Kvennaskólinn í Reykjavík

Frétt

 

Nýnemar Kvennaskólans fóru í Þórsmörk.

20.09.2011

Nýnemar Kvennaskólans fóru í Þórsmörk dagana 13.-16. september síðastliðinn. Þriðjudaginn 13. september lögðu 1NB, 1NÞ og 1H af stað ásamt stjórn Keðjunnar og tveimur kennurum þeim Friðriki Degi og Sigrúnu. Veðrið lék við föruneytið og stoppað var við Seljalandsfoss á leiðinni inn í Þórsmörk. Þegar allir höfðu komið sér fyrir var gengið upp á Kattarhryggi í steikjandi hita og sól. Eftir gönguna sá nemendafélagið um að grilla pyslur og um kvöldið sáu Keðjuliðar um bráðskemmtilega kvöldvöku þar sem sungið var og farið í leiki og leikið leikrit. Nýnemarnir voru svo vaktir um tíuleytið og smalað út í hina árlegu morgunleikfimi sem allir tóku þátt í. Á hádegi næsta dags komu næstu þrír bekkir 1FA, 1FF og 1FÞ ásamt tveimur kennurum, þeim Ragnheiði Erlu og Ásdísi Ingólfs. F-bekkirnir gengu einnig upp á Kattarhryggi, grilluðu og héldu kvöldvöku og fóru í morgunleikfimi undir dyggri stjórn nemendafélagsins. Á fimmtudagshádegi voru þriðju og síðustu nemenda- og kennaraskiptin en þá komu 1BB, 1NF og 1NA í Mörkina ásamt kennurum Auði Öglu og Hauki. Þar voru allir dagskrárliðir endurteknir og sælir fyrstu bekkingar komu heim um fjögurleytið á föstudaginn. Ferðin heppnaðist í alla staði vel og eiga nemendur og ekki síður nemendastjórn hrós skilið fyrir frábæra ferð.

 

 

 

   Fleiri myndir hér...../pages/357

 


Til baka

Síðast breytt: 27.08.2013 09:19


AukavalLeit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli