Kvennaskólinn í Reykjavík

Fréttir eftir ári

20.12.2007

Gleðileg Jól!

Kvennaskólinn í Reykjavík sendir nemendum sínum, starfsfólki og öllum velunnurum skólans bestu jóla- og nýársóskir. Nánar


20.12.2007

Skrifstofa skólans

Í jólaleyfinu verður skrifstofa skólans lokuð. Þó verður opið föstudaginn 28. desember frá 9:00-14:00 og fimmtudaginn 3. janúar frá 9:00-14:00. Opnum aftur kl. 8:00 föstudaginn 4. janúar. Nánar


17.12.2007

Einkunnaafhending og prófsýning

Fimmtudaginn 20. desember verða einkunnir haustannar afhentar og einnig gefst nemendum kostur á að skoða prófúrlausnir sínar. Nemendur mæti í Uppsali kl. 9.00. Nánar


11.12.2007

Prófstaðir í jólaprófum

Til að auðvelda nemendum að sjá hvar þeir eigi að taka prófin sín hefur staðsetningartafla prófanna verið sett á heimasíðuna. Hægt er að sjá töfluna með því að smella hér.. Nánar


05.12.2007

Jólapróf

Prófatörn jólaprófa í Kvennaskólanum er hafin. Prófað er hvern virkan dag til 14. desember en að auki verða sjúkrapróf mánudaginn 17. desember. Fimmtudaginn 20. desember verða síðan einkunnaafhending og prófsýning. Nánar


01.12.2007

Aðventutónleikar Kórs Kvennaskólans, 2. desember kl. 20.00

Kór Kvennaskólans heldur aðventutónleika í Fríkirkjunni á fyrsta sunnudegi í aðventu, sunnudagskvöldið 2. desember kl. 20.00. Sungin verða nokkur verk af ýmsu tagi en megináherslan lögð á íslensk og erlend jólalög. Nokkrir kórfélaga leika á hljóðfæri og einn kórfélagi syngur einsöng. Stjórnandi kórsins er Margrét Helga Hjartardóttir og píanóleikari Þórunn Þórsdóttir, stúdent frá Kvennaskólanum. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. Nánar


25.11.2007

Spennandi keppni í MORFÍS

Föstudaginn 23. nóvember kepptu Kvennaskólinn og Verslunarskólinn í MORFÍS. Keppnin fór fram í sal Verslunarskólans og umræðuefnið var Bandaríkin. Verslunarskólinn vann keppnina en engu að síður var um hörku keppni að ræða, mikið fjör og allt fór vel fram. Nánar


25.11.2007

Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur

Dags íslenskrar tungu, 16. nóvember, var minnst í Kvennaskólanum eins og víða annars staðar. Í þriðju kennslustund dagsins söng Kór Kvennaskólans á nokkrum stöðum í byggingum Kvennaskólans fyrir nemendur og starfsfólk. Sungið var íslenskuljóð Þórarins Eldjárns við lag Atla Heimis Sveinssonar ásamt þremur lögum við kvæði afmælisbarnsins, Jónasar Hallgrímssonar. Nánar


17.11.2007

Stofnun Sambands íslenskra framhaldsskóla

Nú á dögunum voru stofnuð ný hagsmunasamtök nema á framhaldsskólastigi, Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF). Um er að ræða allsherjar hagsmuna- og þjónustufélag íslenskra framhaldsskólanema. Megin stefnumál þessa nýja félags eru að gæta hagsmuna og réttinda framhaldsskólanema sem og vera upplýsinga- og þjónustuaðili fyrrnefnds hóps. Nánar


13.11.2007

Nemendur fara í leikhúsið

Það verður mikill Kvennaskólabragur í sal Þjóðleikhússins í kvöld. Nemendur skólans fjölmenna í leikhúsið til að sjá Leg og hefst sýningin kl. 20.00. Nánar


08.11.2007

Æfingabúðir Kórs Kvennaskólans í Skálholti

Kór Kvennaskólans í Reykjavík var í æfingabúðum í Sumarbúðum Skálholts um síðustu helgi, frá 2.- 4. nóvember. Kórinn telur nú um 20 félaga en af þeim komust 13 með í ferðina og æfðu af miklum móð. Liður í æfingunum var gönguferð yfir í Skálholtskirkju þar sem kórinn söng fjölmörg lög í frábærum hljómburði kirkjunnar. Einnig tóku nokkrir félagar þátt í hátíðlegri bænastund á laugardeginum og messu á sunnudagsmorgni. Nánar


07.11.2007

Epladagur 2007

Í dag er Epladagur í Kvennaskólanum í Reykjavík. Fyrir hádegi ganga fulltrúar nemendafélagsins í bekki og bjóða upp á epli. Kennslu lýkur kl. 13.00. Bekkirnir fara saman út að borða í kvöld og síðan er dansleikur. Leyfi er í fyrsta tíma í fyrramálið og kennsla hefst því kl. 9.20. Nánar


24.10.2007

Lifandi bókasafn í Kvennó - Jafnrétti

3-FS sér um lifandi bókasafn, þema safnsins er jafnrétti. Á bókasafninu verða 9 bækur sem fjalla um ýmis svið jafnréttis, launamun kynjanna, réttindi samkynhneigðra, staðalmyndir o.fl. Þetta eru allt áhugaverð málefni sem vert er að kynna sér. Lifandi bókasafn fer fram í Uppsölum (U4) kl. 10.30 til 13.00 á morgun (fimmtudaginn 25. október). Nánar


24.10.2007

Listavika

Nú stendur yfir listavika hjá nemendum skólans. Ýmsir viðburðir eru í matsal nemenda í hádeginu alla þessa viku og margt um að vera á kvöldin. Í kvöld verður salsadans kenndur, á morgun dragkeppni og á föstudagskvöldið er hljómsveitakvöld sem nefnist Viðarstokkur. Þar koma fram hljómsveitir úr röðum nemenda. Þema vikunnar er sveitin og af því tilefni hefur skólinn verið skreyttur með ýmsu sem minnir á sveitina og allir hvattir til að mæta í lopapeysum og gúmmítúttum. Nánar


16.10.2007

Haustfrí 2007

Haustfrí Kvennaskólans þetta árið stendur frá fimmtudeginum 18. október til mánudagsins 22. október að báðum dögum meðtöldum. Skólinn verður lokaður þessa daga. Skrifstofan opnar að nýju að morgni þriðjudagsins 23. október og þá hefst kennsla aftur samkvæmt stundaskrá. Nánar


02.10.2007

Kennaranemar í Kvennó

Undanfarin ár hefur Kvennaskólinn verið í samstarfi við HÍ um þjálfun kennaranema. Auk kennsluæfinga eru vikulegir fræðslufundir þar sem reynt er að tryggja að nemarnir fái innsýn í hinar margvíslegu hliðar skólastarfsins. Myndin er tekin af hópnum á slíkum fundi. Nemarnir eru boðnir velkomnir til starfa og þeim óskað góðs gengis. Nánar


28.09.2007

Söngsalur

Í dag um klukkan ellefu söfnuðust nemendur og kennarar saman á sal og tóku lagið. Tilefnið var Evrópskur tungumáladagur sem var miðvikudaginn 26. september en þess má einnig geta að í gær, fimmtudaginn 27. september var Dagur stærðfræðinnar. Þannig að það má segja að með söngsal hafi verið settur punktur aftan við viðburðaríka viku. Söngnum stjórnuðu Erla Elín Hansdóttir og Margrét Helga Hjartardóttir en Hörður Áskelsson sá um undirleik. Nánar


28.09.2007

Myndir úr Þórsmerkurferð

Á myndasíðu heimasíðu skólans er komin myndasyrpa úr Þórsmerkurferð 1. bekkjar. Ferðin tókst mjög vel og voru ferðalangir heppnir með veður og nutu útiverunnar í fallegu umhverfi Goðalands. Nánar


23.09.2007

Þórsmerkurferð 1. bekkja

Það er komið að árlegri Þórsmerkurferð 1. bekkinga Kvennaskólans. Farið er í tveimur hópum 24. og 25. september. Hvor hópur mun dvelja í Básum í Goðalandi í sólarhring ásamt stjórn nemendafélagsins, skemmtinefnd og tveimur kennurum. Markmið ferðarinnar er að veita nemendum tækifæri til að kynnast betur í skemmtilegu og fögru umhverfi. Nánar


14.09.2007

Myndir frá kynningarfundi

Miðvikudagskvöldið 12. september var haldinn kynningarfundur fyrir foreldra nýnema í Kvennaskólanum. Fundurinn var mjög vel sóttur og tókst vel. Myndir af fundinum eru komnar á heimasíðuna og er hægt að skoða þær með því að smella hér. Nánar


11.09.2007

Fundur fyrir forráðamenn nýnema

Kynningarfundur fyrir forráðamenn nýnema Kvennaskólans í Reykjavík verður haldinn miðvikudaginn 12. september kl. 20:00 í aðalbyggingu skólans, stofum N2-N4. Á dagskrá er meðal annars: námið við skólann, skólareglur, upplýsingakerfið Inna, þjónusta námsráðgjafa og störf umsjónarkennara. Æskilegt er að forráðamenn nýnema mæti á fundinn. Skólameistari Nánar


07.09.2007

Jöfnunarstyrkur

Opnað hefur verið fyrir skráningu umsókna um jöfnunarstyrk á vef LÍN, vegna skólaársins 2007-2008. Smellið á Nánar fyrir frekari upplýsingar. Nánar


03.09.2007

Kórinn tekur til starfa

Kór Kvennaskólans er í startholunum eftir gott sumarfrí. Kórkynningar hafa farið fram í skólanum undanfarna daga og margir sýnt því áhuga að bætast í hópinn. Raddprufur fyrir nýliða fara fram frá kl. 16.30 mánudaginn 3. september í stofu N4. Æfingar verða héðan í frá í fyrrnefndri stofu kl. 16.30-18.30 á þriðjudögum og fimmtudögum. Þriðjudaginn 4. september verður því fyrsta æfing vetrarins en frí verður gefið fimmtudaginn 6. september vegna busavígslu og -balls. Allir áhugasamir söngelskir nemendur Kvennaskólans eru velkomnir í kórinn. Nánar


27.08.2007

Viltu vera góð fyrirmynd?

Mentorverkefnið Vinátta er áfangi sem boðið er uppá hér í Kvennó. Verkefnið sem rekið er af Velferðarsjóði barna er ætlað að veita börnum á aldrinum 7-10 ára uppbyggilegan félagsskap og jákvæða fyrirmynd. Verkefnið er metið til eininga og fá mentorar greiddan útlagðan kostnað vegna dægradvalar með barninu. Nánar


27.08.2007

Námsráðgjöf Kvennaskólans

Athygli er vakin á að skólaárið 2007 - 2008 eru námsráðgjafar Kvennaskólans tveir: Hildigunnur Gunnarsdóttir og Ingveldur Sveinbjörnsdóttir. Þær hafa báðar viðtalsherbergi á 2. hæð í Uppsölum. Hægt er að panta tíma hjá námsráðgjafa hjá Önnu Maríu Einarsdóttur (Maju) í Uppsölum eða með því að hringja í skólann, sími 580-7600. Sjá nánar Námsráðgjöf á kvenno.is. Nánar


20.08.2007

134. starfsár Kvennaskólans hefst

Þá er komið að því að Kvennaskólinn í Reykjavík hefji sitt 134. starfsár. Skólasetning Kvennaskólans verður í Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 21. ágúst klukkan 14:00. Að henni lokinni hitta nemendur umsjónarkennarann og bekkjarfélaga sína í skólanum og fá stundatöflu og bókalista. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 22. ágúst. Nánar


15.08.2007

Tilkynning til nemenda 2. bekkjar:

Nemendum 2. bekkjar stendur til boða að kaupa tvær námsbækur í íslensku með 25% afslætti hjá Bókaútgáfunni Bjarti, Bræðraborgarstíg 9. Þetta eru Guðirnir okkar gömlu eftir Sölva Sveinsson og Ormurinn langi. Leiftur úr íslenskum bókmenntum 900-1900. Bragi Halldórsson, Knútur Hafsteinsson og Ólafur Oddsson tóku saman. Nemendur þurfa að fara á Bræðraborgarstíg 9 og kaupa bækurnar þar. Nánar


14.08.2007

Tilkynning til nemenda 1. bekkjar:

Námsefnið Tungutak sem kennt verður í íslensku er ekki komið í bókaverslanir en er væntanlegt í næstu viku. Nemendum er bent á að bíða með að kaupa bækurnar þar til þeir hafa hitt íslenskukennara sína. Nánar


10.08.2007

Bókalisti 2007-2008 tilbúinn

Bókalisti fyrir skólaárið 2007-2008 er kominn á heimasíðu Kvennaskólans. Hægt er að skoða listann t.d. með því að velja Bókalisti af valmyndinni hægra megin á síðunni. Nánar


27.06.2007

Sumarleyfi og upphaf haustannar

Skrifstofa Kvennaskólans verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með föstudeginum 29. júní og opnar aftur þriðjudaginn 7. ágúst klukkan 9:00. Skólasetning verður í Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 21. ágúst klukkan 14:00. Að henni lokinni hitta nemendur umsjónarkennarann og bekkjarfélaga sína í skólanum og fá stundatöflu og bókalista. Nánar


25.06.2007

Mikil aðsókn að Kvennaskólanum

Mikil aðsókn var að Kvennaskólanum í ár eins og verið hefur undanfarin ár. Um 280 nemendur sóttu um skólann sem aðalskóla en um 650 nemendur höfðu Kvennaskólann sem varaskóla í umsókn sinni. Teknir voru 160 nemendur inn á 1. ár og um 10 nemendur í 2. – 4. bekk. Nánar


09.06.2007

Kórinn í Madrid

Kór Kvennaskólans er nú í Madrid og gengur ferðin mjög vel. Veðrið hefur verið með besta móti, sól og blíða alla vikuna. Kórinn hefur sungið víða en hápunktur ferðarinnar var miðvikudagskvöldið 6. júní þegar kórinn hélt tónleika í kirkjunni "San Jerónimo el Real" sem þekkt er fyrir góðan hljómburð. Tónleikarnir gengu mjög vel og var kórnum fagnað innilega af tónleikagestum. Nánar


08.06.2007

Kvennaskólinn í Reykjavík - Innritun

Innritun nýnema fyrir skólaárið 2007-2008 stendur til 11. júní. Innritunin er rafræn og fer fram í gegnum www.menntagatt.is. Kvennaskólinn í Reykjavík býður bóknám til stúdentsprófs á þremur brautum: - Félagsfræðabraut - Málabraut - Náttúrufræðibraut Nánar


Stúdentar Kvennaskólans 2007
06.06.2007

Skólaslit Kvennaskólans í Reykjavík

Kvennaskólanum í Reykjavík var slitið í 133 sinn við hátíðlega athöfn í Hallgrímskirkju 25. maí síðastliðinn. 144 stúdentar voru brautskráðir að þessu sinni en það er stærsti útskriftarárgangur skólans til þessa. Hæstu meðaleinkunn á stúdentsprófi hlaut Nanna Einarsdóttir 9,58 og hún hlaut einnig hæstu meðaleinkunn á bekkjarprófi sem nokkru sinni hefur náðst við skólann 10.0. Nánar


04.06.2007

1NA í pizzuveislu

Hefð er fyrir því að verðlauna þann bekk sem sýnir bestu skólasókn hvers vetrar í Kvennaskólanum með pizzuveislu heima hjá skólameistara. 1NA var með bestu mætingu allra bekkja þennan veturinn eða meðalraunmætingu 95%. Þeim var því boðið til skólameistara ásamt umsjónarkennara þeirra, Ásdísi Ingólfsdóttur. Nánar


02.06.2007

Könnun á náms- og starfsvali nemenda í 4. bekk Kvennaskólans 2006-2007

Nemendur hjá Hildigunni Gunnarsdóttur í uppeldisfræði (UPP 303) í vor gerðu athyglisverða könnun á náms- og starfsvali nemenda í 4. bekk veturinn 2006-2007. Þetta var hluti af lokaverkefni í áfanganum UPP 303 sem er rannsóknartengdur áfangi í félagsvísindum. Hægt er að skoða niðurstöðurnar með því að ... Nánar


02.06.2007

Kórinn í Madrid

Kór Kvennaskólans verður í söngferð í Madrid dagana 2.-10. júní. Í ferðinni taka þátt 27 kórfélagar, kórstjóri, Margrét Helga Hjartardóttir og fararstjóri, Elva Björt Pálsdóttir sem báðar eru kennarar við skólann. Kórinn mun dvelja í hjarta borgarinnar og vera duglegur við að syngja fyrir borgarbúa og gesti Madridar á torgum og í almenningsgörðum. Nánar


30.05.2007

Myndir frá útskriftardegi

Föstudaginn 25. maí voru útskrifaðir stúdentar frá Kvennaskólanum í Reykjavík. Athöfnin fór fram í Hallgrímskirkju og að athöfn lokinni gæddu nýstúdentar, aðstandendur, starfsfólk og afmælisárgangar sér á veitingum í Kvennaskólanum við Fríkirkjuveg. Nánar


23.05.2007

Endurtökupróf í 1.-3. bekk

Endurtökupróf í 1.-3. bekk fara fram dagana 30. maí - 1. júní. Prófin hefjast öll kl. 8.30 og eru haldin í stofum N2-N3 nema verklegar íþróttir sem eru í World Class. Hér má sjá hvaða próf eru haldin og hvenær: Nánar


22.05.2007

Einkunnaafhending 2007

Í morgun fór fram í Uppsölum einkunnaafhending Kvennaskólans fyrir skólaárið 2006-2007 sem er 133. starfsár skólans. Oddný Hafberg skólameistari hélt stutta tölu þar sem fram kom að í vetur hefðu 570 nemendur verið við nám í skólanum og stúdentar sem útskrifast á föstudag verða 144 talsins. Oddný greindi líka frá því að 23 nemendur hefðu hlotið 1. ágætiseinkunn Nánar


15.05.2007

Próflok og útskrift

Nú er prófum í Kvennaskólanum þetta vorið að ljúka, útskrift stúdenta og skólaslit á næstu grösum. Það styttist í að nemendur hverfi til sumarvinnu eða á vit nýrra ævintýra eftir vetur við Tjörnina í Reykjavík sem vonandi hefur reynst öllum gagnlegur og skemmtilegur. Síðustu prófin að þessu sinni eru miðvikudaginn 16. maí og sjúkrapróf föstudaginn 18. maí. Nánar


09.05.2007

Vinátta - lokahátíð

Lokahátíð mentorverkefnisins Vináttu var haldin í fjölskyldu- og húsdýragarðinum 29. apríl s.l. Þá hittust öll mentorpör skólaársins 2006-2007 og gerðu sér glaðan dag. Kvennaskólinn býður uppá mentorverkefnið Vináttu sem kjörsviðs- og/eða valáfanga fyrir nemendur á 4. ári í skólanum. Markmið verkefnisins er að framhalds- og háskólanemendar verði jákvæðar fyrirmyndir fyrir grunnskólabörn á aldrinum 7-10 ára. Nánar


08.05.2007

Hvað áttu að kjósa?

Margir þeir sem eru að kjósa í fyrsta sinn eiga í töluverðum vandræðum með að gera upp hug sinn. Þeir sem fylgjast ekki því betur með sjá oft ekki mun á milli flokka og oft heyrist þessi söngur, þeir eru allir eins. En því er ekki alveg svo farið. Flokkarnir hafa stefnu sem lesa má úr stefnuskrám og yfirlýsingum. Nemendur í nýrri deild HSH (heimspeki, stjórnmálafræði, hagfræði) við Háskólann á Bifröst gerðu misserisverkefni sitt ... Nánar


08.05.2007

4. T heimsækir þjóðdeild Þjóðarbókhlöðu

Á dögunum heimsóttu stúdentsefni á málabraut þjóðdeild Þjóðarbókhlöðu með íslenskukennara sínum en bekkurinn hefur lagt stund á málsögu á vorönn. Tilgangurinn var að sjá frumútgáfu af þýðingu Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu sem kom út í Hróarskeldu árið 1540. Starfsmennirnir Guðrún Eggertsdóttir og Jökull Sævarsson tóku á móti hópnum og miðluðu af fróðleik sínum. Nánar


06.05.2007

Umhverfis- og fegrunarátak í lífsleikni

Í lífsleikni í vetur hafa nemendur fræðst um umhverfið og m.a. verið lögð áhersla á að umgengi okkar skipti máli og hver og einn beri ábyrgð gagnvart eigin umhverfi. Nemendur í 1. bekk fengu tækifæri til að huga betur að umhverfi sínu með því að fara út og hreinsa og snyrta skólalóðirnar og nánasta umhverfi. Nánar


03.05.2007

Nemandi Kvennaskólans fær verðlaun í samkeppni F-líf

F-líf – Félag lífsleiknikennara í framhaldsskólum efndi til samkeppni um merki félagsins meðal framhaldsskólanema og Sunna Jónsdóttir, nemandi í Kvennaskólanum hlaut þriðju verðlaun. F-líf, fagfélag lífsleiknikennara í framhaldsskólum var stofnað á síðastliðnu ári. Markmið félagsins er að vinna að framförum og umbótum í kennslu í lífsleikni í framhaldsskólum á Íslandi. Nánar


29.04.2007

Vortónleikar kórs Kvennaskólans

Kór Kvennaskólans í Reykjavík heldur sína árlegu vortónleika í Fríkirkjunni þriðjudaginn 1. maí kl. 15.00. Á tónleikunum flytur kórinn hluta af þeirri efnisskrá sem hann er að æfa fyrir væntanlega Madridarferð 2.-10. júní nk. Dagskráin er fyrst og fremst helguð íslenskum lögum frá ýmsum tímum, m.a. þjóðlögum í fjölbreyttum útsetningum íslenskra tónskálda. Nánar


29.04.2007

Dimissjón 2007

Útskriftarnemar 2007 kvöddu skólann sinn og kennara í Uppsölum föstudaginn 27. apríl. Það voru víkíngar, prumpublöðrur, brúðir, Super Marioar, bananar, mörgæsir og spákonur sem skemmtu viðstöddum með ýmsu glensi og færðu kennurum gjafir. Nánar


26.04.2007

Alþjóðleg umferðaröryggisvika Sameinuðu þjóðanna

Nemendur í 1. bekk í lífsleikni í Kvennaskólanum tóku þátt í alþjóðlegri umferðaröryggisviku með heimsókn í Forvarnarhúsið. Í þessari viku er haldin alþjóðleg umferðaröryggisvika undir merkjum Sameinuðu þjóðanna. Þema vikunnar er í höndum Umferðarstofu og Umferðarráðs og þeirra félagasamtaka sem aðild eiga að því. Í samstarfi við Umferðarstofu stendur yfir forvarnarsýning í Forvarnarhúsinu. Nánar


25.04.2007

Njáluferð þriðjudaginn 24.4.2007

Síðastliðinn þriðjudag fór allur annar bekkur í Kvennaskólanum í Njáluferð. Veðrið var framar vonum miðað við árstímann og það var kátur hópur sem hélt af stað um morguninn. Haldið var á helstu sögustaði í Njálu og voru nemendur vel með á nótunum enda búnir að lesa söguna vel og vandlega. Nánar


19.04.2007

Vettvangsferð til Þingvalla

Þriðjudaginn 17. apríl fóru nemendur í valfaginu "Umhverfismál og ferðalandafræði" í vettvangsferð til Þingvalla. Þar fengu þeir kynningu á þjóðgarðinum og náttúru hans, í dæmigerðu íslensku vorveðri. Rætt var um framtíð svæðisins sem náttúruverndar- og ferðamannastaðar, forsendur þess að Þingvellir eru á heimsminjaskrá og síðan voru náttúrufar og saga skoðuð. Nánar


17.04.2007

Heimsókn frá Kalmar

Seinnipartinn í dag kemur hópur af sænskum nemendum úr CIS skólanum í Kalmar í heimsókn. Hópurinn dvelur hér í vikutíma og mun vinna að verkefnum með nemendum í 3NS sem heimsótti Kalmar sl. haust. Nánar


15.04.2007

Rigningin spillti ekki deginum

Hann var dálítið votur þetta árið, Peysufatadagur Kvennaskólans. Veður var þó milt að öðru leyti og enginn vindur og 3. bekkingar létu rigninguna ekkert á sig fá. Dagurinn fór vel fram og verður eflaust nemendum mjög eftirminnilegur. Nánar


12.04.2007

Peysufatadagur

Peysufatadagur nemenda á 3. ári verður haldinn hátíðlegur á morgun föstudaginn 13. apríl. Nemendur verða önnum kafnir og allur dagurinn fer í skemmtanir og uppákomur af ýmsu tagi. Nánar


30.03.2007

Páskaleyfi

Páskaleyfi hefst í Kvennaskólanum laugardaginn 31. mars. Kennsla hefst að nýju samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 11. apríl. Nemendur, starfsfólk og aðrir fá bestu óskir um gleðilega páska og ánægjulegt páskaleyfi. Nánar


29.03.2007

Próftafla vorprófa

Vorpróf hefjast í Kvennaskólanum föstudaginn 4. maí. Próftafla vorprófanna er núna komin á heimasíðuna. Nánar


27.03.2007

4NF og 4NS í heimsókn í Læknagarði

Á föstudaginn var fóru 4NFog 4NS í heimsókn í Læknagarð með Þórði Jóhannessyni eðlisfræðikennara. Þar tók Logi Jónsson á móti hópnum og fræddi þau um ýmislegt á sviði lífeðlisfræði, t.d. um rafboð í taugakerfinu, hjartalínurit, blóðþrýsting o.fl. Nemendurnir fengu að framkvæma ýmsar mælingar á sér með sérhæfðum tækjum og höfðu gagn og gaman af. Nánar


26.03.2007

Heimsókn frá Danmörku

Í þessari viku eru 14 danskir nemendur og 2 kennarar í heimsókn í Kvennó. Þau eru hjá 2T. Í gær fóru þau á Gullfoss og Geysi og á morgun fara þau til Nesjavalla. Að sjálfsögðu tökum við vel á móti þessum góðu gestum og vonum að dvöl þeirra verði ánægjuleg. Nánar


18.03.2007

Opið hús 2007

Opið hús var haldið miðvikudagskvöldið 14. mars frá kl. 18:00 - 22:00. Fjöldi nemenda í 10. bekk og aðstandendur þeirra komu og kynntu sér starfsemi og námsframboð Kvennaskólans og var almenn ánægja með kvöldið. Líklega hafa um 300 manns komið í hús. Nánar


16.03.2007

Söngmaraþon

Kór Kvennaskólans í Reykjavík mun þreyta 18 klukkutíma söngmaraþon í skólanum frá kl. 21.00 föstudaginn 16. mars til kl. 15.00 laugardaginn 17. mars. Sungið verður allan tímann, ýmist allur kórinn eða minni hópar. Áheitum hefur verið safnað síðustu daga og enn er hægt að leggja málefninu lið með því að hafa samband við skrifstofu skólans eða kórfélaga. Nánar


15.03.2007

21. mars ..

Eiga allir að vera búnir að telja fram.

Í lífsleikni í vetur hafa nemendur í 1. bekk lært námsefnið Fjárann sem er fjármála- og neytendafræðsla og inniheldur m.a. skattskýrslugerð. Margir nemendur hafa nýtt sér tækifærið í náminu og fært sína eigin skýrslu í fyrsta sinn. Nánar


13.03.2007

Opið hús 14. mars

Miðvikudaginn 14. mars verður opið hús í Kvennaskólanum í Reykjavík, Fríkirkjuvegi 9, frá kl. 18:00 til 22:00. Þá gefst tækifæri til að kynnast starfsemi skólans og hitta námsráðgjafa og kennara auk fulltrúa frá nemendafélagi skólans. Kynningin er einkum ætluð 10. bekkingum grunnskóla og aðstandendum þeirra en allir eru velkomnir. Nánar


12.03.2007

Hin árlega leikhúsferð Kvennaskólans

Hin árlega leikhúsferð Kvennaskólans er í kvöld og annað kvöld. Farið verður á Patrek 1,5 í Þjóðleikhúsinu og þar sem húsnæðið rúmar ekki alla nemendur skólans verður hópnum tvískipt. 1. og 4. bekkur fara í kvöld og 2. og 3. bekkur á morgun, þriðjudaginn 13. mars. Nánar


12.03.2007

Rymja

Rymja, söngkeppni Kvennaskólans, var haldin fimmtudaginn 8. mars. Í 1. sæti varð Arnór Heiðarsson í 4-FU og mun hann verða fulltrúi Kvennaskólans í Söngkeppni framhaldsskólanna. Í 2. sæti varð Fjóla Kristín Bragadóttir í 3-FU og í 3. sæti varð Melkorka Edda Sigurgrímsdóttir í 3-T. Nánar


Jane Austen
06.03.2007

Hroki og hleypidómar

Leikfélagið Fúría frumsýnir Hroka og hleypidóma eftir Jane Austen þann 7. mars í Tjarnarbíói. Sigrún Sól leikstýrir og gerir leikgerð. Nemendur skólans semja alla tónlist í sýningunni, hanna búninga og gera sviðsmynd. Þetta verk hefur aldrei verið sýnt áður á Íslandi og því er merkilegt að áhugamannaleikhópur ráðist í slíkt stórvirki. Miðapantanir eru í síma 846-4975 eða 691-8618. Nánar


Dómkirkjan í Ribe
06.03.2007

Danmerkurfarar

2 bekkur T er í vikuheimsókn í Sønderborg í Danmörku með Erlu Elínu Hansdóttur dönskukennara og Sævari Hilbertssyni enskukennara. Farið var af stað laugardaginn 3. mars og gisti hópurinn í Kaupmannahöfn fyrstu nóttina. Daginn eftir var haldið til Sønderborg og dvelja nemendur þar í góðu yfirlæti hjá dönskum fjölskyldum. Nánar


05.03.2007

"Qu'est-ce que la France pour vous?" - Frönskukeppni framhaldsskólanema

Í tengslum við frönsku menningarhátíðina "Pourquoi pas? - Franskt vor á Íslandi" stóð Sendiráð Frakklands á Íslandi í samstarfi við Vetrarhátíð í Reykjavík, Félag frönskukennara á Íslandi og Alliance française, fyrir samkeppni fyrir framhaldsskólanema sem stunda nám í frönsku. Keppnin fór fram laugardaginn 24. febrúar síðastliðinn í Iðnó. Nánar


25.02.2007

Berlínarferð 3.T

Dagana 2.-5. febrúar fóru nemendur í 3. T í náms- og menningarferð til Berlínar. Markmið ferðarinnar var að skoða helstu kennileiti sem fjallað er um í þýskunáminu og upplifa anda hinnar sögufrægu borgar. Meðal annars var farið í fjögurra tíma kynnisferð í rútu um borgina, gengið eftir hinni þekktu breiðgötu Unter den Linden og að Brandenborgar hliðinu, Þinghúsinu og að minnismerki um helförina. Nánar


24.02.2007

Liðsauki í náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjöfunum í Kvennó hefur borist liðsauki. Rakel Steinvör Hallgrímsdóttir, nemi í náms- og starfsráðgjöf, verður þeim til aðstoðar fram á vorið en hún mun útskrifast frá HÍ í vor. Nánar


15.02.2007

Kórinn með bloggsíðu

Kór Kvennaskólans er búinn að koma á laggirnar bloggsíðu og er Lóa Rún Björnsdóttir umsjónarmaður hennar. Þar verða fluttar fréttir af því sem kórinn er að taka sér fyrir hendur og eru allir hvattir til að heimsækja síðuna. Slóðin er www.korkvennaskolans.bloggar.is. Nánar


14.02.2007

Skautar í leikfimi

Þeim leiddist ekki í morgun, stelpunum í 2. bekk sem voru í leikfimitíma hjá Ástu Skæringsdóttur. Þær skelltu sér á skauta á Tjörninni í frábæru veðri. Tjörnin var einstaklega falleg, alveg eins og spegill og nutu stelpurnar þess að renna sér í logninu á glampandi svellinu. Nánar


08.02.2007

Heimsókn í Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Starfsfólk Kvennaskólans fór í heimsókn í Fjölbrautaskóla Snæfellinga á Grundarfirði þriðjudaginn 6. febrúar. Sá skóli er með talsvert öðru sniði en hefðbundnir framhaldsskólar á Íslandi og á það bæði við um kennslufyrirkomulagið og húsnæðið. Guðbjörg Aðalbergsdóttir skólameistari tók á móti okkur, sýndi okkur skólann og hélt svo fyrirlestur um starfsemina. Nánar


08.02.2007

Stóri háskóladagurinn

Allir háskólar landsins verða með kynningu á starfsemi sinni laugardaginn 17. febrúar kl. 11:00-16:00 á þremur stöðum í Reykjavík. Þarna gefst framhaldsskólanemendum kjörið tækifæri til að skoða hvað háskólar landsins hafa upp á að bjóða og ættu sérstaklega þeir sem eru óákveðnir varðandi nám eftir stúdentspróf að kíkja á kynningarnar. Nánar


07.02.2007

Skólakynningar fyrir 10. bekkinga

Í dag, 7. febrúar, hafa verið skólakynningar fyrir 10. bekkinga á höfuðborgarsvæðinu. Vegna plássleysis er reynt að hafa sem flestar þeirra á Tjarnardögunum og í dag komu um 650 10. bekkingar í heimsókn í Kvennaskólann ásamt kennurum sínum eða námsráðgjöfum. Kynningin er tvískipt. Nánar


05.02.2007

Tjarnardagar 2007

Þriðjudaginn 6. febrúar hefjast Tjarnardagar Kvennaskólans. Þriðjudag og miðvikudag leggja nemendur stund á óhefðbundið nám með því að skrá sig í hina ýmsu pakka, t.d. jöklapakka, góðgerðarpakka, útilífspakka ofl. Nánar


29.01.2007

Laupur

Eins og flestir vita þá heitir innranet Kvennaskólans Laupurinn. Færri vita hins vegar hvað þetta orð þýðir. Samkvæmt orðabók Menningarsjóðs getur laupur þýtt eftirfarandi: Meis (rimlakassi sem í er sett hey fyrir gripi), kláfur, áburðarkassi, mælieining, mæliker, hrafnshreiður, gamall og slitinn hlutur, óáreiðanlegur maður, viðarstafli. Nánar


04.01.2007

Stundaskrá vorannar tilbúin

Stundaskrá vorannar 2007 er tílbúin. Nemendur og kennarar geta farið í Innu og séð stundaskrána sína þar. Kennsla hefst samkvæmt nýrri stundaskrá á morgun, föstudaginn 5. janúar. Nánar
Síðast breytt: 04.03.2013 12:54


AukavalLeit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli