Kvennaskólinn í Reykjavík

Frétt

 

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu heimsótt

07.10.2011
Nemendur í Kvennó heimsóttu embætti Lögreglunnar á höfuborgarsvæðinu. Heimsóknin var hluti af námi þeirra í félagsvísindum, nánar tiltekið í afbrotafræði. Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi embættisins skipulagði og tók á móti hópunum. Þar fengu nemendur fræðslu um starf í upplýsinga- og áætlanagerð en í þeirri deild starfa félagsfræðingar við að greina ýmis gögn sem koma að gangi við rannsóknir á afbrotum. Einnig fengu nemendur fræðslu um starf rannsóknardeildar innan lögreglunnar og náms- og starfsþjálfun lögreglumanna. Heimsóknin er liður í fræðslu um réttarvörslukerfið í samfélaginu

Til baka

Síðast breytt: 27.08.2013 09:19


AukavalLeit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli