Kvennaskólinn í Reykjavík

Fréttir

27.03.2015

Páskafrí

Lokað verður á skrifstofu Kvennaskólans vegna páskaleyfis frá 30. mars til og með 7. apríl. Gleðilega páska! Nánar


25.03.2015

Skráning í sérstofu fyrir vorprófin stendur yfir og lýkur 27. mars.

Skráning er á sérstökum eyðublöðum sem nemendur fá á aðalskrifstofu skólans. Skráningu lýkur föstudaginn 27. 3. kl. 16. Nánar


24.03.2015

Opið hús í Kvennaskólanum í dag 24. mars

Opið hús verður í Kvennaskólanum í Reykjavík 24. mars 2015 kl. 17 – 19. Öll þrjú hús skólans verða opin. Nánar


24.03.2015

Nemandi úr Kvennó sigraði frönskukeppni framhaldsskólanema

Hin árlega frönskukeppni framhaldsskólanema var haldin laugardaginn 21. mars síðastliðinn Nánar


18.03.2015

Heimurinn fullur af plasti er ljóð vikunnar eftir Gunnhildi Þórðardóttur

Gunnhildur er fædd 10. mars 1979 og ólst upp í Keflavík. Hún lauk BA-prófi í listasögu og fagurlistum frá háskólanum í Cambridge, Englandi árið 2003 og MA-prófi í liststjórnun frá sama skóla árið 2006. Nánar


16.03.2015

Námsferð til Skotlands

Föstudaginn 27. febrúar fór hópur nemenda úr skólanum í námsferð til Skotlands og dvaldist þar í 4 daga.. Áður en nemendurnir fengu að fara til Skotlands lærðu þau margt um menningu, sögu og stjórnakerfi Skotlands og tóku þau próf úr öllu efninu. Nánar


09.03.2015

Leikfélagið Fúría sýnir nú Birtíng eftir Voltaire

Fúría leikfélag Kvennaskólans í Reykjavík sýnir nú leikritið Birtíng eftir Voltaire í leikstjórn Árna Kristjánssonar. Nánar


27.02.2015

Tjarnardagar 3. - 6. mars

Vikuna 3.- 6. mars verður uppbrot á venjulegu skólastarfi - svokallaðir tjarnardagar og árshátíð nemendafélagsins Keðjunnar. Frí á föstudag. Nánar


25.02.2015

Franskir gestir heimsóttu Kvennaskólann

Í síðustu viku fengu frönskunemendur í 2H skemmtilega heimsókn frá frönskum framhaldsskólanemum. Nánar


24.02.2015

Emma Kamilla Finnbogadóttir sigurvegari Rymju

Söngkeppnin Rymja var haldin í Austurbæ á föstudaginn. Keppendur voru þrettán talsins. Emma Kamilla Finnbogadóttir vann keppnina með laginu Stay with me. Nánar


24.02.2015

Myndband af nemendum og starfsfólki skólans

Nemendur í íþróttauppeldisfræði fengu það verkefni að fræðast um hreyfingu og fá alla nemendur og starfsmenn til að sýna mismunandi æfingar sem hægt er að nota inn í skólastofum. Nánar


23.02.2015

Lifandi "kennslustund"

Mentorverkefnið Vinátta er án efa með skemmtilegri áföngum í Kvennó sem ég hef verið í. Verkefnið er bæði fjölbreytt og lærdómsríkt. Það er svo ólíkt öllum öðrum fögum eða kennslustundum þar sem maður situr og lærir á hinn hefðbundna hátt. Nánar


18.02.2015

Söngkeppnin Rymja verður föstudaginn 20. febrúar

Söngkeppni Keðjunnar, Rymja, verður haldin í Austurbæ núna á föstudagskvöldið og hefst kl. 19. Nánar


12.02.2015

Lið MR sigraði lið Kvennaskólans í Gettu betur

Lið Kvennaskólans stóð sig vel í sjónvarpskeppni Gettu betur en náði þó ekki að sigra lið MR. Leikar fóru þannig að MR náði 32 stigum á móti 25 stigum liðs Kvennaskólans eftir spennandi keppni. Nánar


10.02.2015

Lið Kvennaskólans keppir á móti liði MR í sjónvarpinu miðvikudaginn 11. febrúar

Síðari umferð útvarpshluta Gettu betur er lokið. Lið Kvennaskólans keppti á móti liði Fjölbrautaskóla Snæfellinga og sigraði 27-9. Þar með er liðið komið í sjónvarpskeppni Gettu betur, sem er frábær árangur hjá liðinu. Nánar


09.02.2015

Fyrirlestur um jafnrétti í nemendafélögum

Miðvikudaginn 4. febrúar skipulagði jafnréttisteymi Keðjunnar viðburð á sal fyrir alla nemendur skólans. Þar var haldinn fyrirlestur um jafnrétti í nemendafélögum. Nánar


19.12.2014

Útskrift stúdenta

Föstudaginn 19. desember var 21 stúdent útskrifaður frá Kvennaskólanum við hátíðlega athöfn í Fríkirkjunni. Nánar


19.12.2014

Gleðileg jól

Kvennaskólinn í Reykjavík óskar nemendum sínum, starfsfólki og öllum velunnurum skólans gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Nánar


16.12.2014

Einkunnaafhending og prófsýning 17.desember kl.9:00

Afhending einkunna verður þann 17. desember kl. 9:00 og prófsýning strax á eftir. Hér má sjá lista yfir hvar nemendur í hverjum bekk fá einkunnir sínar afhentar. Einnig má sjá lista yfir í hvaða stofum prófsýningar verða. Nánar


12.12.2014

Sjúkrapróf, afhending einkunna og útskrift stúdenta

Sjúkrapróf í Kvennaskólanum verða haldin mánudaginn 15. desember kl. 8:30 í stofum N2-N4. Nánar


10.12.2014

Ljóðskáld vikunnar er Þorsteinn frá Hamri (1938-)

Þorsteinn er meðal fremstu ljóðskálda sem yrkja á íslenska tungu. Eftir hann hafa komið út fjöldi ljóðabóka, skáldsögur, sagnaþættir og þýðingar. Nánar


28.11.2014

Jólatónleikar kórs Kvennaskólans 1. desember

Árlegir jólatónleikar kórs Kvennaskólans verða mánudaginn 1. desember kl. 20 í Uppsölum. Nánar


20.11.2014

Epladagurinn 20. nóvember

Epladagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur í Kvennaskólanum í Reykjavík síðan 1921. Allir nemendur skólans fá epli frá nemendafélaginu og starfsmenn líka. Kennt er til kl.13:10 en þá hefst skemmtidagskrá í Uppsölum. Nánar


18.11.2014

Eplavikan 17.- 21. nóvember

Hin viðburðarríka eplavika stendur nú yfir í Kvennaskólanum. Dagskrá hennar er fjölbreytt að venju. Nánar


14.11.2014

Heimsókn í HR

Nemendur í valáfanga í eðlisfræði fóru í heimsókn í Háskólann í Reykjavík 6. nóvember og framkvæmdi tilraun um dempaða sveifluhreyfingu. Nánar


12.11.2014

Ljóðskáld vikunnar er Sigurbjörg Þrastardóttir (1973-)

Sigurbjörg Þrastardóttir er fædd 27. ágúst 1973 á Akranesi. Hún lauk prófum í almennri bókmenntafræði og hagnýtri fjölmiðlun við H.Í. Hún hefur sent frá sér ljóðabækur, skáldsögur og leikrit. Nánar


05.11.2014

Yfirvofa eftir Þórarinn Eldjárn er ljóð vikunnar

Ljóð vikunnar er eftir Þórarinn Eldjárn og er úr nýútkominni bók hans "Tautar og raular". Nánar


03.11.2014

Berlínarferð

Dagana 28. 9. – 2. október hélt nítján manna hópur þýskunema ásamt kennurum sínum Guðrúnu Erlu Sigurðardóttur og Björgu Helgu Sigurðardóttur til Berlínar í náms- og menningarferð. Nánar


31.10.2014

Lið Kvennaskólans komst í úrslit í Boxinu

Lið úr Kvennaskólanum komst í úrslit í Boxinu - framkvæmdakeppni framhaldsskólanna, sem haldin er árlega af Samtökum iðnaðarins, Háskólanum í Reykjavík og Sambandi íslenskra framhaldsskólanema Nánar


28.10.2014

Ljóðskáld vikunnar er Anton Helgi Jónsson (1955-).

Anton Helgi Jónsson er fæddur í Hafnarfirði 15. janúar 1955 og ólst þar upp til tólf ára aldurs. Hann lagði stund á heimspeki og bókmenntafræði við Stokkhólmsháskóla. Nánar


22.10.2014

Örnámskeið í að ná tökum á prófkvíða

Kæri nemandi. Ef þú átt það til að vera kvíðin(n) fyrir próf, eða í prófi þá er tími til kominn að vinna í málinu. Við erum tilbúnar að aðstoða og ætlum að halda stutt námskeið í stjórnun prófkvíða. Nánar


21.10.2014

Vel heppnuð Parísarferð að baki

Við skólann er kenndur svokallaður Parísaráfangi og er hann kenndur nú á haustönn. Í áfanganum fræðast nemendur um heimsborgina París og vinna ýmis verkefni. Menningarferð til Parísar er hápunktur áfangans og að þessu sinni dvöldu 25 nemendur og 2 kennarar í Parísarborg frá 2.-6. október. Nánar


15.10.2014

Grímuball

Grímuball Keðjunnar verður á skemmtistaðnum Spot í Kópavogi fimmtudaginn 16. október kl. 22:00-01:00. Nánar


14.10.2014

Ólympíuleikar Kvennaskólans 16. október

Ólympíuleikar Kvennaskólans voru þann 16. október kl. 10:30-12:30. Þátttakendur voru 26 bekkir og einn hópur starfsmanna. 3. NZ hlaut hinn eftirsótta bikar að þessu sinni. Nánar


14.10.2014

Úttektarskýrsla

Skýrsla um úttekt á starfsemi Kvennaskólans hefur nú verið sett á heimasíðuna. Nánar


10.10.2014

Heimsókn í Ásgarð

Á dögunum fóru nemendur í áfanganum „Fötlun og samfélag“ í heimsókn í Ásgarð sem er vinnustaður fatlaðra. Nánar


02.10.2014

Afmælishátíð Kvennaskólans - myndir

Í tilefni af 140 ára afmæli Kvennaskólans og 95 ára afmælis nemendafélagsins Keðjunnar mynduðu nemendur og starfsfólk (bæði fyrrverandi og núverandi) keðju meðfram Tjörninni. Nánar


30.09.2014

Peysufatadagurinn í myndum og máli

Peysufatadagurinn sem var síðastliðinn föstudag fór vel fram, í blíðskaparveðri og haustlitadýrð. Nemendur fóru um bæinn og sungu og dönsuðu fyrir utan Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Grund, Droplaugarstaði og Hrafnistu Nánar


25.09.2014

Jöfnunarstyrkur fyrir þá sem búa fjarri lögheimili og fjölskyldu

Opnað hefur verið fyrir umsóknir vegna jöfnunarstyrks á skólaárinu 2014-2015. Umsóknarfrestur er til 15. október. Nánar


23.09.2014

Dagskrá peysufatadagsins 26. september

Peysufatadagurinn, sem átti að vera í vor en var frestað vegna verkfalls kennara, verður næstkomandi föstudag. Þátttakendur eru nemendur í 3. bekk. Nánar


19.09.2014

Myndir úr nýnemaferðum

Í síðustu viku fóru nemendur á fyrsta ári í hinar árlegu nýnemaferðir Kvennaskólans. Farið var í dagsferðir á Úlfljótsvatn, en bekkjunum var skipt niður á þrjá daga. Nánar


08.09.2014

Nýnemaferðir 9.-11. sept.

Næstu daga munu nýnemar Kvennaskólans halda í hina árlegu nýnemaferð. Að þessu sinni fara nemendur í dagsferð að Úlfljótsvatni. Nánar


29.08.2014

Myndir frá nýnemadegi

Tekið var á móti nýnemum með nýju sniði að þessu sinni. Allir nýnemar fengu hlekk sem tákn þess að þeir væru nú meðlimir í nemendafélaginu Keðjunni. Nánar


22.08.2014

Skólinn settur í 141. sinn

Kvennaskólinn í Reykjavík var settur 19. ágúst. Nú er 141. starfsár skólans hafið en hann var stofnaður 1. október árið 1874. Heildarfjöldi nemenda er 655, þar af 215 í 1. bekk. Starfsmenn eru 62. Nánar


04.07.2014

Björk Þorgeirsdóttir verðlaunuð sem framúrskarandi kennari

Háskóli Íslands verðalaunar fimm grunn- og framhaldsskólakennara fyrir framúrskarandi störf Nánar


30.05.2014

Útskrift stúdenta og skólaslit Kvennaskólans í Reykjavík

Föstudaginn 30. maí voru 136 stúdentar útskrifaðir frá Kvennaskólanum við hátíðlega athöfn í Hallgrímskirkju. Nánar


30.05.2014

Endurtökupróf 2.- 4. júní

Endurtökupróf verða 2.-4. júní. Próftöfluna má sjá hér Nánar


28.05.2014

Útskrift stúdenta og skólaslit

Útskrift stúdenta og skólaslit verða í Hallgrímskirkju föstudaginn 30. maí kl. 13:00. Nánar


27.05.2014

Lokaball Keðjunnar

Miðvikudaginn 28. maí verður lokaball Keðjunnar haldið á Rúbín. DJ, Friðrik Dór og Danni deluxxe skemmta. Edrú-potturinn verður á staðnum. Nánar


25.05.2014

Einkunnaafhending og prófasýning þriðjudaginn 27. maí

Einkunnaafhending og prófasýning verður þriðjudaginn 27. maí. Nemendur mæta í sal mötuneytisins í Uppsölum kl. 9:00 þar sem skólameistari mun halda kveðjuræðu sína og veita viðurkenningar. Stúdentaæfing í Hallgrímskirkju kl.10:30 Nánar


13.05.2014

Vorpróf, afhending einkunna og útskrift stúdenta

Vorpróf standa nú yfir í Kvennaskólanum og lýkur þeim með sjúkraprófum föstudaginn 23. maí. Afhending einkunna og prófasýning verður þriðjudaginn 27. maí kl. 9:00. Nánar


06.05.2014

Dimmission útskriftarnema

Það var mikið fjör í porti Miðbæjarskólans föstudaginn 2. maí þegar útskriftarnemar dimmiteruðu. Þar mættu nemendur í alls kyns skemmtilegum búningum Nánar


28.04.2014

Ný stjórn Keðjunnar

Ný stjórn Keðjunnar (2014-2015) nemendafélags Kvennaskólans hefur verið kosin. Eiríkur Orri Agnarsson var kosinn formaður, Nánar


15.04.2014

Gleðilega páska!

Í dag þriðjudaginn 15. apríl er síðasti kennsludagur fyrir páska. Kennsla heft á ný þriðjudaginn 22. apríl en þá verður kennt samkvæmt stundatöflu fimmtudags. Nánar


08.04.2014

Aukakennsludagar og ný próftafla

Aukakennsludagar vegna verkfallsins verða 5 og eru þessir: mánudagur 14. apríl, þriðjudagur 15. apríl, þriðjudagur 22. apríl sem verður kenndur skv. stundatöflu fimmtudags, fimmtudagur 8. maí og föstudagur 9. maí. Próftaflan breytist og færist til og er ný próftafla komin í Innu. Nánar


20.03.2014

Kvennaskólinn opinn fyrir nemendur

Nemendur hafa verið duglegir að koma í skólann og nýta sér aðstöðuna meðal annars á bókasafninu. Mötuneytið er einnig opið og kennslustofur í aðalbyggingu fyrir þá nemendur sem vilja vinna sjálfstætt samkvæmt námsáætlunum. Nánar


19.03.2014

Peysufatadeginum frestað til haustsins

Peysufatadeginum, sem átti að vera í apríl, hefur verið frestað til haustannar næsta skólaárs Nánar


19.03.2014

Styðjum við nemendur

Stjórn Heimilis og skóla - landssamtaka foreldra sendi frá sér meðfylgjandi ályktun vegna verkfalls framhaldsskólakennara Nánar


12.03.2014

Fúría leikfélag Kvennskælinga sýnir nú leikritið A.K.A. the KKK

Fúría leikfélag Kvennaskólans sýnir nú leikritið A.K.A. the KKK. Leikritið fjallar um fordóma í samfélaginu. Næsta sýning er föstudaginn 14. mars. Nánar


10.03.2014

Stuttmyndir um áhrif fjölmiðla í samfélaginu

Nemendur í fjölmiðlafræði bjuggu til stuttmyndir um áhrif fjölmiðla í samfélaginu. Nemendur fóru á stúfana og tóku viðtöl, skoðuðu fjölmiðlaefni og kynntu sér rannsóknir. Nánar


10.03.2014

Örnámskeið í að ná tökum á prófkvíða.

Kæri nemandi. Ef þú átt það til að vera kvíðin(n) fyrir próf, eða í prófi þá er tími til kominn að vinna í málinu. Við erum tilbúnar að aðstoða og ætlum að halda stutt námskeið í stjórnun prófkvíða. Nánar


06.03.2014

Kynning á framhaldsskólunum 6.-8. mars

Kvennaskólinn er með bás á framhaldsskólakynningunni sem nú stendur yfir í íþróttahúsinu Kórnum í Kópavogi, sjá meðfylgjandi mynd. Nánar


05.03.2014

Ólympíuleikar Kvennaskólans

Ólympíuleikar Kvennaskólans voru haldnir í fyrsta sinn þann 3. mars við mikinn fögnuð nemenda og starfsmanna. Bekkir og starfsmenn mynduðu 28 lið sem kepptu á 7 stöðvum víðsvegar um skólasvæðið Nánar


04.03.2014

Kór Kvennaskólans með tónleika

Kór Kvennaskólans hélt tónleika þriðjudaginn 4. mars kl.20:00 í Fríkirkjunni í Reykjavík Nánar


04.03.2014

Tjarnardagar og árshátíð Keðjunnar

Næstu daga verður uppbrot á venjulegu skólastarfi - svokallaðir Tjarnardagar og árshátíð nemendafélagsins Keðjunnar. Nánar


28.02.2014

Kór Kvennaskólans í Kaupmannahöfn

Kór skólans fór í söngferð til Kaupmannahafnar dagana 20. – 23. febrúar s.l. Kórinn hélt tvenna formlega tónleika. Nánar


27.02.2014

Opið hús fyrir 10. bekkinga í Kvennaskólanum 11. mars

Þriðjudaginn 11. mars verður opið hús í skólanum fyrir 10. bekkinga og forráðamenn þeirra frá 17:00-19:00. Nánar


26.02.2014

Indíana Björk Birgisdóttir vann Rymju

Indíana Björk Birgisdóttir vann Rymju söngvakeppni Kvennaskólans sem fram fór í Hörpu í síðustu viku. Tindur Sigurðarson varð í öðru sæti og Margrét Braga Geirsdóttir í því þriðja. Nánar


17.02.2014

Rymja söngvakeppni Keðjunnar miðvikudaginn 19. febrúar

Rymja söngvakeppni Keðjunnar verður haldin miðvikudaginn 19.febrúar kl.20:00 í Silfurbergi í Hörpunni. Þátttakendur eru: Nánar


12.02.2014

Útskriftarmynd af stúdentum frá desember 2013

Hér er komin mynd af stúdentahópnum frá 20. desember 2013. Í fyrsta skipti í sögu skólans eru fleiri piltar í stúdentahópnum en stúlkur. Nánar


05.02.2014

Lið Kvennaskólans og MH keppa í Gettu betur föstudaginn 7. febrúar

Kvennaskólinn og MH keppa í sjónvarpi föstudaginn 7. febrúar. Þetta er önnur viðureign í átta liða úrslitum. Nánar


27.01.2014

Líkan af Kvennaskólanum aðalbyggingu

Fyrrverandi nemandi Berglind Sigurjónsdóttir sendi mynd af líkani sem hún gerði af Kvennaskólanum aðalbyggingu. Berglind var nemandi við skólann frá 2008-2012 en er nú í Iðnskólanum í Hafnarfirði á lista- og hönnunarbraut. Nánar


20.01.2014

Lið Kvennaskólans komst áfram í aðra umferð Gettu betur

Kvennaskólinn keppti í undankeppni Gettu betur sunnudaginn 19. janúar við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi Nánar


20.12.2013

Útskrift stúdenta!

Föstudaginn 20. desember voru 27 stúdentar útskrifaðir frá Kvennaskólanum í Reykjavík við hátíðlega athöfn í Hallgrímskirkju. Kór Kvennaskólans söng og nýstúdent Laufey María Jóhannsdóttir flutti ávarp. Einnig lék Ingunn Erla Kristjánsdóttir nýstúdent einleik á selló. Nánar


20.12.2013

Gleðileg jól!

Kvennaskólinn í Reykjavík óskar nemendum sínum, starfsfólki og öllum velunnurum skólans gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári! Nánar


19.12.2013

Útskrift stúdenta jól 2013

Útskrift stúdenta verður í Hallgrímskirkju föstudaginn 20. desember kl. 13. Útskrifaðir verða 27 stúdentar. Nánar


16.12.2013

Staðsetning einkunnaafhendinga og prófasýninga

Hér eru upplýsingar um staðsetningu einkunnaafhendinga og prófasýninga Nánar


11.12.2013

Sjúkrapróf og afhending einkunna

Sjúkrapróf verða í Kvennaskólanum mánudaginn 16. desember kl. 8:30. Afhending einkunna og prófasýning verður miðvikudaginn 18. desember kl. 9:00. Útskrif stúdenta verður í Hallgrímskirkju föstudaginn 20. desember kl. 13:00. Nánar


09.12.2013

Heiðursverðlaun Velferðarsjóðs barna fyrir mentorverkefnið Vináttu

Í dag veitti Velferðarsjóður barna Kvennaskólanum í Reykjavík heiðursverðlaun fyrir mentorverkefnið Vináttu í móttöku sem haldin var í Iðnó. Verðlaunin eru bæði innrammað heiðursskjal og falleg rós úr málmi frá Jens ehf. Nánar


02.12.2013

Jólatónleikar kórs Kvennaskólans í kvöld 2. des.

Jólatónleikar kórs Kvennaskólans verða haldnir mánudagskvöldið 2. desember í Fríkirkjunni í Reykjavík og hefjast kl. 20:00. Nánar


27.11.2013

Kolbrún Jónsdóttir 3NÞ Íslandsmeistari í sundi

Kolbrún Jónsdóttir 3NÞ keppti um helgina á Íslandsmótinu í sundi. Hún náði mjög góðum árangri í öllum sínum keppnisgreinum og varð Íslandsmeistari í 200 m bringusundi á nýju KR meti 2.39.02. Óskum við henni innilega til hamingju með árangurinn. Nánar


26.11.2013

Ferðir nemenda á Njáluslóðir 19. og 20. nóvember

Kvennskælingar fóru glaðir í bragði á Njáluslóðir 19. og 20. nóvember. Lagt var af stað frá Aðalbyggingunni í frosti fyrri daginn en hita þann seinni. Á leiðinni austur var fallegt að horfa á dagrenninguna og var orðið vel ratljóst þegar fyrsta áfangastað var náð. Nánar


21.11.2013

Epladagurinn 21. nóvember

Í dag 21. nóvember er epladagurinn í Kvennaskólanum. Epladagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur í Kvennaskólanum í Reykjavík síðan 1921. Ýmislegt hefur verið sér til gamans gert í skólanum í vikunni. Nánar


11.11.2013

Kvennó vann Boxið!

Vaskur hópur úr 3 NA gerði sér lítið fyrir og sigraði Boxið - framkvæmdakeppni framhaldsskólanna sem haldin er árlega af Samtökum iðnaðarins, Háskólanum í Reykjavík og Sambandi íslenskra framhaldsskólanema. Nánar


07.11.2013

Leikhúsferð vetrarins

Einu sinni á ári fara nemendur Kvennaskólans í leikhús. Að þessu sinni varð fyrir valinu sýningin Englar alheimsins í Þjóðleikhúsinu. Þriðjudagskvöldið 29. október fylltu Kvennskælingar stóra salinn Nánar


22.10.2013

Parísarferð 3.-7. október

Undanfarin ár hefur verð kenndur við Kvennaskólann áfangi helgaður Parísarborg, á vorönn. Að þessu sinni var ákveðið að bjóða upp á áfangann á haustönn og nú eru 23 nemendur í 3. bekk orðnir miklar Parísarspekingar. Nánar


17.10.2013

Haustfrí

Kvennaskólinn verður lokaður frá og með föstudeginum 18. október til 21. október vegna haustleyfis Nánar


17.10.2013

Grímuball Keðjunnar

Grímuball Keðjunnar verður haldið fimmtudaginn 17. október á skemmtistaðnum Spot í Kópavogi. Ballið er frá 22:00-01:00. Nánar


14.10.2013

Örnámskeið í að ná tökum á prófkvíða.

Kæri nemandi. Ef þú átt það til að vera kvíðin(n) fyrir próf, eða í prófi þá er tími til kominn að vinna í málinu. Við erum tilbúnar að aðstoða og ætlum að halda stutt námskeið í stjórnun prófkvíða. Nánar


08.10.2013

Berlínarferð Kvennaskólanemenda

Sunnudaginn 29. september hélt hópur nemenda í áfanganum ÞÝSK 2BE05 í ferð til Berlínar ásamt þýskukennurunum Guðrúnu Erlu Sigurðardóttur og Ástu Emilsdóttur. Í hópnum voru 17 nemendur í 3. bekk. Nemendur höfðu fyrir ferðina kynnt sér eitt og annað um Berlín og m.a. unnið kynningar um þekktustu staðina. Nánar


04.10.2013

Til forráðamanna nemenda Kvennaskólans í Reykjavík.

Foreldraráð Kvennaskólans í Reykjavík boðar til aðalfundar fimmtudaginn 10. október kl. 20:00 að Fríkirkjuvegi 9, stofu N2. Nánar


27.09.2013

Söngsalur

Söngsalur var haldinn eftir nokkur hlé 26. september. Af því tilefni var sungið á a.m.k. 5 tungumálum í porti Miðbæjarskólans við undirleik Harðar Áskelssonar. Nánar


27.09.2013

1. sæti í "Hjólum í skólann"

Kvennaskólinn var í 1. sæti í sínum flokki í "Hjólum í skólann" sem stóð yfir alla síðustu viku 16. - 20. september voru tilkynnt í dag og kom þá í ljós að Kvennaskólinn í Reykjavík var í 1. sæti í sínum stærðarflokki (400-999 nemendur og starfsmenn). Vel gert Kvennó! Nánar


27.09.2013

Nýnemaferðir

Í síðustu viku fóru nemendur á fyrsta ári í hina árlegu nýnemaferð Kvennaskólans. Farið var í dagsferðir á Úlfljótsvatn, en bekkjunum var skipt niður á þrjá daga. Þar fóru nemendur m.a. í fjallgöngu, hópeflisleiki og vatnasafarí yfir daginn. Nánar


27.06.2013

Lokað vegna sumarleyfa frá hádegi 28. júní - 7. ágúst.

Skrifstofa Kvennaskólans í Reykjavík er lokuð frá hádegi föstudaginn 28. júní til 7. ágúst. Hægt er að senda skólanum tölvupóst á netfangið kvennaskolinn@kvenno.is Skólinn verður settur þriðjudaginn 20. ágúst skv. nánari auglýsingu síðar. Nánar


18.06.2013

Innritunargjöld fyrir skólaárið 2013-2014

Greiðsluseðlar hafa verið sendir út til nemenda 2. – 4. bekkjar Kvennaskólans í Reykjavík vegna skólaársins 2013-2014. Gjalddagi er 24. júní en eindagi 15. júlí 2013. Greiðsluseðlar til nýnema skólans verða sendir út þegar innritun er lokið. Nánar


11.06.2013

Samningar við skóla á Sikiley

Í maí sl. voru tveir kennarar, Þórhildur Lárusdóttir og Friðrik Dagur Arnarson, og skólameistari Kvennaskólans, Ingibjörg S. Guðmundsdóttir, í heimsókn á Sikiley vegna Comeníusar nemendskiptaverkefnis sem skólinn hefur tekið þátt í. Í ferðinni heimsótti hópurinn tvo skóla og gerður var tvíhliða framtíðarsamningur milli skólanna um að taka á móti nemendum frá skólunum til dvalar í þrjá mánuði. Nánar


07.06.2013

Viðtal við dúx skólans í Morgunblaðinu

Morgunblaðið birti 6. júní viðtal við Ingvar Hjartason dúx skólans. Nánar


30.05.2013

Endurtökupróf

Endurtökupróf samkvæmt töflu verða í Aðalbyggingu í stofum N2-N4 Nánar


27.05.2013

Einkunnaafhending og prófsýning í Kvennaskólanum þriðjudaginn 28. maí

Dagskrá: 1. Kl. 9:00 - Skólameistari ávarpar nemendur í mötuneytinu Uppsölum og veitir viðurkenningar. 2. Að ávarpi loknu ná nemendur í einkunnablöð hjá umsjónarkennara sínum (sjá lista yfir staðsetningu þeirra á auglýsingatöflum skólans) 3. Strax að lokinni einkunnaafhendingu er prófsýning þar sem nemendum gefst kostur á að skoða úrlausnir sínar. Staðsetning greina er á auglýsingatöflum skólans. Nánar
AukavalLeit

Leitarvél
Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli