Kvennaskólinn í Reykjavík

Frétt

 

Styrkveiting

20.06.2012

Ólafur Heiðar Helgason nýstúdent frá Kvennaskólanum í Reykjavík er einn þeirra afburðanemenda sem fær styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta við Háskóla Íslands. 77 nýstúdentar sóttu um styrkinn og 26 hlutu hann. Hver styrkur nemur 300.000 krónum auk niðurfellingar skráningargjalds í HÍ sem er 60.000 krónur. Ólafur Heiðar ætlar í nám í hagfræði. Við óskum honum innilega til hamingju með styrkinn. Sjá frétt á heimasíðu HÍ, http://www.hi.is/frettir/afburdanemendur_hljota_styrki_til_nams_i_haskola_islands


Til baka

Síðast breytt: 27.08.2013 09:19


AukavalLeit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli