur borðað saman morgunverð um miðbik annarinnar. Nánar


20.10.2011

Nemendur gera tilraunir í eðlisfræði í nýju húsnæði Miðbæjarskólans.

Þegar Kvennaskólinn fékk húsnæði Miðbæjarskólans til afnota fluttist eðlisfræðin með öll sín tæki og tól í rúmgóða geymslu sem er með gott aðgengi bæði í tengda kennslustofu og eins fram á ganginn. Nánar


19.10.2011

Haustleyfi

Kvennaskólinn verður lokaður föstudaginn 21. október og mánudaginn 24. október vegna haustleyfis. Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 25. október samkvæmt stundaskrá. Nánar


18.10.2011

Kvennaskólinn bauð í veislu vegna stækkunar húsnæðis.

Í tilefni þess að Kvennaskólinn í Reykjavík hefur nú fengið Miðbæjarskólann til afnota eftir umfangsmiklar endurbætur, var öllum þeim sem að því góða verki stóðu boðið að skoða húsnæði skólans. Nánar


17.10.2011

Miðannarmat

Nú geta nemendur 1. og 2. bekkjar ásamt forráðamönnum skoðað miðannarmatið á Innu. Nánar


17.10.2011

Bókasafnið er flutt í nýtt glæsilegt húsnæði.

Bókasafn Kvennaskólans hefur nú flutt í nýuppgert og glæsilegt húsnæði á jarðhæð í aðalbyggingu skólans, þar sem mötuneytið var áður til húsa. Þar með stækkar bókasafnið til muna og er þar nú vinnuaðstaða fyrir rúmlega 50 nemendur. Nánar


17.10.2011

Mentorverkefnið Vinátta formlega farið í gang.

Þann 6. október var svokallaður upphafsdagur mentorverkefnisins Vináttu. Upphafsdagurinn var haldinn í nýju mötuneyti skólans í Uppsölum. Þangað mættu mentorar á höfuðborgarsvæðinu, grunnskólabörnin sem taka þátt og forráðamenn þeirra. Nánar


14.10.2011

Frönsk matarveisla í Kvennó

Nemendur í FRA 2B05/ FRA 503 hafa undanfarið unnið verkefni um héruð og mat í Frakklandi. Þann 14. október var uppskeruhátíð í kennslustund, þar sem nemendur báru á borð rétti frá mismunandi héruðum Frakklands. Nánar


14.10.2011

Síðasti verklegi efnafræðitíminn fyrir haustfrí

Allir fyrstu bekkir á félagsvísindabraut eru í efnafræði nú á haustönn, auk allra bekkja á náttúruvísindabraut. Hluti af náminu eru verklegar æfingar þar sem nemendur gera athuganir og tilraunir í efnafræðistofunni. Nánar


12.10.2011

Jöfnunarstyrkur

Umsóknarfrestur vegna skólaársins 2011-2012 er til 15. október næstkomandi! Nánar


10.10.2011

Örnámskeið í stjórnun prófkvíða.

Kæri nemandi. Ef þú átt það til að vera kvíðin(n) fyrir próf, eða í prófi þá er tími til kominn að vinna í málinu. Við erum tilbúnar að aðstoða og ætlum að halda stutt námskeið í stjórnun prófkvíða. Nánar


10.10.2011

Heimsókn í Lagadeild Háskóla Íslands

Nemendur sem þessa önn hafa lagt stund á latínu og sögu Rómverja í nýjum áfanga við skólann, fóru í heimsókn á dögunum í lagadeild Háskóla Íslands ásamt kennara. Nánar


07.10.2011

Starfsfólk Kvennaskólans í Reykjavík hélt bleika daginn hátíðlegan

Starfsfólk Kvennaskólans í Reykjavík hélt bleika daginn hátíðlegan og klæddust margir fagurbleikum flíkum. Nánar


07.10.2011

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu heimsótt

Nemendur í Kvennó heimsóttu embætti Lögreglunnar á höfuborgarsvæðinu. Heimsóknin var hluti af námi þeirra í félagsvísindum, nánar tiltekið í afbrotafræði Nánar


07.10.2011

Ítalskir og hollenskir gestir á ferð

Í september kom hópur af hollenskum nemendum ásamt þrem kennurum í heimsókn í Kvennó. Nánar


06.10.2011

Bleikur dagur á morgun

Bleiki dagurinn sem er hluti af árlegu árvekniátaki Krabbameinsfélags Íslands verður haldinn á morgun. Starfsfólk Kvennaskólans í Reykjavík ætlar ekki að láta sitt eftir liggja til að vekja athygli á átakinu að skarta bleiku í tilefni dagsins. Nánar


05.10.2011

Örnámskeið í stjórnun prófkvíða.

Kæri nemandi. Ef þú átt það til að vera kvíðin(n) fyrir próf, eða í prófi þá er tími til kominn að vinna í málinu. Við erum tilbúnar að aðstoða og ætlum að halda stutt námskeið í stjórnun prófkvíða. Nánar


04.10.2011

Nemendur í barnabókmenntum fóru á leikritið Eldfærin.

Síðastliðinn sunnudag fóru nemendur í barnabókmenntum á leikritið Eldfærin í Borgarleikhúsinu. Nánar


03.10.2011

Jöfnunarstyrkur

Jöfnunarstyrkur Nánar


30.09.2011

Peysufatadagur Kvennaskólans var haldinn hátíðlegur 30. september.

Peysufatadagur 3. bekkjar Kvennaskólans gekk mjög vel þrátt fyrir smá rigningu og rok. Nánar


29.09.2011

Myndir frá Kalmar í Svíþjóð.

Velheppnaðri ferð 2NÞ til Kalmar í Svíþjóð er lokið. Dagskráin var þéttskipuð, fjölbreytt, fróðleg en líka skemmtileg og stundum var brugðið á leik Nánar


28.09.2011

Dagskrá Peysufatadags

Föstudaginn 30. september verður Peysufatadagur Kvennaskólans í Reykjavík haldinn hátíðlegur. Nemendur 3ja bekkjar eru búnir að æfa söng og gömlu dansana stíft undanfarar vikur. Nánar


22.09.2011

Jöfnunarstyrkur

Sækir þú nám fjarri lögheimili og fjölskyldu? Nánar


20.09.2011

Nýnemar Kvennaskólans fóru í Þórsmörk.

Þórsmerkurferðin heppnaðist í alla staði vel og eiga nemendur og ekki síður nemendastjórn hrós skilið fyrir frábæra ferð. Nánar


19.09.2011

Ferðin til Kalmar gekk vel.

Ferðin til Kalmar gekk vel og hópurinn er afar glaður í bragði. Þessi mynd er tekin á Kastrupflugvelli. Nánar


19.09.2011

Erlent samstarf: 2NÞ í Kalmar

Þessa vikuna er 2NÞ í heimsókn hjá CIS-skólanum í Kalmar í Svíþjóð ásamt efnafræðikennurunum Elvu Björtu og Ásdísi Ingólfs. Nánar


15.09.2011

Mötuneytið var opnað í dag á neðri hæðinni í Uppsölum

Mikil gleði ríkti meðal nemenda og starfsfólks vegna nýja mötuneytisins. Nánar


14.09.2011

Mötuneytið opnar á morgun, fimmtudag

Mötuneytið opnar á morgun á neðri hæðinn í Uppsölum. Boðið verður upp á dásamlegt Lagsagna að hætti kokksins, Hlöðvers Más. Nánar


12.09.2011

Peysufatadagur

Peysufatadagurinn verður þann 30. september á föstudegi Nánar


12.09.2011

Nemendur sem skráðir eru í Skotlandsáfangann athugið!

Fundur með nemendum í Skotlandsáfanganum (SAG353 og ERL2L05) verður haldinn í stofu N2 kl. 11:35, fimmtudaginn 15. september. Nánar


09.09.2011

Nemendur sem eru í gönguferðaráfanganum gera skýrslur um hverja ferð.

Nemendur sem eru í gönguferðaráfanganum gera skýrslur um hverja ferð. Þar styðjast þau meðal annars við myndir sem þau taka í ferðinni. Nánar


07.09.2011

Vel sóttur kynningarfundur

Um 250 forráðamenn nýnema mættu á kynningarfundinn í gærkveldi. Stiklað var á stóru um skólastarfið framundan, námsráðgjarar kynntu þjónustu sína og umsjónarkennarar funduðu með foreldrum umsjónarnemenda sinna. Nánar


06.09.2011

Jöfnunarstyrkur

Sækir þú nám fjarri lögheimili og fjölskyldu? Kynntu þér reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á www.lin.is Hægt er að skrá umsókn á Innu eða netbankanum! Umsóknarfrestur vegna skólaársins 2011-2012 er til 15. október næstkomandi! Lánasjóður íslenskra námsmanna Námsstyrkjanefnd Nánar


05.09.2011

Nemendum og starfsfólki Kvennaskólans var boðið í Hörpu

Nemendur og starfsfólk skólans voru ánægðir með heimsóknina í Hörpu síðastliðinn föstudag. Víkingur Heiðar píanóleikari heillaði alla með snilligáfu sinni. Nánar


02.09.2011

Fyrsta gönguferð haustsins

Kvennaskólinn býður nú í annað sinn upp á áfanga í útivist og jarðfræði. Í áfanganum er farið yfir ýmislegt sem tengist útivist og umgengni við náttúruna. Nánar


01.09.2011

Kynningarfundur fyrir forráðamenn nýnema

Kynningarfundur fyrir forráðamenn nýnema Kvennaskólans í Reykjavík verður haldinn þriðjudaginn 6. september. Fundurinn hefst kl. 20.00 og verður í stofum N2-N4 að Fríkirkjuvegi 9. Á dagskrá er meðal annars: námið við skólann, skólareglur, upplýsingakerfið Inna, þjónusta námsráðgjafa, félagslíf nemenda og störf umsjónarkennara. Nánar


01.09.2011

Sinfóníuhljómsveit Íslands býður skólanum í Hörpu

Á föstudaginn 2. september er nemendum og kennurum Kvennaskólans í Reykjavík boðið á tónleika í Hörpuna. Það verður lagt af stað frá skólanum kl. 10:20 en tónleikarnir byrja kl. 11. Nánar


31.08.2011

Ath! Fundinum er aflýst vegna veikinda Bjarkar

Stuttur fundur með mentorum verður haldinn í hádeginu, fimmtudaginn 1. september n.k. kl. 11.30 í stofu M10. Mikilvægt að allir mentorar mæti á þennan fund. Bestu kveðjur - Björk Nánar


18.08.2011

Skólasetning í Fríkirkjunni

Kvennaskólinn í Reykjavík verður settur mánudaginn 22. ágúst kl. 9:00 í Fríkirkjunni. Nánar


12.08.2011

Skólasetning 22. ágúst

Vegna mikilla framkvæmda í húsnæði skólans hef ég ákveðið að fresta skólasetningu til mánudagsins 22. ágúst kl. 9. Í næstu viku verður tilkynnt hvar skólasetningin verður. Eftir skólasetninguna verður dagskrá fyrir nýnema fram að hádegi. Kennsla í 1.-3. bekk hefst skv. stundaskrá þriðjudaginn 23. ágúst og kennsla í 4. bekk fimmtudaginn 25. ágúst. Skólameistari Nánar


10.08.2011

Tilkynning til nemenda í 1. bekk

Á bókalistanum í íslensku eru m.a. bækurnar Tungutak - Ritun handa framhaldsskólum, Tungutak - Setningafræði handa framhaldsskólum og Tungutak - Málsaga handa framhaldsskólum. Nemendur Kvennaskólans fá afslátt af bókunum kaupi þeir þær allar þrjár í einu hjá Forlaginu, Bræðraborgarstíg 7. Nánar


09.08.2011

Bókalistar

Bókalistarnir eru tilbúnir og eru hér á heimasíðunni undir liðnum Námið og einnig í Deiglunni. Nánar


24.06.2011

Innritun nýnema

Innritun umsækjenda úr 10. bekk er lokið. Umsækjendur geta opnað umsókn sína og séð í hvaða skóla þeir hafa fengið skólavist í föstudaginn 24. júní kl. 11:00. Hægt er að fá sendan týndan veflykil í netpósti Nánar


08.06.2011

Nýjar myndir frá skólastarfinu síðastliðinn vetur

Nú má skoða ýmsar myndir frá skólaárinu 2010-2011 á heimasíðunni. Veljið flokkinn Myndir efst á síðunni og síðan undirflokk. Meðal annars má finna myndir frá Njáluferð vetrarins, Gettu betur og útskrift 2011. Nánar


30.05.2011

Kvennaskólinn útskrifar 145 stúdenta

Föstudaginn 27. maí voru 145 stúdentar útskrifaðir frá Kvennaskólanum við hátíðlega athöfn í Hallgrímskirkju. Kór Kvennaskólans söng og útskriftarnemendurnir Stefanía Ósk Margeirsdóttir og Ríkey Guðmundsdóttir glöddu gesti með tónlistaratriðum. Sindri Már Hjartarson, fráfarandi formaður nemendafélagsins Keðjunnar, flutti ávarp fyrir hönd nýstúdenta. Nánar


25.05.2011

Endurtökupróf 1.-3. bekkjar vor 2011

Endurtökupróf 1.-3. bekkjar fara fram 31. maí, 1. og 3. júní. Hér má sjá hvenær einstök próf verða haldin. Nánar


25.05.2011

Útskrift stúdenta og skólaslit

Útskrift stúdenta og skólaslit Kvennaskólans í Reykjavík verða í Hallgrímskirkju föstudaginn 27. maí kl. 13:00. Að lokinni útskriftarathöfn er viðstöddum boðið til móttöku í skólanum að Fríkirkjuvegi 9. Nánar


21.05.2011

Fögnum góðu gengi Kvennó í vetur!

Nemendum Kvennaskólans hefur heldur betur gengið vel í vetur í þeim verkefnum sem þeir hafa tekið sér fyrir hendur. Það er því ástæða til að fagna! Nánar


19.05.2011

ATH! Mikilvægar upplýsingar um einkunnaafhendingu, útskrift og endurtökupróf

Einkunnaafhending verður í Uppsölum Mán. 23. maí kl. 9. Æfing fyrir stúdentsefni verður sama dag kl. 10.30 í Hallgrímskirkju. Nánar


11.05.2011

Hjólað og hjólað og hjólað í skólann!

Nú stendur verkefnið Hjólað í vinnuna sem hæst en 31 starfsmaður í fjórum liðum tekur þátt fyrir hönd Kvennaskólans að þessu sinni. Nánar


06.05.2011

Í hvaða byggingu er prófið mitt haldið?

Hér er listi yfir hvar vorprófin 2011 eru haldin. Nánar


05.05.2011

Eðlisfræðihópur heimsótti Háskólann í Reykjavík

Þórður eðlisfræðikennari fór með Eðl313-valhópinn í heimsókn upp í HR föstudaginn 15. apríl. Nánar


04.05.2011

Afhending einkunna, útskrift og endurtökupróf

Mánudaginn 23. maí er einkunnarafhending og prófsýning kl. 9 í N-stofum. Útskrift stúdenta og skólaslit fara fram í Hallgrímskirkju föstudaginn 27. maí kl. 13. Endurtökupróf í 4. bekk verða í vikunni fyrir útskrift ef með þarf. Endurtökuprófin í 1. – 3. bekk verða dagana 31. maí, 1. júní og 3. júní – nánar auglýst þegar fyrir liggur hvaða próf þarf að halda. Nánar


04.05.2011

Hjólað í skólann

Kvennó tekur þátt í hvatningarátaki Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands Hjólað í vinnuna sem stendur yfir dagana 4.-24. maí. Nánar


03.05.2011

Á Njáluslóðum

Annar bekkur fór á Njáluslóðir í gær, mánudag í sumarveðri. Ekið var um sveitir og sögustaðir skoðaðir. Veðrið lék við hópinn, sólin skein og hitamælirinn sýndi tveggja stafa tölur. Nánar


29.04.2011

Kvenskælingar dimmitera

Í gær mættu fjórðubekkingar í Kvennó í skólann í síðasta skipti fyrir próf og í dag er dimmisjón. Nánar


14.04.2011

Lenti í þriðja sæti í Parísarmaraþoninu!

Okkur er margt til lista lagt hér í Kvennaskólanum. Sigurbjörg Eðvarðsdóttir, frönskukennari, sýndi það heldur betur síðastliðinn sunnudag þegar hún hljóp Parísarmaraþonið í annað sinn. Nánar


12.04.2011

Kosningavika í Kvennó

Nú stendur yfir kosningavika í Kvennaskólanum en fjölmargir eru að bjóða sig fram í hinar ýmsu ábyrgðastöður og nefndir. Kosningar fara síðan fram á föstudag og verða úrslitin ljós strax þá um kvöldið. Nánar


08.04.2011

Söngkeppni framhaldsskólanna fer fram á morgun, 9. apríl

Kristrún Lárusdóttir nemandi á þriðja ári verður fulltrúi Kvennaskólans í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fer á Akureyri á morgun, laugardaginn 9. apríl. Nánar


08.04.2011

Góð þátttaka í Lifandi bókasafni lista og menningar

Lifandi bókasafn fór fram í Kvennó miðvikudaginn 6. apríl. Þema bókasafnsins var listir og menning og bækurnar komu úr röðum tónlistarfólks, rithöfunda, leikara, leikstjóra, myndlistarmanna, ýmissa hönnuða, dansara, ljósmyndara og arkitekta. Við viljum þakka þeim öllum kærlega fyrir að hafa heimsótt okkur. Nánar


05.04.2011

lifandi bókasafn á morgun 6. apríl

Lifandi bókasafn verður á morgun, miðvikudaginn 6. apríl í Uppsölum klukkan 10:40-13:00. Þema bókasafnsins er listir og menning. Nánar


05.04.2011

Valhópur í eðlisfræði heimsækir Háskóla Íslands

Þórður eðlisfræðikennari fór með Eðl313-valhópinn í heimsókn upp í Háskóla Íslands s.l. föstudag, 1. apríl. Þar tók Hafliði P. Gíslason á móti hópnum og hafði skipulagt hvað krökkunum yrði sýnt. Nánar


03.04.2011

Kvennó sigrar Gettu betur 2011

Kvennaskólinn í Reykjavík sigraði MR í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, í æsispennandi úrslitaviðureign í gærkvöldi. Þetta er ekki einungis í fyrsta skipti sem Kvennaskólinn sigrar þessa keppni heldur hefur nú í fyrsta skipti í sögu Gettu betur stelpa verið í vinningsliðinu. Nánar


01.04.2011

Árlegur Peysufatadagur Kvennó haldinn 1. apríl

Í dag, föstudaginn 1. apríl, var árlegur Peysufatadagur Kvennaskólans í Reykjavík haldinn hátíðlegur. Nemendur í þriðja bekk hafa æft söng og gömlu dansana stíft síðustu vikur og í dag komu krakkarnir svo saman í Hallargarðinum þar sem þau dönsuðu og sungu fyrir aðra nemendur, starfsfólk Kvennó og þónokkra foreldra. Nánar


28.03.2011

Berlínarferð nemenda í ÞÝS 473

Föstudaginn 4. mars, hélt hópur nemenda í ÞÝS 473 í ferð til Berlínar ásamt kennurum áfangans, Björgu Helgu Sigurðardóttur og Guðrúnu Erlu Sigurðardóttur. Í hópnum voru 22 nemendur í 3. og 4. bekk. Nemendur höfðu fyrir ferðina kynnt sér eitt og annað um Berlín og unnu m.a. kynningar um þekktustu staðina. Ferðin heppnaðist í alla staði frábærlega og margt var skoðað og gert. Nánar


24.03.2011

Góður árangur í Þýskuþraut

Í lok febrúar var hin árlega Þýskuþraut haldin í framhaldsskólum landsins og tóku fimm nemendur úr Kvennaskólanum þátt. Nánar


22.03.2011

Kvenskælingar í Skotlandi

Laugardaginn 5. mars lögðu 20 nemendur og 3 kennarar af stað í námsferð til Skotlands. Námskeiðið er samvinnuverkefni ensku-, félagsgreina- og sögukennara. Var ferðin hluti af náminu en nemendur höfðu fyrir ferðina fengið fræðslu um sögu Skotlands, stjórnskipan, tungumálið og menningu. Nánar


22.03.2011

Frönskukeppni framhaldsskólanema: Nemandi úr Kvennaskólanum hreppti annað sæti

Síðastliðinn laugardag, 19. mars, var haldin keppnin Allons en France í Borgarbókasafninu í Grófarhúsinu. Keppnin er skipulögð er af sendiráði Frakklands í Reykjavík og Félagi frönskukennara á Íslandi. Bryndís Torfadóttir úr 3FSU tók þátt í keppninni fyrir hönd Kvennaskólans og stóð sig afar vel því hún hreppti annað sætið. Nánar


21.03.2011

Kvennó í úrslit í Gettu betur

Lið Kvennaskólans í Reykjavík er komið í úrslit spurningakeppninnar Gettu betur 2011. Liðið sigraði Fjölbrautaskólann í Garðabæ með tíu stiga mun, 23-13, síðastliðið laugardagskvöld. Nánar


18.03.2011

Fúría frumsýnir Vorið vaknar

Fúría, leikfélag Kvennaskólans í Reykjavík, kynnir barna-harmleikurinn Vorið vaknar eftir Frank Wedekind. Leikritið verður frumsýnt í kvöld í húsnæði Kvennaskólans að Þingholtsstræti en alls verða sex sýningar. Nánar


17.03.2011

Örnámskeið í stjórnun prófkvíða.

Kæri nemandi. Ef þú átt það til að vera kvíðin(n) fyrir próf, eða í prófi þá er tími til kominn að vinna í málinu. Við erum tilbúnar að aðstoða og ætlum að halda stutt námskeið í stjórnun prófkvíða. Nánar


16.03.2011

Kvennó áfram í Gettu betur

Lið Kvennaskólans í Reykjavík er komið í undanúrslit spurningakeppninnar Gettu betur. Nánar


16.03.2011

Góðgerðardagur Kvennó vel heppnaður

Góðgerðardagur Kvennaskólans var haldinn í annað sinn þriðjudaginn 8. mars síðastliðinn og tókst vel til. Allir 24 bekkir skólans unnu að ýmis konar samfélagsverkefnum og létu gott af sér leiða. Nánar


10.03.2011

Opið hús

Opið hús fyrir 10. bekkinga og aðstandendur þeirra verður í Kvennaskólanum í Reykjavík miðvikudaginn 16.mars 2011 frá kl. 17:00 til 19:00.

Nánar


08.03.2011

Heimsókn í 4T

Á mánudaginn fékk 4T vaska stráka í heimsókn úr leikskólanum Seljaborg. Bekkurinn hefur undanfarið verið að læra ýmislegt um máltöku og hljóðmyndun og undirbjó verkefni því tengt til að vinna með strákunum. Verkefnavinnan gekk ljómandi vel og var leikskólahópurinn til mikillar fyrirmyndar. Strákarnir komu færandi hendi og gáfu bekknum myndir sem þeir höfðu teiknað. Nánar


07.03.2011

Parísarferð í Parísaráfanga

22 nemendur og tveir frönskukennarar lögðu af stað til Parísar fimmtudaginn, 3. mars, og koma aftur í dag 7. mars. Þau munu hafa skoðað margt og mikið í ferðinni, skemmtileg hverfi, þekktar byggingar og söfn, farið í siglingu á Signu, upplifað andrúmsloftið og borðað góðan mat...... Nánar


04.03.2011

Spennandi ræðukeppni Kvennó og Verzló

Kvennó keppti á móti Verzló í Morfís 2. mars. Ræðuefni kvöldsins var Lífið hefur tilgang. Eftir harða og spennandi baráttu ræðumanna bar lið Verzló sigur af hólmi ...... Nánar


03.03.2011

Kynning á valáföngum f. næsta vetur

Þriðjudaginn 8. mars nk. verður kynning í stofum N2-N4 á valáföngum næsta vetrar. Þá munu kennarar sitja fyrir svörum um þá áfanga sem í boði eru.
1. bekkur mætir kl. 9:15,
2. bekkur mætir kl. 10:00 
3. bekkur mætir kl. 11:00.
Góðgerðardagurinn hefst svo að vali loknu.

Nánar


02.03.2011

Heimskaffið var mjög vel heppnað.

Heimskaffið var liður í verkefni skólans um sjálfbæra þróun og menntun.  Yfirskrift þess var "Hvernig Kvennó viljum við ?", þegar kemur að umhverfi, samfélagi og efnahag.
42 nemendur tóku þátt og ræddar voru ýmsar hugmyndir er varða sjálfbæra þróun og framtíð skólans........ Nánar


21.02.2011

Kvennó sigraði MA í Gettu Betur

Lið Kvennaskólans í Reykjavík sigraði lið Menntaskólans á Akureyri með 27 stigum gegn 24 í spurningakeppninni Gettu betur á laugardaginn var......... Nánar


21.02.2011

Allar leiðir liggja til Rómar

Nemendur sem þessa önn hafa lagt stund á latínu og sögu Rómverja í nýjum áfanga við skólann, fóru í heimsókn á dögunum í lagadeild Háskóla Íslands ásamt kennara. Þar tók formaður Orators, Friðrik Árni, á móti hópnum ........ Nánar


17.02.2011

Örnámskeið í skipulagningu og góðum vinnubrögðum.

Áttu það til að fresta hlutunum óhóflega?
Þarftu að  hressa upp á minnið?
Gleymirðu því sem þú lest?
Eru námsgögnin stundum í óreiðu?
Við erum tilbúnar að aðstoða  þig við að .......... Nánar


16.02.2011

Rymja

Rymja, söngvakeppni Kvennaskólans fór fram föstudagskvöldið 11.febrúar í Íslensku óperunni.
Sigurvegarinn, Kristrún Lárusdóttir  3.NL, söng lagið Best for last, í öðru sæti lenti Laufey María Jóhannsdóttir 1.H  með lagið Heartbeats og í þriðja sæti voru Brynhildur Þórarinsdóttir 4.FUS og Þorbjörg Ósk Eggertsdóttir með lagið En þú varst ævintýr........ Nánar


14.02.2011

Kvennó mætir MA næsta laugardag

Dregið hefur verið um það hvaða lið mætast í Gettu betur í Sjónvarpinu.
Kvennaskólinn í Reykjavík keppir við Menntaskólann á Akureyri laugardaginn 19. febrúar.
Mætum og styðjum okkar frækna lið!

Nánar


14.02.2011

Heimsókn í Læknagarð

Þórður eðlisfræðikennari fór með valhóp í Eðl313 í heimsókn í Læknagarð föstudaginn 11. feb. þar sem Logi Jónsson dósent í lífeðlisfræði tók á móti hópnum og skipulagði hvað hópnum var sýnt og komu þar að ýmsir kennarar og nemendur í H.Í. ..... Nánar


10.02.2011

Rymja, söngkeppni skólans

verður haldin í Íslensku óperunni nk. föstudag 11. febrúar .
Húsið opnað kl. 19:30 og keppnin hefst kl. 20:00. Miðaverð: 1500 kr.
Áhugasamir geta pantað miða með því að senda tölvupóst á Sindra formann sindrimahj@kvenno.is. Allt er að seljast upp!!!

Nánar


10.02.2011

Annar sigur

Lið Kvennaskólans keppti í annað sinn í Gettu betur í gær og sigraði andstæðinga sína frá Ísafirði glæsilega með 26 stigum gegn 10.
Úr  fyrstu leikjunum í 16 liða úrslitunum á RÚV voru það  lið Kvennaskólans í Reykjavík, Borgarholtsskóla og Fjölbrautaskóla Suðurlands sem komust áfram í 8 liða úrslit sem hefjast í Sjónvarpinu laugardaginn 19.febrúar.
Nánar


04.02.2011

Góð byrjun Kvennaskólans í Gettu betur.

Lið Kvennaskólans keppti í 1. umferð Gettu betur í gærkvöldi og sigraði andstæðinga sína glæsilega. Dregið verður í næstu riðla keppninnar í kvöld. Önnur umferð fer fram á RUV í næstu viku. Lið Kvennaskólans skipa þau Laufey Haraldsdóttir, Bjarki Freyr Magnússon og Bjarni Lúðvíksson. Nánar


21.01.2011

Opið hús....breyting !!

Vinsamlegast athugið að "opnu húsi" í Kvennaskólanum verður flýtt. Ný dagsetning verður tilkynnt fljótlega.

 

Nánar


19.01.2011

Sjálfbærni í Kvennaskólanum

Í skólanum hefur verið settur á laggirnar starfshópur sem hefur það hlutverk að fjalla um sjálfbærni í skólanum. Starf hópsins er tvíþætt, annars vegar að stuðla að því að sjálfbærni sé samofin skólastarfinu á ýmsan hátt en hins vegar að koma með tillögur að því hvar og hvernig fjallað verði um hugtakið á öllum námsbrautum skólans.
Í hópnum eru: Nánar


19.01.2011

Jöfnunarstyrkur

Sækir þú nám fjarri lögheimili og fjölskyldu?
Kynntu þér reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á www.lin.is
Hægt er að skrá umsókn á Innu eða netbankanum!
Umsóknarfrestur vegna vorannar 2011 er til 15. febrúar næstkomandi! ..... Nánar


13.01.2011

Fermingarfræðsla - Siðmennt

Fermingarfræðslan hjá Siðmennt er í N6 alla virka daga kl. 16:30 nema á föstudögum kl. 15:30. Þau verða hér í 12 vikur eða út mars. Nánar


03.01.2011

Gleðilegt ár 2011 !

Búið er að opna stundatöflur vorannar í Innu. Kennsla hefst samkvæmt henni miðvikudaginn 5. janúar. Bókalista er að finna undir "Í deiglunni" hér hægra megin á síðunni. Nánar
Síðast breytt: 04.03.2013 12:54


AukavalLeit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli