Kvennaskólinn í Reykjavík

Frétt

 

Rymja - Söngvakeppni Kvennaskólans í Reykjavík

17.02.2010

Söngvakeppni Kvennaskólans var haldin í Íslensku Óperunni föstudaginn 12. febrúar.  Keppnin var með eindæmum glæsileg og voru keppendur hver öðrum betri. Umgjörð keppninnar var til fyrirmyndar og má þar nefna sem dæmi kynnana Óla og Ernu sem fóru á kostum, einnig voru myndbönd af keppendum sýnd fyrir hvert atriði. Auk frábærra atriða tóku Jóhanna Guðrún og Friðrik Dór lagið við mikinn fögnuð áhorfenda.  Það var síðan Hörður Arnarsson sem stóð uppi sem sigurvegari en hann tók lagið A change is gonna come, í öðru sæti var Kristrún með frumsamið lag sem heitir Hugarflug og síðast en ekki síst var Alda Dís með lagið I say a little prayer for you sem lenti í þriðja sæti.
Keðjan þakkar góðar viðtökur en þess má geta að uppselt var á atburðinn en það hefur ekki gerst á Rymju síðustu ár. Myndbönd af keppninni koma á www.kedjan.is bráðum.Til baka

Síðast breytt: 27.08.2013 09:19


AukavalLeit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli