Kvennaskólinn í Reykjavík

Fréttir eftir ári

20.12.2010

Gleðileg jól !

Kvennaskólinn í Reykjavík óskar nemendum sínum, starfsfólki og öllum velunnurum skólans gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári!
Kennsla á vorönn hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 5. janúar.
Stundatöflur verða aðgengilegar í Innu nokkru áður. Sett verður sérstök frétt á heimasíðuna til að tilkynna það, þegar þar að kemur.
Í jólaleyfinu verður skrifstofa skólans opin frá kl. 9 til 13 dagana 28. – 30. desember og 3. janúar. Nánar


14.12.2010

Einkunnaafhending

Einkunnaafhending fer fram mánudaginn 20. des. kl. 9:00 í Uppsölum. Nánar


02.12.2010

Próftafla og stofutafla prófa haustannar 2010

Vinsamlegast athugið að finna má próftöflu haustannar 2010 ásamt stofutöflu prófanna hér til hægri á síðunni "Í deiglunni"
Þær má einnig finna hér:
Próftafla haustannar 2010
Stofutafla haustprófa 2010

Nánar


01.12.2010

Jólatónleikar Kvennókórsins

Jólatónleikar Kvennókórsins verða haldnir fimmtudaginn 2. des. kl. 20:00 í Fríkirkjunni í Reykjavík.
Á dagskránni eru stórskemmtileg jólalög, meðal annars lög eftir Baggalút og gamlir klassískir jólaslagarar. Einnig verður boðið upp á einsöng, dúetta og hljóðfæraleik. 
Ókeypis er inn á tónleikana, en á eftir verður kaffisala í Kvennaskólanum.
Allir eru velkomnir, um að gera að slaka á áður en desemberamstrið tekur við, og njóta stundarinnar og jólanna.
Hlökkum til að sjá alla. 
Kórinn og Gunnar kórstjóri Nánar


29.11.2010

Bókun skólanefndar Kvennaskólans í Reykjavík

Eftirfarandi bókun var gerð á fundi Skólanefndar Kvennaskólans í Reykjavík, þann 26. nóv. s.l.:
"Skólanefnd Kvennaskólans í Reykjavík lýsir yfir sérstakri ánægju með nýundirritað samkomulag um nýtingu Miðbæjarskólans undir starfsemi skólans. Samkomulagið leggur grunn að lausn á viðvarandi húsnæðisvanda sem hamlað hefur starfsemi skólans á liðnum árum. Skólanefndin vill óska starfsfólki, nemendum og foreldrum til hamingju með áfangann og hvetur alla sem að málinu koma að vanda til verka til að flutningurinn takist sem best.
Skólanefnd Kvennaskólans í Reykjavík 26. nóvember 2010"

Nánar


29.11.2010

"English brunch" í enskutíma

Nemendur í valáfanganum ENS403 hafa verið að læra um Bretland og breska menningu í enskutímum. Í tilefni af umræðu um matarhefðir Breta kom upp sú hugmynd að hafa "English Brunch" í einum tímanum......... Nánar


22.11.2010

Nemendur í afbrotafræði í heimsókn í Hæstarétt Íslands.

Í afbrotafræðinámskeiði hér í skólanum hafa nemendur farið og heimsótt stofnanir sem tengjast réttarvörslukerfinu s.s. lögreglunnar og dómstóla. Síðasta heimsóknin á þessu misseri var í Hæstarétt Íslands. Þar fengu nemendur kynningu á sögu Hæstaréttar, byggingunni og starfsemi réttarins. Meðfylgjandi eru myndir frá heimsókninni.
Nánar


17.11.2010

Kvennó fær Miðbæjarskólann

Kvennaskólinn í Reykjavík fær Miðbæjarskólann til afnota frá og með næsta hausti.
Mennta- og menningarmálaðherra og borgarstjóri skrifuðu í dag undir yfirlýsingu um áframhaldandi samstarf ríkis og borgar í húsnæðismálum framhaldsskóla í Reykjavík til ársins 2014. Samkomulagið tryggir að leyst verður úr húsnæðisvanda þriggja skóla á tímabilinu 2011 til 2014 og verður 1.600- m.kr. varið til þess verkefnis........... Nánar


16.11.2010

Morgunverður í frönskutíma

2H í frönsku 1C05 byrjaði Epladaginn síðasta fimmtudag á girnilegum frönskum morgunverði með heitum "pains au chocolat", ilmandi "baguettes" með smjöri, sultu og fleira góðmeti. Með þessu var drukkið kakó og kaffi...... Nánar


11.11.2010

Morgunverður í þýskutíma

Á dögunum var morgunverður í þýsku 503 en sú skemmtilega venja hefur skapast í áfanganum að hópurinn ásamt kennara hefur borðað saman morgunverð um miðbik annarinnar. Er þá reynt að líkja sem mest eftir þýskum venjum. Borið er fram nýbakað brauð ...... Nánar


10.11.2010

1 F í norrænu samstarfi og loftslagsverkefni

Í tengslum við fund Norðurlandaráðs í síðustu viku voru hér á landi skandinavískir nemendur sem heimsóttu Kvennaskólann og tóku viðtöl við nemendur í 1F. Greinar þeirra hafa verið að birtast í ýmsum dagblöðum og vefritum á undanförnum dögum. Má segja að Ísland og Kvennaskólinn hafi verið í brennidepli í skandinavískum vefmiðlum........ Nánar


03.11.2010

Sérstofa í jólaprófum.

Nemendur með greinda sértæka námserfiðleika eða kvíða þurfa að staðfesta lengri próftíma við námsráðgjafa fyrir föstudaginn 12. nóvember 

Aðeins þeir nemendur sem hafa sótt prófkvíðanámskeið í vetur fá lengri próftíma vegna prófkvíða.

Námsráðgjafar

Nánar


02.11.2010

Epladagur 2010

Fimmtudaginn 11. nóvember er hinn árlegi Epladagur í Kvennaskólanum í Reykjavík. Fyrir hádegi munu fulltrúar nemendafélagsins ganga í bekki og bjóða upp á epli. Kennt er til kl. 13.00 en eftir það er leyfi vegna skemmtidagskrár Keðjunnar í Uppsölum. Samkvæmt venju fara bekkirnir saman út að borða um kvöldið og síðan er dansleikur. Leyfi er í fyrsta tíma föstudaginn 12. nóv. og kennsla hefst því kl. 9.20.
Nánar


22.10.2010

Kvennafrídagurinn 25. október 2010 - Konur gegn kynferðisofbeldi

Í tilefni af kvennafrídeginum eru konur hvattar til að ganga út af vinnustöðum sínum kl. 14:25 mánudaginn 25. október. Safnast verður saman á Hallgrímskirkjutorgi kl. 15 og gengið þaðan niður að Arnarhóli. Dagskrá kvennafrídagsins að þessu sinni verður helguð baráttu kvenna gegn kynferðisofbeldi. Starfsfólk skólans og nemendur eru hvattir til að taka þátt. Nánari upplýsingar um kvennafrídaginn má finna hér: http://kvennafri.is/kvennafridagur
Nánar


13.10.2010

Valhópurinn í Hagfræði heimsótti Seðlabankann

Hagfræðivalið hefur farið í nokkrar heimsóknir út í bæ á síðustu vikum.
Fyrst var farið á Þjóðarbókhlöðu í stutta ferð.
Hinn 28. september hlýddi hópurinn á fyrirlestur Noams Chomskys í Háskólabíói sem mikill áhugi var á í samfélaginu. Chomsky er málvísindamaður og prófessor við MIT háskólann í Bandaríkunum.
Á föstudaginn var svo farið í heimsókn í Seðlabankann. Þar tók Stefán Jóhann Stefánsson á móti hópnum og fræddi hann um starfsemi Seðlabankans fyrir og eftir hrun....... Nánar


08.10.2010

Bleikur föstudagur

Eins og sjá má af meðfylgjandi myndum þá brugðust starfsmenn Kvennaskólans vel við tilmælum frá Krabbameinsfélagi Íslands um að mæta í einhverju bleiku föstudaginn 8. október til að vekja athygli á árveknisátakinu gegn krabbameini hjá konum........ Nánar


08.10.2010

Vinátta í Kvennó

Miðvikudaginn 6. október var upphafsdagur mentorverkefnisins Vináttu.  Um 200 manns, hittust í Uppsölum. Tilefnið var að mynda vinatengsl og gefa háskóla- og framhaldsskólanemendum tækifæri til að tengjast grunnskólabarni og vera góð fyrirmynd......... Nánar


06.10.2010

Örnámskeið í stjórnun prófkvíða.

Kæri nemandi. Ef þú átt það til að vera kvíðin(n) fyrir próf, eða í prófi þá er tími til kominn að vinna í málinu. Við erum tilbúnar að aðstoða og ætlum að halda stutt námskeið í stjórnun prófkvíða....... Nánar


01.10.2010

Örnámskeið í skipulagningu og góðum vinnubrögðum.

Áttu það til að fresta hlutunum óhóflega?
Þarftu að  hressa upp á minnið?
Gleymirðu því sem þú lest?
Eru námsgögnin stundum í óreiðu?

Við erum tilbúnar að aðstoða  þig við að koma lagi á hlutina og bjóðum upp á stutt námskeið í skipulagningu tíma, náms og vinnubrögðum sem skila árangri.

 Hvert námskeið er 3 skipti.......... Nánar


01.10.2010

Óskilamunir úr Logalands ferðinni !!

Athugið að margir óskilamunir úr Logalands ferðinni (1.bekkjar ferðinni) liggja fyrir á skrifstofunni í Aðalbyggingu. 
Óskast sótt við allra fyrsta tækifæri.....

Nánar


Göngum til góðs
30.09.2010

Göngum til góðs!

Við hvetjum nemendur og kennara til að gerast sjálfboðaliðar Rauða krossins í einn dag með því að taka þátt í landssöfnuninni Göngum til góðs laugardaginn næstkomandi 2. október. Safnað verður fyrir verkefni Rauða krossins í Afríku, einkum stuðning við börn og ungmenni í Malaví sem eiga um sárt að binda vegna alnæmisvandans og stríðshrjáð börn í Síerra Leóne.

Rauði krossinn þarf 3.000 sjálfboðaliða svo hægt sé að ná til allra heimila í landinu.
Skrefin til góðs eru einföld:.............. Nánar


27.09.2010

Söngsalur

Söngsalur í tilefni af Evrópska tungumáladeginum 26. september var mánudaginn 27. september kl. 11:00 í N2 – N4. Góð þátttaka var í söngnum og mikil sönggleði. Sungið var á ýmsum tungumálum........ Nánar


27.09.2010

1. bekkjarferðin - Breyting

Vegna veðurs og annarra aðstæðna verður 1. bekkjarferðin að þessu sinni farin í Logaland í Reykholtsdal í Borgarfirði. Ekki er hægt að fara í Þórsmörk vegna vatnavaxta og veðurútlits. Allar tímasetningar eru þó óbreyttar, farið verður kl.8:30 frá Kvennó og mikilvægt er að allir mæti tímanlega í rúturnar.
Nauðsynlegt er að hafa með sér létta DÝNU til að sofa á........... Nánar


16.09.2010

Þórsmerkurferð nýnema

Nýnemar fara í Þórsmörk dagana 28.-30. september.
Hópnum verður skipt í tvennt eins og hér segir:
• Þriðjudaginn 28. september kl. 8.30 leggja 1NF, 1FÞ og 1NA af stað og koma til baka seinni part næsta dags.
• Miðvikudaginn 29. september kl. 8:30 leggja 1H, 1FF og 1NÞ af stað og koma til baka seinni part næsta dags.
Hvor hópur gistir eina nótt í svefnpokaplássi í skálum Útivistar í Básum í Goðalandi.

Nánar


Blindrabókasafn Íslands
15.09.2010

Blindrabókasafnið

Sett hefur verið inn slóð á Blindrabókasafn Íslands undir "Tenglar" á síðu Bókasafns Kvennó.
Síða Blindrabókasafns Íslands www.bbi.is býður upp á niðurhal beint af vefnum og geta m.a. lesblindir námsmenn nýtt sér efnið til náms.

Nánar


Busavígsla 2010
14.09.2010

Busavígsla 2010

Settar hafa verið inn myndir af busavígslunni 2010 sem fram fór fimmtudaginn 9.sept. s.l. Nánar


Myndir úr Njáluferð 2010

09.09.2010

Njálu- og Þórsmerkurferð 3ja bekkjar

Þann 2. september sl. fóru 3ju-bekkingar, ásamt fjórum kennurum, í langþráða Njálu- og Þórsmerkurferð. Nánar


09.09.2010

Fyrsta gönguferðin í útivistaráfanganum

Nú á haustmisseri býðst nemendum skólans að taka þátt í valáfanga þar sem útivist og umhverfisskoðun eru fléttuð saman.
Föstudaginn 3. september var fyrsta gangan farin. Nánar


06.09.2010

Kynningarfundur fyrir forráðamenn nýnema Kvennaskólans í Reykjavík

verður haldinn miðvikudaginn 8. september. Fundurinn hefst kl. 20.00 og verður í stofum N2-N4 að Fríkirkjuvegi 9. Nánar


02.09.2010

Norðurlandameistari í stangarstökki

Kvennaskólinn er stoltur af því að hafa í sínum röðum marga frábæra íþróttamenn eins og t.d. Huldu Þorsteinsdóttur sem mun vera Norðurlandameistari í stangarstökki.
Við viljum því með stolti  benda á viðtal við Huldu í Morgunblaðinu í  gær 1. sept. Nánar


02.09.2010

Jöfnunarstyrkur

Sækir þú nám fjarri lögheimili og fjölskyldu?

Kynntu þér reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á www.lin.is
Hægt er að skrá umsókn á Innu eða netbankanum!

Nánar


19.08.2010

Til nemenda í 1. bekk

Í íslensku verða m.a. notaðar þrjár bækur í bókaflokknum Tungutak Nánar


16.08.2010

Skólasetning

Kvennaskólinn í Reykjavík verður settur mánudaginn 23. ágúst. 

Nýnemar eiga að mæta til skólasetningar í Uppsali, Þingholtsstræti 37, kl. 9.
Síðan hitta þeir umsjónarkennara sína og verður dagskrá nýnemadags fram til kl. 13 þennan dag.

Eldri nemendur, 2. - 4. bekkur, eiga að mæta til skólasetningar í Uppsali kl. 14 og hitta síðan umsjónarkennara sína. 

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 24. ágúst.

Stundatöflur verða sjáanlegar í Innu frá og með 17. ágúst og bókalisti er hér á heimasíðunni. Nánar


12.08.2010

Skóladagatal

Skóladagatal fyrir skólaárið 2010 til 2011 er komið á vefinn. Nánar


10.08.2010

Bókalistar haustannar 2010

Bókalistar fyrir haustönn 2010 eru komnir inná vefinn. Nánar


30.06.2010

Lokað vegna sumarleyfa 1 júlí - 9 ágúst

Skrifstofa Kvennskólans í Reykjavík verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með fimmtudeginum 1. júlí. 
Opnað verður aftur mánudaginn 9. ágúst.
Skólinn verður settur mánudaginn 23. ágúst skv. nánari auglýsingu síðar.
Bókalistar verða settir á heimasíðuna í síðasta lagi 9. ágúst Nánar


21.06.2010

Innritun nýnema í Kvennaskólann frestur til 25. júní

Umsóknarfrestur um skólavist í framhaldsskólana rann út þann 11.júní s.l.
Nemendur úr 10. bekk fá að vita hvort þeir fá skólavist þann 25.júní í rafræna umsóknarkerfinu á www.menntagatt.is

Nánar


11.06.2010

Ný skýrsla um erlent samstarf

Ný skýrsla um erlent samstarf Kvennaskólans árið 2009 - 2010 hefur verið birt á vefnum okkar.
Sjá "Erlent samstarf" Nánar


31.05.2010

Útskrift stúdenta vorið 2010

Föstudaginn 28. maí var myndarlegur hópur stúdenta útskrifaður frá Kvennaskólanum við hátíðlega athöfn í Hallgrímskirkju.
Dúx skólans á stúdentsprófi varð Ólafur Páll Geirsson 4NS með meðaleinkunnina 9,23 og tveir aðrir nemendur, einnig úr 4NS, Nína Aradóttir og Guðmundur Már Gunnarsson  hlutu einnig ágætiseinkunn á stúdentsprófi. Nánar


30.05.2010

Skólagjöld fyrir skólaárið 2010-2011


Skólagjöld eru greidd einu sinni á ári.      
     
Innritunargjald           12.000  
Skólasjóður               11.000  
Nemendafélagsgjald    8.000  
Samtals                     31.000 Nánar


26.05.2010

Viðtalstímar námsráðgjafa í júní

Dagana 1. – 11. júní verða námsráðgjafar til viðtals kl 9 – 14 í Uppsölum, 2. hæð.
Uppsalir eru gamli Versló á horninu á Hellusundi og Þingholtsstræti.
Viðtöl eru tekin eftir röð en ekki er hægt að bóka sérstaka tíma.
Hvert viðtal er um 15 mín.

Nánar


26.05.2010

Útskrift stúdenta og skólaslit

Útskrift stúdenta og skólaslit Kvennaskólans í Reykjavík
verða í Hallgrímskirkju kl. 13:00, föstudaginn 28. maí 2010.
Að lokinni útskriftarathöfn er viðstöddum boðið til móttöku í Kvennaskólanum við Fríkirkjuveg 9.

Nánar


18.05.2010

Vinnustofa v/endurtökuprófa í stærðfræði

Vinnustofa verður opin öllum sem þurfa að endurtaka stærðfræðipróf:
miðvikudaginn. 26. maí kl. 13-15
fimmtudaginn 27. maí kl. 13-15

 

Nánar


18.05.2010

Einkunnaafhending og prófsýning

Einkunnaafhending verður í Uppsölum þriðjudaginn 25. maí kl. 9:00. Að lokinni einkunnaafhendingu verða kennarar með prófsýningu. Nánar


10.05.2010

Hjólað í vinnuna - Góð þátttaka í Kvennaskólanum

Dagana 5. til 25. maí stendur yfir Hjólað í vinnuna á vegum Íþrótta- og Olympíusambands Íslands. Starfsfólk Kvennaskólans lætur ekki sitt eftir liggja og sendir hvorki meira né minna en þrjú lið til keppni. Sem stendur er Kvennaskólinn búinn að hjóla samtals langleiðina til Akureyrar og er í 24. sæti í keppni vinnustaða með starfsmenn á bilinu 30-69. Hægt er að fylgjast með keppninni á www.hjoladivinnuna.is.

Nánar


04.05.2010

Heimsókn í Læknagarð

Fimmtudaginn 29. apríl fór Þórður eðlisfræðikennari með 4NS í heimsókn í Læknagarð þar sem kennarar í lífeðlisfræði við H.Í. þeir Sighvatur Sævar, Þór og Jóhann tóku á móti hópnum. Þeir sýndu þeim ýmis tæki og gerðu á þeim ýmsar mælingar. T.d. voru tekin hjartalínurit og lygapróf auk þessa sem Krukkuborg var skoðuð, þar sem ýmsir líkamshlutar manna eru geymdir. Hafði hópurinn gagn og gaman af. Meðfylgjandi myndir voru teknar í heimsókninni. Nánar


30.04.2010

Dimission

Í dag kvöddu nemendur í 4. bekk skólann sinn og kennara. Í Uppsölum var mikil dagskrá þar sem útskriftarnemendur fluttu skemmtiatriði í litríkum búningum við góðar undirtektir.
Nokkrar myndir frá skemmtuninni má sjá með því að smella hér.

Nánar


27.04.2010

Dimission föstudag

Dimission 4. bekkinga verður föstudaginn 30. apríl í Uppsölum. Þá munu útskriftarefnin kveðja kennara sína, starfsfólk skólans og yngri nemendur. Athöfnin hefst kl. 10:30 og hringt verður aftur inn til kennslu kl. 12:15. Nánar


27.04.2010

Vortónleikar Kórs Kvennaskólans í Reykjavík

Vortónleikar Kórs Kvennaskólans í Reykjavík verða haldnir fimmtudagskvöldið 29. apríl kl. 20:00 í Fríkirkjunni í Reykjavík.
Frábær söngskrá í boði.  
Aðgangur ókeypis.  
Kaffisala í mötuneyti Kvennaskólans eftir tónleikana.

 

Nánar


23.04.2010

Íþróttaskóli ársins og Peysufatadagur - Myndir

Miðvikudaginn 21. apríl var Peysufatadagur Kvennaskólans, en það eru nemendur í þriðja bekk sem taka þátt í honum. Við það tækifæri afhenti menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, nemendum verðlaunabikar vegna þess að skólinn er Íþróttaskóli ársins 2010 á meðal framhaldsskóla. Á meðfylgjandi mynd eru Ingibjörg Guðmundsdóttir skólameistari, Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og  Ragnheiður Eyjólfsdóttir formaður íþróttanefndar Kvennaskólans sem tók á móti bikarnum fyrir hönd skólans.
 
Myndir frá Peysufatadeginum eru á heimasíðu skólans og það er hægt að skoða þær með því að smella hér.
Nánar


21.04.2010

Peysufatadagur og Íþróttaskóli ársins 2010

Peysufatadagur 3. bekkinga er miðvikudaginn 21. apríl, síðasta vetrardag.

Dagskráin er í aðalatriðum þessi:
7:50  Mæting fyrir utan Kvennaskólann til að taka rútu.
8:00  Morgunmatur í boði Sambands ungra sjálfstæðismanna.
9:15  Dansað fyrir utan menntamálaráðuneytið.
10:00  Dansað á Ingólfstorgi.
11:15  Komið að Kvennaskólanum og dansað og sungið.
Menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, kemur og afhendir nemendum verðlaunabikar vegna þess að skólinn er Íþróttaskóli ársins 2010 á meðal framhaldsskóla. Nánar


20.04.2010

Umsóknarfrestur framlengdur

Umsóknafrestur fyrir skólavist næsta vetur hefur verið framlengdur. Síðasti dagur til að sækja um í framhaldsskóla veturinn 2010 - 2011 er miðvikudagurinn 21. apríl. Nánar


17.04.2010

Kosningaúrslit

Í gær fóru fram kosningar í nefndir og helstu embætti Keðjunnar, nemendafélags Kvennaskólans.

Helstu úrslit urðu sem hér segir:
Formaður var kjörinn Sindri Már Hjartarson (ekki munaði miklu á honum og mótframbjóðandanum Þorbjörgu Ástu Leifsdóttur).
Gjaldkeri Keðjunnar: Ragnheiður Eyjólfsdóttir.
Formaður skemmtinefndar: Ari Freyr Ísfeld.
Formaður listanefndar: Birta Rós Brynjólfsdóttir.
Formaður Fúríu: Vala Björg Valsdóttir.
Formaður ritnefndar: Halla Einarsdóttir.
Formaður Loka: Óttar Hrafn Kjartansson.

Nánar


16.04.2010

Góður árangur í þýsku

Í mars var hin árlega Þýskuþraut haldin í framhaldsskólum landsins og tóku sex nemendur úr Kvennaskólanum í Reykjavík þátt. Tvö þeirra voru meðal 20 efstu, þau Heimir Örn Guðnason í 3. T og Olga Sigurðardóttir í 3. NÞ. Þau fengu bæði verðlaun frá Þýska sendiráðinu fyrir góðan árangur. Þess má geta að Heimir Örn hefur þrisvar sinnum tekið þátt og alltaf komist í eitt af 20 efstu sætunum. Nánar


14.04.2010

Innritun í Kvennaskólann í Reykjavík vorið 2010

Innritun 10. bekkinga (fæðingarár 1994 eða síðar) fer fram í gegnum www.menntagatt.is  dagana 12.-16. apríl og síðan er hægt að endurskoða innritunina dagana 7.-11. júní 2010.
Innritun þeirra sem eru fæddir 1993 eða fyrr fer fram í gegnum www.menntagatt.is dagana 20. apríl - 31. maí. Nánar


14.04.2010

Njáluferð aflýst

Vegna nýhafins eldgoss í Eyjafjallajökli og meðfylgjandi vatnavaxta hefur Njáluslóðum verið lokað. Það þýðir að Njáluferð 2. bekkjar, sem fyrirhuguð var í dag, fellur niður. Kennsla í 2. bekk er því samkvæmt stundaskrá í dag.

Nánar


08.04.2010

Vel sótt opið hús

Í dag var opið hús í Kvennaskólanum fyrir nemendur í 10. bekk og aðstandendur þeirra. Húsnæði skólans var til sýnis ásamt kennslugögnum og ýmsu öðru. Þá sátu kennarar og annað starfsfólk ásamt nemendum fyrir svörum og kynntu námið og félagslífið.
Mikil aðsókn var og er öllum þeim sem heiðruðu skólann með heimsókn sinni í dag þökkuð koman.

Nánar


05.04.2010

Opið hús í Kvennaskólanum

Opið hús fyrir 10. bekkinga og foreldra þeirra verður í Kvennaskólanum fimmtudaginn 8. apríl frá kl. 17:30-19:30.
Kynnt verður námsframboð skólans, þróunarstarfið við innleiðingu nýrra laga um framhaldsskóla og gestir geta skoðað húsnæðið. Námsráðgjafar verða til viðtals og kennarar munu sýna tæki og kennslugögn, nemendur verða með kynningu á félagslífinu, bókasafnið verður opið og ýmislegt fleira verður í boði.
Nemendur í 10. bekk og forráðamenn þeirra eru hvattir til að heimsækja okkur. Verið velkomin!
Nánar


26.03.2010

Páskaleyfi

Föstudagurinn 26. mars er síðasti kennsludagur fyrir páskaleyfi. Kennsla hefst aftur miðvikudaginn 7. apríl skv. stundaskrá. Skrifstofan verður opnuð aftur þriðjudaginn 6. apríl kl. 8:10

Skólinn óskar nemendum og starfsmönnum sínum ánægjulegs og endurnærandi páskaleyfis.

Nánar


23.03.2010

Myndir frá Tjarnardögunum

Á myndasíðu www.kvenno.is er komin syrpa af myndum frá Tjarnardögunum. Hægt er að fara á síðuna með því að smella hér. Nánar


22.03.2010

Góð frammistaða í Allons en France

Laugardaginn 20. mars var haldin keppni fyrir nemendur í frönsku í framhaldsskólum. Það var franska sendiráðið á Íslandi sem stóð fyrir keppninni sem nefnist Allons en France. Kvennaskólinn átti tvo glæsilega fulltrúa sem stóðu sig með mikilli prýði: Árný Björk Björnsdóttir og Grímur Gunnarsson, bæði í 4T, fluttu hvort fyrir sig, frumsamið ljóð og lag. Grímur var hársbreidd frá sigri í keppninni en varð að sætta sig við 2. sætið þegar upp var staðið. Bæði fengu þau viðurkenningu úr hendi sendiherra Frakklands á Íslandi, frú Caroline Dumas. Nánar


16.03.2010

1H og 2T í Danmörku

Síðastliðinn laugardag hélt fríður hópur nemenda Kvennaskólans ásamt kennurum í ferðalag til Danmerkur. Þar dvelur hópurinn í viku hjá dönskum gestgjöfum sínum í Sönderborg. Ferðalangarnir eru væntanlegir heim aftur í lok þessarar viku. Nánar


11.03.2010

Fúría sýnir Kvennó Eddu

Fúría, leikfélag Kvennaskólans, frumsýnir Kvennó Eddu eftir Árna Kristjánsson.

Leikstjórn er í höndum Árna Kristjánssonar og Bryndísar Óskar Þ. Ingvarsdóttur.

Kvennó  Edda er tilfinningarík og sprenghlægileg sýning sem tekst á við norræna goðafræði með söng, dansi og dauðsföllum. Inn í söguna fléttast sögur af ásum, einherjum, þursum og dvergum.

Sýnt verður í Uppsölum Kvennaskólans (Þingholtsstræti 37)

Miðapantanir eru í síma: 821-3775 og á leikfelagidfuria@gmail.com

Miðaverð eru 1500 kr. (1000 kr. fyrir nemendur Kvennaskólans og meðlimi Fífl)

Sýningar:

13.mars kl. 20.00 (laugardagur) Frumsýning

16.mars kl. 20.00 (þriðjudagur) 2 sýning

18.mars kl. 20.00 (fimmtudagur) 3. sýning

20.mars kl. 18.00 (laugardagur) 4. sýning

20.mars kl. 22.00 (Jötunsýning (power)) 5. sýning

21.mars kl. 20.00 (sunnudagur) 6.sýning

23.mars kl. 20.00 7. sýning

24.mars kl. 20.00 Lokasýning

Nánar


10.03.2010

Frábært framtak hjá Kvenskælingum!

Góðgerðardagur Kvennaskólann fór fram í gær og heppnaðist einstaklega vel. Allir 24 bekkir skólans unnu hver með ákveðnum góðgerðarsamtökum við fjáröflun, kynningar- og sjálfboðastarf. Það er alveg á hreinu að í Kvennaskólanum er kraftmikill hópur ungs fólks sem hefur mikið fram að færa. Nánar


09.03.2010

Samfélagsábyrgð á Tjarnardögum

Það er nóg um að vera hjá Kvennó þessa vikuna en í dag hefjast Tjarnardagar. Á Tjarnardögum fellur hið hefðbundna skólastarf niður og boðið er uppá ýmis konar námskeið og fræðslu.

Enn öflugri Tjarnardagar
Í ár var ákveðið að gera Tjarnardaga enn öflugri og tengja þá samfélagsverkefnum af ýmsum toga. Á síðustu vikum, eftir að hafa dregið félagasamtök úr hatti, hafa bekkir skólans (alls 24) unnið með félaga- og góðgerðasamtökum á Íslandi.

Í dag fáum við að sjá afrakstur þeirrar vinnu með fjölbreyttum uppákomum um allan bæ – og jafnvel víðar! Nánar


08.03.2010

Forval

Þriðjudaginn 9. mars eiga nemendur að vera búnir að skila útfylltum blöðum vegna forvals fyrir næsta vetur. Hægt er að kynna sér þá áfanga sem eru á valblöðunum á heimasíðu skólans sem hér segir:

1. bekkur:
Nýir áfangar eru undir Í deiglunni í Nýir áfangar 1. bekkur
Aðrir áfangar eru á Námið - Nýtt - Námsgreinar

2. og 3. bekkur:
Nýir áfangar eru undir Í deiglunni í Nýir áfangar 2.-3. bekkur
Aðrir áfangar eru á Námið - Námsgreinar

Kennarar verða með kynningu á áföngunum þriðjudaginn 9. mars kl. 9-10 í stofum N2-N4.

Nánar


06.03.2010

Úr leik í Gettu betur

Lið Kvennaskólans í Gettu betur laut í lægra haldi fyrir liði MR í 8-liða úrslitum keppninnar í kvöld. Bjarni, Jörgen Már og Bjarki Freyr stóðu sig með sóma en urðu að lokum að játa sig sigraða. Lokastaða viðureignarinnar varð 22 stig gegn 37.

Nánar


06.03.2010

Gettu betur

Í kvöld keppir Kvennaskólinn við MR í 8-liða úrslitum Gettu betur. Viðureignin hefst kl. 20.10 og er í beinni útsendingu í Sjónvarpinu.

Nánar


05.03.2010

Parísarferð

Í morgun lögðu nemendur í frönsku 473 af stað í ferðalag til Parísar ásamt tveimur kennurum. Ætlunin er að njóta franskrar menningar og þess sem París hefur upp á að bjóða. Hópurinn kemur aftur heim á mánudag.
Hægt er að fylgjast með hópnum á eftirfarandi blogg-síðu: http://fra473paris.blogspot.com/

Nánar


04.03.2010

Örnámskeið í stjórnun prófkvíða

Kæri nemandi. Ef þú átt það til að vera kvíðin(n) fyrir próf, eða í prófi þá er tími til kominn að vinna í málinu. Við erum tilbúnar að aðstoða og ætlum að halda stutt námskeið í stjórnun prófkvíða.
 
Tími: 11:30 – 12:00 á fimmtudögum
 
Alls 4 skipti: 18. og 25. mars og 8. og 15.  apríl
 
Staður: Viðtalsherbergi Ingveldar á 2. hæð til hægri í Uppsölum
 
Þeir nemendur sem hugsa sér að sækja um lengri próftíma vegna prófkvíða eru skyldugir til að taka þátt í námskeiðinu.
 
Skráning fer fram á aðalskrifstofu Kvennaskólans, Fríkirkjuvegi 9 og hjá Ingveldi í Uppsölum.
 
Hildigunnur og Ingveldur,
námsráðgjafar
Nánar


03.03.2010

Íþróttavakning

Í tilefni Íþróttavakningar í framhaldsskólum tóku Kvennaskólinn og MR sig til og gengu hring um Tjörnina kl. 11.00. Meðfylgjandi myndir voru teknar við þetta tækifæri. Nánar


18.02.2010

Háskóladagurinn 2010

Laugardaginn 20. febrúar kl. 11.00-16.00 verður hinn árlegi Háskóladagur. Þetta er kjörið tækifæri til að kynna sér hvað skólar á háskólastigi á Íslandi og Norðurlöndunum hafa upp á að bjóða.

Kynningarnar verða sem hér segir:

Háskólatorg:
Háskóli Íslands

Ráðhús Reykjavíkur:
Háskólinn á Akureyri – Háskólinn á Bifröst – Háskólinn á Hólum - Háskólinn í Reykjavík – Landbúnaðarháskóli Íslands – Listaháskóli Íslands
 
Norræna húsið:
Norrænir háskólar

Nánari upplýsingar um háskóladaginn er að finna á www.haskoladagurinn.is.

Nánar


17.02.2010

Kvennaskólanum boðið á tónleika

Sinfóníuhljómsveit Íslands býður nemendum og kennurum Kvennaskólans í Reykjavík á tónleika föstudaginn 19. febrúar kl. 10:30, í Háskólabíói.
Á tónleikunum mun einn efnilegasti ungi hljóðfæraleikari landsins, Sæunn Þorsteinsdóttir, leika hinn víðfræga sellókonsert eftir Antonín Dvorák.
Sæunn Þorsteinsdóttir er fædd í Reykjavík en stundaði sellónám í Bandaríkjunum og lauk nýverið meistaragráðu frá Juilliard-tónlistarháskólanum í New York. Nánar


17.02.2010

Rymja - Söngvakeppni Kvennaskólans í Reykjavík

Söngvakeppni Kvennaskólans var haldin í Íslensku Óperunni föstudaginn 12. febrúar.  Keppnin var með eindæmum glæsileg og voru keppendur hver öðrum betri. Umgjörð keppninnar var til fyrirmyndar og má þar nefna sem dæmi kynnana Óla og Ernu sem fóru á kostum, einnig voru myndbönd af keppendum sýnd fyrir hvert atriði. Nánar


11.02.2010

Örnámskeið í skipulagningu og góðum vinnubrögðum

Áttu það til að fresta hlutunum óhóflega?
Þarftu að  hressa upp á minnið?
Gleymirðu því sem þú lest?
Eru námsgögnin stundum í óreiðu?

Við erum tilbúnar að aðstoða  þig við að koma lagi á hlutina og bjóðum upp á stutt námskeið í skipulagningu tíma, náms og vinnubrögðum sem skila árangri.

Hvert námskeið er 4 skipti.

Mánudagar 22. febrúar, 1., 8. og 15 mars

Tími: 11:30 – 12:00 á mánudögum
 
Staður: Viðtalsherbergi Ingveldar á 2. hæð til hægri í Uppsölum
 
Skráning fer fram á aðalskrifstofu Kvennaskólans, Fríkirkjuvegi 9 eða hjá Ingveldi i Uppsölum.
 
Hildigunnur og  Ingveldur
námsráðgjafar
 

Nánar


10.02.2010

Rymja á föstudag

Rymja, hin árlega söngkeppni Keðjunnar, fer fram í Íslensku Óperunni föstudaginn 12. febrúar. Húsið opnar klukkan 19:30 og keppnin hefst stundvíslega klukkan 20:00.
Um 15 nemendur taka þátt að þessu sinni og um undirleik sér hljómsveit hússins, Svitabandið.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Keðjunnar.

Nánar


28.01.2010

Foreldraráð Kvennaskólans stofnað

Dræm aðsókn var að stofnfundi Foreldraráðs Kvennaskólans í Reykjavík sem haldinn var í gær. Einungis 5 foreldrar mættu. Kosin var 5 manna stjórn sem hefur það verkefni að búa til starfsreglur foreldraráðs og undirbúa fyrsta aðalfund. Stjórnina skipa: Anna Kristín Kristinsdóttir, Dóra Hafsteinsdóttir, Ragnheiður Hansen, Steinunn Björk Eggertsdóttir og Vilborg Anna Árnadóttir. Ragnheiður Hansen verður áheyrnarfulltrúi í skólanefnd. Nánar


26.01.2010

Jöfnunarstyrkur

Sækir þú nám fjarri lögheimili og fjölskyldu? Kynntu þér reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á www.lin.is Hægt er að skrá umsókn á Innu eða netbankanum! Umsóknarfrestur vegna vorannar 2010 er til 15. febrúar næstkomandi!

Lánasjóður íslenskra námsmanna Námsstyrkjanefnd
Nánar


25.01.2010

Stofnfundur foreldraráðs


Boðað er til stofnfundar foreldraráðs Kvennaskólans í Reykjavík miðvikudaginn 27. janúar kl. 18.

Fundurinn verður haldinn í Kvennaskólanum að Fríkirkjuvegi 9.

Dagskrá:
1. Skólameistari setur fundinn og fjallar um ákvæði laga um foreldraráð
2. Kosning stjórnar sem situr fram að fyrsta aðalfundi foreldraráðs og hefur það aðalverkefni að búa til starfsreglur foreldraráðs og undirbúa fyrsta aðalfund
3. Tilnefning áreyrnarfulltrúa í skólanefnd
4. Önnur mál

Til fundarins er boðað skv. 50. grein laga nr. 92/2008 um framhaldsskóla. Nánar


23.01.2010

Liðsauki í náms- og starfsráðgjöf

Malla Rós Ólafsdóttir, nemi í náms- og starfsráðgjöf við Félags- og mannvísindadeild HÍ, verður í starfsþjálfun í Kvennaskólanum á vorönn 2010. Hún mun starfa með námsráðgjöfum skólans og taka virkan þátt í þeirri þjónustu sem náms- og starfsráðgjöfin hefur upp á að bjóða. Malla Rós, sem útskrifaðist frá Kvennaskólanum vorið 2006, er boðin innilega velkomin til starfa. Nánar


Kynningarbæklingur Kvennaskólans
22.01.2010

Nýr kynningarbæklingur

Út er kominn nýr kynningarbæklingur fyrir Kvennaskólann. Hægt er að sjá bæklinginn í PDF-útgáfu með því að smella hér, eða velja Í deiglunni-Skólakynning af valrönd hægra megin á forsíðu. Nánar


21.01.2010

Kvennaskólinn kominn í 8-liða úrslit

Í gærkvöldi komst lið Kvennaskólans í þriðju umferð Gettu betur með því að vinna öruggan sigur á Verkmenntaskóla Austurlands. Lið Kvennaskólans er því komið í 8-liða úrslit í sjónvarpinu. Nánar


19.01.2010

Sigur í Gettu betur

Í gærkvöldi komst lið Kvennaskólans í aðra umferð Gettu betur með því að vinna öruggan sigur á FVA í fyrstu umferð. Í annarri umferð mætir lið Kvennaskólans liði Verkmenntaskóla Austurlands og fá Kvenskælingar lítið frí því viðureignin fer fram miðvikudaginn 20. janúar kl. 20.00.
Nánar


18.01.2010

Nemendur lögðu kennara

Í hádeginu í dag áttust við í spurningakeppni lið kennara og Gettu betur lið nemenda. Keppnin var liður í undirbúningi nemenda fyrir átökin í Gettu betur en í kvöld mætir Kvennaskólinn liði FVA í útvarpshúsinu við Efstaleiti kl. 20.00. Lið kennara var skipað Jóhönnu, Ásdísi Ingólfs og Ragnari en lið nemenda var skipað Jörgen, Bjarka og Bjarna. Eftir spennandi viðureign höfðu nemendur betur og unnu 24-18 sigur á kennurunum. Nánar


02.01.2010

Upphaf vorannar

Nú geta nemendur séð stundatöflu sína í Innu.
1. bekkingar eiga að mæta í skólann á mánudaginn, þann 4. janúar skv. stundaskrá, en kennsla nemenda í 2., 3. og 4. bekk hefst miðvikudaginn 6. janúar. Nánar
Síðast breytt: 04.03.2013 12:54


AukavalLeit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli