Kvennaskólinn í Reykjavík

Fréttir eftir ári

19.12.2008

Gleðileg jól!

Kvennaskólinn í Reykjavík óskar nemendum sínum, starfsfólki, öllum velunnurum skólans og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Kennsla á vorönn hefst samkvæmt nýrri stundaskrá þriðjudaginn 6. janúar 2009. Nánar


18.12.2008

Einkunnaafhending og prófsýning

Afhending einkunna fyrir haustönn 2008 í Kvennaskólanum verður í Uppsölum föstudaginn 19. desember kl. 9:00 árdegis og að lokinni einkunnaafhendingu er prófsýning þar sem nemendur geta skoðað prófúrlausnir sínar og fengið upplýsingar hjá kennurum. Kl. 11.15 er nemendum og kennurum boðið á tónleika Hólmfríðar Friðjónsdóttur í Fríkirkjunni. Hólmfríður er fyrrverandi kórstjóri og kennari við Kvennaskólann. Nánar


11.12.2008

Eyþór íþróttamaður ársins

Eyþór Þrastarson, nemandi í 2FF í Kvennaskólanum, var í gær valinn íþróttamaður ársins 2008 úr röðum fatlaðra. Eyþór er búinn að standa sig frábærlega á árinu en hann keppir í sundi. Verðlaunahófið fór fram á Radisson SAS Hótel Sögu í gær, miðvikudaginn 10. desember. Kvennaskólinn færir Eyþóri innilegar hamingjuóskir. Myndin er fengin að láni á heimasíðu Íþróttasambands fatlaðra (www.ifsport.is) en þar má lesa nánari umfjöllun um hófið og sjá myndasyrpu. Nánar


02.12.2008

Jólapróf

Í dag lauk kennslu samkvæmt stundaskrá á haustönn. Á morgun, miðvikudaginn 3. desember er vinnudagur kennara og upplestrarfrí fyrir nemendur.
Próf hefjast fimmtudaginn 4. desember og síðasti prófdagur er mánudaginn 15. desember. Sjúkrapróf verða haldin þriðjudaginn 16. desember. Nánar


25.11.2008

Erna sigraði í Rymju

Fimmtudagskvöldið 20. nóvember var Rymja, söngkeppni Kvennaskólans, haldin í Íslensku Óperunni og tókst keppnin mjög vel. Það var Erna Agnes Sigurgeirsdóttir í 3T sem sigraði en hún söng A Case of you eftir Joni Mitchell. Nánar


24.11.2008

Hádegisverður í Frönsku 503

Nemendur í Frönsku 503 gerðu sér glaðan dag föstudaginn 21. nóvember þegar þeir gerðu franskri matargerð góð skil undir handleiðslu Margrétar Helgu frönskukennara. Allir útbjuggu franskan rétt heima hjá sér og komu með í tíma. Úr varð ljúffengur franskur hádegisverður sem heppnaðist einstaklega vel. Nemendur létu ekki þar við sitja og buðu í mat til sín Ingibjörgu skólameistara og Grétari fagstjóra í frönsku. Nánar


20.11.2008

Rymja

Söngkeppni Kvennaskólans, Rymja, verður haldin í kvöld, fimmtudaginn 20. nóvember, í Íslensku óperunni og hefst skemmtunin kl. 20:00. Aðgangseyrir er 1000 krónur. Miðasala er við inngang. Nánar


18.11.2008

Lifandi bókasafn í Kvennó

Lifandi bókasafn fór fram hér í Kvennó fimmtudaginn 13. nóvember. Undirbúningur og skipulagning bóksafnsins var alfarið í höndum nemenda í FÉL203. Lifandi bókasafn starfar nákvæmlega eins og venjulegt bókasafn - lesendur koma og fá "lánaða" bók í takmarkaðan tíma. Það er aðeins einn munur á: bækurnar í Lifandi bókasafni eru fólk og bækurnar og lesendurnir eiga persónuleg samskipti. Nánar


11.11.2008

Lifandi bókasafn í Kvennaskólanum - Vinnan og námið

Nemendur í félagsfræði 203 standa fyrir lifandi bókasafni þann 13. nóv. nk. Þema safnsins þetta árið er „Vinnan og námið“. Á bókasafninu verða ýmsar „bækur“ sem tala um vinnu sína og menntunina eða kunnáttuna sem þau hafa ölast.
Á bókasafnið koma t.d. kennari, lögfræðingur, lögreglumaður, kjötiðnaðarmaður og margar fleiri bækur.
Lifandi bókasafn fer fram í Uppsölum (U3 og U4) er opið frá kl. 13.30 til 15.30 (fimmtudaginn 13.nóvember). Nánar


10.11.2008

Allir komu þeir aftur .....

Nú er 3NS kominn heim eftir námsferð til Svíþjóðar. Eftir stuttan stans í Kaupmannahöfn þar sem farið var á Tycho Brahe stjörnufræðisafnið var haldið með lest til Kalmar í Svíþjóð. Svo mikil er aðsókn í lestar í því landi að ekki fengust sæti nema með höppum og glöppum. Auk þess sem lestin bilaði og kom klukkutíma of seint á áfangastað. Þar tóku sænskir gestgjafar á móti lúnum ferðalöngum og ekki laust við að óróa gætti í sumum hjörtum við nafnakallið í myrkrinu á brautarstöðinni í Kalmar. Nánar


10.11.2008

Sigur í Morfís

Föstudagskvöldið 31. október keppti Kvennaskólinn við FA í ræðukeppni Morfís og var umræðuefnið bjartsýni. Kvennó mælti með bjartsýni en FÁ á móti.
Ræðulið Kvennaskólans er skipað eftirtöldum nemendum:
Liðsstjóri - Garðar Þór Þorkelsson
Frummælandi - Björn Rafn Gunnarsson
Meðmælandi - Baldur Eiríksson
Stuðningsmaður - Viktor Orri Valgarðsson
Það er skemmst frá því að segja að Kvennó vann mjög örugglega eða með 376 stigum. Baldur Eiríksson var ræðumaður kvöldsins. Nánar


02.11.2008

Epladagur 2008

Fimmtudaginn 6. nóvember er hinn árlegi Epladagur í Kvennaskólanum í Reykjavík. Fyrir hádegi munu fulltrúar nemendafélagsins ganga í bekki og bjóða upp á epli. Kennt er til kl. 13.00 en eftir það er leyfi. Samkvæmt venju fara bekkirnir saman út að borða um kvöldið og síðan er dansleikur. Leyfi er í fyrsta tíma á föstudag og kennsla hefst því kl. 9.20. Nánar


01.11.2008

Námsferð til Kalmar

Í dag, 1. nóvember, lagði 3NS af stað í námsferð til Kalmar í Svíþjóð og verður þar næstu vikuna.
Byrjað er á því að fara til Kaupmannahafnar, síðan með lest á sunnudag á áfangastað. Komið verður til baka laugardaginn 8.nóv. Nemendur Kvennaskólans taka þátt í dagskrá sem er sameiginleg með sænsku nemendunum. Yfirskrift verkefnisins er Heilsa og vinna nemendur verkefni sem tengjast því á margvíslegan hátt. Nánar


15.10.2008

Haustfrí

Fimmtudaginn 16. og föstudaginn 17. október er haustfrí Kvennaskólans. Nemendur og annað starfsfólk mætir aftur til starfa samkvæmt stundaskrá mánudaginn 20. október. Vonandi hafa allir það sem best í fríinu og ná að hlaða "batteríin" fyrir seinni hluta haustannarinnar. Nánar


13.10.2008

Egluferð

Sunnudaginn 12. október fóru nemendur í Íslensku 673 í Egluferð. Fyrsti áfangastaður var Borg á Mýrum þar sem nemendur skoðuðu ýmislegt markvert. Fyrst veltu þeir fyrir sér túlkun Ásmundar Sveinssonar á harmi Egils í höggmyndinni Sonatorrek en eftir það gengu þeir upp á borgina og nutu útsýnisins þaðan. Þegar niður var komið var gengið í kirkjuna og að lokum fóru nemendur í kirkjugarðinn og skoðuðu þar eftirgerð af legsteini Kjartans Ólafssonar, barnabarns Egils Skalla-Grímssonar. Nánar


13.10.2008

Morgunverður í Þýskutíma

Sú skemmtilega venja hefur skapast í áfanganum þýska 503 að hópurinn ásamt kennara hefur borðað morgunverð saman einu sinni um miðbik annarinnar. Er þá reynt að líkja sem mest eftir þýskum venjum. Borið er fram nýbakað brauð og rúnnstykki ásamt tilheyrandi áleggi, svo sem skinku, spægipylsu, ostum og sultu eða marmelaði sem að þessu sinni var heimalagað rifsberjahlaup og aðalbláberjamauk frá nemendum. Nánar


10.10.2008

Til foreldra frá Heimili og skóla - landssamtökum foreldra

Foreldrar eiga það sameiginlegt að vilja að börnum þeirra líði vel. Mikilvægt er fyrir okkur öll að staldra við og huga að því sem eykur vellíðan barna.
Menntamálaráðuneytið hefur beitt sér fyrir samráði allra aðila sem vinna að velferð barna og unglinga með það að markmiði að veita þeim viðeigandi stuðning.
Verum óhrædd við að leita ráða í þeim erfiðleikum sem við okkur blasa. Leitum til okkar nánustu og kynnum okkur þær leiðir aðrar sem samfélagið býður upp á til stuðnings við fjölskyldur. Nánar


05.10.2008

Vinátta í Kvennó

Vinátta mentorverkefni byggir á þeirri hugmyndafræði að tryggt samband milli barns og fullorðins einstaklings (háskóla- eða framhaldsskólanema), til lengri eða skemmri tíma, byggi upp sjálfsmynd barnsins og bæti við möguleika barnsins við mótun sjálfsmyndar sem komi meðal annars fram í auknum námsáhuga og árangri auk aukinnar lífsleikni. Nánar


01.10.2008

Kennaranemar í Kvennaskólanum

Undanfarin ár hefur Kvennaskólinn verið í samstarfi við HÍ um þjálfun kennaranema. Auk kennsluæfinga eru vikulegir fræðslufundir þar sem nemunum er gefin innsýn í hinar margvíslegu hliðar skólastarfsins. Kennslugreinar nemanna í ár eru félagsfræði, uppeldisfræði og enska. Leiðsagnarkennarar þeirra eru Björk Þorgeirsdóttir, Hildigunnur Gunnarsdóttir og Þórhildur Lárusdóttir. Verkefnisstjóri er Ingveldur Sveinbjörnsdóttir. Nemarnir eru boðnir velkomnir til starfa og þeim óskað góðs gengis. Nánar


26.09.2008

Söngsalur

Sú hefð hefur skapast í Kvennaskólanum að á Evrópska tungumáladaginn er safnast saman á sal rétt fyrir hádegi og nokkur lög sungin. Í dag var engin undantekning á því og nemendur og kennarar sungu undir styrkri stjórn Gunnars Benediktssonar kórstjóra, Margrétar Helgu Hjartardóttur fyrrverandi kórstjóra og við undirleik Harðar Áskelssonar. Byrjað var á að syngja Það er leikur að læra og síðan var farið í hin ýmsu lög á mismunandi tungumálum, svona í tilefni dagsins. Nánar


24.09.2008

Heimsókn frá Sönderborg Statsskole

3. bekkur á tungumálabraut er nú að taka á móti nemendum frá Sønderborg Statsskole. 3T heimsótti Sönderborg á síðasta ári. Í hópnum eru 17 nemendur ásamt tveimur kennurum. Danirnir komu til landsins laugardaginn 20. september og fara heim þann 26. september. Hópurinn hefur skoðað jarðvarmavirkjunina að Nesjavöllum. Einnig Þingvelli, Gullfoss og Geysi. Danirnir hafa einnig heimsótt orkufyrirtæki og áætla að heimsækja Alþingi og Þjóðminjasafnið. Það er óhætt að segja að gestir okkar hafi ekki verið heppnir með veðrið, í ferðum út fyrir Reykjavík hefur blásið og rignt hressilega. Þrátt fyrir það eru allir hæstánægðir með heimsóknina, bæði gestir og gestgjafar. Nánar


15.09.2008

Nýnemaferð

Hin árlega ferð nýnema verður farin í vikunni. Venjulega er farið í Þórsmörk en núna eru þar miklir vatnavextir og útlit næstu daga ekki gott þar sem spáð er miklum rigningum. Því verður gist í félagsheimilinu Heimalandi, Vestur-Eyjafjöllum, Hvolsvelli. Smellið hér til að fara á heimasíðu með upplýsingum um staðinn. Nánar


14.09.2008

Kynningarfundur fyrir forráðamenn nýnema

Kynningarfundur fyrir forráðamenn nýnema Kvennaskólans í Reykjavík verður haldinn miðvikudaginn 17. september. Fundurinn hefst kl. 20.00 og verður í stofum N2-N4 að Fríkirkjuvegi 9.
Á dagskrá er meðal annars: námið við skólann, skólareglur, upplýsingakerfið Inna, þjónusta námsráðgjafa og störf umsjónarkennara. Nánar


11.09.2008

Eyþór í úrslit

Við fylgjumst að sjálfsögðu spennt með gengi okkar manns í Kvennaskólanum á Ólympíuleikum fatlaðra í Beijing. Eyþór Þrastarson í 2FF náði 8. sæti í undanrásum í nótt og komst í úrslit í 400 metra skriðsundi. Úrslitin fara fram seinna í dag. Nánar


08.09.2008

Nýnemar boðnir velkomnir

Miðvikudaginn 10. september er svokallaður "busadagur", þegar eldri nemendur bjóða nýnema í Kvennaskólanum velkomna. Af þeim sökum fellur hefðbundin kennsla niður eftir kl. 13.00 þann daginn. Um kvöldið verður síðan dansleikur fyrir Kvennaskólanemendur á NASA við Austurvöll frá kl. 10.00 til kl. 01.00. Leyfi verður í fyrstu kennslustund (kl. 8.10-9.10) fimmtudaginn 11. september. Nánar


30.08.2008

Kvennaskólanemandi á Ólympíuleikunum

Kvennaskólinn á einn fulltrúa á Ólympíuleikum fatlaðra í Peking sem hefjast 6. september. Eyþór Þrastarson, nemandi í 2FF, er í íslenska hópnum sem heldur til Kína mánudaginn 1. september og keppir í sundi á leikunum. Við í Kvennaskólanum óskum Eyþóri og samferðafólki hans góðrar ferðar og ánægjulegrar dvalar og keppni. Áfram Ísland! Nánar


27.08.2008

Viðtalstímar náms- og starfsráðgjafa

Kristján Guðmundsson og Ingveldur Sveinbjörnsdóttir eru náms- og starfsráðgjafar Kvennaskólans og eru þau komin með nýja viðtalstíma. Upplýsingar um náms- og starfsráðgjöfina ásamt nýju viðtalstímunum má sjá með því að smella hér. Nánar


18.08.2008

Tilkynning frá íslenskukennurum til nemenda í 1. bekk

Nemendur Kvennaskólans fá 20% afslátt af Tungutaksbókunum ef þeir kaupa þær allar fjórar í einu hjá Forlaginu, Bræðraborgarstíg 7. Þið farið þangað og látið vita að þið séuð í Kvennó. Nánar


15.08.2008

Stundatöflur tilbúnar

Nú geta nemendur í 2., 3. og 4. bekk, sem hafa aðgangsorð að Innu séð stundatöfluna sína. Þeir sem hafa gleymt lykilorði sínu geta smellt á hlekkinn Gleymt lykilorð sem kemur upp þegar þeir fara í Innu af heimasíðu skólans og fá þá lykilorðið sent í tölvupósti.
Nýnemar, sem ekki hafa fengið aðgang að Innu, geta ef þeir vilja komið og sótt stundatöflur á skrifstofu Kvennaskólans að Fríkirkjuvegi 9 frá og með hádegi mánudaginn 18. ágúst. Annars munu þeir fá töflurnar afhentar við skólasetningu. Nánar


15.08.2008

Skólasetning á fimmtudaginn

Skólasetning Kvennaskólans verður fimmtudaginn 21. ágúst klukkan 10:00 í Fríkirkjunni í Reykjavík. Eftir setninguna hitta nemendur umsjónarkennara sína. Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu föstudaginn 22. ágúst. Nánar


10.08.2008

Breytingar á bókalista

Nokkrar breytingar hefur þurft að gera á bókalista Kvennaskólans fyrir skólaárið 2008-2009 frá þeirri útgáfu sem fór á heimasíðuna fyrr í sumar.
Breytingarnar eru í eftirfarandi áföngum: EFN 103, STÆ 263 og ÞÝS 503.
Vinsamlegast kynnið ykkur fyrrnefnda áfanga í nýjustu útgáfu bókalistans, en hana er hægt að nálgast með því að smella hér eða með því að velja Í deiglunni-Bókalisti af valmyndinni hér til hægri.

Nánar


09.08.2008

Kvennaskólanemi vann alþjóðlega ljósmyndakeppni

Eftirfarandi frétt birtist á www.visir.is þann 8. ágúst:
Sextán ára nemi í Kvennaskólanum í Reykjavík, Lára Þórðardóttir vann til verðlauna í alþjóðlegri ljósmyndakeppni á vegum Sameinuðu þjóðanna. Keppnin var haldin í tengslum við alþjóðaráðstefnu ungs fólks og var tema keppninnar: ungt fólk í breyttu loftslagi. Lára sendi inn tvær myndir og fékk önnur verðlaun, en hin lenti í hópi 48 útvalinna mynda. Nánar


19.06.2008

Helstu dagsetningar haustannar 2008

Helstu dagsetningar haustannar eru sem hér segir:


- Skrifstofa Kvennaskólans opnar að nýju, að loknu sumarfríi, miðvikudaginn 6. ágúst 2008.
- Skólasetning verður klukkan 10:00 fimmtudaginn 21. ágúst 2008.
- Kennsla á haustönn hefst samkvæmt stundaskrá föstudaginn 22. ágúst 2008.
- Fræðslufundur fyrir foreldra nýnema verður miðvikudaginn 17. september 2008.
- Þórsmerkurferð nýnema verður farin dagana 16.-18. september 2008.
- Haustfrí verður fimmtudaginn 16. október og föstudaginn 17. október 2008.
- Síðasti kennsludagur haustannar verður þriðjudaginn 2. desember 2008.
- Jólapróf hefjast miðvikudaginn 3. desember 2008.
- Jólaprófum lýkur þriðjudaginn 16. desember 2008.

Nánar


02.06.2008

Stúdentar 2008 - Mynd

Hægt er að sjá hópmynd af stúdentum Kvennaskólans 2008 með því að smella hér. Nánar


31.05.2008

Pizzuboð hjá skólameistara

Sú skemmtilega hefð hefur skapast í Kvennaskólanum að þeim bekk, sem hefur bestu raunmætinguna á skólaárinu, hefur verið boðið í pizzuveislu heim til skólameistarans. Í ár urðu tveir bekkir hnífjafnir þannig að ákveðið var að bjóða þeim báðum ásamt Ingibjörgu A. og Sólveigu umsjónarkennurum bekkjanna. Það voru 3-NS og 1-NA sem stóðu sig best í mætingunum í vetur og mættu þeir heim til Ingibjargar skólameistara mánudagskvöldið 26. maí þar sem þeir áttu ánægjulega kvöldstund áður en þeir héldu út í sumarið. Nánar


30.05.2008

Viðgerð á póstkerfi lokið

Viðgerð á tölvupóstkerfi Kvennaskólans lauk eftir hádegi í dag og kerfið virkar nú með eðlilegum hætti. Nánar


26.05.2008

Skólaslit Kvennaskólans í Reykjavík

KVENNASKÓLANUM í Reykjavík var slitið í 134. sinn við hátíðlega athöfn í Hallgrímskirkju 23. maí að viðstöddu fjölmenni. Brautskráður var 141 stúdent að þessu sinni. Verðlaun úr Minningarsjóði frú Þóru Melsteð, stofnanda Kvennaskólans í Reykjavík, fyrir hæstu meðaleinkunn og bestan heildarárangur á stúdentsprófi 2008 fyrstu ágætiseinkunn 9,59 hlaut Sigurlaug S. Friðþjófsdóttir. Sigurlaug hlaut 10,0 í meðaleinkunn úr 4. bekk og er hún dúx skólans. Nánar


23.05.2008

Próftafla endurtökuprófa

Endurtökupróf í 1.-3. bekk fara fram fimmtudaginn 29. og föstudaginn 30. maí. Hægt er að sjá hvenær og hvar nemendur eiga að mæta í viðkomandi próf með því að smella hér. Einnig er hægt að velja Próftafla undir Í deiglunni af valröndinni hægra megin á síðunni. Nánar


16.05.2008

Lokadagar vorannar

Nokkrar mikilvægar dagsetningar síðustu daga skólaársins:
Afhending einkunna fyrir veturinn og prófsýning verður þriðjudaginn 20. maí kl. 9:00 árdegis í Uppsölum.
Útskrift stúdenta verður föstudaginn 23. maí kl. 13:00 í Hallgrímskirkju. Útskrift og myndataka tekur u.þ.b. 2 klst. og síðan er móttaka í Kvennaskólanum við Fríkirkjuveg.
Endurtökupróf fyrir 1. 2. og 3. bekk verða fimmtudaginn 29. maí og föstudaginn 30. maí kl. 8:30 í N2 – N4. Nánar auglýst síðar. Nánar


13.05.2008

Kellingablaðið - Heimasíða í Fjölmiðlafræði 303

Vert er að vekja athygli á heimasíðu sem nemendur í Fjölmiðlafræði 303 bjuggu til á önninni. Heimasíða þessi fékk nafnið Kellingablaðið og slóðin á hana er http://www.freewebs.com/kellingabladid/ Nánar


12.05.2008

Innritun í framhaldsskóla 2008

Menntamálaráðuneytið hefur birt auglýsingu á heimasíðu sinni um innritun í framhaldsskóla 2008. Innritunin fer fram á netinu og hefst miðvikudaginn 14. maí. Umsóknarfrestur um nám í dagskóla á haustönn 2008 er til miðnættis miðvikudaginn 11. júní. Rafrænt umsóknareyðublað ásamt upplýsingum um innritunina er að finna á www.menntagatt.is/innritun. Nánar


05.05.2008

Vortónleikar í Fríkirkjunni, laugardaginn 10. maí kl. 16

Kór Kvennaskólans í Reykjavík heldur vortónleika í Fríkirkjunni laugardaginn 10. maí kl. 16.00. Sungin verða lög af margvíslegum toga frá ólíkum heimshornum, ýmist með eða án undirleiks. Stjórnandi er Margrét Helga Hjartardóttir og píanóleikari á tónleikunum er Ólöf Jónsdóttir. Auk þess leikur Þórður Jóhannesson á gítar með kórnum og Andri Björn Róbertsson syngur einsöng. Gestakór tónleikanna verður Kór Iðnskólans í Reykjavík undir stjórn Kristínar Þóru Haraldsdóttur. Allir hjartanlega velkomnir - ókeypis aðgangur! Kaffisala á vegum kórsins verður í matsal skólans eftir tónleika. Nánar


30.04.2008

Útskriftarnemar kveðja

Í morgun var Dimmisjón útskriftarnemenda. Að venju voru þeir klæddir í hina skrautlegustu búninga og komu við í skólanum og kvöddu kennara og aðra nemendur með uppákomu á sal. Í dag verður brugðið á leik í bænum og í kvöld hittast nemendur og kennarar og eiga saman kvöldstund í boði nemenda. Nánar


30.04.2008

Myndir úr Njáluferð

Miðvikudaginn 23. apríl fóru nemendur í 2. bekk ásamt kennurum sínum í ferð á Njáluslóðir. Tilgangurinn var að skoða sögusvið Njálu sem nemendur höfðu verið að lesa. Ferð þessi er árlegur viðburður og heppnast jafnan mjög vel. Nokkrar myndir úr ferðinni eru komnar á myndasíðu heimasíðunnar. Nánar


22.04.2008

Umhverfis- og fegrunarátak í lífsleikni

Í lífsleikni í vetur hafa nemendur fræðst um umhverfið og m.a. verið lögð áhersla á að umgengni okkar skipti máli og hver og einn beri ábyrgð gagnvart eigin umhverfi. Í tengslum við umhverfisfræðsluna munu allir nemendur í 1. bekk taka til hendinni á næstu dögum með því að fara út og hreinsa og snyrta skólalóðirnar og nánasta umhverfi. Nánar


22.04.2008

3. bekkur að Gljúfrasteini

Mánudaginn 21. apríl fóru þrír þriðjubekkir með íslenskukennaranum sínum upp að Gljúfrasteini til að skoða hús skáldsins. Kynningin var tvískipt. Meðan hluti hópsins skoðaði húsið og fékk fræðslu um skáldið sjálft, húsið og innbúið fékk hinn hlutinn kynningu um Íslandsklukkuna og Sjálfstætt fólk, bækurnar eftir Laxness sem þau hafa verið að lesa í vetur. Hinir þriðjubekkirnir þrír munu fara að Gljúfrasteini seinna í þessari viku. Nánar


20.04.2008

Kvennaskólanemandi á Ólympíuleikum

Kristín Björg Arnardóttir nemandi í 4.NS hefur verið valin í lið Íslands til að taka þátt í Ólympíuleikum í eðlisfræði sem fara munu fram í Hanoi í Víetnam í sumar. Kristín tók þátt í eðlisfræði(for)keppni framhaldsskólanna sem var háð s.l. febrúar og náði að komast í 15 manna úrslit, eina stúlkan í þeim hópi. Hún tók síðan þátt í úrslitakeppninni í mars s.l. og náði að komast í 5 manna lið sem keppa mun fyrir Íslands hönd á fyrrnefndum Ólympíuleikum í eðlisfræði. Við óskum henni góðs gengis á þeim leikum. Nánar


17.04.2008

Frumsýningargestir ánægðir

Eins og fram hefur komið frumsýndi Fúría í gærkvöldi leikrit sitt þetta árið, 1001 nótt og var uppselt á frumsýninguna. Frumsýningargestir voru ánægðir með sýninguna og óhætt er að hvetja alla til að tryggja sér miða sem fyrst. Smellið á Nánar til að sjá upplýsingar um sýningartíma og miðasölu. Nánar


16.04.2008

Heimsókn að Sólheimum

Þriðjudaginn 15. apríl fóru nemendur í sálfræði í heimsókn að Sólheimum í Grímsnesi. Valgeir Backmann tók á móti hópnum, sagði sögu Sólheima og sýndi nemendum svæðið. Á smíðaverkstæðinu tók starfsmaður lagið fyrir hópinn og lék undir á hljóðfæri. Nemendum var einstaklega vel tekið af starfsfólki og heimamönnum. Nánar


13.04.2008

Fúría sýnir 1001 nótt

Miðvikudaginn 16. apríl kl. 20 frumsýnir Fúría 1001 nótt í leikstjórn Margrétar Kaaber. Aðrar sýningar eru sem hér segir: Föstudaginn 18. apríl kl. 20, laugardaginn 19. apríl kl. 18 og 22, sunnudaginn 20. apríl kl. 20 og mánudaginn 21. apríl kl. 20. Leikritið er sýnt í Uppsölum (Gamla Versló við Hellusund). Hægt er að panta miða í síma 867-7738 og 846-2946 allan daginn um helgar og eftir klukkan 17 virka daga. Verð Keðjan 1200, aðrir 1500. Nánar


12.04.2008

Vel heppnaður Peysufatadagur

Í gær héldu nemendur á þriðja ári Peysufatadaginn hátíðlegan. Morguninn hófst á morgunverði á Hallveigarstöðum í boði ungra jafnaðarmanna. Að morgunverði loknum var haldið í Menntamálaráðuneytið þar sem var dansað og sungið fyrir Aðalstein Eiríksson fyrrverandi skólameistara Kvennaskólans og annað starfsfólk ráðuneytisins. Þá var Bessí Jóhannsdóttir formaður skólanefndar Kvennaskólans heimsótt og dansað og sungið fyrir utan heimili hennar. Klukkan ellefu var komið í Kvennaskólann og dansað og sungið fyrir aðra nemendur og starfsfólk skólans. Nánar


10.04.2008

Peysufatadagur

Á morgun, föstudaginn 11. apríl, halda nemendur í 3. bekk Kvennaskólans sinn árlega peysufatadag. Fyrir þá sem hafa áhuga á að sjá hópinn og jafnvel taka myndir af honum má benda á að hópurinn verður staddur við Kvennaskólann klukkan rúmlega 11 í fyrramálið. Allir velkomnir. Nánar


07.04.2008

Fúría sýnir í Uppsölum

Það gengur mikið á þessa dagana í Uppsölum. Mikil tiltekt hefur átt sér stað undanfarið á sviðinu auk þess sem það hefur verið stækkað. Ástæðan er sú að Fúría, leikfélag Kvennaskólans frumsýnir leikgerð af sögum úr 1001 nótt þann 16. apríl í Uppsölum. Leikstjóri að þessu sinni er Margrét Kaaber leikkona en þess má til gamans geta að hún er fyrrverandi nemandi Kvennaskólans. Nánar verður sagt frá sýningum Fúríu þegar nær dregur frumsýningu. Nánar


05.04.2008

Kórspuni í LHÍ við Sölvhólsgötu

Nokkrir framhaldsskólakórar vinna nú saman að spunaverkefni undir stjórn Gunnars Ben. Vinnan fer þannig fram að kórarnir hittast og semja saman bæði lög og texta, ýmist hver kór fyrir sig eða allir saman. Í verkefninu taka þátt félagar úr Kór Kvennaskólans í Reykjavík, Kór Iðnskólans í Reykjavík, Kór Menntaskólans við Sund og Kór Verslunarskólans. Afrakstur vinnunnar, alls þrjú stutt verk, verður fluttur laugardaginn 5. apríl kl. 16.00 í Sölvhóli, tónleikasal Listaháskóla Íslands, Sölvhólsgötu 13, 3. hæð. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. Nánar


04.04.2008

Flott Rymja

Þriðjudaginn síðastliðinn hélt nemendafélag Kvennaskólans hina árlegu söngkeppni, Rymju. Keppnin var hörð í ár og úr vöndu að ráða fyrir dómnefndina. Rakel Mjöll í 3T flutti frumsamið lag og lenti í 1. sæti. Auk þess var atriði hennar valið það frumlegasta. Hún verður fulltrúi Kvenskælinga á Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fer á Akureyri laugardaginn 12. apríl. Snædís, Matta og Stella í 4NL fluttu lagið Calling you og lentu í 2. sæti en í 3. sæti lentu Andrés 2NF og Hekla 2T fyrir skemmtilegan flutning á laginu Ladybird. Nánar


02.04.2008

Heimsókn í Læknagarð

4.NS fór í heimsókn í Læknagarð s.l. miðvikudag þar sem Logi Jónsson og Björg Þorleifsdóttir tóku á móti þeim og sýndu þeim ýmislegt sem tengist námi í lífeðlisfræði í H.Í. Krakkarnir höfðu bæði gagn og gaman af þessu. Nánar


31.03.2008

2T er í Sönderborg

2T er í Sønderborg ásamt Björk og Erlu Elínu. Hópurinn kom í fyrradag til Kaupmannahafnar, spókaði sig á Strikinu og verslaði smávegis. Sunnudagurinn var helgaður heimsókn í safn Karenar Blixen og listasafnið Louisiana og svo var ekið með rútu til Suðurjótlands þar sem 2X í Statsskolen Sønderborg tók á móti þeim. 2T býr heima hjá nemendum 2X og það var ekki laust við nokkurn kvíða þegar við keyrðum að skólanum og nemendur Kvennaskólans sáu "nýju fjölskyldurnar sínar". Allt fór þó vel og allir voru ánægðir. Nánar


27.03.2008

Opið hús 2. apríl

Miðvikudaginn 2. apríl verður opið hús í Kvennaskólanum í Reykjavík, Fríkirkjuvegi 9, frá kl. 18:00 til 22:00. Námsframboð skólans, inntökuskilyrði og félagslíf verður kynnt. Þarna gefst tækifæri til að kynnast starfsemi skólans og hitta námsráðgjafa og kennara auk fulltrúa frá nemendafélagi skólans. Kynningin er einkum ætluð 10. bekkingum grunnskóla og aðstandendum þeirra en allir eru velkomnir. Nánar


14.03.2008

CSI?

Þeim leiddist ekki stelpunum í 3NL í morgun í LÍF103. Þær krufu svín undir handleiðslu Krístínar Marínar líffræðikennara og minnti stofa N6 næstum því á líkhúsið í CSI. Þær fundu ósæðina og skáru sundur hjarta og ýmislegt fleira áhugavert. Nánar


14.03.2008

Náttfatapartý í Uppsölum!

Fimmtudaginn 13. mars skipulögðu mentorar og börn náttfatapartý í Uppsölum. Þar mættu mentorar og börn í náttfötum með bangsa og teppi. Eftir að hafa horft á mynd og fengið sér að borða þá tók við æsispennandi feluleikur um allt hús. Hægt var að fela börnin í skúffum og skápum. Í lokin var farið í keppni í "hengimann", mentorar eða stórir á móti börnum eða litlum. Mentorverkefnið Vinátta er verkefni sem boðið uppá sem kjörsvið-/valáfanga fyrir útskriftarnemendur í framhaldsskólum. Nánar


14.03.2008

Páskaleyfi

Páskaleyfi hefst laugardaginn 15. mars. Kennsla hefst að nýju samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 26. mars. Vonandi hafa allir það sem best í fríinu og mæta hressir og endurnærðir til starfa á ný að því loknu. Nánar


13.03.2008

1NF og NA á sýningunni 871 ± 2

Nemendur 1NF og NA fóru í vikunni í sögutímanum á sýninguna 871 ± 2. Á sýningunni er fjallað um landnám í Reykjavík og byggt er á fornleifarannsóknum sem fram hafa farið í miðbænum. Miðpunktur sýningarinnar er skálarúst frá 10. öld, sem fannst þegar grafið var fyrir nýju húsi á horni Aðalstrætis og Túngötu. Búið var í skálanum frá því um 930 til 1000. Norðan við skálann fannst veggjarbútur sem er ennþá eldri, eða frá því um eða fyrir 871 og eru það elstu mannvistarleifar sem fundist hafa á Íslandi. Nánar


12.03.2008

Frábær árangur í Þýskuþraut

Miðvikudaginn 27. febrúar sl. var haldin Þýskuþraut í framhaldskólum landsins en það er ,,keppni” í þýsku sem haldin er á vegum Félags þýskukennara á Íslandi. Nokkrir nemendur frá Kvennaskólanum tóku þátt og lentu þrír þeirra í einum af átta efstu sætunum sem er frábær árangur. Það eru María Lind Sigurðardóttir í 3. NÞ, Heimir Örn Guðnason í 1.T og Andri Björn Róbertsson í 3. T. María og Andri fá bókaverðlaun en Heimir fær í verðlaun 4 vikna dvöl í Þýskalandi næsta sumar. Nánar


05.03.2008

Nemendur í fjölmiðlafræði heimsækja RÚV

Fimmtudaginn 28. febrúar s.k. fór hópur nemenda í fjölmiðlafræði (FJÖ103) í Ríkisútvarpið til að kynna sér starfsemina. Þar fengu nemendur að fylgjast með útsendingu í útvarpi, fara í stúdíó og sjá þar "galdra" gerast. Sáu nemendur söguna ljóslifandi þegar farið var í gegnum leikmunageymsluna. Á móti hópnumtók Steindór Ingi Snorrason starfsmaður markaðsdeildar. Nánar


05.03.2008

Nemendur í afbrotafræði heimsóttu Barnahús

Nemendur í afbrotafræði fóru í síðustu viku í heimsókn í Barnahús. Þorbjörg Sveinsdóttir tók á móti okkur og sagði okkur frá starfsemi Barnahúss og starfi sínu þar. Barnahús hóf starfsemi sína árið 1998 og sinnir málefnum barna sem grunur leikur á að hafa sætt kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Rekstur þess er á vegum Barnaverndarstofu sem fer með stjórn barnaverndarmála í umboði félagsmálaráðuneytisins. Nánar


04.03.2008

Kynning á Fiðrildavikunni

Miðvikudaginn 5. mars kemur fulltrúi UNIFEM á Íslandi í heimsókn í Kvennaskólann til að kynna Fiðrildavikuna sem stendur frá 3. mars til 8. mars og er ætlað að vekja athygli á ofbeldi gegn konum í þróunarlöndum og á stríðshrjáðum svæðum. Meðal annars fer fram Fiðrildaganga miðvikudaginn 5. mars kl. 20.00 þar sem gengið verður frá húsakynnum UNIFEM á mótum Frakkastígs og Laugavegs, niður á Austurvöll. Kynningin í Kvennaskólanum verður í hádegishléinu í matsalnum miðvikudaginn 5. mars. Hægt er að lesa nánar um Fiðrildavikuna í auglýsingu UNIFEM á Íslandi með því að smella hér (Word-skjal).

Nánar


19.02.2008

Tjarnardagar

Í dag hófust hinir árlegu Tjarnardagar í Kvennaskólanum. Í morgun var boðið upp á kynningu á valgreinum sem í boði verða næsta vetur og eftir hádegi hefst skipulögð dagskrá þar sem nemendur mæta ekki samkvæmt hefbundinni stundaskrá heldur taka þátt í ýmsum námskeiðum og mæta á fyrirlestra um ólíkustu efni. Dagskrá þessi stendur fram á fimmtudag, en þá verður árshátíð nemendafélagsins Keðjunnar haldin á Hótel Selfossi. Allir verða í leyfi á föstudaginn en síðan tekur hefðbundið skólahald við að nýju næstkomandi mánudag. Nánar


18.02.2008

Nemendur í Parísarferð

Síðastliðinn föstudag lögðu nemendur í Parísaráfanganum (frönsku 473) í hann, áleiðis til Parísar. Þar dvelur hópurinn fram á miðvikudag (20. febrúar). Hópurinn dvelur á Hôtel New Parnasse og eru tveir kennarar með í för (Margrét Helga Hjartardóttir og Jóhanna Björk Guðjónsdóttir) en nemendurnir eru 15 talsins. Dagskráin er nokkuð þétt, nemendur heimsækja merkisstaði í borginni og vinna verkefni þar sem þeir þurfa m.a. að taka viðtöl við Parísarbúa og þá er t.d. gönguferð undir leiðsögn Kristínar Jónsdóttur á dagskrá í fyrramálið (þriðjudag). Hópurinn heldur úti blogg-síðu á meðan á ferðinni stendur og er slóðin á hana: http://www.blog.central.is/paris2008. Nánar


17.02.2008

Forval næsta vetrar

Kynning á valáföngum sem í boði eru næsta vetur fer fram þriðjudagsmorguninn 19. febrúar kl. 9 - 10 fyrir 1. og 2. bekk og kl. 10 - 11:30 fyrir 3. bekk í stofum N2 - N4. Sama dag skila nemendur forvalsblaði til umsjónarkennara þar sem þeir merkja við þá áfanga sem þeir vilja helst taka. Nánar


15.02.2008

Frábær frammistaða í naumu tapi

Það var mikil spenna sem var boðið upp á í Smáralind í kvöld þegar lið Kvennaskólans og MH áttust við í átta liða úrslitum Gettu Betur. Staðan var jöfn í lokin, en þá hafði hvort lið fyrir sig hlotið 27 stig. Því var gripið til framlengingar og ekki minnkaði spennan því grípa þurfti til aukaspurninga í framlengingunni til að knýja fram úrslit. Að lokum urðu Kvenskælingar að játa sig sigraða þegar MH-ingar náðu að svara lokaspurningunni rétt og lokatölur urðu 28-29. Nánar


14.02.2008

Gettu betur

Kvennaskólinn keppir við MH í 8 liða úrslitum Gettu betur í beinni útsendingu í sjónvarpinu föstudaginn 15. febrúar. Upptakan fer fram í Vetrargarðinum og eru allir hvattir til að mæta og standa með sínu fólki. Útsendingin hefst kl. 20:10 en hægt er að mæta frá kl. 19:30. Nánar


10.02.2008

Háskóladagurinn 16. febrúar 2008

Laugardaginn 16. febrúar verður haldinn hinn árlegi Háskóladagur þar sem kynntar verða yfir 500 námsleiðir á háskólastigi. Það er kjörið fyrir þá sem hyggja á háskólanám að mæta á Háskólatorg Háskóla Íslands, í Ráðhús Reykjavíkur og/eða Norræna húsið til að kynna sér hvað hinir ýmsu háskólar á Íslandi og í Danmörku hafa upp á að bjóða. Hægt er að kynna sér Háskóladaginn nánar á haskoladagurinn.is. Nánar


08.02.2008

Liðsauki í náms- og starfsráðgjöf

Lilja Þorkelsdótir, nemi í náms- og starfsráðgjöf við Félagsvísindadeild HÍ, verður í starfsþjálfun í Kvennaskólanum á vorönn 2008. Hún mun starfa með námsráðgjöfum skólans og taka virkan þátt í þeirri þjónustu sem náms- og starfsráðgjöfin hefur upp á að bjóða. Lilja mun hafa fasta viðveru alla mánudaga og þriðjudaga fram í miðjan mars. Hún er boðin innilega velkomin til starfa. Nánar


29.01.2008

Erlendir kennaranemar í heimsókn

29. jan. til 8. febrúar verða tveir erlendir kennaranemar í heimsókn í Kvennaskólanum. Þær heita Lara Buffoni frá Ítalíu og Katharina Angerer frá Austurríki. Heimsóknin er hluti af fjölþjóðlegu verkefni sem þær taka þátt í ásamt kennaranemum við HÍ. Þær munu nota tímann til að kynna sér skólastarfið m.a. með því að fylgjast með kennslu í erlendum tungumálum. Einnig munu þær kenna sín eigin móðurmál og menningu. Lara og Katharina eru boðnar velkomnar í Kvennó. Nánar


28.01.2008

Listavika

Nú stendur yfir Listavika í Kvennaskólanum. Megin þema vikunnar er Disney. Lög úr Disney-myndum er sungin í hádeginu, horft á Disney-myndir og nemendur mæta klæddir sem Disney-persónur í skólann. Listavikunni lýkur á miðvikudag með dansleik. Nánar


17.01.2008

Komin í 8-liða úrslit

Í gærkvöldi bar lið Kvennaskólans sigurorð af liði Menntaskólans að Laugarvatni í Gettu betur. Staðan eftir hraðaspurningar var 8-6 Kvennaskólanum í vil. Eftir það fengu Laugvetningar einungis tvö stig á meðan Kvenskælingar bættu sjö stigum við og unnu öruggan 15-8 sigur. Lið Kvennaskólans er því komið í 8-liða úrslit en þau fara fram í Sjónvarpinu. Nánar


16.01.2008

Gettu betur - 2. umferð

Í kvöld kl. 19.30 keppir lið Kvennaskólans í 16-liða úrslitum Gettu betur og verða andstæðingarnir lið Menntaskólans að Laugarvatni. Hægt er að hlusta á beina útsendingu frá viðureigninni á Rás 2 eða mæta í Efstaleitið og fylgjast með á staðnum. Lið Kvennaskólans skipa Gísli Erlendur Marínósson 2NÞ, Jörgen Már Ágústsson 2NÞ og Þórdís Inga Þórarinsdóttir 4FS. Nánar


10.01.2008

Gettu betur

Lið Kvennaskólans tók þátt í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna á RÚV, í gær. Keppt var við lið Flensborgarskóla og höfðu Kvenskælingar betur, sigruðu í viðureigninni með 19 stigum gegn 16 stigum Hafnfirðinga. Lið Kvennaskólans er þar með komið áfram í aðra umferð. Nánar


02.01.2008

Skólabyrjun á vorönn 2008

Kennsla hefst mánudaginn 7. janúar samkvæmt nýrri stundaskrá. Stundaskráin verður aðgengileg í Innu föstudaginn 4. janúar og eru nemendur beðnir um að skoða hana þar. Bókalisti skólaársins er hér á heimasíðunni. Nánar
Síðast breytt: 04.03.2013 12:54


AukavalLeit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli