Kvennaskólinn í Reykjavík

Frétt

 

Foreldraráð Kvennaskólans stofnað

28.01.2010
Dræm aðsókn var að stofnfundi Foreldraráðs Kvennaskólans í Reykjavík sem haldinn var í gær.  Einungis 5 foreldrar mættu. Kosin var 5 manna stjórn sem hefur það verkefni að búa til starfsreglur foreldraráðs og undirbúa fyrsta aðalfund. Stjórnina skipa: Anna Kristín Kristinsdóttir, Dóra Hafsteinsdóttir, Ragnheiður Hansen, Steinunn Björk Eggertsdóttir og Vilborg Anna Árnadóttir. Ragnheiður Hansen verður áheyrnarfulltrúi í skólanefnd.
Til baka

Síðast breytt: 27.08.2013 09:19


AukavalLeit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli