Kvennaskólinn í Reykjavík

Frétt

 

Kennarar og nemendur frá Sikiley í heimsókn.

18.09.2012

Þessa dagna erum við í Kvennaskólanum með góða gesti. Það er hópur nemenda og kennara frá menntaskólanum Liceo Scientifico „Galeileo Galilei“ í Palermó á Sikiley. Þau eru að vinna með nemendum á náttúrufræðibraut að verkefninu „Líf í skugga eldfjalls“ sem styrkt er af Comeniusi, menntaáætlun Evrópusambandsins. Nemendur Kvennaskólans heimsóttu Liceo Scientifico „Galeileo Galilei“ síðastliðið vor og ferðuðust um eyjunna, þau skoðuðu m. a. eldfjallið Etnu og heimsóttu eldfjallaeyjuna Volcano auk þess sem þau dvöldu á ítölskum heimilum. Ítölsku nemendurnir munu ferðast um suðurland og skoða eldfjöll og náttúru landsins ásamt félögum sínum í Kvennaskólanum. Ítalirnir gista á heimilum Kvennskælinganna og kynnast því menningu og daglegu lífi Íslendinga líkt og íslensku gestgjafar þeirra gerðu á Sikiley. Samskipti sem þessi eru vel til þess fallin að auka skilning og umburðarlyndi milli ólíkra menningarheima inn Evrópu.

 


Til baka

Síðast breytt: 27.08.2013 09:19


AukavalLeit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli