Kvennaskólinn í Reykjavík

Frétt

 

Þórsmerkurferð 1. bekkinga

10.09.2012

Nú styttist í hina árlegu Þórsmerkurferð 1. bekkinga í Kvennaskólanum í Reykjavík.
Farið er í Bása og gist í eina nótt í skálum Úrtivistar.
Tilgangur ferðarinnar er tvíþættur. Annars vegar að gefa nýnemum tækifæri á að eiga góða stund saman utan veggja skólans og stunda skemmtilega og heilbrigða útiveru. Einnig gefur þetta þeim sem eru í forsvari fyrir félagslíf skólans tækifæri til að kynnast hópnum. Hins vegar á ferðin að leyfa nemendum að njóta fagurrar náttúru.
Tveir kennarar verða með hópnum í Básum ásamt fulltrúum nemendafélagsins Keðjunnar.
Ferðin kostar 6000 krónur á nemanda. Innifalið í því er rútur, gisting og kvöldmatur (grillaðar pylsur).

Farið er í fjórum hópum og hefur bekkjunum verið raðað á eftirfarandi máta:
• Mánudaginn 17. september kl 8:30 leggja 1ND, 1NB og 1FA af stað og koma til baka seinni part næsta dags.
• Þriðjudaginn 18. september kl. 8:30 leggja 1FÞ, 1BB og 1NÞ af stað og koma til baka seinni part næsta dags.
Miðvikudaginn 19. september kl. 8:30 leggja 1FB, 1FF og 1 NF af stað og koma til baka seinni part næsta dags.   • Fimmtudaginn 20. september kl 8.30 leggja 1H og 1NC af stað og koma til baka seinni part næsta dags.

Nemendur hefa fengið bréf frá skólanum, skráningarblað. Foreldrar eða aðstandandi verður að veita samþykki sitt fyrir ferðinni með því að skrifa undir bréfið frá skólanum. Þeir sem ekki fara í ferðina, mæta í skólann og læra á bókasafninu. Það þarf að skila skráningarblaði og greiða fyrir ferðina á skrifstofu skólans í síðasta lagi þriðjudaginn 11. september.

Nauðsynlegt er að vera vel útbúinn til gönguferða.
Að sjálfsögðu er öll meðferð áfengis og annarra vímuefna stranglega bönnuð.

Minnislisti:
• Nesti fyrir hádegi, kaffitíma og morgunmat. Athugið að hnetur og fiskur er óæskilegt vegna bráðaofnæmis. Þetta á sérstaklega við um miðvikudagshópinn.
• svefnpoki (dýnur eru í skálunum)
• koddi
• náttföt
• hlífðarfatnaður (úlpa, hlífðarbuxur, húfa, vettlingar, tvennir sokkar)
• inniskór eða þægilegir sokkar til að vera í inni
• gönguskór
• tannbursti
• myndavél
• vasaljós (ef vill)
• vatnsbrúsi
• spil


Til baka

Síðast breytt: 27.08.2013 09:19


AukavalLeit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli