Kvennaskólinn í Reykjavík

Frétt

 

Valhópurinn í Hagfræði heimsótti Seðlabankann

13.10.2010

Hagfræðivalið hefur farið í nokkrar heimsóknir út í bæ á síðustu vikum.
Fyrst var farið á Þjóðarbókhlöðu í stutta ferð.
Hinn 28. september hlýddi hópurinn á fyrirlestur Noams Chomskys í Háskólabíói sem mikill áhugi var á í samfélaginu. Chomsky er málvísindamaður og prófessor við MIT háskólann í Bandaríkunum.
Á föstudaginn var svo farið í heimsókn í Seðlabankann. Þar tók Stefán Jóhann Stefánsson á móti hópnum og fræddi hann um starfsemi Seðlabankans fyrir og eftir hrun. Auk þess var myntsafnið í anddyri hússins skoðað og gengið um ýmsar deildir.

          

          

          

 


Til baka

Síðast breytt: 27.08.2013 09:19


AukavalLeit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli