Kvennaskólinn í Reykjavík

Fréttir eftir ári

18.12.2009

Gleðilega hátíð

Kvennaskólinn óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári!
Í 1. bekk hefst kennsla á vorönn samkvæmt stundaskrá mánudaginn 4. janúar. Í 2.-4. bekk hefst kennsla samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 6. janúar. Stundatöflur verða aðgengilegar í Innu nokkru áður, vonandi á milli jóla og nýárs. Sett verður sérstök frétt á heimasíðuna til að tilkynna það, þegar þar að kemur. Nánar


15.12.2009

Einkunnaafhending og prófsýning

Föstudaginn 18. desember kl. 9.00 verður einkunnaafhending í Uppsölum fyrir haustönnina og strax að henni lokinni er prófsýning. Nánar


07.12.2009

Óperusöngvari í þýskutíma

Á dögunum kom Bjarni Thor Kristinsson óperusöngvari og ræddi við nemendur í þýsku 503 á þýsku. Umræðuefnið var „Íslenskur námsmaður í þýskumælandi landi”. Fjallaði Bjarni m.a. um það hvernig þýskunámið í íslenskum framhaldsskóla nýttist honum í námi og starfi. Var heimsókn hans einstaklega ánægjuleg viðbót við þýskunámið. Nánar


30.11.2009

Sigur í Morfís

Ræðulið Kvennaskólans mætti liði Flensborgarskólans úr Hafnarfirði í 16-liða úrslitum Morfís þann 25. nóvember síðastliðinn og fór með glæstan og öruggan sigur af hólmi.  Keppnin fór fram í Uppsölum og hlaut lið Kvennaskólans 1472 stig á meðan Flensborgarskólinn fékk 931.  Lið Kvennaskólans var skipað eftirfarandi:
Liðsstjóri: Oddur Ævar Gunnarsson, 1.F
Frummælandi: Helgi Guðmundur Ásmundsson, 3.NL
Meðmælandi: Óli Björn Karlsson, 4.FS
Stuðningsmaður: Baldur Eiríksson, 4.FU

Baldur Eiríksson var valinn ræðumaður kvöldsins, en hann fékk 594 stig.

Nánar


09.11.2009

Útsýnið úr Kvennó

Á góðviðrisdögum njóta Kvenskælingar óviðjafnanlegs útsýnis frá aðalbyggingu skólans við Fríkirkjuveg 9. Meðfylgjandi myndir eru dæmi um þetta og sýna Tjörnina spegilslétta góðviðrisdag einn fyrir stuttu síðan. Nánar


03.11.2009

Epladagur

Fimmtudaginn 5. nóvember er hinn hefðbundni Epladagur í Kvennaskólanum. Kennsla fellur niður frá kl. 12.00 og um kvöldið er dansleikur á Broadway. Leyfi er fyrstu tvo tímana föstudaginn 6. nóvember og hefst því kennsla kl. 10.30 þann daginn. Nánar


Fimm leiðir
30.10.2009

Svínaflensa - Viðbragðsáætlun

Svínaflensan virðist vera að herja á nokkra hér í skólanum. Gerð hefur verið viðbragðsáætlun sem notuð verður ef um mikinn faraldur verður að ræða. Hægt er að skoða áætlunina með því að smella hér. Starfsfólk, nemendur og foreldrar eru hvattir til að lesa viðbragðsáætlunina vel og reyna að forðast smit eins og unnt er. Fimm leiðir til þess koma fram á meðfylgjandi mynd (hægt er að sjá stærri útgáfu af myndinni með því að smella hér).

Mikilvægt er að foreldrar tilkynni veikindi nemenda til skólans en ekki er krafist læknisvottorðs.

Nánar


27.10.2009

Miðannarmat 1. og 2. bekkjar

Nemendur 1. og 2. bekkjar og forráðamenn þeirra geta nú séð miðannarmatið í Innu. Miðannarmatinu er ætlað að gefa upplýsingar um stöðu nemenda í náminu á miðri önn. Þrenns konar umsagnir eru gefnar: G = gott, V = viðunandi og Ó = óviðunandi. Nánar


26.10.2009

Morgunverður í þýskutíma

Á dögunum var morgunverður í þýsku 503 en sú skemmtilega venja hefur skapast í áfanganum að hópurinn ásamt kennara hefur borðað morgunverð um miðbik annarinnar. Er þá reynt að líkja sem mest eftir þýskum venjum. Borið er fram nýbakað brauð og rúnnstykki ásamt tilheyrandi áleggi, svo sem skinku, spægipylsu, ostum og sultu eða marmelaði. Vekur þetta jafnan mikla kátínu meðal nemenda. Nánar


26.10.2009

Próftafla jólaprófa komin

Búið er að birta próftöflu jólaprófa. Hægt er að sjá hana með því að velja Próftöflu hér hægra megin á heimasíðunni (undir Í deiglunni). Nánar


22.10.2009

Örnámskeið í stjórnun prófkvíða

Kæri nemandi. Ef þú átt það til að vera kvíðin(n) fyrir próf, eða í prófi þá er tími til kominn að vinna í málinu. Við erum tilbúnar að aðstoða og ætlum að halda stutt námskeið í stjórnun prófkvíða.
 
Tími: 11:30 – 12:00 á miðvikudögum
 
Alls 3 skipti: 4., 11. og 18. nóvember
 
Staður: Viðtalsherbergi Ingveldar á 2. hæð til hægri í Uppsölum
 
Þeir nemendur sem hugsa sér að sækja um lengri próftíma vegna prófkvíða eru skyldugir til að taka þátt í námskeiðinu.
 
Skráning fer fram á aðalskrifstofu Kvennaskólans, Fríkirkjuvegi 9 og hjá Ingveldi.
 
Hildigunnur og Ingveldur
námsráðgjafar
Nánar


21.10.2009

Eyþór fær silfurverðlaun á Evrópumóti

Eyþór Þrastarson, nemandi í 3FUS, er að gera það gott á Evrópumóti fatlaðra í sundi sem fram fer þessa dagana í Reykjavík. Hann fékk silfurverðlaun í gær í 400 metra skriðsundi í flokki blindra og í morgun bætti hann 13 ára gamalt Íslandsmet í 50 metra skriðsundi. Nánar


14.10.2009

Haustfrí

Fimmtudaginn 15. október og föstudaginn 16. október er haustfrí í Kvennaskólanum. Kennsla hefst að nýju samkvæmt stundaskrá mánudaginn 19. október. Nánar


12.10.2009

Vinátta skólaárið 2009-2010 hafin!

Í mentorverkefninu Vináttu gefst háskóla- og framhaldsskólanemum þar á meðal nemendum í Kvennaskólanum í Reykjavík tækifæri til að tengjast grunnskólabarni og vera góð fyrirmynd.
Mentorverkefnið er samfélagsverkefni og er eitt meginmarkmið þess að háskóla- og framhaldsskólanemendur vinni að velferð barna og öðlist víðtæka reynslu í samskiptum við börn í gegnum persónuleg tengsl við þau. Þannig vinna mentorar að velferð barna, öðlast reynslu í samskiptum við börn, foreldra og nærumhverfi og bæta við eigin þekkingu og reynslu af samskiptum við ólíka einstaklinga. Nánar


08.10.2009

Kvennó vs MH í dag

Í dag er Kvennó vs MH dagurinn. Þessir tveir skólar gera sér glaðan dag saman og keppa á ýmsum sviðum. Sem dæmi um keppnisgreinar má nefna puttastríð, sjómann, þrautahlaup og fleira. Þá munu lið kennara skólanna keppa í spurningakeppni í MH í kvöld. Nánar


06.10.2009

Myndir úr Þórsmerkurferð

Í síðustu viku fóru nemendur í 1. bekk í tveggja daga ferð í Bása í Goðalandi (við Þórsmörk). Nokkrar myndir voru teknar í ferðinni og er hægt að skoða þær með því að smella hér eða með því að velja Myndir á heimasíðunni. Nánar


04.10.2009

Undirritun samninga um þróunarstarf

Kvennaskólinn í Reykjavík, Kennarasamband Íslands, Menntamálaráðuneytið og Fjármálaráðuneytið undirrituðu nýlega samkomulag vegna tilraunar með breytt kennslufyrirkomulag í Kvennaskólanum. Meginmarkmiðið er að innleiða kennslu samkvæmt nýjum framhaldsskólalögum nr. 92/2008 með sveigjanlegum þriggja til fjögurra ára námstíma. Í framhaldinu var gert samkomulag í samstarfsnefnd kennara og stjórnenda Kvennaskólans um álagsgreiðslur vegna þróunarvinnunnar. Nánar


01.10.2009

Hann á afmæli í dag!

Framan á byggingu Kvennaskólans í Reykjavík að Fríkirkjuvegi 9 stendur ártalið 1909. 1. október 2009 eru 100 ár liðin frá því núverandi húsnæði Kvennaskólans í Reykjavík við Fríkirkjuveg var tekið í notkun.
Ekki er nóg með að húsið við Fríkirkjuveg eigi afmæli heldur er þetta líka afmælisdagur skólans sjálfs því það var þennan dag fyrir 135 árum sem hjónin Þóra og Páll Melsteð hófu skólastarf í nýstofnuðum Kvennaskólanum og var hann til húsa við Austurvöll fyrstu árin.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og skólinn tekið miklum breytingum í áranna rás, frá því að vera virtur skóli sem menntaði stúlkur til munns og handa til þess að vera það sem hann er í dag, vinsæll og virtur menntaskóli fyrir bæði kynin.

Nánar


28.09.2009

Söngsalur

Í dag var söngsalur í Kvennaskólanum og var tilefnið Evrópski tungumáladagurinn sem var laugardaginn 26. september. Safnast var saman á sal rétt fyrir hádegi og sungu nemendur og kennarar lög á ýmsum tungumálum undir styrkri stjórn Erlu Elínar Hansdóttur og Margrétar Helgu Hjartardóttur, við undirleik Harðar Áskelssonar. Nánar


24.09.2009

Örnámskeið í skipulagningu og góðum vinnubrögðum

Áttu það til að fresta hlutunum óhóflega?
Þarftu að  hressa upp á minnið?
Gleymirðu því sem þú lest?
Eru námsgögnin stundum í óreiðu?

Við erum tilbúnar að aðstoða  þig við að koma lagi á hlutina og bjóðum upp á stutt námskeið í skipulagningu tíma, náms og vinnubrögðum sem skila árangri.

Hvert námskeið er 4 skipti. Hægt er að velja um að vera annað hvort á mánudögum eða föstudögum.

Mánudagar 5., 12., 19. og 26. október
Föstudagar: 2., 9., 23 og 30 október
    
Tími: 11:30 – 12:00 á mánudögum eða föstudögum
 
Staður: Viðtalsherbergi Ingveldar á 2. hæð til hægri í Uppsölum
 
Skráning fer fram á aðalskrifstofu Kvennaskólans, Fríkirkjuvegi 9 eða hjá Ingveldi i Uppsölum.
 
Hildigunnur og  Ingveldur
námsráðgjafar

Nánar


22.09.2009

Verðandi kennarar í starfsnámi í Kvennaskólanum

Undanfarin ár hefur Kvennaskólinn verið í samstarfi við HÍ um þjálfun kennaranema. Auk kennsluæfinga eru vikulegir fræðslufundir þar sem nemunum er gefin innsýn í hinar margvíslegu hliðar skólastarfsins. Kennslugreinar nemanna í ár eru félagsfræði, saga og íslenska. Leiðsagnarkennarar þeirra eru Björk Þorgeirsdóttir, Ragnar Sigurðsson, Sigrún Halla Guðnadóttir og Sólveig Einarsdóttir. Verkefnisstjóri er Ingveldur Sveinbjörnsdóttir. Nánar


22.09.2009

Heimsókn frá Sönderborg Statsskole

Þessa viku verða 26 nemendur og tveir kennarar frá Sönderborg Statsskole í heimsókn hjá okkur. 3.T. hefur veg og vanda að heimsókninni en þau heimsóttu Sönderborg í mars síðastliðnum. Dönsku gestirnir komu til landins í gær og byrjaðu ferðina með heimsókn í Bláa Lónið. Í morgun hafa þeir setið í kennslustundum með vinum sínum í 3.T og eftir hádegi ætla þau í hvalaskoðun. Hópurinn ætlar einnig skoða Alþingi og fara dagsferð á Gullfoss og Geysi. Nánar


10.09.2009

Vel heppnaður foreldrafundur

Fundur fyrir forráðamenn nýnema við Kvennaskólann var haldinn miðvikudagskvöldið 9. september og heppnaðist hann mjög vel. Óhætt er að segja að hann hafi verið vel sóttur því um 200 manns komu. Skólastarfið var kynnt og forráðamenn hittu umsjónarkennara bekkjanna á fyrsta ári. Nánar


04.09.2009

Kynningarfundur fyrir forráðamenn nýnema

Kynningarfundur fyrir forráðamenn nýnema Kvennaskólans í Reykjavík verður haldinn miðvikudaginn 9. september. Fundurinn hefst kl. 20.00 og verður í stofum N2-N4 að Fríkirkjuvegi 9.
Á dagskrá er meðal annars: námið við skólann, skólareglur, upplýsingakerfið Inna, þjónusta námsráðgjafa, félagslíf nemenda og störf umsjónarkennara.

Nánar


31.08.2009

Aukin þjónusta Blindrabókasafns við nemendur með dyslexiu

Blindrabókasafn Íslands hefur nýlega bætt við þá þjónustu sem safnið hefur veitt hingað tll. Nemendur með dyslexiu eru beðnir að hafa samband við námsráðgjafa skólans til að fá kynningarbækling og frekari upplýsingar um þjónustu safnsins. Nánar


31.08.2009

Busavígsla og ball

Miðvikudaginn 2. september bjóða eldri nemendur nýnema velkomna með hefðbundinni busavígslu. Um kvöldið stendur nemendafélagið fyrir dansleik á Nasa við Austurvöll frá kl. 22:00 - 01:00. Leyfi verður í fyrsta tíma (kl. 8:10-9:10) daginn eftir ball, fimmtudaginn 3. september. Nánar


22.08.2009

Skólasetning fyrir eldri nemendur

Skólasetning fyrir eldri nemendur verður í Fríkirkjunni í Reykjavík kl. 10.00, mánudaginn 24. ágúst 2009. Nánar


Inna
13.08.2009

Stundatöflur

Nú geta nemendur í 2. – 4. bekk séð stundatöfluna sína í Innu.
Nýnemar sem fara í 1. bekk fá stundatöflu sína afhenta á skólasetningu þann 20. ágúst. Þeim býðst líka að koma og sækja töflu sína á skrifstofu skólans frá og með deginum í dag vilji þeir það. Nánar


11.08.2009

Afsláttur á kennslubókum í íslensku

Nemendur geta fengið góðan afslátt af eftirfarandi kennslubókum í íslensku ef þeir fara í viðkomandi forlög og kaupa bækurnar þar. Þeir þurfa bara að geta þess að þeir séu í Kvennaskólanum í Reykjavík.
Tungutak - setningafræði handa framhaldsskólum
Tungutak - ritun handa framhaldsskólum
Tungutak - málsaga handa framhaldsskólum
(sem kennd verður eftir jól).

Allar þessar bækur eru eftir Ásdísi Arnalds, Elínborgu Ragnarsdóttur og Sólveigu Einarsdóttur.
Þessar bækur eru gefnar út af Forlaginu Bókaútgáfu og er það til húsa að Bræðraborgarstíg 7, 101 Rvík.
Guðirnir okkar gömlu eftir Sölva Sveinsson ásamt Snorra-Eddu í útgáfu Guðrúnar Nordal.
Ormurinn langi. Leiftur úr íslenskum bókmenntum 900-1900. Bragi Halldórsson, Knútur Hafsteinsson og Ólafur Oddsson tóku saman.
Þessar bækur eru gefnar út af bókaforlaginu Bjarti sem er til húsa að Bræðraborgarstíg 9.

Nánar


11.08.2009

Bókalistar

Bókalistar fyrir skólaárið 2009-2010 eru komnir á heimasíðuna.
Smellið hér til að sjá bókalista fyrir 1. ár annars vegar og 2.-4. ár hins vegar.

Nánar


11.08.2009

Skólasetning og upphaf kennslu


Skólasetning fyrir nýnema

Fimmtudaginn 20. ágúst er skólasetning fyrir 1. bekk kl. 9:00 í Uppsölum, Þingholtsstræti 37.
Þennan dag verða nýnemar í skólanum til hádegis í ýmsum verkefnum.
Föstudaginn 21. ágúst hefst kennsla í 1. bekk skv. stundatöflu.

Skólasetning fyrir eldri nemendur

Mánudaginn 24. ágúst er skólasetning fyrir eldri nemendur, 2.-4. bekk,  kl. 10 (sennilega í Fríkirkjunni).
Kennsla hefst svo hjá eldri nemendum þriðjudaginn 25. ágúst.

Nánar


24.06.2009

Innritun 2009 lokið

Innritun í Kvennaskólann árið 2009 er lokið.
Alls bárust 258 umsóknir um skólann sem fyrsta val og voru 162 teknir inn í 1. bekk. Ekki var unnt að bæta neinum nýjum nemendum inn í eldri bekki skólans.
136 varaumsóknir hafa komið til skoðunar í skólanum en þeim þurfti öllum að hafna.

Nánar


25.05.2009

Innritun nýnema

Innritun í framhaldsskóla hófst 15. maí og stendur til 11. júní. Upplýsingar um inntökuskilyrði er hægt að sjá með því að smella hér og upplýsingar um námsleiðir í skólanum er hægt að sjá með því að smella hér. Einnig er hægt að sjá nýjan kynningarbækling um skólann með því að smella hér. Inntökuskilyrði, upplýsingar um námsleiðir og kynningarbækling er einnig hægt að velja undir Í deiglunni af hægri valmynd á heimasíðunni.
 
Nemendur þurfa að hafa tiltækan veflykil til að sækja um skólavist. Sækja skal um skólavist á www.menntagatt.is. Nemendur í 10. bekk grunnskóla fá bréf með leiðbeiningum og veflykli sem opnar þeim aðgang að innrituninni. Forráðamenn þeirra fá einnig bréf frá menntamálaráðuneytinu með upplýsingum um innritunina. Einnig er hægt að sækja um veflykil á www.menntagatt.is. Nánar


22.05.2009

Útskrift stúdenta 2009

Í dag var myndarlegur hópur stúdenta útskrifaður frá Kvennaskólanum við hátíðlega athöfn í aðalsal Borgarleikhússins þar sem umgjörðin var öll hin glæsilegasta. Kór Kvennaskólans söng og útskriftarnemendur glöddu gesti með tónlistaratriðum því Andri Björn Róbertsson 4T söng einsöng og Hrafnhildur Hafliðadóttir 4FU lék einleik á píanó. Nánar


19.05.2009

Útskrift stúdenta og skólaslit

Útskrift stúdenta og skólaslit Kvennaskólans verða í Borgarleikhúsinu kl. 13:00 föstudaginn 22. maí 2009. Að lokinni útskriftarathöfn er viðstöddum boðið til móttöku í Kvennaskólanum við Fríkirkjuveg 9. Nánar


18.05.2009

Einkunnaafhending, prófsýning og æfing útskriftarnema

Einkunnaafhending verður á morgun, þriðjudaginn 19. maí kl. 9.00 í Uppsölum. Strax að lokinni einkunnaafhendingu verður prófsýning þar sem nemendur geta skoðað prófúrlausnir sínar og rætt við kennara.
Sérstök athygli er vakin á því að útskriftarnemendur eiga að mæta á æfingu fyrir útskriftarathöfnina í Borgarleikhúsinu á morgun, þriðjudaginn 19. maí kl. 10.30. Nánar


16.05.2009

Nýr kynningarbæklingur

Út er kominn nýr kynningarbæklingur fyrir Kvennaskólann. Hægt er að sjá rafræna útgáfu hans með því að smella hér eða með því að velja Skólakynningu af hægri valmynd (undir Í deiglunni). Nánar


13.05.2009

Ný stjórn nemendafélagsins tekur við

Nemendur kusu á dögunum nýja stjórn nemendafélagsins Keðjunnar. Í fyrsta sinn voru kosningarnar rafrænar og tókst fyrirkomulagið með miklum ágætum. Nýja stjórnin verður sú fyrsta til að starfa undir nýjum lögum félagsins en þau voru samþykkt í apríl síðastliðnum. Þær breytingar verða með nýju lögunum að stjórn Keðjunnar verður skipuð formanni, gjaldkera og formönnum fimm stærstu nefndanna. Þetta er gert til að tryggja gott samstarf nefnda og stjórnar og hafa upplýsingaflæði til nemenda sem allra best. Nánar


12.05.2009

Ellefu styrkir til nýnema við HÍ

Fréttatilkynning frá Háskóla Íslands:
Ellefu styrkir verða veittir úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands 16. júní nk. Um er að ræða styrki til nemenda sem náð hafa afburðaárangri á stúdentsprófi og innritast í Háskóla Íslands. Hver styrkur nemur 300.000 krónum auk niðurfellingar skráningargjalds í Háskólann, sem er 45.000 krónur.
Þetta er í annað sinn sem styrkir eru veittir úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta við Háskóla Íslands en sjóðurinn var stofnaður í fyrra. Nánar


06.05.2009

SAFT Ungmennaráð

Skólanum barst eftirfarandi fréttatilkynning:
SAFT - Samfélag, fjölskylda og tækni, vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi, hefur hafið undirbúning að stofnun ungmennaráðs.
Ungmennaráðið samanstendur af krökkum á aldrinum 12-18 ára sem koma alls staðar að af landinu. Ráðið mun aðstoða við uppfærslu á heimasíðu SAFT, Facebook og Myspace síðum verkefnisins. Ráðið mun einnig vinna hugmyndir um það hvernig eigi að kenna ánægjulega og örugga netnotkun í skólum landsins, koma að hönnun kennsluefnis, vera ráðgefandi um hönnun og framkvæmd herferða, sinna jafningjafræðslu og halda erindi á foreldrafundum. Nánar


30.04.2009

Njáluferð

Mánudaginn 27. apríl í blíðskaparveðri héldu nemendur 2. bekkjar ásamt þremur kennurum i á söguslóðir Brennu-Njáls sögu.   Ferðin gekk mjög vel ef undan er skilið smávægilegt rútuævintýri á veginum upp að Keldum á Rangárvöllum. Þar stóðu yfir vegaframkvæmdir og festust tvær af þremur rútum í gljúpum sandi.  Eftir að hafa reynt árangurslaust að mjaka rútunum upp úr hjólförunum - með dyggum stuðningi kraftakarla úr röðum nemenda - varð að kalla til dráttartrukk til að draga rúturnar á “fast” land. Nánar


24.04.2009

Dimmisjón

Í dag kveðja útskriftarnemendur Kvennaskólann. Þeir mættu í Uppsali í morgun kl. 10.30 og kvöddu kennara og annað starfsfólk og færðu þeim gjafir. Í dag er stefnan sett á skautaferð ofl.. Í kvöld bjóða nemendur starfsfólki skólans í kvöldverð og skemmtun. Nánar


20.04.2009

Vortónleikar Kvennaskólans

Kór Kvennaskólans heldur vortónleika sína í Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 23. apríl, sumardaginn fyrsta, kl. 20.00.
Þemað er nýtt íslenskt popp og spilar hljómsveitin Múgsefjun undir.
Tekin verða lög eftir Hjaltalín, Lay Low, Mammút og marga aðra!
Eftir tónleikana verður kaffisala í matsal Kvennaskólans og kostar það 500 kr.
Allir eru hjartanlega velkomnir! Nánar


03.04.2009

Heimsókn í Læknagarð

Þórður Jóhannesson eðlisfræðikennari fór með 4NS í heimsókn í Læknagarð sl. þriðjudag. Þar tók Logi Jónsson dósent á móti þeim og hann ásamt Björgu Þorleifsdóttur aðstoðarkonu sinni sýndi þeim ýmis tæki og tól sem þau fengu að prófa á sjálfum sér. T.d. tóku þau hjartalínurit hvert af öðru og könnuðu viðbrögð tauga við utanaðkomandi rafstraumi. Ennfremur fór Logi með þeim upp í Krukkuborg þar sem þau fengu að skoða ýmsa líkamsparta manneskjunnar, vel varðveitta. Nánar


03.04.2009

Lokahátíð Íþróttavakningar framhaldsskóla

Lokahátíð Íþróttavakningar framhaldsskóla verður haldin í Fífunni og Smáranum í Kópavogi, laugardaginn 4. apríl kl. 14:30-19:00. Nánar


27.03.2009

2T í vikuferð í Danmörku

Á morgun, laugardaginn 28. mars, fer 2. bekkur á málabraut (2T) í vikuheimsókn til Danmerkur, nánar tiltekið í Statsskolen í Sønderborg. Kennararnir sem fara með hópnum eru Elínborg Ragnarsdóttir og Þórhildur Lárusdóttir.
Hópurinn heldur úti blogg-síðu og hægt er að fylgjast með ferðinni með því að smella hér . Einnig er hlekkur hægri megin á heimasíðu skólans undir Í deiglunni. Nánar


27.03.2009

Peysufatadagur - Myndir

Nú eru komnar myndir af Peysufatadeginum, undir Myndir. Hægt er að sjá myndasafnið með því að smella hér. Nánar


27.03.2009

Peysufatadagur Kvennaskólans 27.mars

Í dag er árlegur Peysufatadagur nemenda í 3. bekk Kvennaskólans.

Dagskrá:

Kl. 8:00 - Morgunmatur í boði ungra jafnaðarmanna í Kosningamiðstöðinni á Skólabrú ( Pósthússtræti 17, 101 RVK)
Kl. 9:15 - Dansað við Menntamálaráðuneytið, Sölvhólsgötu.
Kl. 10:00 - Ingólfstorg
Kl. 11:00 - Kvennó, dansað fyrir nemendur og kennara.
Kl. 11:45 - Grund.
Kl. 13:00 - Hrafnista í Reykjavík.
Kl.14:00 - Myndataka fyrir framan Kvennó.
Kl.14:30 - Kakó og vöfflur í matsalnum.
Kl. 19:00 - Kvöldverður í félagsheimili Seltjarnarness.
Kl. 02:00 - Formlegum Peysufatadegi lýkur.
Nánar


26.03.2009

Vel sótt opið hús

Það var fjölmenni á opnu húsi í Kvennaskólanum í gær. Nemendur í 10. bekk og forráðamenn þeirra nýttu sér boð um að skoða skólann og kynna sér námsframboð, starfsemi og félagslíf hans. Hægt er að sjá nokkrar myndir sem voru teknar í gær með því að smella hér. Nánar


24.03.2009

Opið hús - Allir velkomnir!

Opið hús fyrir 10. bekkinga og foreldra þeirra verður í Kvennaskólanum miðvikudaginn 25. mars frá kl. 17-20.
Gestir geta skoðað skólann og forvitnast um starfsemi hans. Námsráðgjafar og fleiri bjóða upp á sérstaka kynningu á skólanum, efnafræðikennarar verða með nemendur í verklegum tilraunum í efnafræðistofunni, tæki og kennslugögn verða til sýnis, nemendur verða með kynningu á félagslífinu, bókasafnið verður opið og ýmislegt fleira verður í boði.
Nemendur í 10. bekk og forráðamenn þeirra eru hvattir til að heimsækja okkur. Verið velkomin! Nánar


23.03.2009

Góður árangur í Þýskuþraut

Tveir nemendur Kvennaskólans sem þátt tóku í Þýskuþraut 2009 voru í hópi þeirra nemenda sem fá viðurkenningu fyrir frábæran árangur. Það eru Heimir Örn Guðnason í 2. T sem lenti í 5. sæti í keppninni og Anna Lísa Benediktsdóttir í 3. NÞ sem lenti í 19.-21. sæti. Þýskuþraut er haldin í öllum framhaldsskólum landsins og keppa nemendur þar í hinum ýmsu færniþáttum þýskunnar. Við óskum Heimi og Önnu Lísu hjartanlega til hamingju með góða frammistöðu. Nánar


23.03.2009

Frábær árangur í frönsku ljóðakeppninni

Tveir nemendur úr Kvennó tóku þátt í ljóðakeppninni frönsku sem haldin var laugardaginn 21. mars. Það voru þær Heiðdís Haukdal Reynisdóttir (3NL) og Sólrún Una (3NS).
Þær stóðu sig báðar vel, fluttu eigin ljóð eins og hinir keppendurnir átta. Heiðdís hafði samið lag við ljóðið sitt sem hún söng með eigin gítarundirspili. Hún hreppti 2.-3. sæti í keppninni og fékk í verðlaun bækur og DVD diska. Nánar


23.03.2009

Kvennaskólinn úr leik í Morfís

Síðastliðið föstudagskvöld áttust lið Kvennaskólans og Verslunarskólans við í undanúrslitum Morfís. Keppt var í Uppsölum og var ræðuefnið Á að þyngja refsingar á Íslandi? og mælti Kvennaskólinn á móti. Keppnin var mjög jöfn og spennandi en viðureigninni lauk með sigri Verslunarskólans og munaði einungis 21 stigi þegar upp var staðið. Nánar


15.03.2009

Þingvellir, Geysir og Gullfoss

Farið var í dagsferð með allan hópinn í Kalmarverkefninu á laugardag, 14. mars, bæði nemendur í 3NS og CIS. Ferðin gekk vel þrátt fyrir vont veðurútlit. Auðvitað rættist úr því og við fengum bara ágætisveður á þeim stöðum sem við stoppuðum. Allir skemmtu sér vel eins og myndirnar sýna. Nánar


13.03.2009

Fúría slær í gegn - Önnur aukasýning

Vegna gríðarlegrar eftirspurnar verður önnur aukasýning á Pínku Píkuleikriti sunnudaginn 15.mars kl 20:00. Sýningin hefur fengið frábæra dóma og góða aðsókn!
Miðapantanir í síma 698-9309 eða 847-3410. Miðaverð einungis 1500 kr! Nánar


12.03.2009

Íþróttavakning í framhaldsskólum

Þann 12. nóvember var verkefninu Íþróttavakning í framhaldsskólum hrint af stað og hefur það verið í gangi síðan þá. Að íþróttavakningunni standa menntamálaráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti, Lýðheilsustöð og félög framhaldsskólanema, SÍF og HÍF. 
Á heimasíðu verkefnisins kemur fram að tilgangurinn með verkefninu sé „fyrst og fremst sá að fá sem flesta framhaldsskólanema til að hreyfa sig á hverjum degi og þar með hvetja nemendur til þess að auka vægi hreyfingar í daglegu lífi sem leiðir svo aftur til bættrar heilsu nemenda og meiri árangurs í lífi og starfi“.
Íþróttavakningunni lýkur 4. apríl næstkomandi en á vefsíðu menntamálaráðuneytisins má finna frekari upplýsingar um átakið og stöðu skólanna í keppninni. Nánar


11.03.2009

Velkomin

Í dag, 11.mars koma 19 nemendur og 3 kennarar frá CIS framhaldsskólanum í Kalmar í Svíþjóð og verða hér til 19.mars. 3NS ásamt 3 kennurum úr Kvennó fór til þeirra í nóvember á síðasta ári og nú er komið að síðari hluta þessa verkefnis. Sænsku nemendurnir gista á heimilum íslensku nemendanna. Nemendur eru að vinna að ýmsum verkefnum sem tengjast heilsu. Verkefnin verða kláruð hér í skólanum og nemendur flytja svo verkefnin. Dagskrá þessarar viku er mjög fjölbreytileg, ýmist innan eða utan bæjarmarka. Við hlökkum mikið til að fá gestina til okkar og bjóðum þau innilega velkomin. Nánar


10.03.2009

Aukasýning Fúríu fimmtudag

Vegna mikillar eftirspurnar verður aukasýning á Pínku Píkuleikriti fimmtudaginn 12.mars kl 20:00. Sýningin hefur gengið mjög vel og eru allir hæstánægðir með þessa frábæru sýningu!
Ekki láta þetta meistaraverk framhjá þér fara...!
Miðapantanir í síma 823-6527 eða 847-0080. Miðaverð einungis 1500 kr!
Kveðja,
Fúría Nánar


08.03.2009

Fúría fær góða dóma

Pínku píkuleikrit sem Fúría, leikfélag Kvennaskólans setur upp hefur fengið mjög góðar viðtökur áhorfenda og er óhætt að mæla með sýningunni. Leikritið er eftir leikstjóra og leikhóp en er byggt á Píkusögum. Leikstjóri er Ingrid Jónsdóttir.
Síðasta sýning er í kvöld sunnudaginn 8.mars kl 20.00. Miðaverð er 1500 kr og er greitt við innganginn. Miðapantanir eru í síma 8470080 og 8236527. Nánar


04.03.2009

Leiksýningar Fúríu

Fúría, leikfélag Kvennaskólans setur þetta árið upp Pínku píkuleikrit, eftir leikstjóra og leikhóp og pínulítið stolið úr Píkusögum:) Leikstjóri er Ingrid Jónsdóttir.
Sýningar eru 5. mars kl 20.00, 7.mars kl 17.00 og 20.00 og 8.mars kl 20.00. Miðaverð er 1500 kr og er greitt við innganginn. Miðapantanir eru í síma 8470080 og 8236527. Nánar


02.03.2009

Berlínarferð nemenda í ÞÝS 473

Föstudaginn 20. febrúar hélt hópur nemenda í ÞÝS 473 í ferð til Berlínar ásamt kennurum áfangans, Ástu og Guðrúnu Erlu. Í hópnum voru 21 nemandi í 3. og 4. bekk. Nemendur höfðu fyrir ferðina kynnt sér eitt og annað um Berlín og unnu m.a. kynningar um þekktustu staðina. Ferðin heppnaðist í alla staði frábærlega og margt var skoðað og gert. Nánar


28.02.2009

Tap í Gettu betur

Í kvöld beið lið Kvennaskólans lægri hlut fyrir liði Verslunarskólans í fjórðungsúrslitum Gettu betur í Sjónvarpinu. Lokatölur urðu 18-36. Þó við ofurefli hafi verið að etja í kvöld þá er lið Kvennaskólans búið að standa sig vel í vetur en það skipa Gísli Erlendur Marínósson, Helgi Guðmundur Ásmundsson og Jörgen Már Ágústsson. Þjálfarar þess eru Kristinn og Þórdís sem bæði eru fyrrum nemendur og Laufey Haraldsdóttir er liðsstjóri. Nánar


28.02.2009

Þýskuþraut 2009

Félag þýskukennara á Íslandi efnir að venju til samkeppni meðal framhaldsskólanema og eru verðlaunin m.a. dvöl í Þýskalandi. Að þessu sinni verður þrautin lögð fyrir í Kvennaskólanum miðvikudaginn 4. mars og eru allir áhugasamir nemendur hvattir til að skrá sig (sjá skilyrði fyrir þátttöku). Hægt er að sjá auglýsingu með nánari upplýsingum með því að smella á Nánar. Nánar


26.02.2009

Lið Kvennaskólans komið í undanúrslit í Morfís

Í gærkvöldi vannst öruggur sigur á liði MS í 8-liða úrslitum Morfís. Ekki er komin dagsetning á undanúrslitaviðureignina en hún verður líklega í Mars og andstæðingarnir verða lið Verslunarskólans. Í hinni undanúrslítaviðureigninni eigast við lið MÍ og FSu. Morfíslið Kvennaskólans skipa:
Garðar Þór Þorkelsson - Liðsstjóri
Björn Rafn Gunnarsson - Frummælandi
Baldur Eiríksson - Meðmælandi
Viktor Orri Valgarðsson - Stuðningsmaður
Nánar


24.02.2009

Tjarnardagar

Þessa vikuna er mikið um að vera í Kvennaskólanum. Þriðjudag fyrir hádegi fer fram forval fyrir næsta vetur og eru meðfylgjandi myndir teknar við það tækifæri.
Þriðjudag og miðvikudag er ekki hefðbundin kennsla en þess í stað taka nemendur þátt í ýmsum námskeiðum á vegum nemendafélagsins. Miðvikudagskvöldið 25. febrúar keppir lið Kvennaskólans við MS í Morfís. Fimmtudaginn 26. nóvember er síðan árshátíð Keðjunnar á Selfossi. Föstudaginn 27. febrúar er leyfi og laugardagskvöldið 28. febrúar keppir lið Kvennaskólans við Verslunarskólann í Gettu betur. Hægt er að sjá nánari upplýsingar um dagskrá Tjarnardaganna á heimasíðu Keðjunnar. Nánar


20.02.2009

Ljósmyndun

Í vetur bauð Kvennaskólinn upp á valáfanga í ljósmyndun og myndvinnslu, Ljó 102, þar sem nemendur lærðu undirstöðuatriði stafrænnar myndatöku. Núna er hægt að sjá sýnishorn úr verkum nemenda í myndasöfnum á heimasíðu skólans undir Myndir. Um þrjá flokka er að ræða: Myndir, Samsettar myndir og Hönnun CD-umslags.
Áfanginn Ljó 102 er aftur í boði fyrir næsta ár. Nánar


19.02.2009

Tónlistarviðburður

Það var mikil tónlistarveisla í dag þegar nemendur og starfsfólk Kvennaskólans urðu þeirrar ánægju aðnjótandi að hlýða á kynningu og tónleika Víkings Heiðars Ólafssonar píanóleikara í Listasafni Íslands. Vegna plássleysis þurfti að tvískipta hópnum, 3. og 4. bekkur fór fyrir hádegi og 1. og 2. bekkur eftir hádegi.
Víkingur lék verk eftir Debussy, Bartok og Stravinski og með honum var Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur og listrænn stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem leiddi áhorfendur í allan sannleikann um tilurð og sögu verkanna sem leikin voru. Það leyndi sér ekki að þeir félagar eru snillingar á sínu sviði og sýndu þeir glæsileg tilþrif við flygilinn og miðluðu miklum fróðleik á lifandi og skemmtilegan hátt svo úr varð eftirminnileg og skemmtileg upplifun fyrir viðstadda. Nánar


19.02.2009

Háskóladagurinn 2009

Laugardaginn 21. febrúar kl. 11.00-16.00 munu skólar á háskólastigi kynna námsframboð sitt. Í Norræna húsinu verður kynning á framhaldsnámi í Danmörku og Svíþjóð, Háskóli Íslands mun kynna starfsemi sína á Háskólatorginu, í Gimli og í Odda í HÍ og í ráðhúsi Reykjavíkur munu eftirfarandi skólar kynna starfsemi sína: Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Bifröst, Háskólinn á Hólum, Háskólinn í Reykjavík, Landbúnaðarháskóli Íslands og Listaháskóli Íslands.
Hægt er að lesa nánar um háskóladaginn á www.haskoladagurinn.is. Nánar


16.02.2009

Forval fyrir næsta vetur

Í þessari viku fá nemendur í  1.-3. bekk forvalsblöð til að kanna áhuga nemenda á því sem í boði verður næsta vetur.
Til að sjá áfangalýsingar þeirra áfanga sem í boði verða veljið þið á heimasíðu skólans námið og þar er undirsíðan námsgreinar. 2. bekkur þarf einnig að velja línu á sinni braut. Til að sjá lýsingu á línum veljið þið námið og svo námsbrautina.
Forvali lýkur með markaðstorgi þriðjudaginn 24. febrúar og þá þurfa nemendur að skila forvalsblöðunum. Markaðstorgið verður í stofum N2-N4 þar sem kennarar munu kynna áfanga. Kynning á valáföngum fyrir 1. bekk verður milli kl. 9 og 10. Kynning fyrir 2. og 3. bekk verður milli kl. 10 og 12. Nánar


04.02.2009

Opið hús í Kvennaskólanum 25. mars

Miðvikudaginn 25. mars verður opið hús í Kvennaskólanum fyrir 10. bekkinga og forráðamenn þeirra frá kl. 17 til 20 að Fríkirkjuvegi 9.
Námsframboð skólans, inntökuskilyrði og félagslíf verða kynnt.
Verið velkomin.
Smellið hér til að sjá auglýsingu.
Nánar


28.01.2009

Sigur í Morfís

Morfíslið Kvennaskólans vann frækinn sigur á ræðuliði FB föstudaginn 23. janúar.
Morfísliðið skipa:
Garðar Þór Þorkelsson - Liðstjóri
Björn Rafn Gunnarsson - Frummælandi
Baldur Eiríksson - Meðmælandi
Viktor Orri Valgarðsson - Stuðningsmaður
Viktor Orri var valinn ræðumaður kvöldsins.
Næsta keppni er í 8 liða úrslitum og mun lið Kvennaskólans etja kappi við lið Menntaskólans við Sund. Nánar


23.01.2009

Sigur í Gettu betur í gær og keppt í Morfís í kvöld

Sigurganga liðs Kvennaskólans í Gettu betur hélt áfram í gærkvöldi þegar sigur vannst á FSU með 17 stigum gegn 14. Þar með er Kvennaskólinn kominn í þriðju umferð sem fram fer í Sjónvarpinu.
Í kvöld mun síðan Kvennaskólinn taka þátt í Morfís, ræðukeppni framhaldsskólanna. Lið Kvennaskólans mun etja kappi við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Umræðuefnið er "raunveruleikinn" og mælir lið Kvennó á móti. Keppnin fer fram í Uppsölum Kvennaskólans klukkan 20:00.
Hægt er að lesa nánar um keppnina á heimasíðu Keðjunnar með því að smella hér. Nánar


20.01.2009

Sigur í Gettu betur

Í gærkvöldi keppti lið Kvennaskólans við lið Flensborgar í Gettu betur. Öruggur sigur hafðist gegn Hafnfirðingum og lokatölur urðu 18 stig Kvenskælinga gegn 8 stigum andstæðinganna. Kvennaskólinn er því kominn í 2. umferð og mætir þar liði Fjölbrautaskóla Suðurlands fimmtudaginn 22. janúar. Nánar


19.01.2009

Gettu betur

Í kvöld keppir lið Kvennaskólans í fyrstu umferð Gettu betur á móti Flensborg kl. 19:30 í Efstaleiti. Allir er hvattir til að mæta og styðja við bakið á keppendum. Þeir sem ekki komast á staðinn geta hlustað á viðureignina í útvarpinu í beinni útsendingu. Nánar


08.01.2009

Liðsauki í náms- og starfsráðgjöf

Svava Rós Sveinsdóttir, nemi í náms- og starfsráðgjöf við Félags- og mannvísindadeild HÍ, verður í starfsþjálfun í Kvennaskólanum á vorönn 2009. Hún mun starfa með námsráðgjöfum skólans og taka virkan þátt í þeirri þjónustu sem náms- og starfsráðgjöfin hefur upp á að bjóða. Svava Rós mun hafa fasta viðveru alla mánudaga og þriðjudaga fram í miðjan mars. Hún er boðin innilega velkomin til starfa. Nánar


02.01.2009

Gleðilegt ár!

Nú geta nemendur og kennarar séð nýjar stundatöflur vorannar 2009 í Innu. Kennsla hefst þriðjudaginn 6. janúar skv. stundaskrá. Bókalista finnið þið hér á heimasíðunni.
Skrifstofa skólans verður opnuð kl. 8:00 mánudaginn 5. janúar og starfsfólk skólans kemur þá til starfa. Nánar
Síðast breytt: 04.03.2013 12:54


AukavalLeit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli