Kvennaskólinn í Reykjavík

Fréttir eftir ári

23.12.2006

Gleðileg jól!

Kvennaskólinn í Reykjavík óskar öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Nemendum, starfsfólki, aðstandendum og öðrum velunnurum skólans eru færðar bestu þakkir fyrir árið sem er að líða. Kennsla hefst samkvæmt nýrri stundaskrá föstudaginn 5. janúar 2007 Nánar


18.12.2006

Próflok og einkunnaafhending

Í dag lauk jólaprófum í Kvennaskólanum. Afhending einkunna fer fram miðvikudaginn 20. desember kl. 9.00 í Uppsölum. Strax að lokinni einkunnaafhendingu verður prófsýning, einnig í Uppsölum. Nánar


12.12.2006

Aðventutónleikar kórs Kvennaskólans

Kór Kvennaskólans í Reykjavík heldur aðventutónleika í Fríkirkjunni laugardaginn 16. desember kl. 15.00. Sungin verða nokkur verk af trúarlegum toga en megináherslan lögð á íslensk og erlend jólalög af ýmsu tagi. Nánar


27.11.2006

Heimsókn á Þjóðminjasafnið

Föstudaginn 24. nóvember fór 3NÞ og NL á Þjóðminjasafnið. Nemendur nutu þess að sjá og upplifa safnið og eiga örugglega oft eftir að gera sér ferð þangað. Á safninu hittu nemendur helsta fræðimann fatlaðra í Bretlandi Dr. Tom Shakespeare sem gaf sig á tal við nemendur Nánar


22.11.2006

Reykjavík 871± 2

Nemendur 1 – T fóru í dag í sögutímanum á sýninguna 871 ± 2. Á sýningunni er fjallað um landnám í Reykjavík og byggt er á fornleifarannsóknum sem fram hafa farið í miðbænum. Miðpunktur sýningarinnar er skálarúst frá 10. öld, sem fannst þegar grafið var fyrir nýju húsi á horni Aðalstrætis og Túngötu. Nánar


06.11.2006

Æfingaferð Kórs Kvennaskólans

Kór Kvennaskólans í Reykjavík var í æfingabúðum í Skálholti dagana 3.-5. nóvember. 26 kórfélagar tóku þátt í ferðinni og var æft af krafti. Hópurinn æfði mest í svokölluðum Sumarbúðum Skálholts en liður í æfingunum var gönguferð yfir í Skálholtskirkju þar sem kórinn söng fjölmörg lög í frábærum hljómburði kirkjunnar. Nánar


04.11.2006

NÁTT 113 ferð

Þriðjudaginn 31. okt. fóru fyrstaársnemendur á náttúrufræðabraut í ferð um Þingvelli, Grafning og niður að sjó við Ölfusárósa. Ferðin tengdist námi í áfanganum Nátt 113 sem fjallar einkum um jarðfræði. Hvergi í heiminum eru eins góðar aðstæður og hér til að skoða flekaskil á þurru landi Nánar


02.11.2006

Epladagur

Í dag er Epladagur í Kvennaskólanum í Reykjavík. Nemendafélagið býður öllum upp á epli í tilefni dagsins og nemendur gera sér glaðan dag. Kennslu lýkur kl. 13.00. Bekkirnir fara saman út að borða og bjóða gjarnan umsjónarkennara sínum með. Nánar


27.10.2006

Vel heppnuð ferð til Kalmar

Fyrir stuttu komu nemendur og kennarar heim úr velheppnaðri námsferð til Kalmar. Þetta var nemendaskiptaferð og í marslok koma krakkar úr CIS, en svo nefnist menntaskólinn í Kalmar, í heimsókn til okkar. Nemendurnir unnu saman að verkefnum í skólanum Nánar


18.10.2006

Haustfrí

Föstudaginn 20. október hefst haustfrí Kvennaskólans. Nemendur og starfsfólk skólans fá fjögurra daga helgarfrí og hefst kennsla aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 24. október. Vonandi hafa allir það sem best í fríinu og snúa endurnærðir til starfa í næstu viku, tilbúnir í lokasprett annarinnar:) Nánar


13.10.2006

3NS í Svíþjóð

3NS er nú staddur í viku heimsókn í Kalmar í Svíþjóð ásamt þremur kennurum. Er bekkurinn að vinna samstarfsverkefni með sænskum nemendum sem snýst um orku. Ýmislegt fleira hefur verid gert en skoða orku og m.a. var leikinn fótbolti áður en leikur landsliða Íslands og Svíþjóðar fór fram síðast liðinn miðvikudag. Nánar


05.10.2006

Þórsmörk sló í gegn

Í síðustu viku fóru nemendur í 1. bekk í Þórsmörk (nánar tiltekið í Bása í Goðalandi). Farið var í tveimur hollum, fyrri hópurinn var frá þriðjudegi til miðvikudags en sá seinni frá miðvikudegi til fimmtudags. Með í för voru kennarar og stjórn nemendafélagsins. Nánar


25.09.2006

Söngsalur

Í tilefni af evrópska tungmáladeginum sem er á morgun (26. september) var safnast saman í hádeginu í dag og boðið upp á söngsal í Kvennaskólanum. Sungin voru lög á ýmsum tungumálum við undirleik Harðar Áskelssonar og undir stjórn Erlu Elínar Hansdóttur og Margrétar Helgu Hjartardóttir. Nánar


14.09.2006

Vel heppnaður foreldrafundur

Vel á annað hundrað foreldra komu á kynningarfund fyrir foreldra nýnema sem haldinn var í Kvennaskólanum miðvikudagskvöldið 13/9. Þar fengu foreldrar upplýsingar um helstu þætti í skólastarfinu og hittu umsjónarkennara barna sinna. Nánar


09.09.2006

Kynningarfundur fyrir foreldra nýnema

Kynningarfundur fyrir foreldra nýnema verður miðvikudaginn 13. september klukkan 20:00 í aðalbyggingu Kvennaskólans að Fríkirkjuvegi 9. Skólameistari, aðstoðarskólameistari og námsráðgjafar munu kynna ýmsa þætti skólastarfsins Nánar


05.09.2006

Busadagur

Á morgun, miðvikudaginn 6. september, er svokallaður „Busadagur“ en þá eru nýnemar innvígðir í samfélag þeirra eldri. „Busavígslan“ fer fram upp úr hádegi og lýkur um kvöldið með dansleik á Nasa við Austurvöll. Nánar


23.08.2006

Könnun á launavinnu framhaldsskólanema

Í mars 2005 könnuðu Hannes Í. Ólafsson, Björk Þorgeirsdóttir og Garðar Gíslason launavinnu nemenda í þremur framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu. Þátttökuskólarnir voru Fjölbrautaskólinn við Ármúla, Kvennaskólinn í Reykjavík og Menntaskólinn í Kópavogi. Nánar


17.08.2006

Leiðréttingar á bókalista

Því miður reyndust upplýsingar í bókalistanum sem settur var á heimasíðuna fyrir nokkrum dögum ekki réttar í nokkrum tilvikum. Búið er að uppfæra listann sem er núna á heimasíðunni ... Nánar


16.08.2006

Skólasetning

Þriðjudaginn 22. ágúst verður Kvennaskólinn settur og hefst þar með starfsárið 2006-2007. Nemendur eiga að mæta í Uppsali við Þingholtsstræti og munu þeir hitta umsjónarkennara og fá afhentar stundatöflur. Nýnemar í 1. bekk mæti kl. 14.00 en eldri nemendur kl. 15.30. Nánar


08.08.2006

Bókalisti kominn

Bókalisti Kvennaskólans fyrir veturinn 2006-2007 er kominn á heimasíðu Kvennaskólans. Hægt er skoða listann með því að smella hér eða velja Bókalisti af hægri valmynd. Nánar


08.08.2006

Skrifstofan opnar eftir sumarleyfi

Skrifstofa Kvennaskólans hefur opnað að nýju eftir sumarleyfi. Vikuna 8. - 11. ágúst er opið frá kl. 9.00-16.00 en frá og með 14. ágúst er opið frá kl. 8.00-16.00. Nánar


29.06.2006

Ingibjörg á Ísafirði

Ingibjörg Guðmundsdóttir, skólameistari Kvennaskólans, hefur orðið við beiðni Menntamálaráðuneytisins og mun setjast í stól skólameistara Menntaskólans á Ísafirði skólaárið 2006-2007. Nánar


27.06.2006

Skrifstofa Kvennaskólans lokar vegna sumarleyfa

Vegna sumarleyfa verður skrifstofa Kvennaskólans lokuð frá og með mánudeginum 3. júlí. Skrifstofa skólans opnar aftur þriðjudaginn 8. ágúst. Nánar


14.06.2006

Umsóknir um skólavist 2006

Umsóknarfrestur um skólavist næsta vetur er liðinn. Alls bárust 263 umsóknir um 1. bekk og 9 umsóknir um efri bekki skólans frá nemendum úr öðrum skólum. Teknir verða um 150 nýnemar í 6 bekkjardeildir. Svör berast í byrjun næstu viku til þeirra sem teknir verða en umsóknir þeirra sem ekki verður unnt að taka eru sendar í varaskóla. Nánar


Að sækja um nám
01.06.2006

Að sækja um í framhaldsskóla

Innritun nýnema stendur yfir og er rafræn. Allir umsækjendur fara inn á www.menntagatt.is og fylla þar út umsókn. Allar umsóknir þurfa að hafa borist skólanum í síðasta lagi 12. júní. Nánar


26.05.2006

Skólaslit Kvennaskólans í Reykjavík

Kvennaskólanum í Reykjavík var slitið í 132. sinn við hátíðlega athöfn í Hallgrímskirkju 26. maí að viðstöddu fjölmenni. Brautskráðir voru 107 stúdentar að þessu sinni. Nánar


23.05.2006

Útskrift stúdenta

Útskrift stúdenta og skólaslit Kvennaskólans verða föstudaginn 26. maí kl. 13.00. Útskriftarathöfnin fer fram í Hallgrímskirkju. Nánar


22.05.2006

Einkunnaafhending og prófsýning

Þriðjudaginn 23. maí verða einkunnir afhentar kl. 9.00. Nemendur mæti í Uppsali og hitti umsjónarkennara sína Nánar


09.05.2006

Prófaannir

Nú eru miklar annir hjá nemendum og kennurum Kvennaskólans enda vorpróf í miðjum klíðum. Próf hófust s.l. föstudag og þeim lýkur miðvikudaginn 17. maí. Nánar


30.04.2006

Dimmisjón

Á föstudag kvöddu útskriftarnemendur skólann og gerðu sér dagamun í tilefni af því að þeirra síðasta prófatörn er að renna upp. Að venju mættu bekkirnir uppáklæddir í ýmsa búninga Nánar


28.04.2006

"Og á morgun skín maísól..."

Kór Kvennaskólans heldur árvissa vortónleika 1. maí kl. 15.00 í Fríkirkjunni. Sungin verða íslensk og erlend lög af margvíslegum toga. Kórfélagar troða upp með söngatriðum og hljóðfæraleik. Nánar


24.04.2006

Flestir ætluðu að læra

Í síðustu könnun heimasíðu Kvennaskólans var spurt hvað ætti að gera í páskafríinu. Niðurstöður urðu þær að flestir sögðust ætla að læra (33%), margir ætluðu að sofa (28%), ferðalög voru líka ofarlega á blaði (22%) en fæstir ætluðu að vinna (16%). Nánar


19.04.2006

Kórtónleikar Selfossi

Kór Kvennaskólans hefur verið boðið að taka þátt í árlegum vortónleikum Kórs Fjölbrautaskóla Suðurlands á morgun, sumardaginn fyrsta. Kór Borgarholtsskóla verður einnig gestur á tónleikunum Nánar


07.04.2006

Páskaleyfi

Páskaleyfi hefst í Kvennaskólanum laugardaginn 8. apríl. Kennsla hefst að nýju samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 19. apríl. Nemendur, starfsfólk og aðrir fá bestu óskir um gleðilega páska og ánægjulegt páskaleyfi. Nánar


02.04.2006

Vel heppnað opið hús

Síðastliðið fimmtudagskvöld var opið hús í Kvennaskólanum, sérstaklega ætlað 10. bekkingum og forráðamönnum þeirra. Fjöld fólks nýtti sér þetta boð Nánar


02.04.2006

Skólameistarar Kvennaskólans

Í síðustu könnun á heimasíðu Kvennaskólans var spurt hver hefði verið skólameistari næst á undan Ingibjörgu S. Guðmundsdóttur núverandi skólameistara. Nánar


30.03.2006

Opið hús í kvöld

Í kvöld, fimmtudaginn 30. mars verður opið hús í skólanum fyrir 10. bekkinga og forráðamenn þeirra frá kl. 18 til 22 að Fríkirkjuvegi 9. Námsframboð skólans, inntökuskilyrði og félagslíf verða kynnt. Allir velkomnir! Nánar


28.03.2006

Rymja 2006

Rymja, söngkeppni Kvennaskólans, var haldin síðastliðið föstudagskvöld í Borgarleikhúsinu. Keppnin var í alla staði hin glæsilegasta. Rakel Mjöll Leifsdóttir bar sigur úr býtum Nánar


26.03.2006

Vel heppnuð kórferð til Lundúna

Kór Kvennaskólans kom heim frá Lundúnum síðastliðið mánudagskvöld eftir vel heppnaða söngferð. Á föstudegi og laugardegi söng kórinn fyrir gesti og gangandi í Covent Garden Market Nánar


22.03.2006

Kvennaskólinn stofnaður 1874

Flestir sem spreyttu sig á könnun vikunnar svöruðu réttilega að Kvennaskólinn hefði verið stofnaður árið 1874 eða 77% þeirra sem tóku þátt. Nánar


20.03.2006

Opið hús í Kvennaskólanum 30. mars

Fimmtudaginn 30. mars verður opið hús í skólanum fyrir 10. bekkinga og forráðamenn þeirra frá kl. 18 til 22 að Fríkirkjuvegi 9. Nánar


19.03.2006

Frönsk ljóðakeppni

Laugardaginn 18. mars var haldin ljóðakeppni félags frönskukennara á Íslandi í samstarfi við franska sendiráðið og Alliançe Française. Nánar


16.03.2006

Kórinn syngur í Lundúnum

Seinni partinn í dag heldur kór Kvennaskólans til Lundúna þar sem hann mun dvelja til mánudagsins 20. mars. Hann mun m.a. syngja í Covent Garden Market, föstudaginn 17. mars Nánar


15.03.2006

Grímuball

Grímuball Keðjunnar verður haldið í kvöld á Nasa. Af því tilefni er leyfi í fyrstu kennslustund á morgun, fimmtudag. Nánar


14.03.2006

Heimasíðan fær góðar viðtökur

Hin nýja heimasíða Kvennaskólans fær góðar viðtökur. Margir hafa lýst ánægju með andlitslyftinguna, bæði nemendur, starfsfólk og foreldrar. Óformleg könnun var í gangi á heimasíðunni síðastliðna viku Nánar


14.03.2006

Sýning á Stræti fellur niður þriðjudagskvöld

Sýning Fúríu á Stræti sem vera átti í kvöld, þriðjudag, fellur niður vegna veikinda í leikarahópnum. Þess í stað verður sýning fimmtudagskvöldið 16. mars kl. 20.00. Nánar


09.03.2006

Þýskubíllinn í Kvennaskólanum

Í dag kom Þjóðverjinn Kristian Wiegand í heimsókn í Kvennaskólann og spjallaði við nær alla nemendur skólans sem læra þýsku um heimsmeistaramótið í fótbolta sem haldið verður í Þýskalandi næsta sumar. Nánar


09.03.2006

Vel heppnuð ferð á kóramót

Kór Kvennaskólans tók þátt í Kóramóti framhaldsskólakóra á Akureyri um síðustu helgi. Þar voru saman komnir tæplega 300 framhaldsskólanemar úr 10 skólakórum sem æfðu saman nokkur lög. Nánar


07.03.2006

Ný heimasíða Kvennaskólans

Eins og sjá má hefur heimasíða Kvennaskólans fengið andlitslyftingu. Vefurinn er núna unninn og vistaður í vefumsjónarkerfinu Lisa frá Innn hf en Innn hf sá einnig um hönnun og útlit. Nánar


04.03.2006

Kórinn á Akureyri

Kór Kvennaskólans lagði land undir fót í gær og hélt á kóramót framhaldsskólakóra sem haldið er á Akureyri í þetta sinn, bæði í MA og VMA. Um 17 nemendur er að ræða ásamt Margréti Helgu kórstjóra. Nánar


03.03.2006

Fúría sýnir Stræti

Fúría, leikfélag Kvennaskólans, frumsýnir mánudaginn 6. mars leikritið Stræti (Road) eftir Jim Cartwright. Leikritið fjallar um venjulegt og óvenjulegt fólk í litlum smábæ sem á það sameiginlegt að búa allt í sama strætinu. Nánar


25.02.2006

Leikhúsferð Kvennaskólans

Hefð er fyrir því að allir nemendur Kvennaskólans sjái eina leiksýningu á ári. Að þessu sinni hefur leikritið Woyzeck eftir Georg Büchner orðið fyrir valinu og munu nemendur skólans fara á þá sýningu þriðjudagskvöldið 28. febrúar kl. 20 í Borgarleikhúsinu. Nánar


24.02.2006

Samræmd stúdentspróf heyra sögunni til

Í frétt á www.mbl.is í dag kemur fram að ákveðið hefur verið að hætta að halda samræmd stúdentspróf í núverandi mynd. Ástæðan væri m.a. sú að hvorki nemendur né háskólar sæju mikinn tilgang með prófunum Nánar


24.02.2006

Námskynning Háskóla Íslands 2006

Námskynning Háskóla Íslands fer fram sunnudaginn 26. febrúar kl. 11 - 16. Þar kynna allar deildir Háskóla Íslands námsframboð sitt, bæði grunnnám og framhaldsnám. Nánar


23.02.2006

Stóri háskóladagurinn

Stóri háskóladagurinn er haldinn í Borgarleikhúsinu laugardaginn 25. febrúar, kl. 11-17. Þarna geta tilvonandi stúdentar kynnt sér námsframboð sjö háskóla Nánar


10.02.2006

Heimasíðusamkeppni framhaldsskóla

Samband íslenskra sveitarfélaga stendur fyrir heimasíðusamkeppni framhaldsskóla í samstarfi við Félag framhaldsskóla og Félag framhaldsskólakennara. Góð verðlaun eru í boði: Nánar


08.02.2006

Skólakynning

Nú er kominn sá tími að nemendur 10. bekkja eru farnir að huga að vali framhaldsskóla fyrir næsta vetur. Sést það meðal annars vel á því að mikill fjöldi nemenda heimsækir Kvennaskólann þessa dagana til að kynna sér það sem hann hefur upp á að bjóða. Nánar


07.02.2006

Skemmtikvöld kórs Kvennaskólans

Kór Kvennaskólans stendur fyrir skemmtikvöldi í Uppsölum þriðjudaginn 7. febrúar, kl. 20.00. Dagskrá verður fjölbreytt. Kórinn syngur nokkur lög sem verið er að æfa fyrir væntanlega Lundúnaferð í mars nk. Nánar


04.02.2006

4T í Lundúnum

Þessa helgina eru nemendur úr 4. bekk T staddir í menningarferð í Lundúnum. Hópurinn lagði af stað frá Kvennaskólanum í gær (föstudag) klukkan 13.00 og er væntanlegur heim á miðvikudag. Nánar


04.02.2006

Tjarnardagar

7. og 8. febrúar verða svokallaðir Tjarnardagar í Kvennaskólanum. Þá sækja nemendur skólans fjölbreytt námskeið víða um bæinn í stað hefðbundinnar kennslu. Fimmtudaginn 9. febrúar verður síðan árshátíð nemendafélagsins haldin á Hótel Selfossi. Nánar


25.01.2006

Kennaranemar í Kvennaskólanum

Fastur liður í starfi Kvennaskólans er þjálfun kennaranema frá HÍ. Auk þess að kenna sjálfir, aðstoða nemarnir við kennslu og fylgjast með kennslu hjá reyndum kennurum. Nánar


20.01.2006

Lið Kvennaskólans í aðra umferð Gettu Betur

Nú í vikunni keppti lið Kvennaskólans við lið framhaldsskóla Vestmannaeyja í fyrstu umferð Gettu Betur, spurningakeppni Rásar 2 í Ríkisútvarpinu. Nánar


13.01.2006

Mentor - Vel heppnaður óvissufundur

Fimmtudaginn 12. janúar bauð Velferðarsjóður barna á Íslandi mentorum og börnum til óvissufundar í Keiluhöllina. Þar á meðal voru mentorar í Kvennaskólanum með börnin sín. Nánar


04.01.2006

Vorönn hefst

Kennsla á vorönn í Kvennaskólanum í Reykjavík hefst fimmtudaginn 5. janúar. Nánar
Síðast breytt: 04.03.2013 12:54


AukavalLeit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli